Morgunblaðið - 28.06.1974, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1974
YNGSTI frambjóðandinn
til alþingsiskosninganna
30. júnf er án efa Guðfinna
Helgadðttir, sem skipar
sjötta sætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins f Reykja-
neskjördæmi. Hún fæddist
í Reykjavfk 1954, er þvf
rétt liðlega tvftug. Foreldr-
ar hennar eru Helgi
Hallvarðsson skipherra
hjá Landheígisgæzlunni og
Erla Erlingsdðttir Páls-
sonar, yfirlögregluþjðns.
segir Guöfinna Helgadóttir,
yngsti frqmbjóðandinn^j;ir
iskosningar
„Ég ólst upp í Reykjavík þar til
ég varð 13 ára og bjó þá á Bjargi
við Sundlaugar, — 1 húsi afa
míns,“ segir Guðfinna. „Þá flutti
ég f Kópavoginn, en var þar
aðeins tvo vetur í skóla, — varð að
flyja á náðir Reykjavfkur vegna
sþess, hversu skólinn var slakur.
Nú héfur hins vegar skólunum
fjölgað í Kópavogi og námsaðstað-
an batnað til muna, en þó held ég,
að við eigum enn nokkuð í land að
hún verði góð. Sjálf er ég núna í
Verzlunarskólanum og stefni að
því að ljúka stúdentsprófi þaðan
næsta vetur."
Guðfinna lætur vel af
Verzlunarskólanum. „Þar er farið
inn á nokkuð aðrar brautir en f
menntaskólunum, og mikil
áherzla lögð á bókfærslu og hag-
fræði, sem ég hef töluverðan
áhuga á,“ segir Guðfinna enn
fremur. Hún er ákveðin í því að
hálda áfram námi að loknu
stúdentsprófi, „en það er með mig
eins og fleiri, að ég get ekki alveg
gert upp við mig, í hvað ég eigi að
fara í Háskólanum. Félagsmálin
heilla mig mest, en mér skilst, að
Guðfinna fyrir framan Eimskipafélagshúsið, þar
sem hún starfar f sumar.
þeim sé sniðinn heldur þröngur
stakkur innan Háskólans. Við-
skiptafræðin kemur varla til
greina, þar eð feikilega margir
eru við nám í þeirri deild, svo, að
það jaðrar við offramboð á við-
skiptafræðingum hérlendis."
Guðfinna er heldur enginn ætt-
leri á sviði íþróttannar iðkaði
mikið sund fram eftir öllum aldri
og lagði stund á fimleika. Síðustu
árin hafa þó íþróttirnar orðið að
þoka eftir því sem Guðfinna tók
meiri þátt í félagsstarfinu innan
Verzlunarskólans og nú upp á sfð-
Iractirtá stiörnmálasviðinu.
„Já, það bar snemma á þvf, að
ég þætti pólitfsk," segir Guðfinna
og brosir. „Það var haft á orði
strax þegar ég var lftil telpa í
sveit, fólkinu þótti undarlegt,
hversu vel ég fylgdist með út-
varpsfréttum og fréttum í blöðun-
um. Sama varð upp á teningnum
fljótlega f skólanum, ég lenti f
útistöðum við kommana þar, og
þar sem ég þótti hafa munninn
fyrir neðan nefið (sem þótti
óvenjulegt af stúlku að vera á
þeim tíma) var strax farið að
troða mér upp í pontuna. Allt
þetta varð til þess, að ég var æ
pólitfskari og þess vegna gekk ég f
Heimdall strax og ég mátti —
sama daginn og ég varð 16 ára að
mig minnir. Síðar gekk ég í Tý —
félag ungra sjálfstæðismanna hér
í Kópavogi og varð fljótlega vara-
formaður þess. Upp úr því fór ég
að sitja landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins og er núna orðin sæmi-
lega kunnug flokksstarfinu að ég
held.“
Við síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar f Kópavogi skipaði Guð-
finna 13. sætið á lista Sjálfstæðis-
flokksins. Þrettán hefur reynzt
henni happatala, því að nú
mánuði sfðar skipar hún 6. sætið
til alþingiskosninganna á Reykja-
nesi, eins og að framan er getið.
