Morgunblaðið - 28.06.1974, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNÍ 1974
Rekstrarferð
Smásaga
eftir Líneyju
Jóhannesdóttur
Móður og másandi komst ég upp á ásinn.
Reksturinn var hvergi sjáanlegur. Guð almáttugur
hjálpi okkur, ef hann væri nú týndur. Ég sá systur
mína á harðahlaupum, dæmalaust var ég heimskur
að senda hana aleina; héðan sá ég yfir allt hennar
svæði. Og þarna var hafið langt, langt í burtu, ég
gleymdi mér augnablik yfir þessari órafjarlægð. Þá
heyrði ég hljóðið. Eins og örskot var ég kominn af
stað niður brattann. Systir mín hljóðaði. Hún gat
hafa séð drauginn, þennan hættulega, þennan voða-
lega. Ég öskraði af öllum kröftum löngu áður en hún
gat heyrt, hvað ég sagði. „Stattu kyrr og láttu hann
ekki hafa áhrif á þig.“ Hún stóð grafkyrr og
háskælandi upp á þúfu, þegar ég kom. Annar
fléttungurinn hafði raknað upp og pilsið var allt í
leirskellum. Fyrst af öllu varð ég að hugga hana.
„Elsku, elsku hættu að skæla, ég skal gefa þér
hundrað krónur, ég skal lofa því og sverja, ef þú
hættir.“ Áhrifin urðu stórkostlég. Hún steinhætti og
starði á mig. „Sástu hann,“ spurði ég skjálfraddaður.
„Ég datt, svo ég er ekki alveg viss um, hvað ég sá.“
„Það er gott, að þú ert ekki alveg viss, annars hefði
hann verið búinn að villa um fyrir þér. Þú hefðir
áreiðanlega elt hann og ég aldrei, aldrei fundið þig.“
„Hversvegna?" spurði hún efablandin. „Hann hefði
strax haft áhrif á þig,“ útskýrði ég hátíðlega, svo hún
gæti skilið þessa skelfilegu hættu, sem hún hafði
verið í.
Systir mín jafnaði sig fljótlega og þá stóð ekki á
því, — ég varð að sverja með öllum tilburðum og
gefa hönd mína upp á loforðið að svíkja aldrei að
eilífu, annars var ekkert að marka. Eftir svardagana
lögðum við aftur af stað og nú ætluðum við ekki að
skilja hvað sem á gengi.
Girðingin okkar var miklu f jær en við héldum. Féð
hafði rásað upp með henni og eftir langan og harðan
eltingarleik komum við því loksins í gegnum hliðið.
Nú var bitinn góður, við supum á mjólkurflöskunni
til skiptis, en þorðum ekki að hvfla okkur, ef
kindurnar skyldu týnast á meðan. Systir mín var
komin í sólskinsskap, ég var aftur á móti þögull.
Vörðurnar töluðu sínu máli, aðalhálsarnir voru
byrjaðir og það hafði líka runnið upp fyrir mér, að
hundrað krónur gat ég aldrei eignazt. Þó var ég
búinn að lofa og sverja. Ég var ekki einu sinni viss
um hvort hún hafði séð drauginn, og þó hún hefði
séð hann, var það alveg sama, ég gat ekki eignazt
hundrað krónur. Hún hlaut að vita það eins vel og
ég. í sparisjóðnum átti ég ekki nema tíu krónur og í
mínum helmingi í púltinu okkar var baukurinn minn
með þrem fimmeyringum og einum tveggeyring.
Hún sjálf átti tvær krónur í álftafætinum sínum,
hún var svo heppin að eiga nöfnu á lífi, þessvegna
átti hún líka silfurskeið og perlufesti. Hversvegna
gat ég ekki lofað henni einhverju öðru?
(^Nonni ogcTVIanni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
„Já, ég kom að Möðruvöllum, og ég átti að skila
kveðju frá foreldrum ykkar“.
„Hvað sagði mamma?“ spurði Manni.
„Það skal ég segja ykkur, þegar við förum að borða.
En nú verðið þið að fara á fætur“.
Við stukkum upp af mosabeðnum og vorum fljót-
lega tilbúnir.
Síðan fórum við út fyrir hellismunnann og báðumst
fyrir. Haraldur kom út líka.
Ég var mjög hrærður í huga við þessa bænagerð.
Mér fannst eins og við værum nær guði hérna uppi
en niðri í dölunum. Og mér fannst, að himneskar ver-
ur væru á sveimi allt í kringum mig.
