Morgunblaðið - 16.07.1974, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974
35
Mynd þessi var tekin f Ijmuiden f Hollandi f gær, þar sem brezka
skipið Tópaz beið eftir þvf að taka við farmi geislavirkra úrgangsefna
frð Sviss, sem það á að flytja til sjávar um 900 mflur suðvestur af
Plymouth.
Hveitisamninguriim
við Rússa undirmál?
Austin, Texas, 15. júl^AP
JOHN White, búnaðarmálastjóri
f Texas sagði um helgina, að emb-
Salyut -3
Moskvu, 15. júll AP
TASS fréttastofan upplýsir f dag,
að komið hafi tii greina að binda
enda á dvöl sovézku geimfaranna
f geimstöðinni Salyut-3 fyrr en til
stóð, sökum óvæntra sólarglampa
og of mikillar geislahættu. Voru
nokkrir sérfræðinganna, sem
vinna að þessari tilraun, þeirrar
skoðunar, að þegar f stað ætti að
kalla geimfarana heim, en aðrir
voru á öndverðum meiði og varð
álit þeirra ofan á. Segir frétta-
stofan, að vfsindamenn og læknar
taki þessu með ró og geimferðin
haldi áfram.
Að sögn Tass byrjuðu þessir
óvæntu sólarglampar að gera vart
við sig þegar 4. júlí sl., daginn
eftir að geimfari þeirra Pavels
Popovich og Yuris Artyukhins
var skotið á loft. Stóðu þeir síðan
yfir I fjóra sólarhringa. Þeir hafa
I engu truflað starfsemi geim-
faranna, að sögn fréttastofunnar,
en mundu hafa valdið of mikilli
geislun, ef geimfarið hefði verið á
öðrum stað en það er.
Um helgina bárust einnig þær
fréttir frá Moskvu, að málgagn
sovézku verkalýðssamtakanna,
,,Trud“, hefði upplýst, að sl.
laugardag hafi annar
geimfaranna, Artyukhin, kastast
út í einn vegg geimstöðvarinnar
eftir að vifta um borð í henni
bilaði. • • •
Flugvélin flutt
til Reykjavíkur
MBL. HAFÐI f gær samband við
Loftferðaeftirlitið og spurðist fyr-
ir um hvort orsakir flugslyssins
við Bíldudal á fimmtudag í fyrri
viku væru kunnar. Fékk blaðið
þær upplýsingar, að flugvélin
yrði flutt til Reykjavíkur á næstu
dögum og rannsökuð nánar. Fyrr
yrði ekkert hægt að segja um
hugsanlegar orsakir slyssins.
Loftferðaeftirlitið taldi, að vélin
væri gjörónýt.
Sótti konu
í barnsnauð
Klukkan 15 f gær var spurzt
fyrir um það hjá Flugstöðinni hf.
f Reykjavfk hvort flugvél frá stöð-
inni gæti sótt konu f barnsnauð
til Stykkishólms. Þurfti konan að
fæða löngu fyrir tfmann, og þótti
læknum ráðlegast að senda hana
til Reykjavfkur.
Flugvélin var komin í loftið
innan 5 mfnútna, og til Stykkis-
hólms kom hún rúmlega 15.30. Til
Reykjavíkur var hún komin
klukkan 16.10. Tókst flugferðin í
alla staði vel, og var konan flutt á
fæðingardeild Landspftalans.
Ljósmóðir fylgdi konunni frá
Stykkishólmi. Flugmaður var
Þorgeir Magnússon.
ættismenn stjórnarinnar f Wash-
ington hefðu sagt sér f einkavið-
ræðu, að hinn svokallaði rúss-
neski hveitisamningur“ hefði ver-
ið hluti af þvf verði, sem Banda-
rfkin urðu að gjalda til að fá
Sovétrfkin til að taka þátt f að
binda endi á Vfetnam-styrjöldina.
White sagði þetta f sjónvarpsvið-
tali nú um helgina. Hann er
demókrati og hefur verið búnað-
armálastjóri f rösk 20 ár og sækir
um endurkjör á tveggja ára
fresti. Næstu kosningar um starf
hans fara fram sfðar f sumar.
