Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 33

Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974 33 BRÚÐURIN SEM HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir man til að forðast fraukurnar tvær. En tfmi vannst ekki til um- hugsunar, þær voru komnar á vettvang. Engum gat dottið í hug, sem sá þessar konur, að þær væru af ríkustu og einni merkustu ætt bæjarins. Olivia var feit og klædd í stðrrósóttan kjðl, níðþröngan, svo að keppirnir hoppuðu og skoppuðu þegar hún hreyfði sig. Systir hennar Livia var alger and- stæða hennar í útliti, mögur og skorpin. I fataskápnum sínum hafði hún fundið hatt, sem að líkindum var frá síðustu öld og lá við að Dina ræki upp hlátur, þegar hún sá útganginn. Þær voru báðar að sálast úr forvitni og eins og venjulega töluðu þær báðar í einu. — Nei, góðan daginn, góðan daginn, elsku Dina min. Hvernig líður foreldrum þínum? — Eru þau enn á ítalíu? Æ, hvað það var leiðinlegt! — Þetta verður nú meira brúð- kaupið! Já, og veiztu við höfum fengið aðgöngumiða í kirkjuna. Elskan hún Anneli sendi þá. Það er nú hugsunarsamt af henni, þó svo að við eigum það náttúrlega skilið, það er nú líklegt. Hún er nú búin að vinna svo lengi á skrif- stofunni hjá okkur... — Oliva meinar auðvitað, að hún hefur unnið svo lengi á skrif- stofunni hans bróður okkar. Við höfum sannarlega engin afskipti af fyrirtæki Sebastians, nei, við getum víst ekki státað okkur af því, en auðvitað var elskulegt af Strömhjónunum og Anneli að muna eftir okkur á þessum merkisdegi... Það er víst að koma skúr, sagði Dina með vonarhljóm í röddinni. — Kannski sé bezt.. .. Ja, nú þykir mér týra! Þá verður þú að passa upp á hattinn þinn Livia, en við getum farið þarna inn í portið og staðið þar á meðan. Þetta er sjálfsagt bara stuttur skúr, eins og kom í gær. Og veiztu, það var nú meiri skúrinn, hann lamdi allar lúpínurnar okkar niður og þó stóð hann ekki yfir í nema fimm eða sex mínútur. Dina spennti kurteislega upp regnhlífina sína og brosti til þeirra, en hún reyndi að standa þannig, að hún gæti fylgzt með dyrunum á blómaverzluninni og sem nú rigningin steyptist niður horfði hún óþolinmóð í áttina þangað. Ætlaði Anneli þá ekki að koma þaðan út aftur? Og var ekki nokkur vinnandi vegur að fá þessar kerlingar til að hætta að masa.. — Og, hugsið ykkur, hvað hún verður falleg í brúðarskartinu! Það er hún frú Persson, sem saumar kjólinn og ég get bara sagt ykkur það, að hann verður alveg draumur, enda ekki að furða, það eru hvorki meira né minna en átján metrar af efni í pilsinu.... — 0, er það ekki sorglegt, að Hammar læknir skyldi ekki fá að lifa þennan dag! Livia hristi döpur höfuðið, svo að hatturinn flaksaðist til. — Það er ekki svo að skilja, hún gat bókstaflega ekki fengið betri stjúpföður og ég segi nú bara hreint út, það veitti ekki af. Grete Hammar hefur alltaf verið dálítið sérkennileg og varla getað séð um sig, hvað þá telpukomið. Og ég er viss um það verður glæsileg sjön þegar hann leiðir hana inn kirkjugólfið.... Æ, já hugsið ykkur, hvað þetta allt ’ er skemmtilegt! Olivia klappaði saman feitum lófunum. — Og það má nú aldeilis sjá á honum Jóakim, að móðir hans er af ensku aðalsfólki komin ... — Ég var að tala um Egon Ström, sagði Livia fýlulega. — Hann á auðvitað sem stjúpfaðir að leiða Anneli upp að altarinu. — En þar tekur svo brúð- guminn við, híhí! tísti Oliva. — Hugsið ykkur, þegar hann tekur einglyrnið sitt fram og setur það við augað, þá finnst mér hann minna mig.......já, geturðu ekki giskað á það, Dina? Hún beygði sig fram og hvíslaði spurningunni aftur að Dinu. Og Dina vissi eins og allir aðrir í Skógum um hina leyndu ást Oliviu Petrén. Og hún ákvað að vera nú einu sinni þægileg við hana. — Já... .bíddu nú við, hvíslaði hún á