Morgunblaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULÍ 1974
27
vináttu sinni og ræktarsemi. Eftir
að hann gerðist prestur austur í
Hornafirði, hélt hann nánum sam-
skiptum við gamla félaga í póst-
þjónustunni. Hann kom ávallt, er
hann var á ferð f höfuðborginni, í
pósthúsið og ræddi við póstmenn
um vandamál þeirra og fleira er
máli skipti.
A síðastliðnu vori voru nokkrir
póstmenn á ferð austur í Horna-
firði, og frétti hann af þvf. Brá
hann skjótt við og kom til móts
við þá, þrátt fyrir það, að hann
væri störfum hlaðinn. Við áttum
með honum ánægjulega stund í
þetta sinn, og lék hann á als oddi
eins og venjulega á góðra vina
fundi. Þegar ég kvaddi hann, lét
ég það í ljós, að vegna sérstakra
ástæðna myndi ég og fleiri póst-
menn koma oft á næstunni austur
í Homafjörð. Skarphéðinn tók
þessu vel, en um leið og hann
kvaddi mig, sagði hann, að það
væri ekki víst, að við sæjumst
aftur.
Okkur setti hljóða, þegar við
fréttum um hið sviplega slys 5.
júlí austur í Hornafirði. Á slfkri
stund getur enginn skilið hin
sviplegu atvik, er ráða oft svo
miklu í mannlegum heimi. En
minningin um góðan dreng,
góðan félaga, mun lifa og verða
okkur mikils virði. Á kveðju-
stund, er kemur alltof fljótt —
alltof óvænt, flytjum við konu
hans, Sigurlaugu Guðjónsdóttur,
börnum þeirra og barnabörnum
fyllstu samúð, og vonum, að þau
öðlist styrk og þrótt í sorg og
raunum. Við minnumst Skarphéð-
ins sem góðs félaga og tryggs
vinar. Blessuð sé minning hans.
Fyrir hönd
Póstmannafélags Islands,
Reynir Armannsson.
Þar sem sr. Skarphéðinn var
ráðinn prófdómari að Gagnfræða-
skólanum á Höfn í Hornafirði
veturinn 1973—74, og ég undirrit-
aður starfaði sem kennari við
sama skóla, lá það í hlutarins eðli
að við ættum eftir að starfa
saman áður en skólaári lyki.
Þrátt fyrir tiltölulega stutta
samvinnu og fremur fátækleg
kynni, verður sr. Skarphéðinn
mér ávallt eftirminnilegur maður
sakir fádæma eiginleika hans,
sem voru m. a. fólgnir í miklum
fróðleik og hve víðreist hann
hafði gert á sviði bókmennta.
Ekki vil ég taka svo djúpt í árinni
að segja hann hafa vitað „allt
milli himins og jarðar", en fróður
var hann mjög, því neitar enginn,
sem þekkti til.
Eitt sinn hafði ég gefið sr.
Skarphéðni vilyrði fyrir bók, sem
ég átti fyrir sunnan, en það síðan
dregist úr hömlu að nálgast hana.
Þetta lét sr. Skarphéðinn sér ekki
lynda, heldur stikaði á eftir mér
einsog ástsjúkur kvenmaður auk
þess sem hann jós yfir mig háð-
yrðum, þar til bókin var hans. —
Já, svo mikil var forvitni og fróð-
leiksfýsn sr. Skarphéðins, að
kalla mátti hann hnýsinn á köfl-
um.
Ótalinn er sá þáttur í persónu-
leika sr. Skarphéðins, sem mér
finnst einna eftirtektarverðastur,
en það var hreinskilni hans. Hann
var ekki með neina tæpitungu né
væmnis- eða hræsnistón þegar
skoðanir hans og álit á mönnum
eða málefnum voru annars vegar.
Þetta kom við kaunin á mörgum
hverjum og skapaði honum óvin-
sældir sumra, en ekki er mér ör-
grannt um, að hann hafi vorkennt
þeim, sem ekki þoldu stungu
sannleikans; Já, það er nú það.
Það er sárt að sjá á bak slíkum
manni, sem sr. Skarphéðinn var,
því auk þess að vera sterkur per-
sónuleiki, var hann sem talandi
alfræðiorðabók, og þær eru jú
ekki margar.
Ég kveð Skarphéðinn að lokum
og vona, að þekking hans fái notið
sín á áfangastað.
Pétur Emil AIs Emilsson.