White sagði, að hveitið hefði
verið selt til Sovétríkjanna þegar
það hefði hreint ekki verið sér-
lega f þágu Bandarfkjanna og skil-
yrðin hefðu alls ekki verið þeim
nógu hagstæð. „Við seldum þeim
ekki. Við lánuðum þeim fé til að
greiða hveitið og þeir keyptu það
á laun gegnum einkafélög, m.a. í
Texas, Oklahoma og Kansas."
Bætti hann sfðan við þeim stað-
hæfingum, sem fram eru settar í
upphafi, að þetta hefði verið gert
til að Sovétmenn beittu áhrifum
sfnum við Norður-Vfetnama til að
Ieiða Víetnamstyrjöldina til lykta.
— Makarios
Framhald af bls. 1
ingu til að halda uppi lögum og
reglu f landinu og koma f veg
fyrir borgarastyrjöld. Sagði út-
varpið, að liðið hefði öll völd f
landinu, en fréttir víða annars
staðar frá, meðal annars frá
útvarpsstöð brezkra hersveita á
Kýpur, bentu til þess, að barizt
væri af hörku á ýmsum stöðum í
landinu, þar á meðal f Nikosiu,
Famagusta, Limasol og Larnaca.
Skriðdrekar voru sagðir um-
kringja flugvöllinn og forsetahöll-
ina og var talið, að varaliðssveitir
lögreglunnar, sem Makarios setti
á laggirnar, hefðu veitt öfluga
mótspyrnu. Af hálfu þjóðvarð-
lisins var hins vegar sagt, að allt
lögreglulið landsins hefði verið
handtekið og skipt um yfirmenn
þar.
Hinn nýi forseti Kýpur, sem
þjóðvarðliðið hefur sett til valda,
heitir Nicholas Sampson, grísk-
ættaður Kýpurbúi, sem stundaði
neðanjarðarstarfsemi gegn Bret-
um á dögum sjálfstæðisbaráttu
Kýpurbúa, þá ungur fréttamaður.
Hann er nú 39 ára og ritstjóri
blaðsins Machi — (Barátta) f
Nikosiu. Hann er félagi í EOKA,
sem er hernaðarhreyfing sam-
takanna ENOSIS, er berst fyrir
sameiningu við Grikkland og
ákafur fylgismaður þess, að Kýp-
ur sameinist Grikklandi.
Sampson flutti útvarpsávarp í
dag og sagði þar, að bylting þessi
hefði verið óhjákvæmileg vegna
atburða sfðustu daga og vikna.
Hét hann þvf, að kosningar
skyldu fara fram í landinu innan
árs. Hann sagði, að haldið yrði við
hlutleysi Kýpur og samvinnu við
allar þjóðir.
Eiðtöku Sampsons f dag
annaðist biskup, sem Makarios
setti af stóli fyrir skömmu,
Gennadios að nafni.
HERIR TYRKLANDS OG
GRIKKLANDS VIÐBÚN-
IR
Vandlega er fylgzt með því, sem
gerist á Kýpur, bæði f Grikklandi
og Tyrklandi, þar sem herir
beggja hafa fengið fyrirskipun
um að vera við öllu búnir. Bulent
Ecavit, forsætisráðherra Tyrk-
lands, hætti við ferð sína um
suðurhluta landsins til þess að
taka þátt í skyndifundi stjórnar-
innar og fylgjast með þróun mála
á Kýpur. Hann lýsti því yfir í
útvarpi í dag, að tyrkneska stjórn-
in mundi standa vörð um hags-
muni minnihlutans á Kýpur
(tyrkneskir menn eru þar 150.000
og grískir um 450.000) Sagði Eca-
vit, að engri erlendri þjóð yrði
leyft að skerða grundvallarrétt-
indi tyrkneskra Kýpurbúa. Var
litið á ummæli hans sem ljósa
vfsbendingu til grísku stjórnar-
innar um hvað f vændum væri, ef
reynt yrði að knýja fram samein-
ingu Grikklands og Kýpur. Sam-
skipti Tyrklands og Grikklands
hafa verið afar stirð að undan-
förnu, sem kunnugt er, vegna
ágreinings þeirra um olfuvinnslu-
réttindi á Eyjahafi.
