Morgunblaðið - 16.07.1974, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLI 1974
Bláskógaskokkið orðið alþjóðlegt
Arnar, Haraldur. Stefán, Sigurður og Júlfus Arnarson
Það hefur ekki verið sfður skemmtilegt að fara hina 15 km löngu
leið Bláskógaskokksins á hestbakí eins og sjö fötluð börn gerðu að
þesu sinni.
kom í mark. Hann hafði talsvert
forskot, næsti maður var einnig
brezkur. Tæpur klukkutími var
liðinn frá því að lagt var af stað,
og nú fóru keppendur að koma í
mark hver á eftir öðrum. AUir
voru keppendur vandlega merkt-
ir í bak og fyrir. Það fór ekki á
milli mála I hvaða flokki hver var.
Númer með tölu, sem tilgreindi
aldur og sagði til um f hvaða
flokki hver var.
Flestir þeir fyrstu báru töluna
19 á brjóstinu og voru karlkyns.
Það táknaði, að þeir voru í karla-
flokki, á aldrinum 19—35 ára.
Ekki leið þó á löngu þar til ýmsir
úr öðrum flokkum fóru að láta sjá
sig og þá helzt strákar úr flokki
16—18 ára. Sfðan týndust þeir inn
hver af öðrum allir hinir rúmlega
200 þátttakendur. Frá því að sá
fyrsti kom í markið á Laugavatni
og þar til sá sfðasti komst yfir
marklfnu, liðu tæpir tveir tfmar.
Það gerði í rauninni ekkert til
hver tíminn var. Flestir litu á
Bláskógaskokkið sem gott sunnu
dagstrimm.
— Agalega var þetta erfitt,
sagði einn keppandinn, er hann
kom á milli markstanganna. Sá
næsti var ekki eins óhress, spurði
í rólegheitum, hvort hlaupið væri
virkilega búið. — Jæja, nú er það
ekki lengra, sagði hann svo þegar
hann fékk að vita, að nú þyrfti
hann ekkert að gera annað en að
segja til nafns, svo hann gæti
fengið áritað viðurkenningar-
— Jú þetta hlýtur að vera Bret-
inn, hann var orðinn langfyrstur,
þegar komið var að áningastaðn-
um. Þeir eru vanir að hlaupa á
víðavangi eins og hér, jú þetta er
örugglega Bretinn, sá er léttur á
sér. Það er bara eins og hann sé
að byrja hlaupið.
Það var f Bláskógaskokkinu á
sunnudaginn, sem þessi orð voru
mælt. Fjöldi fólks fylgdist með
úrslitum hlaupsins, beið góða
veðrinu eftir vinum og ættingj-
um, sem höfðu látið sig hafa það
að fara f hið 15 km langa Blá-
skógaskokk; Sumir f fyrsta skipti
aðrir í annað og sumir hafa verið
með í öll þrjú skiptin, sem skokk
þeirra Skarphéðinsmanna milli
Þingvalla og Laugarvatns hefur
farið fram.
Það kom á daginn, að það var
Bretinn Seymour, sem fyrstur
Aldursforsetinn Páll Hallbjörns-
son fsr sér heitt kaffi að skokk-
ínu Ioknu
Bretinn Seymour kemur langfyrstur f mark f Bláskógaskokkinu (ljósm. Mbl. RAX.)
skjal. — Mér fer fram með aldrin-
um, sagði kunnur'kaupmaður úr
Reykjavík, þegar hann hitti sitt
fólk að hlaupinu loknu. — Ég
verð orðinn góður um aldamót,
sagði hann, en hefur þó örugglega
verið búinn að lifa í góða hálfa
öld.
Fötluð börn voru með í fyrsta
sinn, en óhætt er að bóka, að það
verður ekki sfðasta skiptið. Fóru
börnin yfir heiðina á hestum og
höfðu að sögn hina mestu ánægju
af. Voru þau sjö saman, sem not-
uðu þarfasta þjóninn að þessu
sinni og gekk mjög vel, þó að flest
þeirra stigju á sunnudaginn í
fyrsta skipti á hestbak. Litlu mun-
aði þó, að illa færi við endamark-
ið. Sjömenningunum var fagnað
með miklu lófataki, en við það
fældust hrossin mjög. Enginn
datt þó af baki og allt fór vel.
Þátttakan í Bláskógaskokkinu
að þessu sinni var heldur minni
en í tvö fyrri skiptin. Ástæðan er
eflaust sú, að um sfðastliðna helgi
fóru víða fram mikil hátíðahöld,
sem drógu að sér þúsundir
manna. Einn af skipuleggjendum
keppninnar sagði okkur, að góða
veðrið og þurrkurinn héldi bænd
um úr sveitunum í kring heima
við. — Þeir þora ekki að hreyfa
sig frá heyinu, sem þeir eiga um
allar jarðir.
