Morgunblaðið - 03.08.1974, Side 10

Morgunblaðið - 03.08.1974, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGUST 1974 „Bókmenntaáhuginn á Islandi í mínum augum stórkostlegur,, Samtal við danska bókmenntafræðinginn Sven Möller Kristensen Á bókmenntaráðstefnunni, sem hér var haldin fyrir skömmu, var margt góðra gesta. Einn þeirra, hinn þekkti danski bókmenntafræðingur Sven Möiler Kristensen, gaf sér tfma til að eiga stutt samtal við Mbi. Sven Möller Kristensen er prófessor f norrænum bók- menntum við Kaupmanna- hafnarháskóla, en þvf starfi hefur hann gegnt sl. 20 ár. Hann er 64 ára gamall. Sérsvið hans innan norrænu bókmennt- anna eru bókmenntir sfðari tfma. Hann flutti merkt erindi á ráðstefnunni um Iffsskilning og hugmyndafræði f Danmörku sfðan 1920. t upphafi samtals- ins var Sven Möller Kristensen spurður álits um bókmennta- ráðstefnuna hér. „Ég get sagt með góðri sam- vizku, að þessi ráðstefna hér á fslandi hefur verið mjög vel heppnuð. Dagskráin hefur verið áhugaverð og ráðstefnan vel skipulögð og ekki hefur veðrið spillt fyrir. Einn ráð- stefnudaginn fórum við i bil- ferð upp í Borgarfjörð og til Þingvalla og var ferðin mjög fróðleg og skemmtileg, ekki sizt vegna þess að við heimsóttum marga sögufræga staði.“ Þvi næst vék Sven Möller að fyrri ferðum sínum til íslands. Hann hefur komið til fslands þrisvar áður. Ferðir hans hingað hafa verið í sambandi við fundi nefndar þeirrar, sem ákveður, hver skuli fá bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs ár hvert. I þeirri nefnd átti Sven Möller sæti i 6 ár, 1965—’71. Enginn má sitja lengur í nefndinni en 6 ár. „Ég sá ekki mikið af landinu í fyrri ferðum minum hingað og nú hef ég fyrst séð, hve fallegt Island er. En vonandi fæ ég seinna tækifæri til að koma til fslands að sumarlagi og ferðast um. Það yrði virkilega gaman.“ Vegna setu sinnar í dóm- nefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur Sven Möller gott yfirlit yfir vinnu- brögð þau, sem nefndin við- hefur. „Þegar við komum saman eru greidd atkvæði um þær bækur, sem þjóðirnar leggja fram. Að lokinni fyrstu atkvæðagreiðslu standa eftir 2—3 bækur og svo eru aftur greidd atkvæði þar til ein stendur eftir, verðlaunabókin. Svíar hafa átt flesta verðlauna- hafana, en allar norrænu þjóð- irnar hafa hlotið verðlaunin að Islendingum undanskildum. Það hefur hins vegar komið fyrir, að íslenzkt verk hafi verið í hópi þeirra 2—3 bóka, sem staðið hafa af sér atlögu fyrstu atkvæðagreiðslunnar. Eg minnist þess t.d., að Jóhannes úr Kötlum var mjög nærri því að hljóta verðlaunin einu sinni. Annars eru þýðingarvanda- málin erfið í sambandi við íslenzku og finnsku verkin og það telst til undantekninga ef íslenzku verkin, sem lögð eru fram í þýðingum, eru gefin út. Ég á f bókaskápnum mínum 12 þýdd handrit, sem ég fékk á þeim 6 árum, sem ég var í nefndinni, mörg ágæt verk, sem ekki koma fyrir sjónir lesenda á Norðurlöndum. Við Danir höfum verið að gæla við þá hugmynd að gefa eitthvað út af þessum verkum og þá með aðstoð Norðurlandaráðs. Við Norðurlandabúar lesum of lítið af verkum hver annars." Næst snerist talið um sérsvið Sven Möllers, seinni tima bók- menntir á Norðurlöndum og þá að sjálfsögðu danskar bók- menntir, sem hann þekkir bezt. Ahugi hans er mestur á bókum, sem fjalla um samfélagið. Sven Möller hefur skrifað margar bækur, þar sem fjallað er um bókmenntir og enn ein verður gefin út í september n.k. Hún heitir „Den Store Generation" og fjallar um kynslóð hæfi- Ieikamanna á sviði bókmennta, málaralistar og tónlistar, sem fæddust í sveitum Danmerkur upp úr 1900. Til þessa hóps teljast margir frægustu lista- menn Dana. Sven Möller hefur lengi fhugað þetta efni og nú hefur hann skrifað bók um þessa merku kynslóð lista- manna, þar sem hann reynir m.a. að bera þá saman. Um stöðu danskra bók- mennta hafði Sven Möller eftir- farandi að segja. „Við eigum nú mjög marga rithöfunda og mörg skáld, en ég tel, að við höfum átt betri rithöfunda áður fyrr, t.d. milli heimsstyrj- aldanna. Rithöfundar nú til dags eru duglegir, en það er eins og þeir séu ekki jafn fund- vísir á góð efni til að skrifa um og rithöfundar áður fyrr. Áhugi á bókmenntum er langtum minni í Danmörku en hér, enda bókmenntaáhuginn á fslandi í mfnum augum stórkostlegur. Venjulegur danskur rithöf- undur gefur bók sína út í u.