Morgunblaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1974
19
fíeppnisstig Akurevringa
IBA — ÍA 1:1
1 BLÖÐUM og manna á meðal hefur
f sumar oft verið rætt um heppni
Akurnesinga og Akureyringa f
leikjum. 1. deildar. Ekki verður hér
dæmt um réttmæti þess, enda hefur
undirritaður séð fæsta af leikjum
liðanna. En með þetta I huga var
frððlegt að fylgjast með viðureign
þessarra tveggja liða á Akureyri á
laugardaginn. Henni lauk með jafn
tefli, 1:1, og þvf verður ekki móti
mælt, að f þetta sinn fylgdi heppnin
Akureyringum. Miðað við gang
leiksins hefðu Akurnesingar átt að
sigra örugglega. Fyrri hálfleikur
leiksins var fjörugur og skemmti-
legur, en seinni hálfleikurinn slak-
ur. Akurnesingar halda stöðu sinni
á toppi 1. deildar, og Akureyringar
eru sem óðast að koma sér úr fall-
hættu.
Akureyri skartaði sfnu fegursta á
laugardaginn, það var glmpandi sól-
skin en norðanstrekkingur spillti
fyrir. Áhrofendur voru fjölmargir,
og þeir, sem komu nógu tímanlega,
fengu að sjá sögulega byrjun.
Óskastart IBA
Það var ekki liðin ein minúta,
þegar knötturinn lá í marki Akur-
nesinga. Stuttu eftir upphafsspyrnu
fengu Akureyringar dæmda auka-
spyrnu nálægt miðlínu hægra meg-
in. Steinþór Þórarinsson tók spyrn-
una og spyrnti alveg upp að mark-
inu. Davíð hljóp út og kallaði um
leið, að hann hefði boltann. En hann
fór of langt út úr markinu með þeim
afleiðingu, að hann náði ekki næg-
um tökum á boltanum. Boltinn datt
á marklínuna, þar sem fylking
Akureyringa stóð, og það var
Sigurður Lárusson, sem átti heiður-
inn af þvf að ýta knettinum í mann-
laust markið.
Feikileg fagnaðarlæti brutust út
meðal áhorfenda, og hvattir áfram
af þeim sóttu Akureyringar af
krafti næstu mínútur án þess þó að
skapa sér veruleg tækifæri. Og
smátt og smátt fóru Akurnesingar
að ná tökum á leiknum, og brátt
fóru atburðirnir að gerast við mark
heimamanna. Á 10. mfnútu komst
Matthías upp að endamörkum
vinstra megin og gaf fyrir, en hætt-
unni var bægt frá. A 15. mfnútu
komst Eyleifur inn fyrir vörn ÍBA
og átti aðeins markvörðinn eftir, en
grútmáttlaust skot hans fór beint í
hendurnar á Benedikt markverði.
Og á 23. mínútu komst Matthías í
svipað færi eftir mistök Sævars í
vörninni, en aftur var skotið beint á
Benedikt.
Matthfas jafnar
Það lá í loftingu, að þessi pressa
myndi gefa af sér mark, og það kom
á 24. mínútu. Karl Þórðarson lék
upp hægra megin og gaf góðan bolta
fyrir markið. Benedikt markvörð-
ur stökk upp með tveimur
Akurnesingum og sló bolt-
ann frá markinu. Hann fór þó
ekki lengra en til Matthíasar,
þar sem hann stóð nokkru fyr-
ir utan markteiginn. Og Matthías
kann að nýta svona tækifæri,
viðstöðulaust skot hans hafn-
aði í markinu. Markmannstilburðir
Sigurðar Lárussonar gátu ekki forð-
að marki. og enn héldu Akurnesing-
ar áfram sóknartilraunum. Á 30.
mínútu átti Hörður skalla að marki,
en bjargað var á línu, og sami maður
átti skot f utanverða stöngina eftir
hornspyrnu á 35. mínútu. Og tveim-
ur mínútum síðar munaði ekki
nema hársbreidd, að Matthfas skor-
aði, er hann henti sér fram og skall-
aði boltann f neðanverða slána, en
þaðan fór boltinn niður á marklinu,
og hættunni var bægt frá. Annað
merkilegt, sem gerðist í hálfleikn-
um, var það, að Birni Lárussyni var
sýnt gula spjaldið fyrir að brúka
munn við dómara leiksins, Val
Benediktsson. Það var kjaftur á
Birni þennan dag.