móti, það skyldi þó ekki vera að hann líktist honum f sjón- varpinu ... Peter Wimsey lá- varði ... Olivia kinkaði íbyggin kolli og enn sælli varð hún þegar Jóakim birtist nú við tóbaks- verzlunina á horninu. Hann virtist vera að flýta sér, en hann gaf sér þó tima til að kasta kveðju á litla hópinn í portinu. Dina Richardsson horfði hugsandi á hann og komst að sömu niðurstöðu og jafnan áður, i það hálfa ár, sem hún hafði þekkt hann, að innst inni vissi hún ekki, hvernig henni líkaði við Jóakim Kruse. Hann var sæmilega myndar- legur maður. Kannski í það grennsta. Rauðleitur blær á hárinu og auk þess var það klippt á þann hátt, sem verið hafði í tízku nú síðustu árin og fór vel á ungum piltum, en varla manni, sem var orðinn hálffertugur. Hann var klæddur i ljósgrá föt, sem fóru honum vel og sama máli gegndi um vestið röndótta. Þetta var allt mjög þokkalegt. Hann virtist öruggur með sig og sann- færður um eigin gjörvuleika. Samt er hann dálftið hlægi- legur, hugsaði Dina. — Sjá nú til dæmis hvernig hann viðrar sig upp við þessar fúlu kerlingar með því að kyssa þær á kinnina. Stundum hvarflar að mér, að hann sé ekki.. .ekki alveg eins og fólk er flest... og þó . .. og þó. — Jú, svaraði hún spurningu Jóakims. — Hún er inni i blóma- búðinni. Ég held hún verði fegin ef þú ferð inn og sækir hana. Hún hlýtur að vera orðin dauðleið. Hann hneigði sig hoffmannlega og gekk síðan rakleitt að blóma- verzluninni og opnaði dyrnar. Þær heyrðu dyrabjölluna klingja um leið og hann hratt upp hurð- inni og svo hvarf hann inn. Og svo hætti að rigna jafn skyndilega og það hafði byrjað. Livia Petrén kvaddi i skyndingu og skundaði í áttina að torginu. Olivia, sem hefði kosið að standa kyrr og fjalla nánar um Jóakim VELA/AKAIMDI Velvakandi svarar ! síma 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. # Á malbikinu öskubuskur og rauðsokkur voru á dagskrá hér í dálkunum í fyrradag og nú er röðin komin að hvittoppunum. Velvakanda finnst ástæða til að lyfta til þeirra hatti og óska lögreglukonum númer 151 og 152 alls hins bezta í starfi. Hinn spánýi kvenleggur lögregl- unnar á lof skilið fyrir skörungs- skapinn. Konur hafa að vísu unnið hjá lögreglunni um alllangt skeið, en aldrei fyrr I hinni einu og sönnu götulögreglu, fram- varðasveitunum, sem plægja krapann á veturna og þramma sólbakað malbikið í breiskjunni á sumrin. Ungar konur þurfa eflaust að vera gæddar talsverðum kjarki og lofsverðri einurð til þess að klæð- ast lögreglubúningi og taka sér stöðu í svartklæddu fylkingunni, sem hefur hingað til verið harð- læstur kastali fílefldra karl- manna. íslendingar hafa gaman af því að telja sjálfum sér trú um, að þeir séu frjálslyndari og hleypidómalausari en gengur og gerist, en reynast samt stundum hálfgerðar kerlingar, þegar á hólminn er komið. Þeir gapa líka eins og pursar þá þeir sjá eitthvað nýtt. # Ekki eftir máli Staðgengill Velvakanda, sem þessar lfnur skrifar, sá báða pilsdáta lögreglunnar á kjördag hinum síðari: önnur var á þönum við Austurbæjarskólann, hin var ásamt með nokkrum starfsbræðr- um sínum við skyldustörf vestur við Melaskóla. Það hvarflar óneitanlega að manni, að það sé einhver munur að vera handtek- inn núna eða I gamla daga. I gamla daga voru lögregluþjónar ráðnir eftir lengdinni og fóru um það bil tveir í meðal sfmastaur. Það var líka sagt, að þeir væru fremur valdir eftir kröftunum, sem þeir bæru í kögglunum, held- ur en eftir vitinu, sem þeir hefðu f kollinum; en það kann að hafa verið rógur. Til þess þurfti bæði kjark og einurð, en þær ruddu brautina (Sjá: A malbikinu). Nú skilst manni, að málbandið sé komið ofan f skúffu og afl- raunamennirnir séu ekki sjálf- kjörnir lengur. Það er líka ein- hvern veginn snotrara yfirbragð yfir löggunni núna