Morgunblaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974 Banaslys i Eyjum: Ung bandarísk kona hrapar í Heimakletti ÞAÐ slys varð I Vestmannaeyjum á laugardaginn, að ung bandarfsk kona fékk stein f höfuðið er hún var að hefja uppgöngu á Heima- klett. Féll hún við það niður á jafnsléttu, um 5 metra fall. Var hún þegar flutt með flugvél til Reykjavfkur, en lézt á leiðinni þangað. Konan hét Christine E. Sturtevant, og var á þrftugsaldri. Hún var hér f skemmtiferð ásamt manni sfnum. Nánari atvik eru þau, að Christine og maður hennar voru að hefja uppgöngu á Heimaklett um klukkan 17,45. Var Christine kominn um 5 metra upp í neðsta stigann, en maður hennar stóð fyrir neðan. Tveir menn voru á 30 punda laxi landað á aðeins 10 mínútum! S.L. föstudag setti Kolbeinn Jóhannsson, endurskoðandi f Reykjavfk, f stóriax á Breiðu f Laxá f Aðaldal. Eftir aðeins 10 mfnútna viðureign, ótrúlegt en satt, lá 30 punda hængur við fætur veiðimannsins. Skýr- ingin mun vera sú, að þegar laxinn tók f spúninn, lokaðist kjaftur hans. Það mun vera einsdæmi hve stuttan tfma tók að landa þessum stórlaxi. ferð ofar í klettinum, og hrundi allstór steinn undan fótum þeirra, og lenti hann á höfði konunnar, þannig að hún féll niður á jörð- ina. Var lögreglan þegar kvödd á staðinn, og var konan meðvitund- arlaus þegar að var komið. Lækn- ir kom á staðinn rétt á eftir, og tók hann þá ákvörðun að flytja konuna til Reykjavíkur tafar- laust. A flugvellinum beið tilbúin flugvél frá Eyjaflugi, og fór hún með konuna til Reykjavfkur, og voru læknir og maður konunnar með í ferðinni. Christine mun hafa látizt á leiðinni til Reykja- víkur. Gott veður var í Vestmannaeyj- um þennan dag, og þvf töluverðar mannaferðir í Heimakletti. Hjón- in voru ein síns liðs, en ekki f skipulögðum ferðamannahópi. Pálmi Eyjólfur Ellert Sigrfður Þorbjörn. Héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins um næstu helgi — í Siglufirði, Miðgarði í Skagafirði og á Blönduósi HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðisflokks- ins halda áfram um næstu helgi og verða þá haldin þrjú mót sem hér segir: Siglufirði. Þar verður héraðs- mótið föstudaginn 19. júlf og hefst kl. 21.00. Avörp munu flytja Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, og Þorbjörn Arnáson, lögfræðingur. Miðgarður f Skagafirði. Héraðs- mótið í Skagafirði verður haldið daginn eftir, laugardaginn 20. júlf og hefst kl. 21.00. Þar munu flytja ávörp Ellert B. Schram, alþingis- Meiríhlutí ríkisstjórnar andvígur vaxtahækkun Breiðholts- árásin upplýst Eins og fram hefur komið f frétt Mbl. varð maður fyrir lfkamsárás f Breiðholti aðfarar- nótt þriðjudagsins 9. júlf sl. Tals- verðum fjármunum var stolið af manninum þ.á m. ávfsanahefti en ávfsanir úr þvf hefti hafa nú Ieitt til þess, að árásarmaðurinn er fundinn. Það var ekki fyrr en ávísanirnar fóru að berast að rannsóknarlögreglan komst á slóð árásarmannsins. Tókst að rekja slóð hans upp á Akranes þar sem hann var handtekinn á fimmtu- dagskvöldið sl. Var hann þá búinn að gefa út allmargar ávísanir úr heftinu en ekki er vitað að fullu hversu mikið fé þar er um að ræða. Er maðurinn var hand- tekinn voru í fylgd með honum tveir menn en þeir munu ekki vera viðriðnir árásina. Maðurinn hefur nú meðgengið verknað sinn, en þetta er ungur maður, fæddur 1949 og hefur ekki áður komizt undir manna hendur. ÓLAFUR Jóhannesson, forsætis- ráðherra, hefur nú greint frá þvf, að meirihluti rfkisstjórnarinnar hafi verið andvfgur þeirri hækk- un vaxta, sem Seðlabankinn til- kynnti sl. föstudag. Hann sagði ennfremur, að yfirlýsing Lúðvfks Jósepssonar um þetta efni væri útaf fyrir sig rétt. Þá sagði hann, að Seðlabankinn hefði ekki borið þessa ákvörðun undir