Brezka stjórnin hefur eindregið
hvatt ríkisstjórnir beggja land-
anna til að láta atburðina á Kýpur
ekki verða að ófriðarefni þeirra f
milli, — en f London brugðust
menn ókvæða við fregnunum um
að Makarios væri látinn.
Talsmenn Atlantshafsbanda-
lagsins vildu lftt um mál þetta
segja f dag, en í kvöld ræddi
Joseph Luns, framkvæmdastjóri
bandalagsins, við fulltrúa Grikk-
lands og Tyrklands. Af hálfu
Bandarfkjastjórnar hefur verið
sagt, að hún styðji eindregið sjálf-
stæði Kýpur og skori á allar
aðrar rfkisstjórnir að gera slfkt
hið sama. Talsmaður utanrfkis-
ráðuneytisins bandarfska vildi
hins vegar lftið um málið segja
meðan ekki væri meira vitað um
ástandið á Kýpur. I einkavið-
ræðum bandarfskra embættis-
manna við fréttamenn f dag kom
fram, að það hafi ekki komið þeim
beinlínis á óvart, að til alvarlegra
tfðinda drægi á Kýpur, vegna
þeirra áköfu deilna, sem staðið
hafa að undanförnu milli
Makariosar erkibiskups og grísku
stjórnarinnar. Hefur Makarios
haldið því fram, að grfsku her-
foringjarnir í þjóðvarðliðinu
ynnu með EOKA að þvf að steypa
sér af stóli og ráða sig af dögum
og sfðast fyrir viku skrifaði hann
grísku stjórninni og krafðist þess,
að herforingjarnir yrðu kallaðir
heim til Grikklands.
Af hálfu Sovétstjórnarinnar
hefur stjórnarbyltingin á Kýpur
verið harðlega fordæmd, að því er
Tass fréttastofan skýrir frá í
kvöld. Segir þar, að fyrir bylting-
unni hafi staðið afturhaldsöfl,
sem hyggist koma þvf svo fyrir, að
Kýpur verði eitt heljarmikið
vopnabúr fyrir Atlantshafsbanda-
lagið.
Sem fyrr segir hafa fréttir af
atburðum á Kýpur verið óljósar.
Fyrstu fregnir af stjórnar-
byltingunni í morgun voru á þá
leið, að Makarios, erkibiskup,
væri látinn og þjóðvarðliðið hefði
tekið völdin. Frá þessu skýrði út-
varpið I Nikosiu mjög snemma en
greindi ekki frá hvernig dauða
forsetans hefði borið að höndum.
Varað var við andstöðu og hverj-
um þeim hótað lffláti, sem setti
sig upp á móti þjóðvarðliðinu.
Skömmu síðar fóru að berast
fregnir annars staðar frá um skot-
bardaga á eyjunni og var sagt, að
sprengingar virtust í nánd við for-
setahöllina, sjúkrabifreiðar væru
á þönum til og frá með sírenur á
fullu og skriðdrekar víða.
Frá Tyrkjum var útvarpað við-
vörunum til tyrkneska minni-
hlutans um að halda sig heima við
og hlutast ekki til um málin.
Fréttamenn voru rétt að byrja að
senda fregnir sínar um að eitt-
hvað meiriháttar væri að gerast,
þegar ritsfma- og talsfmasam-
bandi var slitið. Var það um sjö-
leytið f morgun að fslenzkum
tíma. Sfðan var tekið fyrir flug-
samgöngur og voru fregnir mjög
svo ósamhljóða eftir það og erfitt
að henda reiður á því, sem
gerðist. Þó heyrðist brátt frá út-
varpsstöð brezka herliðsins á
eyjunni, að varasveitir
Makariosar hefðu gripið til vopna
gegn þjóðvarðliðinu og væri vfða
barizt.
Er á leið morguninn var frá því
skýrt f Nikosiuútvarpinu, að þjóð-
varðliðið hefði tekið völdin vegna
þess, að herinn hefði verið að því
kominn að falla í hendur stjórn-
leysingja og glæpamanna. Var og
sagt, að Makarios hefði eingöngu
unnið með eigin hagsmuni fyrir
augum.