Segja má, aðBIáskógaskokkiðsé
nú orðið alþjóðlegt. Tveir Eng-
lendingar voru meðal keppenda,
tveir þeir fyrstu í hlaupinu reynd-
ar, enda báðir þrautþjálfaðir
langhlauparar. Nokkrir Norð-
menn hlupu að þessu sinni og svo
einn Grænlendingur. Bezta afrek-
ið f hlaupinu vann Bretinn
Seymour og setti hann nýtt Blá-
skógaskokksmet, 50.31. Eldra
metið átti Jón Sigurðsson hljóp á
55.59 f fyrsta skipti, sem skokkið
fór fram, árið 1972.
Og þó. Ef til vill hefur Bretinn
ekki unnið bezta afrekið. Páll
Hallbjörnsson, hinn 75 ára gamli
hlaupagarpur, var meðal kepp-
enda og virtist ekki vera lengi að
jafna sig eftir að hann kom í
markið. Einn sex ára snáði tók nú
þátt í fyrsta skipti, en sennilega
ekki það síðasta. Hópur sjö ára
krakka skokkaði og komust öll í
mark, sem og reyndar allir aðrir,
sem hófu hlaupið.
Wm
mm
-j.
'&t*. '"r ^
Brynleifur Steingrfmsson héraðs-
læknir á Selfossi
Labbaði upp fyrir veg
og settist á mosavaxna þúfu
—MAÐUR hefur gott af þessu,
ég er vanur að hlaupa, þó ekki f
svona brekkum. Þetta er bara
eins og góð æfing. Þetta sagði
Brynleifur Stefánsson, héraðs-
læknir á Selfossi, er við Morg-
unblaðsmenn hittum hann að
máli að hlaupinu loknu. Bryn-
leifur var einn af þeim, sem
kom Bláskógaskokkinu á lagg-
irnar fyrir þremur árum. —
Það er þó dálftið hættulegt fyr-
ir fólk að taka þátt f Bláskóga-
skokkinu án þess að æfa sig
eitthvað fyrir það. Þegar við
byrjuðum með þetta skokk, var
það gert með það f huga að fá
fólk til að koma út og hreyfa
sig.
Talsvert var um það, að fjöl-
skyldur hlypu saman. Sigurveg-
arinn f flokki kvenna 35 ára og
eldri, Lilja Þorleifsdóttir, hafði
til ^æmis tvo syni sfna með sér.
Unnu þeir báðir til silfurverð-
launa, en móðirin fékk bikar.
Júlfus Arnarson tók nú þátt f
hlaupinu f þriðja skiptið og
hafði með sér tvo syni sfna og
mága, eiginkonan ók á eftir
skokkurunum, svona til vonar
og vara ef einhver skyldi gefast
upp. Það kom þó ekki tii; allir
luku þeir kapparnir hlaupinu,
en virtust þó misjafnlega
þreyttir, þegar f markið kom.
Sá, sem tók þessu með hvað
mestri ró, var yngsti þátttak-
andinn, Arnar Júlfusson. Hann
hafði skokkið yfir heiðina f ró-
legheitum, en þegar hann sá
mannfjöldann við markíð leizt
honum greinilega ekki á blik-
una. f stað þess að hlaupa f
gegnum endamarkið á mikilli
ferð eins og flestir aðrir þátt-
takendur, labbaði hann upp
fyrir veg og settist þar á mosa-
vaxna þúfu. Þar sat hann góða
stund, eða þar til frændi hans
kom og sótti hann. Af hverju
gerði hann það? — Af þvf bara!
Júlfus sagðist hafa tekið þátt
f skokkinu f öil þrjú skiptin og
hefði nú bætt sig um samtals 20
mfnútur f skiptin þrjú. Tfmi
hans núna var klukkustund og
10 mfnútur. — Eigum vi3 ekki
að segja að ég verði innan við
klukkustund næst, — ég ætla
alla vega að reyna.
Við spurðum þá fimmenning-
ana, hvort þeir ætluðu ekki all-
ir að vera með næst. Þeir sögð-
ust reikna fastlega með þvf,
nema einn. — Ef maður nennir
þvf þá sagði hann.
Á þriðja hundrað manns skokkuðu
á sunnudaginn milli Þingvalla og
Laugarvatns. 70 ára aldursmunur
á yngsta og elzta keppandanum