Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1974 — Ræða Gunnars Franihald af bls. 4 0 þá vantar ekki, aö ráðherrarnir séu sjálfhælnir og grobbnir af afrekum sfnum. Tökum t.d. orkumálin, eftir að olíuskortur hófst er það enn rík- ari nauðsyn en áður að virkja og fullnýta svo fljótt sem verða má fallvötn og hveraorku. I þeim efn- um hefur Reykjavíkurborg undir stjórn sjálfstæðismanna haft for- ystu frá upphafi. En fáir menn hafa stært sig eins af framgöngu sinni f orkumálum og Magnús Kjartansson. Að dómi Þjóðviljans hefur enginn maður á ísa lögðu landi áorkað öðru eins f orkumál- um og þessi orkumikli orkumála- ráðherra. En þegar litið er yfir afrekaskrána þessi þrjú ár verður næsta lítið áþreifanlegt og sýni- legt. Það er helzt háspennulínan milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar til þess að flytja þar orku á milli. En nú vill svo til, að í báðum héruðum er þegar orðinn eða yfir- vofandi orkuskortur. Afrek ráð- herrans er því þetta: Honum hef- ur tekizt fyrir nær 200 milljónir króna að tengja saman rafmagns- leysið í tveimur héruðum fyrir norðan. Því getum við með sanni sagt við orkumálaráðherrann eins og húsfreyjan í Mörk sagði við mann sinn: „Tröll hafi þitt skrum og hól“. Af fáu hefur þó verið gumað jafn geysilega og af Lúðvfk og Jandhelgismálinu. Hann var maðurinn, sem færði út í 50 míl- ur, hann var maðurinn, sem sagði: Landhelgismálið er algjört innanrfkismál. Við tölum ekki við aðrar þjóðir, hvað varðar okkur um alþjóðalög? Þetta þótti hraust- lega mælt. Og 50 mflurnar hafa gert sitt gagn. En þar með var lfka Lúðvík lokið. Hann hefur staðnað og stirðnað meðan meirihluti allra þjóða styður og stefnir að 200 mflum. Hindraði hann á síð- asta þingi, að samþykkt yrði til- laga sjálfstæðismanna um 200 mflur fyrir lok þessa árs. Þó að erlendir flotar herji á fiskimiðin milli 50 og 200 mílna, þá segir landhelgiskempan Lúðvík Jóseps- son: Ekki 200 mílur í ár, kannski einhvern tíma seinna, þegar alþjóðalög leyfa og þegar samn- ingurinn við Breta er útrunninn og þegar hafréttarráðstefnunni er lokið! En á hafréttarráðstefnunni í Venezuela snýst allt um 200 mflur. Þegar Lúðvík og lið hans berst fyrir sínum 50 mflum munu menn brosa góðlátlega að þessu gamaldags fólki, sem fylgist ekki með tímanum. Og þó að mörgum þyki gaman að gömlu dönsunum, er ég ekki viss um, að Lúðvfk geri lukku með sínum 50 mílna sóló- dansi f Suður-Ameríku. Og ekki hafa þeir stært sig lítið af félagshyggjunni sinni og ást- inni á jöfnuði. Hvernig hefur öll þessi umhyggja reynzt f fram- kvæmd? Óstjórnin I efnahags- málum hefur leitt til þess, að þeir, sem lægst höfðu launin, hafa fengið minnstar kjarabætur, en þeir fengu margfalt meiri, sem höfðu hærra kaup fyrir. Magnús Torfi lýsti því yfir á Alþingi, að nú ríkti meiri ójöfnuður en áður í þjóðfélaginu. Þokkalegur árang- ur af þriggja ára basli þeirra fyrir meiri jöfnuði. Verðbólgan, sem að miklum meirihluta er verk vinstri stjórnarinnar, eykur misréttið, gerir þá ríku ríkari og þá snauðu snauðari. En um leið og reynt er að hæla sér af því, sem ekki er, þá er reynt að fela og blekkja. öng- þveitið allt í efnahagsmálum þjóðarinnar heitir á máli Magnús- ar Kjartanssonar, velferðarvand- ræði, framkvæmdagleði og nú síð- ast bókhaldsvandkvæði. Og gengislækkun heitir ekki lengur sínu rétta nafni. Þó að stjórnin hafi framkvæmt hverja gengis- lækkunina á eftir annarri, þá síð- ustu fyrir fjórum vikum, þá segist hún ekki hafa lækkað gengið, hún hefur bara lofað því að síga svo- lítið. En eitt er víst, að gengi stjórnarinnar á eftir að síga og það svo, að upp á yfirborð fslenzkra stjórnmála komist hún ekki framar. Það munu kjósendur sjá um á