Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 16. JtJLl 1974
6 ára drengur drukkn-
ar í Siglufjarðarhöfn
ÞAÐ hörmulega slys varð á Siglu-
firði s.l. föstudagskvöld, að 6 ára
drengur, Birgir Agnar Stefáns-
son, féil í svokailaða Innri höfn
og drukknaði. Birgir Agnar Stef-
ánsson var sonur hjónanna Frfðu
Sigurðardóttur og Stefáns Þórs
Haraidssonar.
Á föstudagskvöldið var Birgir
Agnar að leika sér í knattspyrnu
ásamt fleiri drengjum skammt frá
slysstaðnum. Um klukkan 10
hætti hann leiknum, og héldu fé-
lagar hans, að hann hefði farið
heim til sín, enda mun hann hafa
átt að koma heim um þetta leyti.
Nokkru síðar var farið að óttast
um Birgi, og var þá hafin leit.
Flateyringar
fá skuttogara
Fyrir nokkru sömdu Flat-
eyringar um smfði á skuttogara af
minni gerðinni f Fiekkefjord f
Noregi. A hann að verða tilbúinn
f september 1975, og kaupverðið
er 13 milljónir norskar, eða um
230 milljónir fslenzkra króna.
Flateyringar eiga ekki skuttogara
fyrir.
Það er Utgerðarfélag Flateyrar
hf., sem kaupir togarann, en
Frystihúsið Hjálmur hf. á
stærstan hlut í því fyrirtæki.
Þetta er 7. togarinn, sem Vest-
firðingar láta smiða fyrir sig í
Flekkefjord. Er hann sömu
stærðar og gerðar og 6. togarinn,
Guðbjörg IS, sem er 49'A metri að
lengd.
Tóku faðir Birgis og nokkrir aðrir
aðilar þátt í þeirri leit. Fór faðir
hans niður að Innri höfninni, og
þegar þangað kom sá hann Birgi
litla liggja á botninum. Þetta var
klukkan rúmlega 22.30. Læknir
kom strax á staðinn, en lffgunar-
tilraunir báru engan árangur.
Innri höfnin í Siglufirði var
byggð á síldarárunum, en hún
hefur ekkert verið notuð um
langa hríð.
Þessar tvær myndir tðk Olafur K. Magnússon ljósmyndari Mbl. á Skeiðarársandi á sunnudag. Onnur
myndin sýnir lengstu brú landsins, brúna yfir Skeiðará, en hin sýnir nokkuð af bflamergðinni, sem var
á sandinum við vfgsluathöfnina. Nánar segir frá opnunarhátfðinni á bls. 12 og 13 f blaðinu f dag.
Engin vettl-
ingatök hér!
ÞAÐ er ekkert verið að spyrja að
þvf, hvort þetta eða hitt sé
karlmannsverk eða kvenmanns-
verk, þegar tjaldbúðum er slegið
upp fyrir landsmót skáta. Hún
sveiflar sleggjunni léttilega,
skátastúlkan á myndinni, og rek-
ur staurinn niður í jörðina.
Landsmót skáta hófst á sunnu-
dag að Ulfljótsvatni og hefur
skátahreyfingin notið mikillar
hylli hjá veðurguðunum fyrstu
tvo dagana. Sólin hefur fylgzt af
miklum áhuga með skátunum f
leik og starfi — og það gerði
raunar einnig blaðamaður
Morgunblaðsins. Sjá bls. 10.
Vegurinn yfir Skeiðarár-
sand opnaður
UM 3000 manns munu hafa verið
á Skeiðarársandi, þegar hringveg-
urinn var formlega opnaður til
umferðar eftir hádegi á sunnu-
daginn. Veginn opnaði Magnús
Torfi Ólafsson samgönguráð-
herra, að viðstöddum fjölda
gesta. Meðal gesta voru forseta-
hjónin, alþingismenn og ráð-
herrar.
Athöfnin á sandinum hófst með
ræðu sýsiumanns Skaftfeiiinga,
Þorleifs Pálssonar. Sfðan hélt
samgönguráðherra ræðu og
Sigurður Jóhannsson vegamála-
stjóri lýsti gerð mannvirkjanna.
Geir Hallgrímsson:
Mun nú óska eftir frek
ari viðræðum
Gögnin liggja fyrir
GEIR Hallgrfmsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur nú
Loftur Bjarnason látinn
LOFTUR Bjarnason útgerðar-
maður lézt f Landspftalnum að-
fararnótt s.l. mánudags eftir
stutta sjúkdómslegu, 76 ára að
aidri. Loftur hefur um árabíl rek-
ið umfangsmikla útgerð og var
þjóðkunnur fyrir störf sfn á þvf
sviði svo og fyrir félagsmálastörf
innan sjávarútvegsins.
