Morgunblaðið - 16.07.1974, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI1974
Skarphéðinn Pétursson
prófastur í Bjarnanesi
Fæddur 11. október 1918
Dáinn 5. júlí 1974
SLYSFARIR eru það tíðar, að
þær eru flestum aðeins fréttir þar
til nærri heggur. — Leiðir okkar
Skarphéðins Péturssonar lágu
saman í Laugaskóla veturinn
1937—38. Hann NorðupÞingey-
ingur, ég Vestur-Húnvetningur.
Skarphéðinn var að vfsu ekki
reglulegur nemandi heldur las
undir leiðsögn skólastjórans,
Leifs Ásgeirssonar, fyrir gagn-
fræðapróf við Menntaskólann á
Akureyri. Skarphéðni kynntist ég
vel og e.t.v. mörgum öðrum betur,
enda vorum við herbergisfélagar
sfðari hluta vetrarins.
Skarphéðni þótti alltaf vænt
um veru sína á Laugaskóla og mat
skólastjórann mikils. Taldi hann
bæði menntunar- og uppeldislegt
veganesti, sem hann hlaut I
Laugaskóla, hafa verið haldgott
og ómetanlegt.
Skarphéðinn var um margt sér-
stæður persónuleiki og fór ekki
troðnar slóðir ef því var að skipta.
Hann var greindur vel og víðles-
inn. Lá við, að við öfunduðum
hann af hans miklu námshæfi-
leikum og stálminni. Hann las oft
allt annað en námsbækurnar,
þurfti ekki að líta nema lauslega
yfir þær sumar hverjar, þar sem
efni þeirra var honum kunnugt
frá öðrum bókum. Hann var því
strax á unga aldri óvenju fróður
um menn og málefni og þekkti vel
hvað var að gerast dagsdaglega og
það, sem heyrði sögunni til.
Skarphéðinn bjó yfir meiri við-
kvæmni en ætla mætti við fyrstu
sýn. Hann var hreinskilinn
tryggur, raungóður og hjálpfús og
kom það bezt fram, þegar mest á
reyndi.
Frá því leiðir okkar Skarp-
héðins skildu í Laugaskóla lágu
þær ekki saman að undanteknum
nokkrum vikum á Akureyri er
ég var að taka gagnfræða-
próf við M.A. og hann tók mig I
herbergi sitt. Hins vegar hitt-
umst við stöku sinnum á förn-
um vegi og þá oft með margra
ára millibili. Lífssögu hans kann
ég því ekki að rekja sem skyldi.
Hitt veit ég, að við kveðjum
mann, sem átti umbrotamikið
sálarlíf í leit að því, sem lífsgildi
hafði, og þótt margar gátur hafi
ekki verið leystar tókst honum að
finna svör við mörgum áleitnum
spurningum sínum, sem gerðu til-
veruna bjartari og Ieiðina
greiðara að þeim kjarna, sem
mölur og ryð fá ekki grandað.
Skarphéðinn var fæddur í
Reykjavík 11. okt 1918, sonur
hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur
frá Ásmundarstöðum á Sléttu og
Péturs Zóphóníassonar ættfræð-
ings.
Hann lauk stúdentprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1941. Fluttist suður og vann
á Póststofunni í Reykjavík
1943—59.
Hann las guðfræði við Háskóla
tslands og útskrifaðist árið 1959
og vígðist sama ár prestur að
Bjarnanesi í AustupSkaftafells-
sýslu. Var þar sóknarprestur og
síðar prófastur til dauðadags.
Skarphéðinn kvæntist 9. ágúst
1945 eftirlifandi konu sinni,
Sigurlaugu Guðjónsdóttur frá
Marðarnúpi 1 Vatnsdal og eignuð-
ust þau sjö börn.
Fjölskyldu Skarphéðins og
öðrum aðstandendum flyt ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Páll V. Danfelsson.
