Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974
7
ísVurJlorkehneð
£ -f-.S -vl ■
LONDON — Rósir, jarðar-
ber, cricket: Tákn hins enska
sumars eru óbreytt. London
er enn London, húsþök og
reykháfa ber við himininn,
blómasöluvagnar eru á götu-
hornum, bjórkrárnar selja
pylsur.
Þetta er allt traustvekj-
andi. En undir niðri er eitt-
hvað breytt í Bretlandi. Fólk
hefur orð á því, og þeir Is-
lendingar, sem eru tíðir gest-
ir í Bretlandi finna einhverja
breytingu í andrúmsloftinu.
Virðing fyrir stofnunum —
og traust á þeim, er að glat-
ast. Hjá þjóð, sem hefur mót-
azt af stöðugleika stofnana,
er þetta óheillavænleg breyt-
ing.
Þessi breyting á almenn-
ingsáliti á rætur sínar að
rekja til stjórnmálalegra at-
burða. í hverjum þessara at-
burða voru það hagsmuna-
hópar, sem mörkuðu stefn-
una, en ekki þingið og ríkis-
stjórnin. Það var eins og
utanaðkomandi stjórnarafl
ýtti hinum opinberu stofnun-
um þjóðarinnartil hliðar.
Námaverkfallið síðastliðinn
vetur var fyrsta dæmið. Kola-
námumennirnir voru ákveðn-
ir í að fara yfir þau takmörk,
sem ríkisstjórnin hafði sett
um launahækkanir. Þeim
tókst það, og jafnframt felldu
þeir ríkisstjórnina. Almenn-
ingur stóð með námamönn-
um, og var ekki hrifinn af
aðgerðum forsætisráðherr-
ans, Edwards Heath, en
þetta dæmi, sem sýndi, að
einn lítill hópur gat haft úr-
slitaáhrif, hefur valdið ýms-
um áhyggjum.
í öðru dæminu var verka-
lýðshreyfingin einnig með í
spilinu, og í þetta skipti var
um að ræða framkvæmd
landslaga. Málið snerist um
vinnudómstól, sem íhalds-
stjórnin hafði komið á fót,
verkalýðsfélögin börðust á
móti og hin nýja ríkisstjórn
Verkamannaflokksins hét að
leggja niður. Dómstóllinn
dæmdi annað stærsta verka-
lýðsfélag landsins, félag
verkamanna í tækniiðnaði, í
1 50 000 dollara sekt fyrir að
óhlýðnast fyrirskipunum
stjórnvalda. Félagið neitaði
að greiða sektina og hótaði
allsherjarverkfalli á móti.
Deilan var leyst með því,
að hópur viðskiptajöfra, sem
ekki vildu láta nafna sinna
getið, greiddi sekt verkalýðs-
félagsins. En enn vöknuðu
grunsemdir. Forseti dóm-
stólsins, Sir John Donaldson,
sagði, að verkalýðsforingj-
arnir hefðu átt að hugleiða
þær afleiðingar, sem ,,hin
ólýðræðislega afstaða" þeirra
hefði getað haft. ,,Ef verka-
lýðsfélagið getur neitað að
hlýðnast lögum, sem skfr-
skota ekki til þess, hvi skyldu
ekki aðrir geta gert hið sama?
Þetta leiðir til harðstjórnar og
stjórnleysis."
Þá skal geta allsherjarverk-
falls mótmælenda í Ulster,
en það verkfall var stjórn-
málalegs eðlis og það koll-
steypti hinni nýju stjórnskip-
un á Norður-írlandi. Foringjar
brezkra verkalýðsfélaga og
Verkamannaflokksins halda
því fram, að þetta verkfall
hafi ekki staðið i neinu sam-
bandi við tvö áðurnefnd
dæmi; sumir eru þó á annarri
skoðun.
Mörgum mun finnast sem
þessir atburðir beinist gegn
stjórnkerfinu, og þá ekki síð-
ur aðrir mjög umdeildir at-
burðir, þar sem stefnt er i
hættu einu af grundvallarat-
riðum óskráðrar stjórnarskrár
Bretlands: málfrelsinu.
Það hefur stöku sinnum
hent við bæði brezka og
bandaríska háskóla, að
stúdentar hafa varnað máls
þeim ræðumönnum, sem
þeim hefur ekki líkað við.
Fyrir tveimur mánuðum sið-
an gerði brezka stúdenta-
sambandið þennan óþverra-
skap að fastri reglu. Það
samþykkti að mæla með þvi,
að ofbeldi væri beitt til þess
að hindra „félaga í samtök-
um fasista og þeirra, sem
berjast fyrir kynþáttamis-
rétti", í að tala á yfirráða-
svæðum háskóla. í anda
þessarar samþykktar hefur
hægrisinnuðum stjórnmála-
mönnum, jafnvel þingmönn-
um, verið varnað máls.
