Morgunblaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974
13
0 Magnús Torfi Ólafs-
son samglingurádherra
f*r aðsfoð konu sinnar
fiinriku Kristjánsdóttur
Við að klippa á borðann.
Matthías Johannessen
formaður Þjóðhátfðar- £ Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, í
nefndar 1974 flytur ræðustól.
ræðu.
Q Rigningin er skollin á. Magnús Torfi Ólafsson
segir Eysteinn Jónssyni, að tilgangslaust sé að halda
áfram með ræðuna.
verið allt að 4 sinnum meira en I
síðari hlaupum. Ekki er fullljóst.
hvað veldur þvl, að hlaup eru nú
tíðari og minni, en talið líklegt. að
það standi í sambandi við al-
menna rýrnun jökla undanfarna
áratugi, sagði vegamálastjóri.
Þá ræddi vegamálastjóri um
mannvirkin sjálf og sagði m.a.:
„Hin mikla óvissa um stærð og
dreifingu jökla t framtíðinni veldur
þvl, að ekki þótti fært að hanna
mannvirki með það fyrir augum,
að þau taki stærstu hlaup áfalla-
laust. Var þvl valin sú leið, að
miðað skyldi við, að mannvirki
gætu tekið á móti jökulhlaupum
eins og þau hafa verið undanfarna
áratugi án þess að vegasamband
rofnaði.
Á hinn bóginn er tilhögun
mannvirkja þannig, að sem minnst
tjón hljótist af stórum jökulhlaup-
um. þó að þau komi. Þannig eru
dýrustu hlutar mannvirkjanna,
þ.e. brýr ásamt vegfyllingum og
varnargörðum næst þeim, hönnuð
með þeim hætti, að þau geti stað-
izt án alvarlegra áfalla, en vatnið
myndi flæða yfir varnargarða fjær
brúm."
Þessu næst lýsti Sigurður gerð
vegarins og þar kom fram, að
vegurinn er með malarslitlagi og
tvöfaldri akbraut 6.5 metra
breiðri. Varnargarðarnir eru
byggðir úr möl og sandi. Ármegin
eru þeir varðir með sprengdu
grjóti eða hrauni og grjótpylsum.
Stærri brýrnar eru allar sömu
gerðar, stálbitabrýr með timbur-
gólfi á steyptum stöpium. Stöpl-
arnir hvlla á steyptum staurum,
sem reknir eru niður I sandinn.
Allar eru brýrnar með einfaldri
akbraut, en vegna hinnar miklu
lengdar þeirra eru höfð útskot á
þeim með 1 50—200 m millibili til
að farartæki geti mætzt. Brýrnar
eru allar tiltölulega háar og er það
gert til þess að ísjakar, sem brotna
jafnan úr jökuljaðri I hlaupum,
komist undir þær.
Sagði Sigurður, að áður en
framkvæmdir gátu hafizt hefði
þuift að endurbyggja og bæta vegi
austan og vestan við sandinn. Alls
væri nýi vegurinn 61 km að lengd
og styrktur og endurbættur vegur
væri 7 km. Hliðarvegir væru 4 km
að lengd, varnargarðarnir 17 km
og brýrnar, sem hefði þurft að
byggja, væru 1 2. alls 2004 metr-
ar. Kostnaður við framkvæmdirn-
ar, þegar þeim væri að fullu lokið.
væri áætlaður 850 m. kr. og væri
það innan ramma frumáætlunar-
innar frá 1972, þegar tekið væri
tillit til verðhækkana.
Þessu næst bað vegamálastjóri
samgönguráðherra að opna veg-
inn fyrir umferð og fyrsta bifreið-
in, sem ók eftir veginum, var bif-
reið forseta fslands.
Hátíðarhöld á
sandinum
Að formlegri opnun hring-
vegarins lokinni hófst dagskrá
þjóðhátíðarnefnda Austur- og
Vestur-Skaftafellssýslu neðar á
sandinum. Þar hafði verið komið
upp bráðabirgðaskýli, sem kom að
góðum notum, er leið á daginn.
Dagskráin hófst með kórsöng, var
það kór Skaftfellingafélagsins I
Reykjavlk, sem söng undir stjórn
Jóns isleifssonar. Þvl næst var
helgistund. sem biskup fslands,
herra Sigurbjöm Einarsson,
annaðist. f lok máls slns bað hann
m.a. fyrir mannvirkjunum á
Skeiðarársandi. Að helgistundinni
lokinni hélt kórinn áfram söng sln-
um, en slðan hélt Eysteinn Jóns-
son fyrrv. forseti sameinaðs al-
þingis ræðu.