GÓÐUR vinur minn og félagi,
Skarphéðinn Pétursson prófastur
í Bjarnanesi, er látinn með voveif-
legum hætti. Langar mig að minn-
ast hans örfáum orðum. Séra
Skarphéðinn átti til góðra að
telja. Faðir hans var vinur minn
Pétur Zóphoníasson ættfræð-
ingur, sonur síra Zóphoníasar
Halldórssonar í viðvík og konu
hans Jóhönnu Jónsdóttur háyfir-
dómara Péturssonar. Eru þessar
ættir svo kunnar að eigi er þörf að
rekja nánar. Móðir Skarphéðins
var Guðrún Jónsdóttir frá
Ásmundarstöðum á Melrakka-
sléttú. Hún var látin áður en ég
kynntist þessari fjölskyldu en
öllum, sem hana þekktu, kemur
saman um, að hún hafi verið ein-
stök mannkostamanneskja. Ég
var um margra ára skeið heima-
gangur á heimili Péturs
Zophoníassonar vegna þess, að
við Gunngeir, sonur hans, vorum
bekkjarbræður í Menntaskólan-
um, en auk þess tengdi sameigin-
legur bridgeáhugi okkur mjög
saman á þessum árum og raunar
löngum síðar. Mér er sérstaklega
minnisstætt eitt kvöld þegar ég
kom heim til Gunngeirs og taldi
víst, að okkur mundi vanta fjórða
mann eins og stundum vildi koma
fyrir. Ég mun hafa lýst þessum
áhyggjum fyrir þeim feðgum, en
þá birtist hýrubros á andlitum
t
Móðir okkar
SIGURLÍN EINARSDÓTTIR.
Ásvallagötu 55,
lést I Landakotsspítala 13.7.
'74
Fyrir hönd barna og barnabarna,
Margrét Sigurðardóttir.
t
Litla dóttir okkar
FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR
sem lést 9. júll verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju I dag þriðju-
dag kl. 1.30.
Guðmundur Sveinsson
Sveinbjörg Karlsdóttir.
feðganna og þeir sögðu mér engar
áhyggjur að hafa þar eð Skarp-
héðinn sonur Péturs væri kominn
1 bæinn. Þetta var fyrsta spila-
kvöld okkar Skarphéðins en svo
sannarlega ekki það síðasta og
geymi ég í huga þakklátar minn-
ingar til minna gömlu félaga frá
þessum árum. En ástæðan til
þess, að ég hafði ekki séð Skarp-
héðinn fyrr en umrætt kvöld, var
sú, að hann var að nokkru leyti
alinn upp fyrir norðan hjá móður-
systur sinni og manni hennar,
varð stúdent frá Akureyrarskóla
og því ekki samtímis okkur hér
syðra fyrr en á háskólaárunum.
Námsbraut séra Skarphéðins
varð ekki óslitin eins og okkar
hinna, því að fljótlega eftir stúd-
entspróf gerðist hann póstmaður
hér 1 Reykjavík og vann þau störf
um langt árabil. Það var ekki fyrr
en á árunum 1955—1959, að hann
fór að stunda guðfræðinám og
leysti hann með sóma það erfiða
verkefni að ljúka Háskólanámi 1
þeim fræðum og stunda vinnuna
jafnframt.
Ég skal ekki segja hvað olli því,
að hann gerði svo langt hlé á námi
sínu en trúlega hafa fjárhags-
ástæður valdið þar einhverju um,
við vorum ekki allir ríkir á þess-
um árum. En hvað sem um það er,
er þó hitt víst, að ekki var það
hæfileikaskortur, sem þessu olli,
þvf að Skarphéðinn átti afar gott
með að læra og hafði raunar alveg
frábært minni, eins og títt er um
ýmsa ættmenn hans bæði fyrr og
síðar.
Eftir að séra Skarphéðinn flutt-
ist austur að Bjarnanesi fór fund-
um okkar fækkandi, en jafnan
var hátfð í bæ þegar hann kom f
heimsókn og eins átti ég því láni
að fagna að heimsækja þau hjón f
Bjarnanesi og njóta frábærrar
gestrisni þeirra.
