Morgunblaðið - 28.06.1974, Side 23

Morgunblaðið - 28.06.1974, Side 23
MORGÚNBLAÐÍÐ, FÖSTUDÁGÚR 28. JÚNl 1974 23 Ragnhildur Helgadóttir: Heilbrigt efnahagslíf er forsenda félagslegs öryggis Aðgerðir vinstri stjórnarinnar i heilbrigðis- og tryggingamálum hafa stefnt að nær algerri ríkisfor- sjá i öllum greinum án tillits til eðlilegrar verkaskiptingar rikis og sveitarfélaga. Að öðru leyti hafa ráðstafanir stjórnarinnar valdið hinum tryggðu óvissu og ein- kennzt af hroðvirkni og óraunhæf- um hugmyndum um útgjöld. Það er undirstaða félagslegs öryggis hvers þjóðfélagsþegns. að hann viti fyrirfram með nokkurri vissu, hvernig að honum verði bú- ið i ellinni og hverjar ráðstafanir hann geti sjálfur gert með sparn- aði, eigin tryggingum og starfi til að bæta kjör sin. Um þetta hefur ekkert verið hirt, Sparifé aldraðra hefur orðið óðaverðbólgu að bráð og minni háttar eftirlaun og vinnu- tekjur hafa haft i för með sér skerðingu bóta almannatrygginga, sem jafngilt hefur 100% skatt- lagningu tekna af ofangreindu tagi. I þessu efni hefur ríkisstjórn- in nú látið undan kröfum hinna tryggðu og stéttarfélaga og hallazt að sjónarmiðum Sjálfstæðis- flokksins gagnvart skerðingar- ákvæðunum. Þegar rætt er um hækkanir, sem orðið hafa á tekjum þeirra ellilifeyrisþega. sem engar aðrar tekjur hafa. er rótt að hafa i huga. að hækkunin byggist ekki sizt á þeirri kerfisbreytingu, sem lög- leidd var á öndverðu ári 1971 i tið viðreisnarstjórnarinnar. í heildarlögum um almanna- tryggingar. sem sett voru þá, fólust hin nýju ákvæði um sér- staka tekjutryggingu handa þeim, sem höfðu ekki aðrar tekjur en elli- eða örorkulifeyri. í fram- kvæmdinni kom því miður sá galli i Ijós, að ákvæðið gat verkað sem 100% skattlagning tekna hjá þeim, sem höfðu litilsháttar tekjur eða álfka miklar og tekjutrygging- unni nam. Úr þessu þurfti vitan- lega að bæta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá stefnu. að reglum um trygginga- bætur verði jafnan að haga svo, að þær lami ekki viðleitni manna til að njóta eigin vinnukrafta með- an orka endist. TILLÖGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA Þess vegna var það, að þing- menn Sjálfstæðisflokksins fluttu á Alþingi 1972 frumvarp þess efnis, að elli- og örorkulifeyrisþegar gætu haft að vissu marki tekjur af vinnu eða úr lifeyrissjóði án þess að réttur til tekjutryggingar skert- ist við það. Ekki vakti frumvarpið neinn sérstakan fögnuð hjá ráð- herra tryggingamála. Taldi hann jafnvel, að i þvi fælust einhver annarleg viðhorf sjálfstæðis- manna til vinnunnar og afraksturs af henni. En sjálfstæðismenn eru þeirrar skoðunar, að sjálfsagt sé, að sinna verka njóti hver og eigi það jafnt við um lifeyrisþega sem aðra. Svo fór um þetta frumvarp, að samþykkt var að vísa því til rtkis- stjórnarinnar til jákvæðrar athug- unar i endurskoðunarnefnd al- mannatryggingalaga. Siðar knúðu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á um framhald málsins. Svo fór að ákvæði, sem gengu talsvert i þá átt, er við höfðum lagt til, voru tekin i trygg- ingafrumvarpið, sem lögleitt var nú i vor. Ýmis önnur efni i þvi frumvarpi hefðu þó þurft miklu nánari athugunar við. Þegar rætt er um afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til lifskjara aldr- aðra