rfkisstjórn- ina og hún hefði ekki samþykkt að láta hana afskiptalausa. Lúðvfk Jósepsson sagði f viðtali við Þjóðviljann sl. laugardag: „Þessi ákvörðun um hækkun vaxta er tekin algjörlega í and- stöðu við mig sem bankamálaráð- herra. Ég hef lýst harðri andstöðu við þessar fyrirætlanir og tel, að þær séu hið mesta óráð eins og nú háttar í okkar efnahagsmálum." Ráðherrann sagði ennfremur f áðurnefndu viðtali: „Þessi ráð- stöfun, sem nú er gerð er gerð gegn mfnum vilja og gegn vilja ríkisstjórnarinnar og er einhliða ákvörðun bankaráðs Seðla- bankans og ég lýsi yfir algerri andstöðu minni við þessa ákvörð- un.“ Morgunblaðið bar þessi um- mæli undir forsætisráðherra, ólaf Jóhannesson, í gærdag. Hann sagði, að þau væru út af fyrir sig rétt. Forsætisráðherra sagði enn- fremur, að meirihluti ríkis- stjórnarinnar hefði verið þessari ákvörðun andvígur. En ekki vildi hann greina frá því hverjir skip- uðu þann meirihluta. Þá var forsætisráðherra spurð- ur að því, hvort ríkisstjórnin hefði ekki samþykkt að láta þessa ákvörðun afskiptalausa eins og segir í greinargerð Seðlabankans. Forsætisráðherra sagði, að ríkis- stjórnin hefði ekki samþykkt það; málið hefði ekki verið undir hana borið að þessu sinni. I greinargerð Seðlabankans segir m.a. um þetta efni: „Rétt er að taka það fram, sem reyndar er þegar kunnugt, að Seðlabankinn hafði talið tímabært að hækka vexti mun fyrr, en þeirri ákvörð- un var slegið á frest vegna óska rikisstjórnarinnar. Nú er að bankans dómi ekki verjandi að fresta þeirri ákvörðun lengur og hefur fráfarandi rfkisstjórn ekki talið eðlilegt að hafa afskipti af málinu við núverandi aðstæður, enda hefur bankinn lögum sam- kvæmt ákvörðunarvaldið um vexti og lánskjör innlánsstofn- ana.“ Þjóðhátið Eyfirðinga haldin um næstu helgi ÞJÓÐHATÍÐ Eyfirðinga verður haldin f Kjarnalandi dagana 20. og 21. júlf. Kjarnaland er rétt innan við Akureyrarkaupstað og hefur landið verið í umsjá Skóg- ræktarfélagsins á Akureyrl um árabil og er kominn myndarlegur vfsir að skógi f landinu. Þarna verður f framtfðinni fólkvangur Eyfirðinga og verður hann form- lega opnaður almenningi á þessari hátfð. Hátíðahöldin í Kjarnaskógi hefjast laugardaginn 20. júlf kl. 21.00 með kvöldvöku. Verður á henni fjölbreytt skemmtiefni við hæfi ungra og aldinna. Þá verður einnig dansleikur í íþróttaskemm- Veðurguðirnir léku við Vestfirðinga: 10-12 þúsund manns á landnámshátíð þeirra Landnámshátfð Vestfirðinga var haldin f Vatnsfirði um helgina, og þótti hún takast með afbrigð- um vei. Glampandi sól var allan tfmann, og er talið, að 10—12 þúsund manns hafi verið á hátfð- inni þegar mest var, að sögn fréttaritara Mbl. á tsafirði. Fólk fór að streyma til Vatns- fjarðar strax á föstudagskvöldið, en hátfðahöldin hófust ekki fyrr en á laugardaginn, nema hvað tónlist var leikin á föstudagskvöld til afþreyingar fólki, sem þá var komið á staðinn. Dagskráin hófst á laugardagsmorgun með lúðra- blæsti, en sfðan kom það atriði, sem mönnum þótti tilkomumest á hátfðinni, sigling vikingaskips inn Vatnsdalsvatn. Fékk skipið góðan byr inn vatnið. Stóð Hrafna-Flóki þar fremstur, og sleppti hann hrafnsunga skömmu fyrir landtöku, en hann hafði verið taminn til þessa atriðis. Flaug hann lágt yfir mannfjöld- ann. Um klukkan 11 steig Hrafna- Flóki og hans fólk á land, klætt fornmannabúningum. Var geysi- legur mannfjöldi samankominn við bryggjuna. Eftir þetta var gert hlé, en sam- felld dagskrá byrjaði eftir hádeg- ið. Marfas Þ. Guðmundsson, for- maður Þjóðhátfðarnefndar Vest- fjarða setti hátfðina, síðan sungU kórar; Guðmundur G. Hagalfn flutti hátíðarræðuna og um kvöld- ið var dansað á tveimur pöllum. Dagskrá sunnudagsins hófst með guðsþjónustu, og tóku allir prest- ar á Vestf jörðum