Veðurguðirnir
láta til sín taka
Ekki var Eysteinn langt kominn
I ræðu sinni, þegar mikill
rigningarskúr skall á. Plastdúkur
var yfir bráðabirgðaskýlinu þannig
að mikið glumdi I þvt. Á meðan
verið var að ganga betur frá
hátalarakerfinu og mestu lætin
voru I rigningunni varð Eysteinn
að gera hlé á máli slnu.
Eysteinn sagði m.a. I sinni
ræðu, að jökulfIjótin hefðu aldrei
verið neiri lömb að leika sér við,
og sumir hefðu jafnvel haldið, að
þau yrðu aldrei brúuð. En þjóðin
hefði ekki fengið notið til fulls
þeirra kosta að búa á eylandi fyrr
en hringvegurinn var kominn. Og
nú væri lokið við lokaáfanga á
langri leið. Væru það orð að
sönnu, að fólk þyrfti að læra
landaf ræðinga upp á nýtt.
Sagði hann, að engin einstök
framkvæmd I landinu væri jafn
mikilsverð og þessi að undan-
skildu landhelgismálinu. Þessi
framkvæmd væri landi og þjóð til
heilla. Nú væri betra að vera fs-
lendingur en áður. Þjóðinni
opnuðust nú nýjar leiðir og taka
þyrfti upp skynsamlega land-
nýtingarstefnu. Við værum fá I
stóru landi. þannig að betra væri
að taka ráð I tlma.
Þá sagði hann, að samgöngu-
bótin væri mikilsverðust fyrir
Austurland og nú gæti sá lands-
fjórðungur fyrst farið að njóta sln.
Næstur tók til máls MatthFas
Johannessen formaður Þjóð-
hátlðarnefndar 1974, en áður
hafði Skaf tfellingakórinn sungið
tvö lög. Hann sagði, að fs-
lendingar hefðu nú lifað merki-
legan dag. Hér mætti sjá örlög
Islands eins og I hnotskurn. Menn
hefðu hér þurft að leita á hurðir
örlaganna eins og Kári á hurðir
Flosa forðum. Margar þjóðir hefðu
orðið auðugar vegna góðra sam-
gangna og svo yrði vonandi um
fsland eftir að þessi mikla sam-
göngubót væri komin.
Þá minntist hann á vlkingaskip
in, hvlllk samgöngutæki þau skip
hefðu verið á slnum tlma. Og hér
% Kör Skaftfellingafélagsins syngur undir stjórn
Jóns tsleifssonar.
Q Á hálum fs. Ráð-
herrarnir Magnús Torfi
Ólafsson og Magnús
Kjartansson skruppu f
smágönguferð upp á
Svfnafellsjökul.
á þessum slóðum hefðu fyrstu vlk-
ingarnir stigið á land, sem hefði
orðið til þess. að þeir ákváðu að
taka sér bólfestu á íslandi. —
Sagði Matthlas, að Gunnlaugur
Scheving listmálari hefði einu
sinni sagt, að það væri vel við-
eigandi, að snilldarverki eins og
Njálssögu lyki i Öræfum.
Á eftir ræðu Matthlasar var flutt
samfelld dagskrá um Skeiðarár-
sand I samantekt Páls Þorsteins-
sonar fyrrv. alþingismanns. Voru
þar fluttir kaflar um erfiðleika á
Skeiðarársandi á liðnum árum,
skrásettir af ýmsum mönnum, og
einnig var lesin upp frásögn Þór-
bergs Þórðarsonar „Vatnadag-
urinn mikli". Þá söng Ólafur Þ.
Jónsson einsöng við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar. Að lok
um lék Skólahljómsveit Kópavogs
nokkur lög og reiptog var á milli
Austur- og Vestur-Skaftfellinga og
vegagerðarmanna. Lauk þvl með
sigri Skaftfellinga.
Veður var mjög gott á sandinum
nema um tlma, eins og fyrr er
getið. Tilkoma þessara miklu
mannvirkja virðist strax vera farin
að segja til sln, þvl að glfurlegur
fjöldi ferðamanna er nú við
Skaftafell og skoðar þjóðgarðinn
þar. Sömu sögu er að segja af
öðrum stöðum á Austurlandi, þar
hefur sjaldan eða aldrei verið jafn
mikið um ferðamenn, þrátt fyrir
frekar leiðinlegt veður að undan
förnu.
— •>