Bæjarstjórn Grindavíkur
Þessi mynd var tekin á fyrsta bæjarstjórnarfundinum f Grindavfk, en
sem kunnugt er hlaut Grindavfk kaupstaðarréttindi f vor. Meirihlut-
ann skipa bæjarfulltrúar Framsóknar- og Alþýðuflokks, en bæjar-
stjóri er Eirfkur Alexandersson. Er hann á myndinni. Ljósm. óh.þ.
OMIVIDMINLS IOLt:n4AHM OMIVI VII'IINUrCLrtVjH
Varahlutaverslun
HÖFÐABAKKA 9. SÍMAR 84710 og 84245.
Varahluta-
þjónusta GM bíla
er nú öll
á sama stað
í Höfðabakka 9 er nú
samankomin á einn stað
varahlutaverslun fyrir
" General Motors bíla.
OPEL CHEVROLET
VAUXHALL BUICK
BEDFORD GMC
Sími 84710 Sími 84245
HÖFÐABAKKI 9 |r
Varahlutaverslun i
Sambandsins
VESTURLANDSVEGUR
Hammond Orgel
Til sölu ásamt Hammond Lesley 100 watt.
Hagstætt verð. Uppl. í síma 35753 frá 7—9.
VÉLSKÓLI ÍSLANDS
SJÓMANNASKÓLANUM
Veturinn 1974—1975
verða starfræktar
eftirtaldar deildir:
í Reykjavík 1., 2., 3. og 4 stig.
Á Akureyri: 1. og 2 stig.
Á ísafirði: 1. og 2 stig.
í Vestmannaeyjum: 1 stig.
í ráði er að stofna deildir á Höfn í Hornafirði og í
Ólafsvík, er veiti þá fræðslu, sem þarf til að
Ijúka 1. stigi vélstjóranáms, ef næg þátttaka
fæst.
Inntökuskilyrði:
1 stig:
a) Umsækjandi hafi náð 1 7 ára aldri.
b) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúk-
dómi eða hafi líkamsgalla, sem geti orðið
honum til tálmunar við starf hans.
c) Umsækjandi kunni sund.
2. stig:
a) Umsækjandi hafi náð 1 8 ára aldri.
b) Umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi eða
hlotið hliðstæða menntun.
c) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúk-
dómi eða hafi líkamsgalla, sem geti orðið
honum til tálmunar við starf hans.
d) Umsækjandi kunni sund.
e) Umsækjandi hafi eitt af þrennu:
e) Umsækjandi hafi eitt af þrennu:
e 1) lokið vélstjóranámi 1. stigs,
e2) öðlast a.m.k. tveggja ára reynslu í meðferð
véla eða vélaviðgerðum og staðist sérstakt
inntökupróf við skólann, eða
e3) lokið eins vetrar námi í verknámsskóla
iðnaðar í málmiðnaðargreinum og hlotið a.m.k.
6 mánaða reynslu á auki í meðferð véla eða
vélaviðgerðum og ennfremur staðist sérstakt
inntökupróf við skólann.
Umsóknir:
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu skólans í
Sjómannaskólanum, hjá húsverði Sjómanna-
skólans, hjá Vélstjórafélagi Islands,
Bárugötu 11, í Sparisjóði vélstjóra,
Hátúni 4A og hjá forstöðumönnum deildanna.
Umsóknir um skólavist í Reykjavík, á Höfn í
Hornafirði og í Ólafsvík sendist til Vélskóla
íslands, pósthólf 5134, Reykjavík.
Umsóknir um skólavist á Akureyri sendist til
Björns Kristinssonar, pósthólf 544, Akureyri.
Umsóknir um skólavíst á ísafirði sendist til
Aage Steinssonar, Seljalandsvegi 16, ísafirði.
Umsóknir um skólavist í Vestmannaeyjum
sendist til Kristjáns Jóhannessonar, pósthólf
224, Vestmannaeyjum.
Umsóknir nýrra nemenda verða að hafa borist
fyrir 1. ágúst.
Skólinn verður settur mánudaginn 16. septem-
berkl. 14.00.
Kennsla hefst miðvikudaginn 1 8. september kl.
10.00.
Endurtökupróf
fyrir þá, sem ekki náðu tilskilinni einkunn eða
náðu ekki framhaldseinkunn, fara fram
9. —12. september.
Sækja þarf um þessi próf á sérstökum eyðu-
blöðum.
Skólastjóri.