Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 2
2 Taylor fær ekki tryggingu Húll, 2. ágúst — Einkaskeyti til Mbl. BRITISH Trawler Insurance Company í Húll, sem tryggir áhafnir brezka togaraflotans, tilkynnti á föstudag öllum brezkum útgerðarfyrirtækj- um, að það væri ekki reiðubú- ið til að tryggja Richard Taylor skipstjóra á togaranum C.S. Forester, sem nýlega var tekinn að veiðum innan 12 mílna landhelginnar, sem skipstjóra næstu sex mánuði. Félagið er hins vegar tilbúið til að tryggja hann sem stýri- mann. Segir félagið, að ekki skipti máli, hvort Taylor hafi verið að veiðum innan 12 mflna fisk- veiðilögsögu, hann hafi stofn- að áhöfn sinni og skipi f hættu. Nixon fyrir rétt Washington, 2. ágúst — AP. ALLT bendir til þess, að Nixon Bandaríkjaforseti verði leidd- ur fyrir ríkisrétt í september. Leiðtogar demókrata og repú- blikana í fulltrúadeild þings- ins ákváðu á fundi á fimmtu- dag, að atkvæðagreiðslur í deildinni um, hvort Nixon skuli stefnt eður ei, fari fram frá 28. til 31. ágúst. Allar líkur eru á þvf, að fulltrúadeildin samþykki, að Nixon verði stefnt. Fórust í gosi Joetsumhövan, 2. ágúst — AP ÞRIR fjallgöngumenn fórust, þegar eldfjall nokkurt byrjaði að gjósa eftir 25 ára hvfld. Fundust Ifk mannanna þriggja, sem voru stúden'ar, innan um stórgrýti og ösku, en f jallið er um 250 km norður af Tokyo. Hefur fjallið spúið ösku og reyk sfðan á sunnudag. Dean dæmdur Washington, 2. ágúst — NTB JOHN Dean fyrrverandi lög- fræðilegur ráðgjafi Nixons Bandaríkjaforseta var á föstu- dag dæmdur í eins til fjögurra ára fangelsi eftir að hafa við- urkennt að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Heilahimnu- bólgan eykst Sao Paulo, 2. ágúst — NTB. HEILAHIMNUBÓLGUFAR- ALDURINN f Brasilfu hefur nú dregið 350 til bana f Sao Paulo, stærstu borg landsins. I aðvörun, sem heilbrigðisyfir- völd sendu út á föstudag, segir, að faraldurinn hafi enn ekki náð hámarki og breiðist ört út. I f ^rða að eppa föngum París, 2. ágúst — NTB NÚ RlKIR algjört öngþveiti í fangelsismálum Frakklands vegna verkfalls fangavarða og getur farið svo, að mörg fang- elsi verði að sleppa föngum sínum. Innanrfkisráðherrann hefur fyrirskipað Parísarlög- reglunni að breyta gömlu kjöll- urunum í aðalstöðvum hennar í fangelsi svo að hún geti hýst hættulegustu glæpamennina. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. AGOST 1974 Tveir menn fórust með trillu TVEIR menn fórust í fyrradag með tveggja tonna trillu frá Raufar- höfn, en brakið af trill- unni fannst f Húsavík skammt frá Raufarhöfn í gær. Lfk mannanna höfðu þá ekki fundizt. Laust fyrir hádegi í gær barst SVFÍ beiðni frá Raufarhöfn um leit að Gusti ÞH 165, tveggja tonna trillu, sem fór í róður daginn áður austur að Melrakkanesi og ætl- aði að koma aftur sfð- degis sama dag. Strax og beiðnin barst var hafin leit 20 báta á Þistil- firði undir stjórn varð- skips, en auk þess gengu flokkar SVFÍ-manna á Raufarhöfn og Þórshöfn og ábúendur við Þistil- fjörð á fjörur. Þoka hamlaði leitarflugi. Um kl. 17.50 í gær fannst brak af bátnum f Iftilli vfk milli Ormar- lónshöfða og Súlnahöfða skammt suður af Raufar- höfn. Þegar blaðið fór í prentun f