Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 3

Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULÍ 1974 3 Tíu þúsund manns á hesta- mannamótinu á Vindheimamelum Kári kominn fyrstur I mark f 800 metra stökki og slær landsmetið. Sörli (sá brúni) var sjónarmun á eftir en hljóp á sama tfma, 59,7 sek. LANDSMÓTI hestamanna á Vindheimamelum lauk á sunnudag. Mótið tókst mjög vel, enda aðstaða góð og var mikið fjölmenni. Á sunnudag voru u.þ.b. tfu þúsund manns á mótsstað. Keppni var mjög spennandi, ekki sfzt f stökki þar sem öll met fuku. I 300 metra stökki sigraði Nös Jóns Ólafssonar með tímann 21,4 sek., sem er undir gildandi meti. I milliriðli á laugardag hljóp Nös á 21,3 sek. Núgildandi met er 21,5 sek. en þetta met, eins og önnur, sem sett voru, hefur enn ekki verið staðfest. 800 metra stökkið var mjög spennandi. I milliriðlunum á föstudag hljóp Frúarjarpur Unnar Eiríksdóttur á 59,9 sek, en landsmetið er 61,4 sek. Það met var hins vegar slegið í úrslitunum af Kára Hreins Arnasonar og Sörla Reynis Aðalsteinssonar, sem hlupu vegalengdina á 59,7 sek. Kári var sjónarmun á undan og því dæmt fyrsta sæti. Frúarjarpi tókst hins vegar verr upp og lenti f fjórða sæti. 1 1500 metra brokki sigraði Tumi Marteins Valdemars- sonar á 3 mín. 15,6 sek. Fyrir sigur í skeiði voru í boði hæstu verðlaun, sem veitt hafa verið á hestamannamóti hérlendis, 60 þús. kr. Þau hreppti Óðinn Þorgeirs Jónssonar og var tími hans, 23,2 sek., einn sá bezti, sem náðst hefur í langan tíma. A mótinu voru margir fagrir gæðingar frá hestamannafélög- um hvaðanæva af landinu. Er talið, að hátt á þriðja þúsund hesta hafi verið á mótsstað. Aðstaða er mjög góð á Vind- heimamelum fyrir mót sem þessi, hvort sem er fyrir fólk eða hesta, og var aðbúnaður og skipulagning til mikillar fyrir- myndar. Nánar verður sagt frá mótinu síðar. 4--------------------------------------------------------------- Urslitasprettur f 300 metra stökki. Nös kemur fyrst f mark. Sfðan koma Loka, óðinn og Sörli. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Metaregn 1 stökkinu Hjón úr Reykjavík brenndust illa Varnarliðsvél sótti þau upp að Hvítárvatni ÞAÐ slys varð við Hvftárvatn austan Langjökuls á laugar- daginn, að hjón úr Reykjavfk, Pétur Ó. Nikulásson og Sigrfður Guðmundsdóttir, brenndust mik- ið þegar eldur kom upp f útigrilli, sem þau notuðu við matseld. Þetta gerðist rétt fyrir klukkan 18. Haft var samband við Slysa- varnafélag tslands, sem leitaði aðstoðar varnarliðsins. Fór Þyrla varnarliðsins strax á staðinn, og voru hjónin komin á Landspftal- ann um klukkan 20. Lfðan þeirra var eftir atvikum þegar Mbl. hafði samband við spftalann f gærkvöldi. Hjónin voru í landgræðsluferð með Lionsklúbbnum Baldri úr Reykjavfk. Þau hjónin voru að hefja matseld skömmu fyrir klukkan 18 á laugardaginn þegar óhappið varð. Svo virðist sem þau hafi verið að hella spritti í eldinn, þegar eldurinn náði skyndilega í sprittflöskuna, svo hún fuðraði upp á augabragði. Sigríður var í fötum úr gerviefnum, og urðu þau þegar aleldá. Brenndist Sig- ríður mest á lærum, en Pétur brenndist einnig við að reyna að slökkva eldinn í fötum konu sinnar, mest á höndum. Hjálpar- beiðni barst Slysavarnafélaginu laust upp úr klukkan 18. og lagði varnarliðsþyrla strax af stað uppeftir með lækni og sjúkraliða innanborðs. Var henni leiðbeint til lendingar efra með varðeldum. Kom hún til Reykjavíkur um klukkan 20 sem fyrr segir, og voru hjónin þegar flutt á Land- spítalann. Reyndist Pétur vera með 2. stigs bruna og Sigrfður með 3. stigs bruna. Þegar Mbl. hafði tal af Hannesi Hafstein hjá Slysavarnafélaginu í gær, vildi hann brýna fyrir fólki að vera ekki nálægt eldi ef það er klætt fötum úr gerviefnum, vegna þess hve eldfim þau eru. ■ y.