Morgunblaðið - 16.07.1974, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974
Sólin hellti sér
LANDSMÖT skáta 1974 var sett að (Jlfljðtsvatni á
sunnudag að viðstöddum nær 2.000 skátum. Er þetta
fjölmennasta skátamót, sem haldið hefur verið á
tslandi. — Veðrið lék við skátana á sunnudaginn og í
gær og jók mönnum mjög Iffskraft, enda var þátt-
taka f leikjum og störfum, námi og ferðum geysi-
mikil. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti skát-
ana og dvaldist með þeim á sunnudag og mánudag
og birtast hér og í næstu blöðum myndir og frásagn-
ir af þvf, sem fyrir augu bar.
Mótssetning
Rétt fyrir kl. 2 á sunnudag
gengu skátarnir fylktu liði til
hátíðarsvæðisins til mótssetn-
ingar. Hófst hún með því að
skátastúlka flutti Landnáms-
þulu, en síðan steig fram skáti í
fornmannabúningi og kallaði
upp nöfn allra þeirra félaga og
þjóðlanda, sem fulltrúa eiga á
mótinu. Um leið gengu fram
skjaldberar félaganna og
röðuðu einkennisskjöldunum
upp beggja vegna hátfðarpalls-
ins. Pallurinn er skreyttur eins
og víkingaskip. Því næst flutti
mótsstjórinn, Bergur Jónsson,
setningarræðu (mynd), og að
henni lokinni voru mótsfáninn
og þjóðfánar allra þátttöku-
landa dregnir að húni, víkinga-
skip lagði út á Úlfljótsvatn og
frá því var skotið flugeldum,
kveiktur var eldur á stórri
vörðu, sem hlaðin hafði verið á
Ulfljótsvatnsfelli, og þar var
einnig skotið á loft flugeldum.
Síðan var dregið upp segl með
mótsmerkinu á hátíðarpallin-
um og lauk með því setningar-
athöfninni.
félagið Erni árið 1925,“ segir
Hörður, „en þá voru félögin
tvö, Ernir og Væringjar. Ég var
slðan félagsforingi í örnum 1
fimm ár, til 1938, er félögin tvö
voru sameinuð í Skátafélag
Reykjavíkur. Þar var ég foringi
frá 1950 til 1961, að ég fór utan
til Bandarikjanna. Það var
dálftið skrítið, eftir að ég hafði
starfað svona lengi 1 skáta-
hreyfingunni, hvað ég slitnaði
gjörsamlega úr tengslum við
hana eftir utanferðina. Það er
vart hægt að segja, að ég hafi
heimsótt skátana aftur fyrr en
nú.“ Hörður sagði það mjög
skemmtilegt að heimsækja mót
sem þetta. Hann var spurður,
hvort skátastarfið hefði breytzt
mikið frá því er hann var ung-
ur: „Undirstaðan er alltaf sú
sama, en rígurinn sem var þá
milli Reykjavíkurfélaganna er
horfinn núna og meira bræðra-
lag er ríkjandi."
Hér sjáum við einn hópinn
með kenniorðið LANDNÁM:
(Frá vinstri) Björn Refson,
Noregi, Lilja Ásgeirsdóttir,
Reykjavfk, Agústa Öladóttir,
Reykjavík, Pálmi Jónsson, lsa-
firði, John Martin Olsen, Fær-
eyjum, Marfa Elíasdóttir, Kópa-
vogi, og Erna Gfsladóttir,
Hornafirði.
Gamall foringi
í heimsókn
A LANDSMÖTINU hitti blm.
Mbl. gamlan skátaforingja úr
Reykjavík, Hörð Jóhannesson,
sem var lengi félagsforingi f
örnum og sfðar Skátafélagi
Reykjavíkur. „Ég gekk f skáta-
in hver hjá öðrum. Var svo
mynduð röð, þannig að lesa
Kynn ingarleikur
mótssöngur kenndur og radd-
saman í einn (mynd). Var
WM ÉWm
m ÆllHlaij HH Wk Hl' ts' #1« um- '1 ÍLh-S
Að mótssetningunni lokinni
hófst kynningarleikur með
þátttöku allra skátanna. Hver
skáti fékk eitt spjald með
bókstaf og var fyrsta verkefnið
að finna 6 aðra skáta, sem
höfðu hina bókstafina f kenni-
orðinu LANDNÁM. Sfðan skrif-
uðu skátarnir nöfn sín á spjöld-
mætti kenniorðið af spjöldun-
um, og fulltrúum dagskrár-
stjórnarinnar sýndur árangur-
inn. Fengu hóparnir að launum
nýtt verkefni, að svara ýmsum
spurningum um landsmótið, að
telja upp á þremur á a.m.k.
fimm tungumálum og leysa dá-
litla flatarmálsreikningsþraut.
Varðeldur
Að kvöldi fyrsta mótsdagsins
var haldinn sameiginlegur
varðeldur fyrir alla þátttakend-
ur, svonefndur langeldur. Var
hann að mestu helgaður söng-
listinni; rifjaðir voru upp gaml-
ir skátasöngvar, nýsaminn
böndin liðkuð. Dagskráin hófst
með stuttum þætti um land-
vættirnar fjórar; lesin var frá-
sögnin af sendimanni Noregs-
konungs og viðureign hans við
vættirnar og skátar í forn-
mannabúningum fluttu ljóð um
þetta efni og röðuðu sfðan fjór-
um hlutum skjaldarmerkisins
atriðið í heild sérlega vel gert
og skemmtilegt. Af öðru efni
dagskrárinnar við varðeldinn
má nefna Indíánadans banda-
rískra skáta, þjóðlagasöng
svissneskra og þýzkra skáta,
Ieikþætti Siglfirðinga og Hafn-
firðinga og gamansöngva Garð-
búa og Dalbúa frá Reykjavfk.