Morgunblaðið - 16.07.1974, Síða 12

Morgunblaðið - 16.07.1974, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974 byggðanna. Samgöngubyltingin á SkeiSarársandi. sem viS fögnum í dag, er verk unniS I þágu þjóSar- innar allrar. ÞaS gerir landiS allt hægara til búsetu og hvers konar nytja." SiSan ræddi samgönguráSherra um, hve mikla þýðingu vegabótin myndi hafa á þjóSlifiS i heild og sagSi, aS engin leiS væri að gera sér grein fyrir þvi til hlítar fyrir- fram. Sannfæring sin væri sú, að engan óraSi fyrir því sumu hverju, sem reynslan ætti eftir aS leiSa i Ijós af heilladrjúgum áhrifum tengingar hringvegarins. Þá sagði hann, að viðbrigðin og hagurinn af samgöngubótinni yrðu að sjálf- sögðu mest fyrir þá sem næst byggju leiðarendunum tveim, sem áður voru, Skaftfellinga austan og vestan sands. Vegarkaflinn nýi tengdi þær sveitir, sem mátt hefSu i aldanna rás þola þyngri áföll og meiri búsifjar en flest ef ekki öll önnur byggSarlög f land- inu af völdum náttúruhamfara, bæði vegna jarðelda og jökul- hlaupa. Nú væru leiSarendarnir við Núpsvötn og Skeiðará úr sög- unni. „En sá landsfjórSungur, sem hringvegurinn er dýrmætastur, er Austurland. Þar verður allt annað að búa en hingaS til eftir að land- vegur hefur opnazt sunnan fjalla fær öllum ökutækjum. Undir forystu alþingismanna Austurlands og Suðurlands tók Al- þingi á hringvegarlagningunni af festu og stórhug." — Sagði hann, að allir hefðu tekið höndum sam- an, sparifjáreigendur. rfkisvald, bankar og aðrar peningastofnan- ir og ekki sfzt starfsmenn Vega- gerðar rfkisins. 1 2 brýr og 61 km veg- arkafli lagður Að ræðu samgönguráð- herra lokinni tók til máls Sigurður Jóhannsson vegamáfastjóri, sem lýsti framkvæmdum á sandinum. Hann sagði. að mesta vandamálið við jökulárnar á Skeiðarársandi væru hin geysimiklu jökulhlaup. sem l þær kæmu. Tveir miklir vatnsgeymar væru undir jöklinum. Grænalón, sem væri jaðarlón við vesturenda Skeiðarárjökuls, en vatn úr þvi fengi framrás undan vesturhomi jökulsins i farveg Súlu og Grimsvötn, sem væru jökullón nokkuð norðarlega i Vatnajökli og fengju þaðan framrás viða undan jöklinum. Meginhluti vatnsins rynni þó um farveg Skeiðarár, en einnig færi mikið vatn i farveg Gigju. Undanfarna áratugi hefðu þessi jökulhlaup komið með nokk- uð regiulegu millibili og verið svip- uð að stærð. Hefði hámarksrennsli í Skeiðará i hlaupunum verið um 6000—8000 rúmm./sek. ÁSur fyrr komu jökulhlaup þessi mun sjaldnar, en voru að sama skapi stærri. Er áætlað, að há- marksrennsli í þeim hlaupum hafi VEGURINN yfir Skeiðarársand var formlega opnaður kl. 14.oo á sunnudaginn með þvi að Magnús Torfi Ólafsson samgönguráðherra klippti á borSa sem lá þvert yfir veginn. Viðstödd athöfnina voru meðal annars forsetahjónin. nokkrir ráðherranna, fjöldi alþingismanna og gffurlegur fjöldi fólks viðsvegar a8 af landinu. Veður á sandinum var hið bezta, hlýtt og sól af og til. Ekki gátu þó viðstaddir séð Vatnajökul jafn fagran og hann getur verið, þvf að skýjahulur lágu yfir honum, en við og við glampaði á hvítan jökulinn. — Það mun vera samdóma álit allra. sem til þekkja, að vega- gerðin yfir Skeiðarársand sé viða- mesta framkvæmd. sem ráðizt hefur verið i á íslandi og búast sumir við, að