Ekki verður séra Skarphéðins
svo minnst að eigi sé getið konu
hans frú Sigurlaugar Guðjóns-
dóttur. Þau giftust ung og stóðu
saman í blíðu og stríðu. Er mér
kunnugt um, að hún hvatti hann
mjög til að ljúka háskólanámi og
studdi hann með ráðum og dáð í
því efni. Mun oft hafa þurft að
halda vel á þau árin því að börnin
urðu fljótlega mörg og póst-
mannslaunin ekki ýkja há. Fyrír
þetta erum við allir vinir séra
Skarphéðins Sigurlaugu ævar-
andi þakklátir.
Þau hjónin eignuðust 7 börn,
sem öll eru hin mannvænlegustu
og hafa erft kosti foreldranna í
ríkum mæli.
Um störf séra Skarphéðins sem
sóknarprests verða aðrir méí
kunnugri að dæma en óhætt mun
þó að fullyrða, að hann var vin-
sæll austur þar.
Mér er tregt tungu að hræra
þegar svona áfall kemur fyrir. Ég
sakna góðs drengs og félaga og
bið blessunar og styrks til handa
ekkjunni, börnunum, tengda-
börnum og barnabörnum, fjöl-
skyldunni allri, vinum og velunn-
urum.
Guð blessi minningu séra
Skarphéðins Péturssonar.
Einar Ágústsson.
Við andlát séra Skarphéðins
Péturssonar erum við enn þá einu
sinni minnt á, að „bilið er mjótt
milli blíðu og éls“ Hart og óvænt
greiddi dauðinn höggið, svo ekki
þurfti um að binda. Við stöndum
eftir agndofa og hrelld. En það
þýðir ekki að deila við dómarann,
Skarphéðinn er dáinn, og það er
að honum mikil eftirsjá.
Þessum línum er ekki ætlað að
vera eiginleg eftirmæli né æfi-
ágrip, heldur fáein kveðju- og
þakkarorð til manns, sem vildi
svo til að ég tengdist og reyndi
aldrei að öðru en drengskap og
hjarthlýju þau ár, sem við þekkt-
umst.
Samfundir okkar voru að vfsu
stuttir og stopulir, þótt óftast nær
gæfi hann sér tíma til að koma við
hjá mér, þegar hann átti leið um
hér, og bar þá margt á góma.
Stundum fór hann svo hátt og vítt
á fluginu, að það greip mig óþolin-
mæði, og ég bað hann halda orð-
ræðunni í ofurlítið fastari skorð-
um, svo ég, vesöl manneskjan af
„Mörtu kyni“ gæti fylgst með.
Hann fór nefnilega ekki alltaf
troðnar slóðir, hann séra Skarp-
héðinn. En alltaf þótti mér vænt
um að sjá hann, fannst hann
girnilegur til fróðleiks og hugsaði
oft, að ég þyrfti að gefa mér meiri
og betri tíma til að tala við hann
næst. — En hvenær í ósköpunum
ættum við að leyfa okkur að tala
um „næst“. Augnablikið, sem við
lifum, er aleiga okkar f tfmanleg-
um skilningi — og nú hefi ég ekki
tækifæri til að kynnast séra
Skarphéðni betur.
Samt sem áður tel ég mig hafa
þekkt hann það vel, að ég get
fullyrt, að hann var tryggðatröll,
hjálpsamur og vinfastur, og á bak
við glens og stundum hálfkæring
greindi ég mann næmra tilfinn-
inga, og mann, sem að mfnu áliti
hafði ekki glatað sínu barnshjarta
— og það er mikil gæfa.
Skelfing finnst mér sárt, að
hann fékk ekki að lifa lengur.