og öryrkja verður einnig að geta þess, að þingmenn flokksins fluttu frumvörp um skattivilnanir fyrir þessa hópa, bæði að því er tók til skattlagningar fasteigna og tekna. Hafa þær tillögur borið verulegan árangur. MEÐFERÐ STJÓRNARFRUMVARPA UM TRYGGINGAMÁL Vart verður skilizt svo við um- ræðu um þessi mál, að ekki sé að þvi vikið, hve undarlega virðist stundum vera að slíkum stórmál- um staðið sem viðamiklum stjórn- arfrumvörpum um breytingar á al- mannatryggingum. Á seinasta degi þingsins nú í vor fór frumvarp rikisstjórnarinnar i gegnum þrjár umræður i neðri deild Alþingis. Gerðist þar allt í svo miklu fljót- ræði og snarhasti, að vart varð þar hönd á neinu fest. Enginn timi fékkst til yfirlesturs frumvarpsins né athugunar i nefnd og mikilvæg- ar upplýsingar skorti um fram- kvæmd og fjárhagshlið málsins. Ekki sá stjórnarliðið neitt við þetta að athuga, en þótti sjálfsagt að afgreiða frumvarpið i öllum grein- um eftir ósk Magnúsar Kjartans- sonar. í frumvarpi þessu voru ákvæði um greiðslur tannlækninga fyrir vissa hópa fólks og fjáröflun til þess. Fjáröflunin fólst i sérstakri skattlagningu þeirra, sem hafa yfir 770 þús. kr. tekjur á ári, þó því aðeins að þeir hafi börn á fram- færi. Kemur þetta fram i þvi, að felldar eru niður fjölskyldubætur með einu barni hverra foreldra i þessum hópi. Tekið er fram i lögunum, að þessi fjölskyldubótalækkun hafi engin áhrif á visitöluna eins og menn hefðu kannski vænzt. Hins vegar verkar hækkun fjölskyldu- bóta eftir sem áður til lækkunar visitölu. Að mati sjálfstæðismanna er þessi tillögugerð ríkisstjórnarinnar um fjölskyldubætur kák eitt. Þing- menn flokksins hafa hvað eftir annað bent á, að þar þarf algjör kerfisbreyting til að koma. Með þvi að flytja fjölskyldubæt- ur yfir í skattkerfið myndi sparast stórfé auk þess sem bæturnar nýttust fremur þeim, sem raun- verulega þurfa á þeim að halda. Núna ganga um 30% rikisútgjalda til almannatrygginga Bótaflokk- arnir eru margvislegir. Það er þvi augljós nauðsyn, að vel sé gengið frá reglum á þessu sviði. FRAMTÍÐARMARKMIÐ Sjálfstæðisf lokkurinn vill, að öllum. þeim, sem atvinnutekjur hafa, verði tryggð viðunandi líf- eyrisréttindi i heilsteyptu kerfi al- mannatrygginga og lifeyrissjóða, annaðhvort með einni allsherjar tekjuviðmiðaðri lifeyristryggingu eða með lágmarksákvæðum um verðtryggðar bætur úr lifeyrissjóð- um. Leitað verði samstarfs við lifeyrissjóði og heildarsamtök launþega og vinnuveitenda um framkvæmd þessarar stefnu. Upplausn í efnahagsmálum og óstjórn fjármála leiða til þjóðar- böls. en engir hljóta þó þyngri búsifjar en þeir, sem eru ekki lengur þátttakendur i atvinnulif- inu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á. að grundvöllur félags- umbóta er efnahagslegt jafnvægi og örugg fjármálastjórn. Guðmundur H. Garðarsson: Þingrœðið og þjónar flokksins SAMKVÆMT kenningum Lenins er Flokkurinn lykillinn að fram- kvæmd kommúnismans. Komm- únismi felur i sér alræði öreig- anna, afnám eignarréttar og út- rýmingu borgarastéttarinnar. Meginþorri íslendinga á eignir, hús, íbúðir, skip, bifreiðar o.s.frv. og telst þvi til borgarastéttar nútím- ans. Borgarastéttin vill fá frelsi til að skapa sér möguleika til hámarks- einkaneyzlu, samfara hæfilegri og eðlilegri