Nokkrir af hinum hófsam-
ari meðlimum Verkamanna-
flokksins hafa tekið höndum
saman við þá, sem mótmæla
vilja þessu nýja afbrigði rit-
skoðunar, en engu að síður
virðast færri en vænta mátti
hafa gert sér grein fyrir þeirri
ógnun við persónufrelsið,
sem felst í samþykktinni.
Roy Edgeley, prófessor í
heimspeki við háskólann í
Sussex, benti á, að málfrelsi
ætti ekki að þýða „frelsi til að
útbreiða lygaþvætting". Auð-
vitað hlýtur það þó að gera
það. „Frelsi til þess að út-
breiða þær hugsanir, sem við
hötum," sagði Holmes dóm-
ari. Maður hlýtur að velta því
fyrir sér, hvort Edgeley hafi
nokkru sinni lesið rit Johns
Stuart Mill.
Kannski er árásin á mál-
frelsið aðeins heimskupar af
hálfu stúdentanna og hinna
miður gefnu úr hópi prófess-
ora þeirra. Engu að síður
minntist maður hennar um
daginn þegar stúdent beið
bana í átökum hægri og
vinstri sinnaðra mótmælenda
og Lundúnalögreglunnar.
Öfgamenn virðast vera farnir
að skapa andrúmsloftið og
skyggja á þann anda hófsemi
og umburðarlyndis, sem
Bretar hafa alltaf verið dáðir
fyrir.
Neðst á lista þjóðfélags-
spennunnar er írland. Ef
hægt er að nefna það siðast,
er það ekki vegna neins ann-
ars en hins algjöra vonleysis,
sem virðist einkenna vanda-
málin þar í landi. Ríkisstjórnir
Bretlands hafa reynzt ófærar
um að koma á sáttum á með-
al íra, en þær hafa flestar
vonazt til þess, að þeim tæk-
ist að minnsta kosti að koma
í veg fyrir óeirðir í landinu.
Ömurlegasta dæmi þessa eru
skemmdirnar, sem tíma-
sprengja olli í Westminster
Hall, í hinum glæsta sal, þar
sem brezka þingið átti upp-
haf sitt fyrir mörgum öldum.
Engunn skyldi þó spá of
illa f/rir Bretum. Menn hafa
lönjum ritað um erfiðleika
þeirra, en alltaf hefur menn-
ing og ánægja sigrað þar I
landi.
En um þessar mundir hef-
ur dregið úr lífsgleði Breta,
og spennan aukizt að sama
skapi. Ný efnahagsvandamál
eru komin upp. Þau þarf að
ræða sérstaklega og þau
áuka enn á áhyggjurnar, sem
menn hafa vegna hnignunar
ýmissa hefðbundinna stotn-
ana. (þýð: J.Þ.Þ.)
Keflavík Til sölu litið einbýlishús við Smáratún. Losnar fljótlega. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. Sandgerði Til sölu 4ra herb. ibúð með góð- um greiðslukjörum. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik simar 1 263 og 2890.
Innri-Njarðvík Til sölu gott einbýlishús ásamt stórum bílskúr. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Ytri-Njarðvik Til sölu ný 4ra herb. ibúð. Útborg- un má greiða á einu ári. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keglavik, simar 1 263 og 2890.
Meinatæknir — ibúð Meinatæknir óskar að taka á leigu litla ibúð. Upplýsingar i sima 26031. Brotamálmur Kaupum allan brotamálm lang- hæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 27, simi 25891,
Óskum að ráða offsetprentara (pressumann). Prentsmiðja Guðjóns Ó, Langholtsveg 111. mRRGFRLDRR mÖGULEIKR VÐRR
Aðalfundur Berklavarnar
í Reykjavík
verður haldinn þriðjudaginn 16. júlí í félags-
heimili Kópavogs kl. 8.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
YOGA
Þór Þóroddsson, fræðari, frá Kaliforniu, flytur erindi I Iðnskólanum
þriðjudaginn 1 6. júlí kl. 20.30 (gengið inn frá Vitastig).
Yogakerfi og heimspeki Dr. Dingle, upprunnið i Tibet.
Aðferðir meðvitandi framþróunar. Réttur skilningur. Aðgangur 1 50.00
kr.
Nýheimsfrasðin simi 35057.
Hveragerði
Nýr umboðsmaður hefur tekið við umboði
Morgunblaðsins í Hveragerði Margrét Aðal-
steinsdóttir, Grænumörk 7.
við fyrstu kynni.
Biðjið um Shell
flugnastaukinn.
Fæst á afgreiðslustöðvum
okkar um allt land.
Shelltox
OlíufélagiÖ Skeljungur hf
Shell
Flugur falla fyrir honum,
unnvörpum,
allt sumarið.
Flandhægur staukur,
sem stilla má hvar sem er,
þegar flugurnar angra.
I