en var um árið, nema samvizka manns hafi bara eitthvað skánað með aldrin- um. # Hengingarólin Pólitíið varð líka snöjjgtum manneskjulegra, þegar búningn- um var breytt: það var óttalegt að sjá þessa saklausu menn með þennan beinharða biksvarta flibbakraga um hálsinn, sem minnti á sparibúna hengingaról. Líklega væri engin kvenlögga komin á strætin enn í dag ef skot- heldu tindátatreyjunni hefði verið haldið til streitu. Og þó? Svona búning voru brezku lögreglukonurnar látnar fara f, þegar þær byrjuðu að vinna í götulögreglu Bretans f fyrndinni: þær gengu til starfa í svörtum stakki níðhnepptum upp f kverk og meira að segja með þennan hraksmánarlega hákrýnda hjálm, sem er liklega eitt furðulegasta höfuðfatið sem Tjallinn hefur enn fundið upp, og er hann smáskrítinn. Nú eru þær brezku aftur á móti komnar í langtum reffilegri búning og sumar eru komnar á mótorhjól eða undir stýrið á lögreglubílum, og þykir ekki umtalsvert. Það sama er að segja um bandarískar starfssystur þeirra til dæmis, eftir fréttamyndum að dæma. Það tók okkur tslendinga sem sagt næstum hálfa öld að læra að ganga í takt við nágranna okkar i lögreglumálum. Það var því ekki lítið spor, sem nýju lögreglukonurnar stigu, þegar þær þrömmuðu út í sól- skinið á kjördegi hinum siðari ’74. # Svelgur Hlerað á smurstöð um eitt af þessum bandarfsku ferlíkjum með hjólbarða á stærð við loftbelg og tvöfalt vélarafl umfram mann- Iega þörf: „Hann kemst fram úr öllu nema bensfnstöðvum." # Frétta-auki Tveir menn drukknuðu fyrir skemmstu f Englandi með vægast sagtóvenjulegum hætti. Þeir voru meðlimir í sértrúar- flokki, sem trúði því meðal ann- ars eins og nýju neti, að sann- trúaðir gætu leikið það eftir Frelsaranum að ganga á vatni. Tveimur tilraunum i þá átt lyktaði sem sagt sem fyrr er sagt. Um svipað leyti var meistari safnaðarins tekinn fastur, þegar það vitnaðist, að hann hafði gleymt að tilkynna yfirvöldum um lát konunnar sinnar. Hún stóð uppi á heimili þeirra hjóna — þar sem nokkrar frómar sálir með eiginmanninn f farar- broddi biðu með óþreyju upprisu hennar. # Viðbót I framhaldi af umræðunum, sem hér fóru fram á dögunum um birtingu á nöfnum afbrotamanna, er kannski rétt að láta þess getið, að Morgunblaðið fylgir yfirleitt þeirri reglu að birta nöfn manna, þegar dómar hafa fallið í máli þeirra. — Skátabókin Framhald af bls. 11 steina og loks með þvf að athuga hverlfinguna miklu, himininn, með öllum tilbrigðum sínum f skýjafari og ljósadýrð. Þessum himni í þrotlausum fjölbreytileik sínum lýsa þeir Hlynur Sigtryggs- son veðurstofustjóri og dr. Þor- steinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur, báðir með ágætum skýr- ingarmyndum. Þá ritar Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðherra ágæta grein um útivist; inn i hana eru felldar 16 litmyndir eftir ýmsa myndasmiði af fögrum stöðum í íslenzku landslagi, en í heild eru nál. 900 teikningar og ljósmyndir í bókinni, þ.ám. um 50 litmyndir og er þetta mikill og góður efnis- auki. Auðskilið er, að slík útgáfa kostar mikiðfé. Ytri frágangur Skátabókar er vandaður, pappír og prentun mjög góð og fingraför prentvillu- árans sjást ekki víðar en svo, að meinlaust má kalla. Bókin er í alla staði hin eigulegasta, flytur boðskap, sem á erindi út fyrir raðir skáta, og því mun gjör- hugull lesandi hafa af henni bæði ánægju og fróðleik. Hafi Banda- lag íslenzkrar skáta þökk fyrir stórhug sinn og myndarlegt fram- tak. Matthfas Jónasson. STIGAHLIÐ 45-47 SIMI 35645 folaldabuff folaldagúllas folaldahakk folaldakarbonade folaldabjúgu saltað folaldakjöt reykt folaldakjöt Úrvals kjötvörur alveg eins og þér viljið hafa þær. fflmii! JIlúV0imbInbit> MARGFALDAR Jllúrðunblnbib MARGFALDAR ffllBim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.