— Nixon
Framhald af bls. 34
fram á rannsókn nefndarinnar.
Hún hófst f sfðustu viku að til-
hlutan Williams Fulbrights, for-
manns nefndarinnar, og hafa yfir-
heyrslur þar farið fram fyrir Iukt-
um dyrum.
Rannsókn dómsmálanefndar
fulltrúadeildarinnar er áfram
haldið af fullum krafti og er búizt
við, að vitnaleiðslum þar ljúki í
þessari viku. Gert er ráð fyrir, að
það taki nefndarmenn nokkrar
vikur að komast að niðurstöðu
um, hvað gera skuli — en reiknað
er með þvf, að meirihluti nefndar-
innar mæli með þvf, að forsetan-
um verði stefnt fyrir rfkisrétt. 38
menn eiga sæti í nefndinni, 21
demókrati og 17 repúblikanar.
Að lokinni atkvæðagreiðslu í
fulltrúadeildinni þar sem einfald-
ur meirihluti nægir fer málið fyr-
ir öldungadeildina, en þar þurfa
tveir þriðju hlutar þingmanna að
greiða atkvæði með ályktun
nefndarinnar til að forsetinn
verði kallaður fyrir ríkisrétt.
— Gíslar
Framhald af bls. 1
þeirra: Þeir vilja láta flytja sig til
fangelsis á auturströnd Banda-
rfkjanna eða við St. Lawrence
fljót; þeir krefjast þess, að þeim
verði ekki stíað í sundur; að þeir
verði ekki settir í einangrun og að
vopn þeirra ekki tekin af þeim.
Af hálfu lögreglu er nú engin
tilraun gerð til að svæla mennina
út, en að sögn hennar kemur ekki
til greina að verða við þessum
kröfum, mennirnir verði fluttir
beint í fangelsissjúkrahús í
Springfield í Missouri.
Fangarnir fá ennþá mat, en
slökkt hefur verið á loft-
ræstingarkerfi. Um tfma var hit-
inn settur á kjallarann, — en
slökkt aftur, þegar hann var kom-
inn upp í 40 stig C.
Það var á fimmtudagskvöldið,
sem þeir Gorham og Jones yfir-
buguðu fangaverði í kjallaranum
og tóku þrjátfu fanga og fanga-
verði í gíslingu. Strax á föstudag
slepptu þeir átta gfslum og öðrum
fjórtán á laugardag. Arla sunnu-
dagsmorguns tókst einum
gfslanna, lögregluverði að nafni
Calvin Mouton, að koma þeim
boðum sfmleiðis til lögreglu úti
fyrir, að hún sendi gfslunum
lyftulykil í serviettu, þegar þeim
yrði borinn matur. Þannig tókst
sjö gfslum að komast undan
meðan lögreglan hélt Jones upp-
teknum I sfmanum, en Gorham
var þá sofandi. Ein kona varð þá
eftir, fangi að nafni Almeida
Washington. Hún hafði tekið af-
stöðu með blökkumönnunum og
var því ekki höfð með f ráðum,
þegar lyftuferðin var ákveðin.
Hins vegar slepptu þeir Gorham
og Jones henni skömmu síðar og
sitja nú einir eftir.
— Phouma
Framhald af bls. 34
ingar í landinu — Pathet Lao
hreyfingin, sem er kommúnisk
skæruliðahreyfing og stjórnar-
sinnar í Vientiane, sem fylgja
hægri stefnu og frjálslyndri —,
jafnmarga ráðherra í stjórn lands
ins. Vinstri fylkingin er undir
forystu Souvanna Vong, hálf-
bróður Souvanna Phouma. Hörð
átök hafa orðið milli ráðherra
stjórnarinnar allt frá því hún var
mynduð og hefur Phouma oft
orðið að ganga þar í milli. Hann
hefur áður haft forystu fyrir hlut-
Ieysisstjórnum þessara afla, fyrst
árið 1957 og síðan 1962. Stríðs-
ástand hefur verið f Laos árum
saman.