Manni baðst fyrir heitt og innilega með barnslegri
ákefð.
Þegar bænagerðinni var lokið, sagði Haraldur:
„Þetta voru fallegar bænir. Biðjið þið alltaf svona?“
„Já“, svöruðum við. „Hún mamma kenndi okkur
það“.
„Þið eigið líka góða móður. Hún bað mig fyrir margt
gott handa ykkur. Og komið þið nú inn að borða“.
Við gengum inn og tókum til matar. Nú var miklu
fleira og betra á borð borið en kvöldið áður. Þetta var
hátíðamatur. Þar var kjöt, harðfiskur, smurt brauð og
tveir bollar af súkkulaði handa hverjum.
Á meðan við vorum að gæða okkur á þessu, sagði
Haraldur frá ferð sinni heim til Möðruvalla.
„Á leiðinni niður mætti ég kunningja ykkar, honum
bola“, sagði hann. „En hann var ekki eins mannýgur
og þið haldið“.
„Ekki það?“ tók Manni fram í. „Það hefur þá verið
af því, að Nonni rak gat á nefið á honum“.
„Já, þú heldur nú það. kunningi. En ég hugsa nú
samt, að það hafi verið af því, að ég var ekki í rauðri
peysu eins og þú. Veiztu það ekki, að nautin verða
vitlaus, ef þau sjá rauða flík?“
Páll V. Daníels-
son skrifar frá
Hafnarfirði
Hvað
viljum við?
VIÐ viljum frelsi lands og þjóðar
og tryggja það sem bezt í sam-
starfi við vinaþjóðir, sem virða
okkar rétt og sjálfstaeði og eiga
við okkur samstarf á jafnréttis-
grundvelli, þrátt fyrir það, að við
erum svo fámenn þjóð, að við
getum ekki varið okkur með
valdi.
Við viljum frelsi einstaklings-
ins til orðs og athafna og tryggja
honum það þjóðfélag, sem bezt
laðar fram hæfileika hans og
starfsorku til nytsemi og fram-
fara fyrir þjóð okkar.
Við viljum ganga hart fram í
þvf að dreifa valdinu frá ríkinu til
sveitarfélaga og einstaklinga þar
sem það er eina raunhæfa leiðin
til bættrar og ódýrari stjórnunar
og raunhæfrar skattalækkunar.
Við viljum tryggja stöðu krón-
unnar og víkja frá verðbólgu-
stefnunni, sem ávallt hefur
reynzt þeim erfiðust, sem minnst
hafa handa á milli.
Við viljum byggja upp traust
atvinnulíf svo að allir þeir, sem
geta unnið, fái starf við sitt hæfi
og ekki þurfi að koma til atvinnu-
leysis út af tímabundnum erfið-
leikum sveiflukenndra atvinnu-
greina.
Við viljum skapa unglingum,
öldruðum og fólki, sem hefur
skerta starfsgetu, starfsaðstöðu
við sitt hæfi, svo að það geti verið
virkir þátttakendur í framleiðslu-
störfunum og verið þannig með í
framgangi daglegs lífs.
Við viljum tryggja raunhæfa
menntun í landinu og koma henni
úr höndum hins dýra og dauða
miðstýringarkerfis til lifandi
stjórnar og framkvæmdar þeirra,
sem mestan áhuga hafa á að vel
takist í þeim efnum, þ.e.
foreldranna sjálfra.
Við viljum á öllum sviðum rétta
vanheilum hjálparhönd og skapa
þeim sem hamingjusamast líf
með þvf að hjálpa þeim til að
hjálpa sér sjálfir.
Við viljum umfram allt fá
að vera við sjálf, fá að lifa
og starfa án þess að opinberir að-
ilar séu alltaf að segja okkur
hvað rétt er og rangt. Þeirra
mat verður alltaf hópmat,
sem smækkar einstakling-
inn og gerir hann kærulausan
og óhamingjusaman með öllu því
óláni, upplausn, tortryggni,
ábyrgðarleysi, afbrotum, óreglu
o.fl., sem þvf fylgir.
Við viljum heilbrigt líf, traust
þjóðfélag, traust sveitarélag,
traust heimili, og traustan ein-
stakling. Allt þetta felst í stefnu
Sjálfstæðisflokksins, þess vegna
minnumst við D-listans á sunnu-
daginn kemur. x D.