Morgunblaðið - 28.06.1974, Page 21

Morgunblaðið - 28.06.1974, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 28. JUNI 1974 21 hefur minn aðalstarfsvettvangur verið í Garðahreppi. Ég byggði mér þar hús og fluttist þangað 1963 og var kjörinn I sveitastjórn- ina 1966. — Þú munt vera með fyrstu Flatabúunum f Garðahreppi? — Já, mitt hús var það fyrsta, sem byrjað var á þar, en við flutt- um þó ekki fyrst inn. En það hafði orðið eitt af mfnum fyrstu verk- um sem sveitarstjóri að semja um kaup á þessu svæði og láta skipu- leggja það. — En hvað ýtti þér út f lands- málapólitfk? — Eiginlega vinir og kunningj- ar. Ég hafði að vfsu lengi haft mikinn áhuga á stjórnmálum og þeir hvöttu mig til að taka þátt f prófkjörinu fyrir kosningarnar 1971. Ég gerði það — með hálfum huga þó — og átti hreint ekki von á því að lenda þar í þriðja sæti. En þar með hafði teningnum ver- ið kastað. — Hvaða mál lézt þú svo helzt til þfn taka fyrst eftir að þú komst á þing? — Kannski fyrst og fremst sveitastjórnarmál, skattamál og vegamál. — Geturðu sagt mér undan og ofan af þeim hugmyndum, sem þú hefur varðandi sveitastjórnar- mál? Hvaða atriði mundir þú t.d. setja á oddinn á næsta þingi? — Fyrst og fremst mun ég beita mér fyrir þvf, að tekjustofnar sveitafélaganna verði efldir veru- lega. Það er sannfæring mín, að sveitarfélögin eigi að hafa fleiri verkefni með höndum en þau nú hafa og bera þar með líka meiri ábyrgð á ýmsum þáttum þeirrar þjónustu, sem borgararnir þurfa að fá. En forsenda þess, að þau geti leyst af hendi þau verkefni, sem þeim éru ætluð, er, að tekjur þeirra verði auknar. Ég tel, að á næstunni hljóti að verða talsverðar breytingar á skipan sveitastjórnarmála, sýslu- skipunin þarfnast til dæmis endurskoðunar með hliðsjón af tilkomu landshiutasamtaka sveitarfélaganna. Ég sé engin rök lengur fyrir skiptingu sveitarfé- laga I kaupstaði og hreppa. — Nú hefur mikið verið rætt um firringu f nútfma þjóðfélagi og ein orsök hennar verið talin sú, að einstaklingarnir gláti sjálfstrausti sfnu gagnvart öflugu rfkisvaldinu; að þeir telji sig svo sem engu máli skipta vegna þess, að áhrif þeirra á umhverfi sitt séu svo takmörkuð. Þær skoðanir hafa verið ofarlega á baugi, að nauðsyn beri til að efla smærri einingar samfélagsins með það fyrir augum að gera einstakling- ana, fbúana, fólkið virkari þátt- takendur f mótu/i Iffskjara sinna og umhverfis. Samrýmast þessar hugmyndir að einhverju leyti þfnum skoðunum á hlutverki sveitarfélaganna? — Já, mjög svo: Ég tel miklu máli skipta, að fólk fái sem mest tækifæri til að láta að sér kveða og ráða sfnum málum sem mest sjálft. Mér finnst sjálfsagt að leyfa litlu einingunum, sem við höfum, að haldast og er algerlega andvígur hugmyndunum um sam- einingu sveitarfélaga í stærri heildir, nema þau séu þvf fá- mennari — segjum innan við 2—300 manns, þá fer að verða alltof erfitt fyrir þau að halda uppi nokkurri þjónustu. Þær raddir heyrast oft hér fyrir sunnan, að það eigi að sameina sveitarfélögin hér í eina Stór- Reykjavík, en ég er því andvígur; ég fæ ekki séð, að það breyti eðli þeirra þó þau byggist saman, það kallar að vfsu á meiri samvinnu þeirra í milli en ekki endilega sameiningu. — Ert þú sterkur einstaklings- hyggjumaður, Ólafur? — Það held ég, já, ég hef mikla tilhneigingu til að treysta á getu einstaklingsins og gefa honum