<\; Svifflugurnar á Hellu. Ljósm. Páll Gröndal. Erfið skilyrði á svifflugmótinu Hellu 15. júlf. Islandsmeistaramótið f svif- flugi hófst á Hellu sl. laugardag. Var það sett af Birni Jónssyni, formanni Flugmálafélags ts- lands, að viðstöddum keppend- um, sem eru 4 og aðstoðarfólki þeirra. Mót þessi eru haldin annað hvert ár. Kristján Torfason flugmaður. Hver keppnisdagur hefst á því, að mótsstjórnin aflar sér nýjustu veðurfrétta og ákveður síðan hvaða leið skuli fljúga þann dag, og fer það eftir flugskilyrðum. Á laugardag var hvöss norðaustan- átt, og var þvf ekki hægt að leggja keppnisleið. I gær, sunnudag, voru skilyrði fremur slæm, hæg „Tilviljun, aðégvar svona austarlega” — sagði flugmaðurinn, sem nauðlenti á vegi „Það var hálfgerð tilviljun, að ég var svo austarlega og gat þvf notað veginn sem flugbraut," sagði Kristján Torfason flug- maður hjá Flugstöðinni f samtali við Mbl. f gær, en Kristján varð að nauðlenda vegna vélarbilunar á Vesturlandsveginum, rétt við af- leggjarann að Blikastöðum. Þetta gerðist skömmu eftir hádegi á laugardaginn. Kristján var á leiðinni til Mið- fjarðar með veiðiútbúnað. Hann var á eins hreyfils Cessna 172 Skyhawk flugvél, sem ber ein- kennisstafina TF—100.7—8 mfn- Unnið að viðgerð vélarinnar. Ljósm. Mbl. SH. utum eftir flugtak, þegar flug- vélin var enn að hækka flugið, gerðist það, að útblástursventill brotnaði og vélin missti við það kraft, en þó drapst ekki á mótornum. Við venjuleg skilyrði hefði Kristján flogið vestur fyrir Esjuna, en í þetta sinn var skyggni svo gott, að hann ákvað að fljúga stytztu leið, yfir Esjuna, og því var hann svoaustarlegasem raun var á. Ákvað Kristján að lenda á steypta veginum við Korpúlfsstaði, og tókst lendingin vel. „Það var ekki mikil umferð um þetta leyti, og ég renndi mér niður á milli bíla. Þeir voru heldur betur hissa bílstjórarnir sýndist mér. Vélin hafði nægi- legan kraft til að lyfta sér yfir bíl ef út í það hefði farið, og einnig hafði ég túnin á nágrenninu sem hugsanlegan varavöll. Annars má það alveg koma fram, að þetta er bezta flugbraut, sem ég hef lent á,“ sagði Kristján. Þegar flugvélin var lent, var hún dregin út af brautinni, og viðgerðarmenn komu á staðinn. 3—4 tímum seinna kom Kristján og sótti vélina, og hóf hún sig til flugs af veginum eins og ekkert hefði f skorizt. I þetta skipti voru lögreglumenn til staðar, svo ekkert færi úrskeiðis. sunnanátt og skýjað, en hitaupp- streymi mjög lítið. Keppnisleiðin var frá Hellu að Stóra-Núpi, Haga I Holtum og til Hellu. Engum keppanda tókst að komast alla leið, en einn þeirra gerði gildan keppnisdag. Til að keppnisdagur verði gildur, þarf keppandi að fljúga a.m.k. 25 kflómetra leið. í morgun var útlitið mjög gott, en upp úr hádegi fór að hvessa. Einn keppandi náði að fljúga 106 kílómetra þríhyrning, Hella — Búrfell — Hruni — Hella, annar lenti hjá Hruna en öðrum kepp- endum gekk verr. Mótið heldur áfram fram að helgi. — Jón. Hnakki stolið Hnakki var stolið frá sextán ára gömlum pilti, sem var þátttak- andi f sýningunni æskan og hest- urinn á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Hafði pilt- urinn, sem heitir Þórður Daði Jónsson, frá Blönduósi, bundið hestinn með hnakknum og brugðið sér frá um stund. Þegar hann kom aftur var hesturinn horfinn. Hann fannst þó skömmu seinna, án hnakksins. Hafi ein- hver orðið var við hnakkinn, sem er nýlegur með undirdýnu úr leðri, er hann vinsamlegast beð- inn að snúa sér til sfmstöðvar- innar á Blönduósi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.