samneyzlu i formi opin berra og félagslegra trygginga og samhjálpar. Höfuðmarkmið einkaframtaks og frjálsra stéttarfélaga er að auka einkaneyzlu í rétttu hlutfalli við aukningu þjóðartekna. Kommún- isminn vill markvisst minnka einka- neyzlu og takmarka hana við lág- marksþarfir. Samtímis skal sam- neyzla aukin á hinum ýmsu sviðum að mati valdhafanna. I slíku þjóð- skipulagi er frjáls samningsréttur óþarfur. I kommúnistarikjum eru verkalýðsfélögin uppeldisstofnanir fyrir foringjaefni Kommúnista- flokksins — skóli kommúnistans. Baráttan um hægri- og vinstri- stefnu í þjóðfélaginu er raunveru- lega barátta um það, hvort á ís- landi eða annars staðar, þar sem þessi öfl takast á. skuli ríkja borg- aralegt þjóðskipulag, þingræðisog lýðfrelsis eða kommúnismi ein- ræðis og ófrelsis. Sagan hefur sýnt, að sigri komm- únismans á grundvelli kenninga Lenins hefur fylgt sú veigamikla breyting i stjórnmálum. að lýðræðis- legt þingræði, hin frjálsa umræða og ákvörðunartaka hefur verið af- numin. I stað lýðræðislegs stjórnar- fars hefur Kommúnistaflokkurinn komið. Flokkur fárra, en útvaldra. Flokkurinn, ríkið og flokksleiðtoginn eru eitt og hið sama Þjóðin verður skilyrðislaust að hlýta ákvörðun þessara aðila. Leiðtoginn, ritari Flokksins, er valdamesti maður þjóðarinnar, þvl að hann er valda- mesti maður Flokksins. Samkvæmt kenningum Lenins er Flokkurinn of- ar rikinu, stjórnvöldum og almennu siðferði. en ekki flokksleiðtoganum Hann starfar ætið i þágu Flokksins. Hætti hann að þjóna markmiðum flokksins, glatar flokksleiðtoginn sinu og er látinn hverfa hljóðlega. En meðan hann hefur algjört vald yfir Flokknum og þjónar markmið- um kommúnismans vel, er flokks- leiðtoginn algjör einvaldur yfir þjóð sinni Hann er dýrkaður sem æðri vera, sbr. Lenin, Stalin, Mao, Bresnev. f rúmlega 50 ára sögu Sovétrikj- anna hefur eina umtalsverða stjórn- málabaráttan átt sér stað milli ör- fárra forustumanna innan Kommún- istaflokks Sovétríkjanna. — Eru fáir ti1 frásagnar, hvernig þessi barátta raunverulega fer fram. Áætlað er, að í Kommúnistaflokki Sovétrikjanna séu 6—8 milljónir manna. íbúar Sovétrikjanna eru nú um 240 milljðnir. Samkvæmt þessu getur aðeins 3,3% ibúanna raun- verulega tekið þátt i og haft afskipti af stjórnmálum I móðurlandi alræðis öreiganna. 96.7% íbúanna fær ekki að taka þátt I stjórnmálaumræðum né móta framtið sina Þannig er kommúnisminn f framkvæmd. Hvers vegna er verið að rifja upp þessa kommúnistaþulu? Ekki stafar íslendingum hætta af slikum flokki hérlendis? Illu heilli eiga (slendingar við þess konar öfl að etja í stjórnmálabarátt- unni, þótt viðkomandi flokki, Al- þýðubandalaginu, hafi ekki tekizt að fjötra (slendinga i viðjar kommún- ismans og tekst vonandi aldrei Alþýðubandalagið hefur i fjölda ára siglt undir fölsku flaggi og reynt að afla sér fylgis undir þvi yfirskyni, að Flokkurinn væri raunverulega rót- tækur Jafnaðarmannaflokkur. En af og til bregzt Flokknum og forustu- mönnum hans bogalistin. Til þess að hrekklaust fólk og saklaut láti ekki glepjast á þvi og geri sér Ijóst, að Alþýðubandalag- ið er raunverulegur Kommúnista- flokkur. sem stefnir að afnámi ís- lenzkrar borgarastéttar og mynd- un kommúnísks alþýðulýðveldis á íslandi að sovézkri fyrirmynd skulu hér tilfærð