tækifæri til að spreyta sig. Jafn- framt verður að sjálfsögðu alltaf að vera fyrir hendi nægileg sam- hjálp og félagshyggja I stjórnar- stefnu að því marki, að stutt sé við bak þeirra, sem minna mega sín og eru þess af einhverjum ástæðum ekki megnugir að heyja harða lífsbaráttu. En þessi við- horf held ég að sé auðvelt að sameina — og raunar er nærtæk- asta sönnun þess, hversu margir með slikar skoðanir geta komið sér saman f einum flokki, sem heitir Sjálfstæðisflokkur. Ætli einstaklingshyggjan sé ekki býsna sterkur þáttur f íslenzku þjóðareðli. — Þú minntist áðan á vegamál, Ólafur, nú hlýtur Hafnarfjarðar- vegurinn að vera mál, sem þarfn- ast rækilegrar og skjótrar úr- lausnar, umferðin þar er orðin óhugnanleg? — Já, það er vissulega rétt, við verðum að leggja alla áherzlu á að hann verði endurbyggður hið fyrsta og þá ekki síður, að hafizt verði handa um hina nýju Reykja- nesbraut. Því hefur tíðum verið haldið fram, að fé, sem fer til lagningar hraðbrauta hér á þétt- búlissvæðinu sé tekið af dreifbýl- inu, ef ekki beint, þá óbeint með því, að óhjákvæmilega sé dregið úr framkvæmdum annars staðar. Sömuleiðis hafa margir talið það sjálfsagt að innheimta sérstakt vegagjald af þeim, sem hrað- brautirnar nota. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að rfkissjóður hefur haft geysimiklar tekjur af um- ferðinni hér syðra og miklu meiri en némur kostnaði við gerð hrað- brautanna. Þess verður auðvitað einnig að gæta, að það er einmitt hin gífurlega umferð, sem kallar á hraðbrautarframkvæmdir, ella yrði algert öngþveiti í umferð- inni. Fyrir hendi eru upplýsingar um, að fimm kílómetra kafli af Hafnarfjarðarveginum færir ríkissjóði um 127 milljónir króna f tekjur á ári en miðað við verðlag f aprfl en frá því árið 1969 hefur aðeins tvisvar verið lagt slitlag á þennan veg, án þess að gera nokkuð annað; í fyrra sinnið 1969 var kostnaðurinn 5—6 milljónir kr. og seinna skiptið 1972 9.7 millj. kr. Þar fyrir utan er svo til eini kostnaðurinn við veginn á tfmabilinu vegna lýsingar, sem er um 2—300 þúsund kr. á ári. Þetta nær auðvitað engri átt, þegar þess er gætt, að umferðin um Hafnar- fjarðarveginn er nú komin yfir 18 þúsund bifreiðar á dag og mesta umferð á einni flukkustund nokkuð á 3. þúsund bifreiðar. Umferðin um Keflavíkurveg ein- an gefur ríkissjóði liðlega 130 millj. kr. tekjur á ári. Og séu aðeins teknar tekjurnar af benzíngjaldinu kemur í ljós, að af bensfnsölunni f Reykjavík og Reykjaneskjördæmi hefur rfkis- sjóður tæplega 700 milljónir króna tekjur á ári, en til saman- burðar má geta þess að tekjurnar af vegum á Austurlandi eru 44 milljónir á ári. Það er þvf fullkomið sanngirn- ismál, að þegar í stað verði lagt stórfé af mörkum til að fullkomna hraðbrautir hér um slóðir. Fyrir utan að þetta varðar atvinnusókn tugþúsunda manna er þetta öryggismál hið brýnasta. Það þarf ekki nema alverlegan árekstur á Kópavogsbrúnni til þess að stöðva alla umferð á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, svo maður tali nú ekki um, ef einhverjar náttúru- hamfarir yrðu. Hvað til dæmis um sjúkraflutninga í þvf tilfelli? Hvað viðkemur öðrum vega- framkvæmdum í kjördæminu munum við leggja brýna áherzlu á, að lokið verði við lagningu bundins slitlags á þá vegi, sem eftir eru á Suðurnesjum, vegina út í Garð og niður í Voga. Og milli Sangerðis og Garðsins. Sfðan