Hann bar lffsþorstann í brjósti
sér — og hafði svo mikið að lifa
fyrir. Vegna lítt viðráðanlegra
orsaka get ég ekki fylgt Skarp-
héðni til grafar og fellur það
sannarlega illa. En úr fjarlægð
sendi ég öllum þeim, sem hann
unni og unnu honum, einlægar
samúðarkveðjur og bið þess, að
þeim veitist styrkur nú og í fram
tíðinni til að bera þennan sára og
óvænta missi.
Og að endingu þakka ég kynnin
og ég þakka fyrir, hve hann var
dóttur minni góður og skilnings-
ríkur tengdafaðir. Ég þakka
ástrfkið á sonardótturinni litlu,
sem hann fór með í sfðasta ferða-
lagið og er ein til frásagna um
síðasta spölinn á lffshlaupi þínu.
Forsjóninni þakka ég þá mildi,
að hún fékk að lifa áfram hjá
okkur. Hún mun áreiðanlega
aldrei gleyma afa í Bjarnarnesi.
Friður sé með þér Skarphéðinn.
Lára Gunnarsdóttir.
Kveðja frá Póstmannafélagi Is-
lands.
Séra Skarðhéðinn Pétursson
hóf störf f póstþjónustunni í
Reykjavfk árið 1943, þar sem
hann starfaði sem póstafgreiðslu-
maður og var póstfulltrúi frá ár-
inu 1958, uns hann lét af störfum
árið 1959 og vígðist til prests í
Bjarnanesprestakalli.
Skarphéðinn vann mikið að fé-
lagsmálum póstmanna og var for-
maður Póstmannafélags Islands
1955—1956. Meðal annars mætti
hann á norrænni póstmannaráð-
stefnu f Ösló 1955 sem fulltrúi
íslehskra póstmanna. Hann var
vel að sér í Norðurlandamálum og
vakti óskerta athygli margra ráð-
stefnumanna, og varð hann þeim
mjög minnistæður og ekki síst
sökum þess, að þeir fréttu sfðar,
að hann væri orðinn prestur á
Islandi. Þeir minntust hans oft
sem fslenska póstprestsins.
Skarphéðinn var sérstaklega
góður félagi, tryggur og sannur f
S. Helgason hf. S7EINIDJA
Clnholti 4 Slmar 74677 og U254
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ARON I. GUÐMUNDSSON
skipstjóri,
Þórsgötu 2,
Reykjavfk,
andaðist á Landspitalanum 14. júll
Ingveldur Pálsdóttir,
Guðmundur Aronsson
Páll Aronsson,
Ragnhildur Aronsdóttir,
Óli Már Aronsson,
og bamabörn
t
Maðurinn minn, faðir okkar og frændi,
ÞORVALDUR EINARSSON,
bakari, Laugamesvegi 56
lést I Landakotsspitala aðfaranótt 1 3. júli.
Gunnhildur Gestsdóttir, Einar Þorvaldsson.
Elfn Melsted. SigurBur Valur Þorvaldsson.
.......... .....■■■■...... —
t
Maðurinn minn
GUÐBRANDUR MAGNÚSSON
lést 13 þ m.
Matthildur Kjartansdóttir
og vandamenn
Faðir okkar t
andaðist í SKARPHÉÐINN NJÁLSSON, Meðalholti 13, Reykjavfk. Landspitalanum, sunnudaginn 14 júlí Fyrir hönd
aðstandenda Sigrún Skarphéðinsdóttir, Vilberg Skarphéðinsson.
t
Eiginmaður minn
PÉTUR AÐALSTEINSSON,
stöðvarstjóri. SkeiSarvogi 101,
verður jarðsettur frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. júlí kl. 1 3 30.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Dagmar Helgadóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður og ömmu
KRISTÍNAR SIGUROARDÓTTUR
Vatnsleysu.
Sérstakar þakkirfærum við Kvenfélagi Biskupstungna.
Erlendur Bjömsson, börn,
tengdabörn og bamabörn.
Inga Einarsdóttir.
Haukur Leósson,
Kristfn Gunnarsdóttir