„Ég hoppaði hátt,“ segir Guð-
finna. „Jú, auðvitað varð ég mjög
undrandi, þegar komið var að
máli við mig og mér boðið þetta
sæti. Eg tók mér svolítinn um-
hugsunarfrest, — fannst ég verða
að hugsa minn gang, ekki sfzt
vegna þess, að ég kem til með að
verða varaþingmaður og ekki
ólíklegt, að ég þurfi að sitja eitt-
hvað á þingi. En að öllu athuguðu
ákvað ég að slá til. Ég kvíði ekki
þingmennskunni, ef af verður.
Ég geri mér hins vegar grein fyrir
því, að ég verð að undirbúa mig
og kynna mér störf Alþingis eins
og mér er framast unnt. Ég hef
ekki hugsað mér að taka þingset-
una eins og hvern annan leik,
sitja þar eins og brúða og gera
ekki neitt. Ég tel mig búa yfir
nægilegri ábyrgðartilfinningu til
— Sjómennirnir
Framhald af bls. 21
sem háir okkur aðallega er skort-
ur á vinnuafli. Hér vantar alltaf
menn til allra hluta, og það sem
verst er, að það verður æ erfiðara
að ráða menn á bátana. Ástæðan
fyrir þessu er fyrst og fremst sú,
að sjómennirnir bera ekki nóg úr
býtum. Menn hafa meira í landi
fyrir alls konar fokk. Sem dæmi
get ég tekið, að Geirfuglinn, sem
var aflahæsti báturinn á vertíð-
inni hér í vetur, gefur í háseta-
hlut tæpar 100 þúsund á mánuði.
Ég geri ráð fyrir að margir verka-
menn í landi leiki sér að þvf að
taka inn 100 þús. krónur á mán-
uði, og til hvers er þá að vera að
veltast út á sjó í hvernig veðri
sem er. Nýju skuttogararnir taka
lfka mikinn hluta sjómanna frá
bátunum og ofan á bætist, að sjó-
mönnum fer fækkandi. Hér er um
mjög alvarlegt mál að ræða, sem
ég tel Iffsnauðsynlegt fyrir þjóð-
ina að ráða bót á.
— En hvernig hefur afkoma
manna f landi verið að undan-
förnu?
— Afkoma manna hér hefur
verið góð gegnum árin, enda hef-
ur fiskazt vel. Þorskvertfðin var
þó með Iélegra móti í ár. En hér
hafa verið miklir uppgangstímar, i
— fólki fer fjölgandi og hér er
mikið byggt. Bæjarfélagið hefur
ekki undan að útvega það sem til
þarf.
— Hvaða framkvæmdir eru
helztar framundan hjá bsjar-
félaginu,?
— Hitaveitan er að sjálfsögðu
mál málanna hjá okkur um þessar
mundir. Númer tvö er gatnagerð
en f þeim efnum erum við mjög
aftarlega á merinni. Þá má nefna
auknar hafnarframkvæmdir en f
þeim efnum hefur mikið verið
gert á þessu ári. En í þær fram-
kvæmdir hefði ekki verið ráðizt á
þessari öld, hefði Vestmannaeyja-
gosið ekki komið til. En betur rná
ef duga skal, og við eigum rnargt
eftir ógert í hafnarmálunum. Þá
er okkur Grindvfkingum mikið
áhugamál, að hér verði byggð
bræðsla og mér skilst að stjórn
Rfkisverksmiðjanna hafi sýnt því
máli áhuga, en það er Alþingis að
taka ákvörðun um það.
— Hvemig horfir með afkomu
útgerðarinnar á þessu ári?
— Ef svo fer fram sem horfir,
mun rekstur útgerðarinnar stöðv-
ast með öllu, áður en langt um
líður. Utgerðin er komin niður á
neðstu mörk vegna verulegrar
aukningar viðhalds- og viðgerðar-
kostnaðar. Ofan á þetta bætast
örðugleikarnir við að ráða menn á
bátana eins og ég nefndi áðan.