sunnudaginn. — Fram til sóknar Framhald af bls. 1 I lög, er draga dug og kjark úr lands- mönnum. Bo8 og bönn verSa rá8- andi, er nærri munu ganga persónu- frelsi og lýSræSi i landinu. VerSi vinstri stjórn myndu8 á ný eftir kosningar verSur landiS gert varnarlaust og ekki lengur sá Ii8s- kostur i landinu, ,,a8 þa8 væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypiskútu e8a fáeinum vopnuSum bófum", svo orSalag Jóns Sigurðssonar sé notaS. Eigi yrSi lengur fylgzt meS umferS vlgvéla I nágrenni landsins, sem unnt er a8 beita i höndum óhlut- vands aSila til þess a8 hafa áhrif á gerSir okkar og skerða sjálfsákvörð unarrétt okkar. Skorið yrði á tengsl og samvinnu við nágranna- og bandalagsríki okk- ar i Vestur-Evrópu og tekið fyrir framlag okkar til friðargæzlu i eigin þágu og annarra. ViBskilnaður vinstri stjórnar er og slikur á öllum sviðum. að hún á ekki traust skilið. Eftir mesta góðæri í manna minn- um segja eigin orð vinstri stjórnar- innar: ,,Við blasir háskaleg verð- bólguþróun, sem stefnir atvinnu- öryggi, lánstrausti þjóðarinnar er- lendis og hagvexti I framtíðinni i hættu." Sundruð og sundurlaus vinstri öfl ráða ekki við lausn vandans. Reykvikingar skildu það og sýndu i borgarstjórnarkosningunum. í alþingiskosningum munu Reyk- vikingar ekki siður ganga á undan öðrum landsmönnum með góðu for- dæmi og efla Sjálfstæðisflokkinn. Trúir þeirri arfleifð, sem feður Reykjavikur hafa skilað borgarbúum og landsmönnum öllum í hendur til varðveizlu og ávöxtunar, munu Reykvikingar fylkja liði og eiga sam- leið á sunnudaginn kemur til að tryggja sjálfstæði landsins, frelsi ein- staklinganna og lýðræðið i landinu. Fram til sóknar og sigurs, Reykvík- ingar. — Kirkjan Framhald af bls. 2 Reykjavík. Þar væri mesta fjöl- mennið, en kirkjuleg þjónusta samt lökust. Söfnuðirnir hefðu aðeins fjármagn til að greiða nauðsynlegustu útgjöld, en ekk- ert væri afgangs til að greiða við- hald á kirkjum, byggingu nýrra kirkna né til að ráða sérhæft starfsfólk til æskulýðs-, félags- og fræðslustarfa. Þá hafði Mbl. einnig samband við Hjört Hjartarson gjaldkera Dómkirkjusafnaðarins í Reykja- vík. Staðfesti hann, að fjárhags- ástand kirkjunnar væri ákaflega bágborið og fjármagn entist ein- ungis til að greiða laun kirkju- varðar, organista, kórfélaga og hreingerningafólks. Fjármagn umfram það væri ekki fyrir hendi, t.d. til að hafa sérhæft starfsfólk á launum, svo sem æskulýðsfulltrúa. Þá sagði Hjört- ur, að f fyrra hefði söfnuðurinn þurft að greiða mikið fé vegna viðhalds á kirkjunni og hefði í því sambandi reynzt nauðsynlegt að gripa til allra þeirra varasjóða, sem tiltækir voru. — Orlof Framhald af bls. 40 orlofsfé, sem hún samkvæmt nýj- um orlofslögum hefur tekið við. Greiðsluhalli Pósts og sima á sl. ári var um 200 millj. kr. Stofnun- in hefur tekið á móti 1200 millj. kr. í orlofsfé og hefur það fjár- magn verið notað til þess að standa undir greiðsluhallanum og til þess að fjármagna starfsemi stofnunarinnar að öðru leyti. Nú stendur Póstur og sími frammi fyrir þvi að þurfa að greiða orlofsfé út i vaxandi mæli í júlímánuði og þá sérstaklega sjó- mannaorlofið, sem mun nema 300—400 millj. kr. Þeir peningar eru ekki til og afar hæpið, að Póstur og sími geti fengið þá að láni nokkurs staðar. Við þessu ríkisfyrirtæki virðist því blasa greiðsluþrot í sumar, sem mundi koma harkalega niður á þeim, sem eiga orlofsfé inni hjá stofn- uninni. 