nokkur tími geti liðið þar til aftur verði ráðizt í svo mikla framkvæmd. Tilkoma vegarins hefur nú stækkað island og landið verður annað land. En vegurinn mun samt koma Austfirðingum að mestum notum og enginn vafi þykir nú leika á þvi, að nú fyrst fari náttúruauðæfi Austurlands að njóta sin með þeirri miklu fegurð. sem þar er, og Austfirðingar muni taka stórt stökk fram á við og sækja á þá landsmenn, sem standa þeim framar I atvinnu- uppbyggingu. Það var í býti á sunnudagsmorg- un, sem opinberir gestir sam- gönguráðuneytisins fóru austur á Fagurhólsmýri með Fokker Friendshipvéf Flugfélags íslands. Blaðamenn fóru stuttu seinna með vél frá Vængjum og þvi miður er ekki hægt að segja, að vel hafði verið hugsað um, að fóðra fjöl- miðlana á upplýsingum, jafnmikið og þeir hafa þó sagt frá fram- kvæmdum á sandinum. Sömu sögu er að segja af öllum viður- gjörningi. Frá Fagurhólsmýri var haldið rakleiðis að Skaftafelli og yfir nýju brúna, sem stendur nokkuð fyrir neðan Skaftafeilsbrekkur á sand- inum. Þar voru teknir nokkrir gestir og síðan haldið til baka og grjótnámið í Hafrafelli skoðað. — Góð sneið er nú horfin úr fjallinu og efnið, sem þaðan hefur verið tekið, er komið I varnargarðana miklu á sandinum. Nokkrir gest- anna gátu ekki setið á sér og hlupu upp á Svlnafellsjökul. sem skrlður meðfram eystri hlið Hafra- fells. Gekk sú ferð vel. þótt sumir ættu erfitt með að fóta sig á jökl- inum, enda á nælonsólum. Úr grjótnáminu var haldið að Skafta- felisbrekkum, en þar var gengið upp I skóginn og nesti etið I skóg- arrjóðri við nið Þjófafoss. Er menn höfðu lokið úr nestispökkum sln um var haldið niður á sandinn, þar sem aðalhátlðarhöldin fóru fram. Þar var samankominn mikill fjöldi fólks. Dagskráin hófst skömmu eftir hádegi með þvl að Skólahljóm- sveit Kópavogs lék nokkur ættjarðarlög. Slðan flutti settur sýslumaður Skaftfellinga, Þorleif- ur Pálsson. ræðu. Hann sagði m.a., að tilkoma hringvegarins markaði tlmamót I sögu landsins. Þessi ógnar sandur hefði ávalll verið hinn mesti farartálmi og ofi á tiðum hefðu árnar oltið niðui sandinn með miklum hamförum Viðbrigðin fyrir Skaftfellinga báð um meginn við sandinn hlytu aí verða mest. Þessar nágrannasveit ir hefðu fram til þessa verið I einangrun hvor frá annarri, en nú væri sú ttð liðin. ísland orðið betra land Á eftir sýslumanni talaði Magnús Torfi Ólafsson samgöngu- ráðherra og I ræðu sinni sagði hann m.a.: „Lok þessa verks, sem starfsmenn Vegagerðar ríkisins hafa unnið hér á Skeiðarársandi undanfarin 21 mánuð. valda þvl, að ársins 1974 verður minnzt um ókomin ár fyrir þann atburð I sam- göngusögu landsins, sem ég hika ekki við að kalla merkastan allra, sem varða samgöngur á landi. Siðasta haftinu, sem hamlaði greiðari för með byggðum hring- inn I kringum landið, hefur verið rutt úr vegi og þar með er island orðið annað land og enn betra en það hefur verið fram til þessa. Samgöngur um okkar viðáttu- mikla og strjálbýla land eru lifæð % Brúin á Skeiðarársandi er 904 metrar að lengd. Hér sést hluti hennar. 1 baksýn er Skaftafellsjökull. Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag. 3000 manns viðstadd- ir opnun hring- vegarins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.