Morgunblaðið - 28.06.1974, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1974
28
Minning:
Sigríður Hrefna
Björnsdóttir
Fædd 8. marz 1936.
Dáin 22. júnf 1974.
Æskuvinkona mín Hrefna
Björnsdóttir lézt 22. júní sl. Hún
fæddist 8. marz 1936 á Sauðár-
króki. Foreldrar hennar voru Þor-
björg Bjarnadóttir og Björn Jó-
hannesson, sem lengst af bjuggu
á Fjósum, Svartárdal í Austur-
Húnavatnssýslu. Hrefna fór að
loknu barnaskólanámi í Tóvinnu-
skólann á Svalbarði, síðan í
Kvennaskólann á Blönduósi. Eftir
það lærði hún hjúkrun og starfaði
lengi sem hjúkrunarkona, lengst
af á Reykjalundi og síðustu árin á
Kleppsspítalanum f Reykjavík.
Hún giftist árið 1957 Guðmundi
B. Guðmundssyni lækni. Þau
eignuðust fjórar dætur, sem nú
eru á aldrinum þriggja til 16 ára.
Minningargreinar fjalla alla.
jafna mest um þann, sem skrifar
þær. Ýmist eru rifjaðar upp per-
sónulegar minningar eða eigin-
leikum þess látna lýst, svo að
draga megi af þeim ályktanir og
lærdóm til leiðbeiningar þeim,
sem eftir lifa.
Ég ætla mér ekki að brjóta nýtt
blað í menningarsögunni. En mér
finnst lítið tjóa að varpa fram
spurningunni „hvers vegna“ við '
líkbörur þessarar ungu konp. Svo.
oft hefur verið spurt, en svárið
virðist alltaf jafn fjarri. — Fall-
valtleiki Iffsins er okkur öllum
kuhnur, að minnsta kosti játum
við tilveru hans með vörunnm.
Ekki get ég héldur Sagt, að vin-
koná nifn hafi með ljfi sínu boðað
neina sérstaka heimspeki, sem nú
sé hægt að draga fram öðrum til
hjálpar. Það, sem þó á erindi til
allra, er sú staðreynd, að þegar
dauðinn knýr ungt fólk tíl - að
skiljást fr-á ástvinum sínum og
það berst til hinztu stundar vSð að
reyna að sigra hann, ætti það að
minna okkur öll hin á, hve lífið er
dásamlegt.
Amma mín átti mynd af nunnu,
sem situr við gluggá og horfir
hugsi út. Á borðinu hjá henni eru
nokkrir smámunir, sem hún
hefur nýverið tekið upp úr
skúffu. Þeir virðast minna hana á
það, sem einu sinni var. Ég ætla
að gera það sama, þegar ég kveð
Hrefnu Björnsdóttur.
Ég gekk ekki í barnaskólann i
sveitinni minni, en þegar prófað
var á vorin, gengumst við systkin-
in undir próf eins og önnur börn.
Það var lfklega, þegar ég var tfu
ára, að ég fór fram að Bólstaðar-
hlíð til þess að taka próf í fyrsta
skipti á ævinni. Ég man vel, að ég
sat á lausum bekknum í þinghús-
inu og vissi ekki, hvað ég átti til
bragðs að taka, þvf að krakkarnir
þekktust að því er mér sýndist,
enda höfðu þau verið saman í
skólanum. Það er mörgutn erfitt
að vera utan hópsins og ékki hvað
sízt a þessum aldri. 4Þá kom ég.
auga á stóra ^telpu, sem sat
skamtnt frá mér. Stuttu seinna
-færði hún sig til mín og yrti á mig.
Þetta var Hrefna Björnsdóttir,
þrem árum eldri en ég og þrosk-
aðri að öllu leyti. Frá þessari
stundu urðum við vinkonur og á
æskuárunum urðu samtölin svo
löng-oft á tíðum, að aðstandend-
um okkar þótti vfst nóg um. Eitt-
hvað var á það minnzt, að betur
væri tfminn notaður til að sofa «g
sfminn vaeri fremur ætlaður fyrir
„nauðsynleg" erindi. '
Einhvern tímann seinna, á
meðan við þó enn vorum börn,
vorum við á ferð milli bæja að
vetrarlagi. Það var grimmdarfrost
og fjúk. Svellbunkarnir á
veginum, sem hékk utan í hlíð-
inni, voru svo miklir og hálir, að
við skriðum yfir þá á fjórum fót-
um. Oft hefur mér verið kalt um
ævina, en aldrei eins og þá. Við
rifjuðum það oft upp seinna,
hvernig við vöfðum vasaklút-
unum utan um hendurnar til
þess, að þær kæli ekki og hvernig
okkur fannst við vera að krókna,
þegar við loks sáum ljós og
vissum, að við mundum þrátt
fyrir allt komast heim að Ból-
staðarhlíð. Auðvitað vorum við
börn, — en þá voru börn ekki
annað en lítið fólk á leið að verða
fullorðið.