þátt í henni. Við guðsþjónustuna söng um 100 manna kór úr kirkjukórum Vest- fjarða. Eftir hádegið hélt dag- skráin áfram, sr. Gunnar Björns- son í Bolungarvik lék á selló, undirleik annaðist ólafur Kristjánsson, Bryndís Schram flutti hátíðarkvæði, Litli leik- flokkurinn á Isafirði flutti þátt fyrir börn, og síðar um daginn flutti hann leikritið Pilt og stúlku. Ómar Ragnarsson skemmti, og dansað var fram eftir kvöldi. Voru menn á einu máli um, að hátfðin hefði tekizt með afbrigðum vel, og var allur brag- ur hennar eins og bezt verður á kosið. maður, og! frú Sigriður Guðvarðs- dóttir frá Sauðárkróki. Blönduós. Sfðasta héraðsmót helgarinnar verður haldið á Blönduósi. sunnudaginn 21. júlí og hefst það kl. 21.00. Avörp á því móti munu flytja Pálmi Jónsson, alþingismaður, og Ellert B. Schram, alþingismaður. Fjölbreytt skemmtiatriði á héraðsmótunum annast hljóm- sveit Ólafs Gauks ásamt Svölu Nielsen, Svanhildi, Jörundi Guðmundssyni og Agústi Atla- syni. Hljómsveitina skipa: Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atla- son, Benedikt Pálsson og Carl Möller. Að loknu hverju héraðsmóti verður sfðan haldinn dansleikur þar sem hljómsveit ólafs Gauks leikur fyrir dansi. Seldi í Skagen Helga 2. frá Reykjavfk seldi 908 kassa af sfld f Skagen f Danmörku f gær fyrir 812 þús kr. fsl. Meðal- verðið var um 23 kr. unni á Akureyri á vegum félaga- samtaka í sýslu og bæ. A íþróttavellinum á Akureyri verður knattspyrnuleikur í 1. deild og frjálsar íþróttir kl. 14.00 á laugardag og kl. 17.00 verður afhjúpað í garðinum við Þórunnarstræti Iistaverk As- mundar Sveinssonar „Harpa bænarinnar", sem hjónin Marta Sveinsdóttir og Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður gefa Akureyrarkaupstað. Kl. 11.00 á sunnudag verður hátfðarguðsþjónusta í Akureyrar kirkju, en aðalhátíðarhöldin hefjast í Kjarnaskógi kl. 13.30. Þar koma fram 3 kórar úr hérað- inu. Steindór Steindórsson fyrrv. skólameistari flytur hátíðarræðu. Avörp verða flutt og skemmtidag- skrá með fjölbreyttu efni að lok- inni hátfðardagskrá. Hátfðinni lýkur síðdegis á sunnudag. Framhald á bls. 35 Flugvél sleit rafmagnsvír LITLU munaði að flugslys yrði f Laxárdal f Dölum um helgina. Tveggja hreyfla Twin Otter flug- vél frá Vængjum var þar á flugi með útbúnað til laxveiðimanna, en einnig voru nokkrir farþegar með vélinni. Vélin flaug mjög lágt yfir veiði- kofa f dalnum, og mun flug- maðurinn ekki hafa áttað sig á rafmagnsvír, sem var strengdur yfir dalinn. Flaug vélin undir vírinn, og snerti hann með stélinu. Fór vfrinn í sundur, en skemmdir urðu litlar á vélinni. Loftferðaeftirlitið fór á staðinn. Ekki er gott að vita hverjar afleiðingarnar hefðu orðið ef vélin hefði flogið nokkru ofar og vfrinn lent á henni miðri. Guðbrandur Magnússon látinn LATINN er f Reykjavfk Guðbrandur Magnússon, fyrrver- andi forstjóri Afengisverzlunar rfkisins, 87 ára að aldri. Hann lézt á laugardaginn. Guðbrandur var einn af þekktustu borgurum Reykjavfkur. Guðbrandur var fæddur að Hömrum á Mýrum 15. febrúar 1887, sonur Magnúsar Sigurðs- sonar bónda og konu hans Hall- fríðar Brandsdóttur. Hann lauk prófi í prentiðn á Seyðisfirði 1904, og stundaði margvísleg störf á næstu árum, vann við prentun, var kennari og bóndi um tfma! Hluta árs 1917 var hann ritstjóri Tímans. Ritari í stjórnarráði var hann 1918—’20, en þá tók hann við kaupfélagsstjórastarfi á Hell- geirsey, A-Landeyjum, og gegndi því starfi til ársins 1928, er hann tók við starfi forstjóra Afengis- verzlunarinnar, en því starfi gegndi hann um langa hrfð. Guð- brandur starfaði mikið að félags- málum. Kona Guðbrands, Matthildur Kjartansdóttir, lifir mann sinn. Þeim varð 5 barna auðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.