39 - Afávöxtunum.. Framhald af bls. 26 að f tfð vinstri stjórnar hafa fleiri Islendingar flutzt búferl- um úr landi á ári hverju, en raun var á árin 1961—1967, eða 1166 árið 1971 og 881 árið 1972, en meðaltalið var sem fyrr seg- ir 370 á árabilinu 1961—1967. Stjórnarsinnar vilja þá vænt- anlega kenna um stjórnar- stefnu vinstri stórnarinnar eða hvað? Það væru þá fyrstu hag- stjórnartækin, sem þess yrði vart, að sú stjórn þekkti til. — Missa Framhald af bls. 40 er að borga fólkinu, en ekki leng- ur,“ sagði hann. I Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða vinna á milii 70 og 80 manns fyrir utan þá, sem eru á bátunum. „Það er sjálfhætt f frystihús- unum næstu vikur,“ sagði Bene- dikt Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Keflavfkur, og hann bætti við, „það er ekki hægt að standa f þessari vitleysu leng- ur.“ Hann sagði, að með hverjum deginum, sem liði, ættu frystihús- in æ erfiðara með að greiða fólk- inu kaup og eins að gera upp við bátana. AUt f einu kviðu menn fyrir því að þurfa að kaupa fisk og væri það andstætt öllum lög- málum, sem fara ætti eftir f frystihúsarekstri. Eins og fyrr segir er hér um að ræða 20 frvstihús og að meðaltali vinna um 50 manns f hverju, þannig að 1000 manns verða at- vinnulausir bráðlega ef ekkert verður að gert. Hjá þessum frysti- húsum leggur upp fjöldinn allur af bátum og ef þau hætta móttöku er hætt við að harðni f ári hjá mörgum sjómanninum og fjöl- skyldu hans, þvf að erfitt verður vfð't að losna við aflann. — Rætt við Jósef Framhal'd af bls. 21 kjörið. Hvað Alþingiskosningarn- ar varðar þá er ég bjartsýnn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Ég vona að hann vinni það mikinn sigur, að hann geti myndað-stjórn, helzt meirihlutastjórn. Það væri ekki aðeins gott fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, heldur einnig fyrir þjóðina, því þá verður fylgt ábyrgri og ákveðinni stjórnar- stefnu. Það gæti einnig hugsan- lega orðið vísir að tveggja flokka kerfi, sem ég er hlynntur. Pólitísk togstreita hentar ekki hér á landi.“ — Rætt við Ólaf Framhald af bls. 21 hverja sérstöðu innan Framsókn- arflokksins í þessu máli. Hann er eini frambjóðandinn a.m.k. þeirra sem möguleika hafa á að ná kosn- ingu, sem hefur opinberlega lýst sig andstæðan uppsögn varnar- samningsins og hinum svonefnd- um drögum til samkomulags, sem Einar Ágústsson utanríkisráð- herra lagði fram f Washington. Eg fæ ekki séð, hvernig Jón getur vænzt þess að hafa nokkur teljandi áhrif á afstöðu þá, sem flokkur hans hefur haft síðasta kjörtfmabil. Þeir, sem skilja þýð- ingu varnarliðsins fyrir öryggi Is- lands og hinar vestrænu þjóðir, kjósa því Sjálfstæðisflokkinn og engan annan. — 140—200% Framhald af bls. 2 pakki hefur hækkað um 109,1%, neftóbak um 69,1%, salernispapp- fr um 31,0%, miði í kvikmynda- hús hefur hækkað um 77,8% og flugmiði innanlands hefur hækk- að um 42,7%. Soðningin hefur einnig hækk- að mikið á valdatíma ríkis- stjórnarinnar. Ný ýsa, slægð og hausuð hefur hækkað um 117,9% og þurrkaður saltfiskur hefur hækkað um hvorki meira né minna en 176,9%. Eftir þessa lesningu væri vert að glugga sem snöggvast í mál- efnasamning rikisstjómar Ölafs Jóhannessonar frá 14. júlí 1971. Þar segir: „Ríkisstjórnin leggur rfka áherzlu á, að takast megi að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem átt hefur sér stað í efnahagsmálum undanfarin ár og leitt hefur til síendurtek- inna gengislækkana og óðaverð- bólgu. Hún mun leitast við að tryggja, að hækkun verðlags hér á landi verði ekki meiri en í helztu nágranna- og viðskiptalöndum. I þvf skyni mun hún beita aðgerð- um í peninga- og fjárfestingamál- um og ströngu verðlagseftirliti. Til að ná þessu marki vill stjórnin hafa sem nánast samstarf við sam- tök launafólks og atvinnurekenda um ráðstafanir í efnahagsmál- um“. BUXUR BUXUR URVAL Opið til kl. 10 í kvöld * o og til hádegis á morgun Bergstaðastræti sími 14-350

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.