Daufur hálfleikur
Akurnesingar léku undan vindi í
seinni hálfleik, og bjuggust menn
við því, að með þeirri hjálp myndu
þeir tryggja sér sigur í leiknum. En
það fór á annan veg. Akurnesingar
voru að vísu mun meira með bolt-
ann og hver sóknarlotan af annarri
var byggð upp. En framlínumenn
liðsins virtust bara ekki vera með f
leiknum, þegar að þeirra þætti kom,
og því má segja, að einungis tvö
umtalsverð tækifæri hafi komið upp
í seinni hálfleik, og bæði fengu
Akurnesingar. Það fyrra kom upp á
17. mínútu seinni hálfleiks, þegar
Jón Gunnlaugsson skallaði rétt
framhjá úr aukaspyrnu, og þremur
mínútum síðar átti Jón Alfreðsson
skalla í stöng. Það er táknrænt, að
hvorugt tækifæranna féll f hlut
framlínumanna Akraness, en þeir
gerðu sig seka um furðuleg mistök
hvað eftir annað, enda virtust þeir
áhugalitlir. Akureyringar náðu ein-
staka sinnum rokum upp völlinn, en
þær sóknarlotur strönduðu oftast
nær á afar sterkum miðvörðum
Akranesliðsins, þeim Jóni og Þresti.
Menn voru því almennt fegnir, þeg-
ar dómarinn flautaði leikinn af,
ekki sízt heimamenn, sem máttu
sannarlega þakka fyrir þetta eina
stig.
Liðin
Af framansögðu má sjá, að öll
umtalsverð tækifæri leiksins féllu
Akurnesingum í skaut, en Akureyr-
ingar skoruðu úr eina verulega góða
marktækifærinu, sem þeir fengu og
það fyrir mistök Davíðs. Eins og í
fyrri leikjum sfnum léku Akurnes-
ingar oft skfnandi vel saman úti á
vellinum, einkum í fyrri hálfleik, en
segja má, að framlínan hafi alveg
brugðizt. Vörn IA var mjög sterk
með þá Þröst og Jón sem beztu
menn. Það voru ófáar sóknarlotur
IBA, sem þeir stöðvuðu og snéru í
sókn IA. Bakverðirnir voru einnig
virkir í sókninni, Björn í fyrrihálf-
leik og Benedikt f þeim seinni. A
miðjunni var Haraldur Sturlaugs-
son mjög virkur.
Akureyringarnir leggja alla
áherzlu á vörnina, og hún stóð sig
oft ágætlega. Þar var Gunnar Aust-
fjörð sem fyrr fremstur i flokki.
Síðan er treyst á skyndisóknir, en
þær gáfu ekki mikinn árangur f
þetta sinn, þótt þeir Gunnar og Arni
reyndu mikið. Miðað við þann leik,
sem Akureyringar sýndu, má það
heita merkilegt, hve mörg stig þeir
hafa hlotið í mótinu.
I STUTTU MÁLI:
Akureyrarvöllur 13. júlí 1974. Is-
landsmótið 1. deild IBA—ÍA 1:1
(1:1).
Mark IBA: Sigurður Lárusson á 1.
mínútu.
Mark tA: Matthías Hallgrfmsson á
24. mfnútu.
Áminning: Björn Lárusson bókaður
á 40. mínútu fyrir ljótan munnsöfn-
uð við dómara leiksins.
Áhorfendur: 1286.
Dómari: Valur Benediktsson. Hann
hafði nokkuð góð tök á leiknum, en
hefði mátt nota flautuna meira.
Texti og myndir:
Sigtryggur Sigtryggsson.
Akureyringar f þann veg að skora mark sitt. Davfð missir knöttinn yfir sig og Sigurður fylgir vel og skorar
auðveldlega.
Haukarnir harðir á Húsavík
Unnu Völsunga örugglega 3:1
ÞRATT fyrir að Völsungar hefðu
ekki tapað leík á heimavelli á
keppnistfmabilinu var ekki að sjá
neina feimni á Haukunum er liðin
mættust á Húsavfk á laugardaginn.
Haukarnir léku eins og þeir sem
völdin hafa og sigruðu örugglega f
leiknum, 3:1. Með þessum sigri
tryggja Haukarnir enn stöðu sfna
meðal efstu liða deildarinnar, eru
komnir með 10 stig og eru þvf
tveimur stigum á eftir Blikunum.
Haukar koma að vfsu ekki til með
að sigra f 2. deild f ár, en lið þeirra
lofar góðu, ungt og efnilegt.
Haukar hófu strax góða sókn á
mark Völsungs f leiknum á laugar-
daginn, en gekk illa að finna leiðina
f mark andstæðingsins. A 10. mfn-
útu leiksins losuðu Völsungar
skyndilega um og sneru vörn f
skyndisókn. Júlfus Bessason komst
einn innfyrir og skoraði gott mark,
þrátt fyrir að að honum væri sótt.
Var þetta eina mark hálfleiksins og
máttu heimamenn vel við una.
I sfðari hálfleiknum fundu
Haukarnir fljótlega hina vandröt-
uðu leið f mark Völsunganna. A 10.
mfnútu var Steingrfmur kominn f
ágætt marktækifæri, er brotið var á
honum. Dæmd var vftaspyrna og úr
henni skoraði Loftur Eyjólfsson.
Enn liðu 10 mfnútur, þar til Haukar
gerðu mark sitt númer 2 og náðu
þar með forystu f leiknum. Gefið
var fyrir mark Húsvfkinganna og
Loftur sendi knöttinn f netið.