verður að sjálfsögðu að halda áfram með veginn upp í Hval- fjörð. — Burtséð frá þessum málum, Ólafur, sem við höfum hér reifað, hver telur þú helztu kosningamál- in nú? — Tvímælalaust efnahagsmál- in, varnarmálin og landhelgismál- ið. — Nú er þvf gjarnan haldið fram, að dvöl varnarliðsins f Keflavfk hafi mikil áhrif á kosn- ingar f Reykjaneskjördæmi og f þvf sambandi rætt um, að Jón Skaftason verði að vera andvfgur brottför hersins af tillitsemi við kjósendur sfna? — Því verður auðvitað ekki á móti mælt, að varnarstöðin er talsverður þáttur í atvinnulífi Suðurnesja, — en þó ekki svo mikilvægur, að mínu mati, að hann ráði neinum úrslitum um dvöl varnarliðsins. Það,. sem mestu máli skiptir er, að landið sé varið og að við leggjum okkar skerf til varnarsamstarfs vest- rænna þjóða. Hvað Jóni Skafta- syni við kemur sýnist mér ljóst, að til lítils sé fyrir hann að reyna að skapa sér ein- Framhald á bls. 39 Sjómennirnir bera ekki nóg úr býtum 0 Jósef Borgarsson ásamt syni sfnum. við sjávarútveg. Hér eru starf- ræktar tvær fiskverkunarstöðvar, Fiskverkunarstöð Eggerts Ólafs- sonar og Sólberg hf. Eins og er geta aðeins smábátar landað afla sínum, og staðurinn er eftirsóttur af þeim. Annan fiskafla verður að flytja hingað á bflum, t.d. frá Njarðvfkum, þar sem skuttogar- inn Suðurnes KE 12 landar afla sínum, en hann er skráður hér í Höfnum, enda eigum við helming- inn í honum. En eins og stendur er ekki bjart framundan í frysti- húsarekstrinum, það virðist ekki vera rekstrargrundvöllur fyrir þau, og Sólberg hf. hefur t.d. sagt upp öllu starfsfólkinu og óvíst hvað við tekur. Þá má einnig geta þess, að nokkrir fbúar hreppsins vinna á Keflavíkurflugvelli. Ég held að fólk hér syðra sé almennt á móti því að varnarliðið fari, enda er það okkar reynsla, sem höfum bú- ið í nálægð varnarliðsins, að við höfum ekki undan neinu að kvarta í samskiptum við það, og hér búa nokkrar fjölskyldur varnarliðsmanna." — Hvernig er ástandið í sam- göngumálum? „Það er brýnt framfaramál að fá varanlegt slitlag á veginn hing- að f Hafnir. Hann er á dagskrá 1976, og ég yrði mjög óánægður, ef dráttur yrði á því máli“. — Óg að lokum Jósef, hvernig leggjast kosningarnar f þig? „Hér fóru fram hreppsnefndar- kosningar 26. maí, og var þá sjálf- Framhald á bls. 39 Rætt við Dagbjart Einarsson 1 Grindavík MIKILL uppgangur hefur verið f Grindavfk á seinustu árum. Þar hitti Mbl. að máli Dagbjart Einarsson forstjóra Fiskaness h/f, en hann var önnum kafinn við að útbúa bátana Geirfugl, Grfmseying og Grindvfking á sfldveiðar f Norðursjó, þegar okk- ur bar að garði. I Grindavfk vann Sjálfstæðisflokkurinn umtals- verðan sigur f nýafstöðnum bæjar- og sveitarstjórnarkosning- um, bætti við sig tveimur fulltrú- um, og við spyrjum Dagbjart um ástæðurnar fyrir þessum glæsi- lega sigri: — Hér kemur auðvitað margt til, en ég held, að þrjár megin- ástæður liggi þarna að baki. í fyrsta lagi, og það sem ég tel stærsta þáttinn, var það, hversu vel var að kosningabaráttunni staðið. Þar á Sigurpáll Einarsson, Dagbjartur Einarsson formaður Sjálfstæðisfélagsins á staðnum, mestan heiður skilinn, en honum tókst vel að virkja þann áhuga sjálfstæðismanna, sem fyr- ir hendi var. í öðru lagi spiluðu þjóðmálin mikið inn í, en í þeim efnum stóðum við sjálfstæðis- menn mjög vel að vígi. Svo má nefna að fólkið virðist nú hafa