gærkvöldi var enn verið að ganga fjör- ur í Húsavfk. Kyndilber- arnir á undan áætlun UM KL. 9 f gærkvöldi voru kyndilberarnir við Þjórsá á leið til Reykjavíkur, en til Hvera- gerðis áttu þeir að vera komnir kl. 23.30. Voru þeir 12 mín. á undan áætlun við Þjórsá. Þeir gista f Hveragerði í nótt, en kl. 10 leggur Hvergerðingur upp með kyndil- inn og hleypur á Kambabrún, þar sem Reykvíkingar taka við á svo- kölluðu Drottningarútskoti kl. 10.47 í dag. Kl. 14.10 verða hlaupararnir komnir á Arnarhól til þess að tendra eldinn við styttu Ingólfs. Sigurður Joensen formaður fé- lagsins Færeyjar-Island flytur ávarp sitt um leið og hann af- henti fslenzku þjóðinni átta manna farið. Vinstra megin við hann er Guðmundur Benedikts- son ráðuneytisstjóri, Pétur Sig- urðsson forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, Þór Magnússon þjóðminjavörður, Arni John- sen formaður félagsins tsland- Færeyjar, Jóhannes av Skarði og Jóhann Hendrik Winter Poulsen. Lengst til hægri er Leivur Grækarisson formaður Færeyingafélagsins. Ljósmynd Mbl. ÓI. K. „Bundin er bátleysur maður” MIKILL mannfjöldi var á mið- bakkanum f Reykjavíkurhöfn sfð- degis f gær, þegar færeyska skút- an Westward Hoo og átta manna farið, sem er þjóðargjöf Færey- inga til Islendinga, renndu inn höfnina og lögðust að Skóla- bryggju. Lúðrasveit Kópavogs lék á bryggjunni og færeyskir og ís- lenzkir fánar voru dregnir að hún. Eftir að farinu hafði verið kippt upp á bryggjuna afhenti Sigurður Joensen formaður fé- lagsins Færeyjar-ísland átta manna farið og tók Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri við þvf fyrir hönd forsætisráðuneytis- ins. Fluttu þeir báðir ávarp, en að þvf loknu afhenti Johann Hend- rik Winter Poulsen félaginu ís- land-Færeyjar fánann og fána- stöngina af bátnum og tók Árni Johnsen formaður félagsins við vinagjöfinni. Hér fer á eftir texti sá, sem Sigurður Joensen las upp úr gjafabréfinu með farinu, en auk þess flutti hann mál sitt á lýta- lausri íslenzku. Vegna Foroya fólks handar fé- lagið Foroyar Island vió hesum íslendingum gávu, nú Islendingar halda 1100 ára minningarhátíð fyri Iandnámi Islands. Vit hava kosið at flyta broðra- tjóð okkara hin foroyska bátin, áttamannafarið, sum „Foroying- um fylgdi í túsund ár væl virdur av lágum og hogum“, sum góð- skáld okkara Mikkjal á Ryggi tek- ur til. Ættaður frá skipum teim, ið Ingólfur Arnarson og aðrir land- námsmenn komu á, út til íslands ella Foroya, er foroyski báturin tó vorðin frálíkur bátum granntjóð- anna, lagaður eftir umstöðum og farleiðum Foroyinga. Hann er smidligur, lættur undir árini, lættur at draga, tó bakkin er tung- ur, og tó sjógóður við vanari manning. „I vanda hann vardi mangt dýrabært lív“, yrki skáldið. Hesturin bar Islendingin um heiðar og óbygðir upp gjognum öldirnar. Hjá okkum var átta- mannafarið álitið til flutnings og handilsferða, við tí varð farið um firðir og sund í oyggjalandi okk- ara. Upp at okkara dögum var áttamannafarið undir árum og segli álit Foroyinga til sjósóknar. Báturin átti lívið í Foroyingum. Orðtakið „bundin er bátleysur maður", er gamalt í landi Götu Tróndar. Hetta orðtak man hava örinda til Islendinga