Þess er getið í fréttum, að tals-
verðra tungumálaerfiðleika hafi
gætt í hinu fjölþjóðlega læknaliði,
sem forsætisráðherrann stundar,
og hafi erlendu sérfræðingarnir
lítið getað gert annað en staðfesta
sjúkdómsgreiningu og meðferð
franska hjartasérfræðingsins,
sem fyrstur fékk forsætisráð-
herrann til meðferðar.
— Loftur
Bjarnason
Framhald af bls. 36
áraraðir. Þá hefur hann einnig átt
sæti í stjórn Stuðla h.f., stjórn
Eimskipafélags Islands hf.,
bygginganefnd Hallgrímskirkju f
Saurbæ, stjórn Hafrannsókna-
stofnunarinnar o.fl. Loftur var
heiðursfélagi Félags íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda, og hann
var sæmdur stórriddarakrossi
hinnar islenzku fálkaorðu 1973.
Alls staðar þar sem Loftur
Bjarnason kom við sögu félags-
mála í sjávarútvegi reyndist hann
farsæll í störfum, atkvæðamikill
og manna ráðhollastur.
Loftur Bjarnason kvæntist 11.
maf 1939 Solveigu Ingibjörgu
Sveinbjarnardóttur kaupmanns á
Isafirði Kristjánssonar og lifir
hún mann sinn. Varð þeim
tveggja barna auðið, sem bæði
eru á lffi.
— Þjóðhátíð
Framhald af bls. 2
I tilefni hátíðarinnar verða
listasýningar i gagnfræðaskólan-
um, Möðruvöllum, húsi mennta-
skólans, og auk þess verður
menntaskólinn sýndur með þeim
listaverkum, sem í eigu skólans
eru. Sýningar þessar verða opnað-
ar föstudaginn 19. júlf kl. 20.00,
en þá hefst einnig hraðmót í
knattspyrnu á fþróttavellinum á
Akureyri.
Þjóðhátíðarnefnd hefur látið
gera ýmsa gripi í tilefni hátíðar-
innar, sem eru til sölu í verzlun-
um á Akureyri og verða seldir á
hátíðinni.
Þjóðhátíðarnefnd væntir
mikillar þátttöku héraðsbúa og
heimsóknar brottfluttra íbúa á
hátíðina. Þá mun um 150 manna
hópur Vestur-Islendinga koma á
hátíðina.
— Flugvélarrán
Framhald af bls. 1
um eftir að þotan lagði upp frá
Osaka á leið til Tokío. Otaði hann
sveðjunni að flugstjóranum og
krafðist þess, að Takaya Shiomi,
fyrrum leiðtogi „Rauða hersins"
japanska, þ.e. skæruhers rót-
tækra í Japan, yrði látinn laus og
þeir saman fluttir til Norður-
Kóreu. Hótaði ræninginn að skera
alla farþegana á háls, einn af öðr-
um, ef ekki yrði gengið að kröfum
hans.
Þeim var komið á framfæri og
þegar vélin var lent á Haneda-
flugvelli við Tokfo hófust
fjögurra klukkustunda samninga-
viðræður milli ræningjans, sem
alltaf hafðist við í flugstjórnar-
klefanum og lögregluyfirvalda á
flugvellinum. Loks varð ræning-
inn óþolinmóður og skipaði flug-
stjóranum að hefja vélina á loft.
Hafði hún þá aðeins eldsneyti til
klukkustundar flugs og var því
lent á flugvellinum í Nagoya til að
taka eldsneyti. Þaðan sagðist
ræninginn ætla að neyða vélina
til Pyongyang, höfuðborgar N-
Kóreu.
Meðan verið var að setja elds-
neyti á vélina, tókst farþegum og
flugfreyjum að opna neyðarút-
gang og laumast út án _þess
ræninginn yrði þess var. Hann
átti enn J orðaskiptum við
lögregluna á flugvellinum þegar
11 lögreglumenn læddust um
borð í vélina og komu honum að
óvörum.
Rauði herinn, sem ræninginn
kvaðst tilheyra, hefur áður staðið
að ýmiss konar hryðjuverkum og
skærum, þar á meðal flugvélar-
ráni árið 1970 og var þeirri vél
flogið til N-Kóreu Skæruher þessi
er hinn róttækasti í Japan en
talið, að hann hafi ekki meira en
300 manna innan sinna vébanda.