tvö dæmi. í leiðara Þjóðviljans, málgagni Al- þýðubandalagsins, birtist eftirfar- andi orðrétt 11. janúar s.l „En einu mega sósíalistar aldrei gleyma, að þegar auðvaldskerfið hefur verið brotið á bak aftur og byggt upp voldugt riki eins og Sovétríkin eru f dag, þar sem efna- hagsleg afkoma vinnandi fólks hefur verið bærilega tryggð — þá hlýtur næsta skrefið á brautinni til sósíalisma að vera barátta fyrir auknu verulegu lýðræði, sem aðeins getur byggst á jöfnum rétti til tján- ingar." Þessi tilvitnun segir mikið um það hvert Alþýðubandalajsmenn stefna með flokksstarfi sínu hérlendis. Þeir vilja brjóta niður ríkjandi lýðræðis- skipulag, þótt það kosti einræði eins og ríkt hefur í Sovétrfkjunum í tæp- lega séx áratugi. Ekki vantaði það í yfirlýsingar kommúnista í bylting- unni 1917, að alræði öreiganna ætti að fylgja lýðræði og tjáningar- frelsi, eins og óskað er eftir í framan- greindri tilvitnun Reynsla byltingar- manna frá 1917 varð sú, að stefna kommúnismans var óframkvæman- leg nema undir einræði. Kosningarnar 30. júní n.k. eru örlagaríkar. Baráttan stendur á milli Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðubandalagsins, — borgara- stéttarinnar, meginþorra íslend- inga, og fámenns en harðsvíraðs hóps kommúnista. Sjálfstæðismenn eru kjörnir á Alþingi til þess að gæta hagsmuna þjóðarheildarinnar og til þess að stiórna málefnum þjóðarinnar af alúð og samvizkusemi, án tillits til hagsmuna einstakra flokka, félaga eða einstaklinga. Öðru máli gegnir um efsta mann Alþýðubandalagsins i Reykjavík og valdamesta mann Flokksins Magnús Kjartansson. Hann segir í viðtali í Þjóðviljanum 1 9 júní s.l.: „En þá (innsk. 1947) var ég kominn í félagsskap þar sem ég kunni vel við mig, stjórnmálasam tök íslenzkra sósíalista. Þau sam- tök hafa þann kost að í þau ganga menn af hugsjón, löngun til þess að breyta þjóðfélaginu, en ekki vegna þess að þau bjóði mönnum upp á að feta eftir metorðastigum kerfisins Þar hafa þau viðhorf verið ríkjandi að taka hreyfinguna fram yfir ein- staklinginn og ætlast til, að hver maður sinni þeim verkum sem hon- um væri falin Ég hef unað þeim viðhorfum vel og látið senda mig inn á þing og inn í stjórnarráð". Þarf frekari vitnanna við Hérna er sannarlega á ferðinni kommúnisti í anda Lenins, þjónn Flokksins, hafinn yfir eigin samvizku og skyldur við þjóðina og lýðræðis- legar stofnanir hennar. Samkvæmt eigin orðum starfar Magnús Kjart- ansson ekki í þágu þjóðarheildarinn- ar á Alþingi, heldur lítur hann a sig sem auðmjúkan sendimann Flokks- ins. Kommúnistaflokkar — alþýðu bandalög — allra landa eru í nánum tengslum og samstarfi við Kommún- istaflokk Sovétrikjanna. Þessa skyldu íslendingar minn- ast. Það er islenzk og þjóðleg dyggð að ganga að sérhverju starfi með trúmennsku og samvizkusemi. Þjóna fyrst og fremst landi og þjóð Það gera Alþýðubandalagsmenn — kommúnistar íslands — ekki Þeir sækja stefnu sína og siðfræði til sósíalískrar byltingar og vinna enn í anda erlendra hugsjóna heimsbylt- ingarinnar. íslendingar vilja varðveita frelsi sitt og borgaraleg réttindi. Þess vegna varast þeir Alþýðubandalag- ið 30. júní n.k. verður dagur sókn- ar og sigurs lýðræðislegra og frjálsra stjórnarhátta á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.