Loftur er nú orðinn markhæstur f 2.
deild, ásamt Breiðabliksmanninum
Guðmundi Þórðarsyni, báðir hafa
skorað 7 mörk. Fast á eftir þeim
fylgja svo nokkrir leikmenn með 6
mörk.
Sfðasta mark leiksins á Húsavfk
skoraði Danfel Hálfdánarson, en
heiðurinn af þvf marki átti Guðjón
Sveinsson algjörlega. Hann lék á
tvo varnarmenn Völsungs og sendi
knöttinn sfðan fyrir markið, þar
sem Danfel var ekki f vandræðum
með að skora.
Það verður ekki annað sagt en að
lið Húsvfkinga hafi valdið miklum
vonbrigðum f þessum leik. Liðið lék
langt undir getu og voru flestallir
leikmenn liðsins langt frá sinni
eðlilegu getu. Helzt Júlfus Bessa-
son, sem barðist af krafti allan leik-
inn. Hermann Jónasson var f leik-
banni að þessu sinni.
Guðmundur Sigmarsson var
sterkastur Haukanna að þessu
sinni, en yfirleitt áttu allir leik-
menn liðsins þokkalegan dag.
Annað kvöld mæta Haukarnir FH-
ingum f bikarkeppninni og verður
án efa hart barizt, eins og venja er
þegar þessi lið mætast.
Sigbjörn
Gunnarsson:
Akur-
eyringar
eru í
stöðugri
framför
I VOR spáðu 9 af hverjum 10
þvf, að Akureyringar myndu
falla niður f 2. deild f sumar.
Eftir nokkra fyrstu leikina virt-
ist sem þessi spá ætlaði að ræt-
ast, en f sfðustu leikjum sfnum
hafa Akureyringar heldur
betur smalað saman stigum og
eru á góðri leið með að tryggja
stöðu sfna f deildinni. Eftir leik
tBA og ÍA snéri Mbl. sér til
Sigbjörns Gunnarssonar, hins
snaggaralega framherja Akur-
eyrarliðsins. Hann var fyrst
spurður um leikinn við lA:
„Ég viðurkenni það fúslega,
að Akurnesingar áttu miklu
meira f leiknum. Við lögðum
meiri áherzlu á vörnina og ger-
um okkur fyllilega ánægða með
stigið.“
— Nú hafið þið verið taldir
heppnir f leikjum ykkar?
„Já, það hefur mikið verið
talað um ósanngjarna sigra. En
þessir ágætu menn athuga
ekki, að þetta er bara leikað-
ferð. Við leikum sterkan
varnarleik og treystum svo á
fljóta framherja f skyndiupp-
hlaupum. Kúnstin er jú sú að
nýta tækifæri sfn, og það höf-
um við gert 11 sinnum f
sumar.“
— Ertu ánægður með
frammistöðu liðsins?
„Ég er vissulega mjög ánægð-
ur með árangur Akureyrarliðs-
ins. Ég varð að vfsu fyrir von-
brigðum fyrst, en eftir leikinn
við Val fór þetta að ganga hjá
okkur, og sfðan höfum við verið
í stöðugri framför. Við eigum
eftir marga leiki heima og
munum ekkert gefa eftir þar.“
— Svo það verða einhverjir
aðrir en þið sem fallið?
„Já, ég er ekki í nokkrum
vafa um það. Ég vil engu spá á
þessu stigi, nema það lið, sem
fellur, verður með 8—10 stig.
Hins vegar eru Akurnesingar
sterkastir þeirra liða sem við
höfum mætt, og ég hef þá trú
að þeir verði meistarar f ár.“
— Hefur æfingasókn verið
góð?
„Já, hér hefur verið feiki-
legur áhugi og vel mætt á æf
ingar, enda held ég að við höf-
um verið einstaklega heppnir
með þjálfara."
— Og að lokum Sigbjörn,
hvað finnst þér um knattspyrn-
una, eins og hún hefur verið
leikin f sumar?
„Mér finnst knattspyrnan
eins og hún hefur verið f sumar
ekki nærri þvf eins skemmtileg
og þegar ég var að byrja fyrir
3—4 árum. Þá langar mig
einnig að geta þess, að mér
finnst dómgæzlan f sumar sú
versta, sem ég hef kynnst.
Ósamræmið er alveg yfirgengi
legt. Þessu er vel hægt að kippa
f lag, dðmarar þurfa að æfa sig
eins og aðrir.“
— SS.
illlKIUIIHII
Útbúum borðfána, hornveifur og bílmerki fyrir
íþróttafélög og önnur samtök. Prentum merki og
myndir á boli. Prentum gluggamerkingar fyrir
verzlanir og fyrirtæki. Útbúum alls konar plast-
skilti. Reynið viðskiptin, vönduð vinna.
Silkiprent Lindargötu48 sími 14480.