Ennþá seinna, sumarið eftir að
ég fluttist til Reykjavíkur með
foreldrum mínum, var ég f kaupa-
vinnu hjá vinafólki mínu í Ból-
staðarhlíð. Þá var ég 14 ára og
Hrefna 17. Þá var stutt á milli
- Fjósa og Bólstaðarhlíðar, einkum
á kvöldin og um helgar. Þá um
haustið komu menn norðan úr
Skagafirði á leigubíl til að bjóða
mér á ball. Húsbændur mfnir,
sem yoru eins og beztu foreldrar,
sögðust ekki vilja, að ég færi.
Þetta væri glæfralegt uppátæki.
Ég hringdi f Hrefnu og við fórum
norður, þrátt fyrir mótmæli hús-
bænda minna og við litla hrifn-
ingu foreldra hennar, býst ég við.
En mikið fannst okkur gaman. Ég
hef víða farið sfðan þetta var og
margoft komið á skemmtanir, en
ennþá hef ég ekki farið ævintýra-
legri ferð en þessa.
Þetta eru munir úr skúffunni
minni.
Það er undarlegt með æskuna.
Það er eins og það, sem þá gerist,
marki svo djúp spor. Það, sem
síðar hendir, hverfur fremur,
þegar fram í sækir. Þetta er
reyndar ekki svo undarlegt, þegar
að er gætt. Sporin sjást vel í ný-
föllnum snjó, — en hverfa á
hjarnínu.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN
STEFÁNSDÓTTIR
frá Kampholti l Flóa,
verður jarðsett frá Selfosskirkju
laugardaginn 29. júní kl. 2 e,h
Dætur, tengdasynir og barna-
börn.
t
Eiginkona mín,
SIGURBJÖRG
GUÐLAUGSDÓTTIR,
Símonarhúsi,
Stokkseyri.
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju laugardaginn 29. júní kl
10 30
Guðni Guðnason.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við fráfall og útför,
ÞURÍÐAR
ÁRNADÓTTUR,
Kaðlastöðum,
Stokkseyri.
Einnig þökkum við læknum og
hjúkrdnarfólki sem annaðist
hana á Landspítalanum og
sjúkrahúsi Suðurlands.
Viktorfa Ketilsdóttir
og fjölskylda.
I Reykjavfk eignaðist ég nýjar
góðar vinkonur, sem Hrefna
kynntist líka, þegar hún kom
suður til þess að fara f Hjúkrunar-
skólann. En hún fékk brátt um
margt annað að hugsa, því að hún
gifti sig og eignaðist litla telpu.
Sannarlega fannst mér það ævin-
týralegt, þegar hún átti kærasta
og ennþá merkilegra að eiga
mann og barn, en leiðirnar skild-
ust þá að nokkru, því að það gerir
gæfumuninn á þessum árum,
hvernig staðan er í þeim málum.
Hrefna var með allan hugann við
litlu stelpuna sína og manninn,
sem var í námi. Hún vann mikið
til þess að þetta gæti allt gengið
vel. Þau bjuggu lengi í sama húsi
og tengdamóðir hennar, frú Anna
Guðmundsdóttir. Ég fann, hve
mikils Hrefna mat tengd.amóður
sína, en Hrefna átti að þvf er mér
fannst einstaklega gott með að
umgangast hvern sem var. Hún
var ævinlega svo hress í bragði og
vildi hrista af sér erfiðleikana ef
einhverjir voru með dugnaði og
vilja. Þannig vildi hún jafnvel
hrista af sér sjúkdóminn, sem þó
varð henni sterkari nú. Þetta við-
mót og afstaða til hlutanna og þá
ekki hvað sízt til sjúkdóma er
reyndar eins konar stefna, sem
margt fólk þarna heima í sveit-
inni tileinkaði sér. Kannski er
þessari stefnu líka fylgt í öðrum
sveitum. Þar þekki ég ekki til.