gert sér fulla grein fyrir því, að þátttaka Alþýðuflokksins í stjórn en þá þyrfti samvinnu stjórn- valda, almennings og sérfræðinga að koma til. Svipað má segja um heilbrigðis- þjónustuna. Þeir annmarkar, sem hér eru á heilbrigðisþjónustu stafa ekki fyrst og fremst af læknaskorti, heldur af skipulags- og aðstöðuleysi, auk átakanlegs skorts á hjálparfólki f heilbrigðis- þjónustunni. Ný löggjöf um heil- brigðisþjónustu, er flutt var f tíð fyrrverandi rfkisstjórnar, en sam- þykkt á þinginu 1972, er án efa merkasti áfanginn á þróunar- braut heilbrigðisþjónustu síðari ára. Þar er að finna merk fyrir- mæli um bætta aðstöðu í heil- brigðisþjónustunni, en sá ann- marki er þó á, að á síðasta stigi frumvarpsins var þvf ákvæði bætt inn, að dreifbýlið skyldi ganga fyrir um framkvæmdir. Samkvæmt núverandi framlög- um og árlegri verðrýrnun peninga er því ekki sýnilegt annað en að meirihluti lands- manna — þ.e. þéttbýlið við Faxa- flóa — verði að bíða í áratugi eftir að fá að njóta þessarar nýju og merku löggjafar. Það er út af fyrir sig lofsvert að hækka fram- lög ríkisins til stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana úr 60% í 83%, en lftið fer nú fyrir þessum umbótum ef fólkið þarf að bfða áratug eftir framkvæmdum og þær framkvæmdir þá líklega margfallt dýrari heldur en þær hefðu orðið, ef fengizt hefði að byrja þær þegar lögin voru sam- þykkt. A tímabilinu 1950—1970 voru stærstu sjúkrahús landsins byggð eða stækkuð og svo vel var að þessu verki staðið, að ekki var talin þörf á meira rými á þessu sviði í bráð. Eftir var aftur á móti að byggja yfir aldraða sjúklinga og aðra langlegusjúklinga, yfir geðsjúklinga og drykkjusjúka, ennfremur vantar stórlega aukið rými fyrir rannsóknir og göngu- deildir. Auk þess hefur nú upp á síð- kastið skapast mikill vandi vegna þeirra bæklunarsjúklinga er bíða aðgerðar. Hér kemur tvennt til: Langlífi og tækniframfarir hafa aukið svo mjög á fjölda þeirra er geta haft gagn af slíkum aðgerð- um, auk þess hefur þeim stöðum fækkað hér, er aðgerðirnar fram- kvæma. Það er varla hugsanlegt að bíða með lausn allra þessara vanda- mála á meðan verið er að byggja upp læknamiðstöðvar og lækna- bústaði úti á landsbyggðinni. Hér virðist þurfa að koma til stórauk- in fjárveiting til heilbrigðismála, enda eru þær nú miklum mun lægri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Fólkið í landinu verður að skilja það, að þessir lífsnauðsyn- legu þættir — félagsleg þjónusta, heilsuvernd og heilbrigðis- þjónusta eru beinlínis grundvöll- ur þess, að hægt sé að lifa hamingjusömu lífi og að það er meira atriði fyrir almenning að þessir þættir séu vel af hendi leystir heldur en það, hvort kaupgjaldið er nokkrum prósent- um hærra eða lægra." bæjarins er ekkert náttúrulög- mál, en sú skoðun var ríkjandi hér í mörg ár, að allt væri ómögu- legt án Alþýðuflokksins. Alþýðu- flokkurinn missti meirihluta sinn í kosningunum 1970 og á þeim fjórum árum, sem síðan eru liðin, hefur aldrei verið gert meira hér í Grindavík. Hvað viðvíkur Al- þingiskosningum er ég á því, að hérna á Suðurnesjum fari fylgi Sjálfstæðisflokksins langt með að halda sér vegna góðrar málefna- legrar stöðu í þjóðmálum. — Hvernig er atvinnuástandið hér f Grindavfk? — Hér hefur verið mjög mikil atvinna að undanförnu og það Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.