Loftur Bjarnason fæddist í
Bíldudal 30. aprfl 1898. Foreldrar
hans voru Bjarna Loftsson kaup-
maður þar og kona hans Gfslfna
Þórðardóttir. Loftur stundaði
sjómennsku frá 12 ára aldri, og
tók farmannapróf frá Stýri-
martnaskólanum f Reykjavík
1916. Eftir það var hann stýri-
maður á farskipum í nokkur ár,
en 1926 fluttist Loftur til Hafnar-
fjarðar og setti á stofn fisk-
verkunarstöð, sem hann rak
ásamt Geir Zoéga í 14 ár. Loftur
var einn af stofnendum útgerðar-
féiagsins Júní 1927—’31 og Marz
1940. Framkvæmdastjóri beggja
félaganna var hann um tíma. Þá
var hann einn af stofnendum
úgerðarfélagsins Venusar 1936 og
framkvæmdastjóri þess. Loftur
var einn af stofnendum Hvals hf.
1947, formaður frá byrjun og
lengi framkvæmdastjóri.
Loftur Bjarnason starfaði mikið
að félagsmálum. Hann var bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði 1934—’50. í
stjórn Landssambands fslenzkra
útvegsmanna 1944—1973, vara-
formaður frá 1947. I stjórn Félags
íslenzkra botnvörpuskipaeigenda
1948—’73, þar af formaður frá
1959. I stjórn Sambands íslenzkra
fiskframleiðenda sat Loftur um
Framhald á bls. 35
fengið f hendur bráðabirgðayfir-
lit yfir stöðu efnahagsmálanna,
sem hagrannsóknadeild Fram-
kvæmdastofnunar rfkisins hefur
unnið. Geir Hallgrfmsson sagði f
samtali við Morgunblaðið f gær,
að hann myndi nú óska eftir
áframhaldandi viðræðum við
aðra stjórnmálaflokka, þar sem
kannaðir yrðu möguleikar á sam-
stöðu um lausn efnahagsvanda-
málanna á grundvelli þessara
nýju upplýsinga.
1 samtalinu sagði Geir Hall-
grfmsson: „Ég hef nú fengið f
hendur drög að yfirliti yfir stöðu
efnahagsmálanna um mitt ár
1974, sem hagrannsóknadeild
Framkvæmdastofnunarinnar hef-
ur unnið. Enn er verið að vinna að
endanlegri gerð þessa yfirlits.
Gerðar hafa verið ráðstafanir
til þess að fulltrúar allra stjórn-
málaflokka fái þetta bráðabirgða-
yfirlit í hendur. I framhaldi af því
mun ég óska eftir áframhaldandi
viðræðum við þá, þar sem kannað-
ir yrðu möguleikar á samstöðu
um lausn efnahagsvandamálanna.
Geir Hallgrfmsson.
Fram—Vík-
ingur 1:0
FRAM sigraði Vfking f 1. deild
Islandsmótsins f knattspyrnu f
gærkvöldi 1:0. Markið skoraði
Marteinn Geirsson f fyrri hálf-
leik. Þetta er fyrsti sigur Fram f
mótinu. Leikurinn fór fram á
Laugardalsvellinum.
Hann bað sfðan samgönguráð-
herra að opna veginn. Fyrsta bif-
reiðin, sem sfðan ók um veginn,
var bifreið forseta Islands.
Að opnunarhátfðinni lokinni
gengust þjóðhátíðarnefndir
Skaftafellssýslu fyrir hátfð-
arhöldum skammt fyr-
ir neðan vestari brúarsporð-
inn, þar sem vegurinn var
opnaður. Þar fór m.a. fram kór-
söngur, biskup Islands annaðist
helgistund, Eysteinn Jónsson
fyrrv. formaður sameinaðs
Alþingis flutti ræðu. Matthías
Johannessen formaður Þjóð-
hátíðarnefndar 1974 flutti ræðu
og flutt var samfelld dagskrá um
Skeiðarársand, sem Páll Þor-
steinsson fyrrv. alþingismaður
hafði tekið saman. Þá söng Ólafur
Jónsson við undirleik Ölafs
Vignis Albertssonar. Að þvf loknu
fór fram reiptog milli vegavinnu-
manna og Austur- og VesturSkaft-
fellinga.
Þó að vegurinn um Skeiðarár-
sand hafi formlega verið opnaður
á sunnudaginn, þá var umferð
hleypt yfir sandinn strax í byrjun
þessa árs, þegar bráðabirgða-
tengingu var komið á við brúna
yfir Skeiðará. Verkinu, sem
kostar um 840 millj. kr., er að vísu
ekki fulllokið enn, þvf enn á eftir
að ganga frá ýmsu smávægilegu,
en öllu starfi á sandinum mun
væntanlega ljúka síðar í sumar.
Góð veiði
í Miðfjarðará
Góð veiði hefur verið undan-
farna daga f Miðfjarðará. A
sunnudaginn veiddust t.d. 35
laxar f ánni á átta stengur.
Matthfas Guðmundsson forstjóri f
Reykjavfk fékk 16 fiska og marga
þeirra mjög væna, sá stærsti vó
19.5 pund. Mikil ganga er f ánni,
meiri en menn muna eftir f
langan tfma.