Hrefna var að mínum dómi
óvenju náttúrugreind manneskja.
Hún ólst ekki upp við þær aðstæð-
ur, að langskólanám lægi beint
við, en hún notaði greindina til að
taka vel eftir öllu f kringum sig,
draga ályktanir af því, sem hún sá
og heyrði.
Þegar við vorum stelpur hafði
hún gaman af ljóðum. Það var
uppgerðarlaust gaman, enda eng-
inn hagnaður af því fyrir hana að
kunna þau og lesa.
Hún var yfirleitt tilgerðarlaus
manneskja í öllum hlutum. Það er
haft fyrir satt, að hinn sanni
aðalsmaður sé blátt áfram og geti
talað við hvern, sem er án þess að
umsnúast og lenda f vandræðum
með sjálfan sig. Hrefna var aldrei
ólík sjálfri sér svo ég sæi til og
alls staðar þar sem hún kom var
hún jafn hispurslaus og þægileg í
framkomu.
Ég sagði það áðan, að í æskunni
markast jþau spor, sem lengst
vara.
Þegar ég frétti, að hún væri
alvarlega veik fannst mér ég
verða að fara til hennar strax,
þótt við hefðum þá ekki hitzt
nema með höppum og glöppum
síðustu árin. Mér fannst hún ekki
hissa að sjá mig og við héldumst í
hendur á sjúkrasænginni hennar
eins og á svellinu forðum og leit-
uðum að einhverju ljósi framund-
an. Hún trúði meir á annað líf en
ég og kannski er það til? En hún
vildi þó fyrst og fremst lifa hjá
börnunum sínum og manninum,
sem áreiðánlega var bezti vinur
hennar. Hún vildi halda áfram að
lifa, vera móður sinni aðstoð
seinna meir og fylgjast með yngri
• systkinum sínum öllum.
Éf það er eins og Hrefna von-
aði, að líf er eftir þetta líf og guð,
sem öllu ræður, — þá bið ég hann
að blessa þau öll og styrkja. En
fyrst og fremst ætti dauði hennar
að minna okkur öll á lífið, sem er
dásamlegasta tækifæri hvers og
eins. Hún lifði og hún gladdist
oft.
Þegar ég stóð við banabeð
hennar fyrir nokkrum dögum og
sá, að hún svaf svo djúpum
svefni, að dauðjnn yrði næstá
skrefið, minntist ég orða Jóhanns
Sigurjónssónar í Sonnettu: Fá-
tæka líf, að þínum knjám ég krýp!
Með þeirri hugsun kvaddi ég'
hana.
Hólmfrfður G^unnarsdóttir.
Hrefna var ein af þessúm fá-
gætu manneskjum, sem alltaf eru
gefendur f lífinu. Hún átti þann
allsnægta auð f sálinni, semdiún
gat ausið af handa vinum sínum.
Hún gerði þetta óafvitandi og af
eðnshvöt, þannig að þiggjandinn
varð ekki auðmýktur af heldur
eið vel f návist hennar. Kæti og
lifsgleði fylgdu gjarnan með og
stundum lét hún fjúka eina og
eina stöku, en Hrefna unni Ijóð-
um og kunni vel með að fara.
Þí*u ár, sem Hrefna og Guð-
mundur bjuggu á Reykjalundi og
t
Eíginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
FRIÐRIK V. GUOMUNDSSON,
fyrrverandi tollvörður, frá Höfða,
lézt að heimili sínu Kafavogi 52 miðvikudaginn 26. júní.
Guðrfður B. Hjaltested,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Systir okkar t DROPLAUG JÓHANNSDÓTTIR CONNEY
andaðist að heimili sínu 14 Ipswich Roadv Bournemouth, 12. þessa mánaðar Útför hennar hefur farið fram. F:h systkina
"Már Jóhannsson.
t
Þokkum inmlega samúð og vinarhug, við andlát og útför móður minnar
og tengdamóður,
ÁSTRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR
Stórholti 19,
Sérstakar þakkir færum við læknura og hjúkrunarfólki, Sólvangi
Hafnarfirði sem önnuðust hana af alúð og'hlýhug. Fyrir hönd fjölskýld-’
unnar.
Guðjóna Eyjólfsdóttir,
Ólafur Þórðarson.
t Þökkum auðsýnda jsamúð við andlát og jarðarför föður okkar, téngda-
föður og afa
JÓNS BJARNA ÓLAFSSONAR,
frá Hvammeyri,
Tálknafirði.