eisini. Tá ið vit ti hesum minnistíðar- dögum bera tykkum ein ósviknan foroyskan bát, so biðja vit tykk- um, frændur, njóta, fullvísir um, at hetta merkir eitt ósvikið for- oyskt ynski um, at tað má vera væl sjóvað fram á leið hjá teirri frælsu íslendsku tjóðini við 1100 árum á baki og happadrúgv fram- tíðarleiðin. Vegna Félagsins Föroyjar- Island Sigurður Joensen. Guðmundur Benediktsson ráðu- neytisstjóri mælti á þessa leið: Frændur og vinir. FJÖLMENNT var á þróunarsýn- ingunni f LaugardalshöII í gær, föstudag, en þangað komu auk annarra gesta vistmenn á Elli- heimilinu Grund og Hrafnistu svo og fólk frá öryrkja bandalag- inu og Reykjalundi. Var þessum hópum boðið á sýninguna og þáðu um 300 manns boðið. I dag, laugardag, klukkan 5 verða kappræður um höfund Njálu á sýningunni. Þar mætast þeir Helgi á Hrafnkelsstöðum og Benedikt Gislason frá Hofteigi. Þá um kvöldið kl. 9 verður Hér- aðsvaka Múlaþings með margvís- legu efni til fróðleiks og skemmt- unar. Má þar nefna, að fluttur verður hagyrðingaþáttur. Á dag- skrá sýningarinnar á laugardag er auk þess skemmtiþáttur Leikfé- lags Reykjavíkur „Pískrað við prentsmiðjupóstinn" kl. 18 og Stígið heilum fæti á islenzka grund. Verið velkomnir af hafi. Því miður gat forsætisráðherra ekki komið því við vegna mikilla anna að taka hér á móti ykkur, en hefur falið mér að bera ykkur kveðju sína og þakkir fyrir hönd þjóðarinnar. Egþakka fögur orð Sigurðar Joensen og höfðinglega gjöf ykkar og bið Færeyingum virkta I bráð og lengd. „Gomlum vinum og gomlum götum á eingin at gloyma". I dag verður boð fyrir færeysku áhöfnina á Westward Hoo og fleiri gesti i Ráðherrabústaðnum í boði forsætisráðuneytisins. kvikmyndasýningar eru daglega klukkan 16 og 20. Þáttur um landnámsmenn og héraðshöfðingja á Vestfjörðum verður fluttur á sunnudagskvöld- ið kl. 9. Er það söguleg sýning, er nefnist Fornmannaþáttur, eftir Hjört Hjálmarsson. Þátturinn var áður fluttur á landnámshátið Vestfirðinga i Vatnsfirði í siðasta mánuði. Þessi sögulega sýning er I bundnu máli og eru persónur m.a. Hrafna-Flóki, Þuríður Sundafyllir og Snæbjörn Galti. Skemmtiþáttur Leikfélags Reykjavíkur er einnig á dagskrá á sunnudag kl. 18. Forráðamenn sýningarinnar vænta þess, að gestir á þjóðhátið- inni I Reykjavík fjölmenni á þró- unarsýninguna i Laugardalshöll um helgina, ekki sízt fólk utan af landsbyggðinni. Skemmtanir SERSTAKAR barnaskemmtan- ir verða f sambandi við þjóð- hátfð Reykvikinga í dag og á mánudag. Bessi Bjarnason, Gísli Alfreðsson og Ómar Ragnarsson munu bruna á vík- ingaskipum um borgina og halda útiskemmtanir fyrir börn við skóla í öllum hverfum. KI. 9.30 í dag verða skemmtanir við Melaskólann, Laugarnes- og Árbæjarskóla. Kl. 10.20 verða fyrir börnin skemmtanir við Austurbæjar- og Vogaskóla og kl. 10.30 við Breiðholtsskóla. Kl. 11.10 byrja skemmtanir við Álftamýrar- og Breiðagerðisskóla og kl. 11.15 við Fellaskóla. Á mánudaginn verða skemmtanir við sömu skóla á sama tima. Auk þessa efnis er sitthvað í höfuðdagskránni, sem er við hæfi barna, en um það vísast til fréttar á baksíðu Mbl. í dag. Fjölmenni á þróun- arsýningunni í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.