Það er alltaf verið að tala um, að
fiskveiðar séu undirstöðu at-
vinnugrein okkar, en svo er þess-
ari grein ekki séð fyrir viðunandi
starfsgrundvelli. Það þarf hærra
kaup fyrir sjómennina til þess að
þeir fáist á bátana, en útgerðin er
þannig stödd núna að það er ekki
hægt að taka neitt af henni. I
þessu sambandi vil ég svo bæta
við, að ég tel brýna þörf á stórauk-
inni friðun landgrunnsins, ef
þetta á ekki að enda með skelf-
ingu. Það er ekki allra meina bót,
þótt Bretanum hafi verið ýtt út
fyrir 50 mflur. íslendingar verða
að líta í eigin barm og með fullri
virðingu fyrir skuttogaraútgerð
verð ég þó að segja, að sú veiði
sem þeir stunda oft á tfðum, er
ekki til hagsbóta fyrir neinn. 80%
af afla þessara skipa er ófull-
þroska smáfiskur, og ég er hrædd-
ur um, að þeir eigi sinn stóra þátt
í því að skafa allt upp hérna fyrir
utan. Togaramenn kenna netun-
um um og ég er samþykkur þvf,
að það má setja einhverjar höml-
ur á þær veiðar. En f netin flækist
bara fullvaxinn fiskur, og í því
liggur munurinn. Mín skoðun er
því sú, að stóraukin friðun land-
grunnsins sé eitt brýnasta hags-
munamál þjóðarinnar. Vandamál
útgerðarinnar eru að sjálfsögðu f
nánum tengslum við efnahags-
vandann, og þótt oft hafi það ver-
ið svart, held ég að það hafi aldrei
verið eins svakalegt og núna. Það
má segja, að engin stjórn hafi
haft fullkomin tök á efnahagsmál-
um, en um leið má fullyrða, að
engin stjórn hefur misst efna-
hagsmálin eins gjörsamlega út úr
höndunum á sér og þessi, sem nú
situr viðvöld.
að gera mér grein fyrir, að það er
krafizt annars og meira af kjörn-
um fulltrúum þjóðarinnar á Al-
þingi.“
Guðfinna á enn eftir að hljóta
eldskfrn sfna í kappræðum stjórn-
málanna. „Að vfsu hef ég einu
sinni komið fram á framboðs-
fundi, það var á kynningu á ung-
um frambjóðendum nú fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar, en
auk þess hef ég setið og fylgzt
með framboðsfundum. Mér hafa
þótt þeir*mjög athyglisverðir sér-
staklega allar umræður um
félagsmálin. Nei, ég fyllist ekki
neinni minnimáttarkennd, þó að
ég þurfi kannski að etja kappi við
mér reyndari stjórnmálamenn.
Maður er búin að semja ræðu
sfna, áður en maður stfgur í pont-
una og þá er vandalaust að flytja
hana. Auðvitað á ég eftir að öðlast
reynslu f ræðumennsku en ég er
þó komin af þvf stigi að skjálfa á
beinunum f ræðustólnum."
Guðfinna er bjartsýn á fram-
vindu alþingiskosninganna, segist
ekki trúa öðru en fólk leggi Sjálf-
stæðisflokknum lið í þessum
kosningum, ef það aðeins lftur f
kringum sig og sér f hvaða ógöng-
ur efnahagsmál landsins eru kom-
in. „Nú, og það verður ekki síður
kosið um varnarmálin á sunnu-
daginn. I þvf máli eiga landsmenn
raunverulega aðeins tvo valkosti,
— Alþýðubandalagið, sem vill
varnarlaust land og Sjálfstæðis-
flokkinn, sem vill standa vörð um
öryggi landsins, og fólk verður að
gera upp við sig, hvorum flokkin-
um það vill fylgja. Ég fyrir mitt
leyti kvíði ekki þeim úrslitum."