Halldóra Jónsdóttir, Eínar Einarsson, Kristfh Jónsdóttir, Gunnar Smári Þorsteinsson, Ragnar J. Jónsson, Óláfúr B. Jónsson. og barnabörn.
við umgengumst daglega, eru
okkur mikils virði.
Nú er hún horfin, en eftir lifir
minningin um hlýju, tryggð og
reisn.
Hún kom úr norðlenzkri sveit
og tók þaðan með sér allt það
bezta og vandaðasta, sem finnst í
fari fslenzkrar konu. Sé til fs-
lenzkur aðall er það fólk eins og
Hrefna Björnsdóttir.
Anna Sigríður Gunnarsdóttir.
Nú ert þú leidd, mfn Ijúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þfn hjá Lambsins stól.
H.P.
Nú er hún horfin sjónum okkar
langt um aldur fram.
Vilja Drottins getur enginn
mannlegur máttur ráðið. —
Hvernig má þetta vera? Hún, sem
alltaf var full af lífsþrótti. Alltaf
hafði hún nægan tíma til að fórna
sér fyrir aðra. Hún fór frá sínu
stóra heimili til hjálpar ef þess
var þörf. Aldrei gat maður full-
þakkað henni og heimilisfólki
hennar, hve fórnin var mikil, er
hún dvaldist vikum saman frá
heimili sfnu okkur til hjálpar,
þegar við áttum f miklu stríði.
Sjúkdómur hennar var þess eðlis,
að ekki var mikil von um varan-
Iegan bata. — Er þá ekki svefninn
langi kærkomnastur, þegar öllu
öðru er lokið? — En erfitt er að
sætta sig við það, er kallið kemur.
Ég er Guði þakklát fyrir að hafa
kynnzt Hrefnu svo náið.
Ég bið algóðan Guð að varðveita
sál hennar og gefa eiginmanni
hennar, Guðmundi B. Guðmunds-
syni lækni, og fjórum dætrum
þeirra hugrekki til að standast
þessa raun.
Vinkona.
Hún Hrefna mfn er dáin. Það er
erfitt að sætta sig við, að svo
tápmikil og góð kona á bezta aldri
sé kölluð frá eiginmanni, börnum,
ættingjum og vinum.
Við áttum samleið á Reykja-
lundi á árunum 1963—’64 og betri
konu hef ég varla kynnzt. Hún
stjórnaði heimili sínu og vinnu
með mestu prýði, þótt stundum
væri það erfitt meðan maður
hennar Guðmundur B. Guð-
mundsson læknir var að ljúka
námi sínu.
Hrefna var dóttir hjónanna
Þorbjargar G. Bjarnadóttur og
Björns Jóhanns Jóhannessonar
bónda að Fjósum f Svartárdal f
A-Húnavatnssýslu.
Hrefna var vel menntuð, hún
var í Tóvinnuskólanum á Sval-
barði 1951—1952, sfðan í Kvenna-
skólanum á Blönduósi og námi
lauk hún frá Hjúkrunarkvenna-
skólanum árið 1960. Hún var við
hjúkrunarstörf f Hafnarfirði á St.
Jósepsspitalanum, á Reykjalundi
og við Kleppsspftalann.
Þessi fátæklegu orð verða ekki
fleiri, en ég votta eiginmanni
hennar og börnum, svo og ætt-
ingjum öllum innilega samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Sólveig Axelsdóttir.
„Ómur af Iögum
og brot úr brögum,
bergmál frá æfinnar
liðnu dögum,
af hljómgrunni
hugans vaknar.“
E. Ben.
Þessar ljóðlínur skáldsins komu
mér ósjálfrátt f huga á laugar-
dagsmorguninn var, þegar mér
barst fregnin um, að Hrefna vin-
kona mfn væri öll. — Ótal
minningar vöknuðu og varð einna
fyrst fyrir minningin um okkar
fyrstu samfundi. Ég sá fyrir mér
unga og glæsilega heimasætu
framan úr Svartárdal koma inn
úr dyrunum hjá mér á Blönduósi
haustið 1953. Erindið var að
sækja um kvennaskólann næsta
vetur. Var það auðsótt mál. Tafði
hún hjá mér stundarkorn og eins
og mér er tamt spurðist ég fyrir