þ.b. 3000 eintökum og i dag eru það aðeins um 10 rithöfundar, sem geta lifað af verkum sínum. Hinir fá kannski tveggja mánaða laun fyrir ársvinnu. A móti koma listamannalaun, sem hjálpa þeim til að lifa, og margir verða að vinna með rit- störfunum. Þá fá rithöfundar einnig laun fyrir útlán bóka í bókasöfnum, en bókasöfn eru mikið notuð í Danmörku. Ef á heildina er litið tel ég, að áhugi á bókmenntum i Danmörku sé síst minni en áður var.“ Sven Möller hafði þá skoðun á bók- menntum á Norðurlöndum al- mennt, að þær væru ekki eins góðar nú og áður fyrr enda, teldist það til undantekninga ef Sven Möller Kristensen. seinni tfma skáldverk Norður- landabúa væru þekkt utan Norðurlandanna, það væru helzt verk Halldórs Laxness. „Þetta var öðruvísi áður fyrr, þegar margir rithöfundar á Norðurlöndum náðu heims- frægð." Að endingu vildi Sven Möller Kristensen ítreka ánægju sfna með ráðstefnuna hér. Þessi ráð- stefna fjallar um norrænar bók- menntir og eru þátttakendur háskólafólk, sem er í störfum tengdum bókmenntum, og áhugafólk. Slíkar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár og er skipzt á um að halda þær á Norðurlöndunum og í öðrum löndum. í ár er bað fsland, næsta ráðstefna verður í Genf í Belgíu 1976. Ráðstefnuna hér sótti fólk frá 15 löndum og töluð voru 6 tungumál, „allt nema íslenzka", eins og Sven Möller Kristensen orðaði það. — SS. Bókmenntir eftir JOHANN HJÁLMARSSON EKKERT STUINDARFVRIRBÆRI Hjörleifur Guttormsson. Q Hjörleifur Guttorms- son: □ VISTKREPPA EÐA NÁTTÚRUVERND. □ Mál og menning. Reykjavík 1974. TITILL þessarar bókar vekur forvitni. Hann bendir á tvo kosti og er hinn síðari ólíkt girnilegri. Náttúruvernd f víð- tækum skilningi fjallar Vist- kreppa eða náttúruvernd um. Hjörleifur Guttormsson er líf- fræðingur og er kunnur fyrir að hafa átt frumkvæði að stofn- un Náttúruverndarsamtaka Austurlands 1970. Hann er búsettur á Neskaupstað og hef- ur komið upp náttúrugripa- safni þar. • Vistkreppa eða náttúruvernd er fjölbreytt bók. Hún er bæði fræðileg og alþýðleg ef svo má komast að orði, einkennist ýmist af vísindalegum ábend- ingum og niðurstöðum höfundarins eða rabbi hans við lesandann. Nokkrar kafla- fyririrsagnir gefa hugmynd um efni bókarinnar: Vistfræðivið- fangsefni og vísbendingar; Um- hverfisráðstefnan í Stokk- hólmi; Náttúruvernd í Banda- ríkjunum; Brot úr sögu náttúruverndar á Islandi og Vatnsaflsvirkjanir og erlend stóriðja. í formála segir: „öll- um má nú vera ljóst, að þær miklu umræður, sem hófust fyrir alvöru á árinu 1970, eru ekkert stundarfyrirbæri. Hér eru á ferðinni mál, sem munu ekki síður reyna á þolrif mann- kynsins í náinni framtíð en bar- áttan fyrir félagslegum umbót- um og varðveizlu heimsfriðar, og er þetta allt raunar sam- slungið. Sem betur fer fleytir vistfræðirannsóknum allört fram, en ótvírætt verður að leggja á þær allt aðra og meiri áherzlu í framtíðinni en hingað til og koma niðurstöðum þeirra á framfæri við sem flesta." „Fólksfjölgun, tæknivæðing og mengun, með sfauknum kröfum á hendur vistkerfa jarðar og sóun takmarkaðra auðlinda, myndar þann víta- hring, sem nú ógnar öllu mann- kyni og mun loka útgönguleið- um fyrr en varir, nema skjótt sé brugðið við.“ Þannig kemst Hjörleifur Guttormsson að orði f bók sinni. Ályktun hans er samdóma skoðunum margra fræðimanna, meðal þeirra eru félagar i Rómarklúbbnum, svo- nefnda, sem stofnaður var 1968. Á vegum Rómarklúbbsins kom út árið 1972 bókin The Limits to Growth eða Takmörk vaxtar. Þeir, sem tóku Takmark vaxtar saman, spá hruni með sama áframhaldi, en meðal þess, sem þeir vilja að gert sé, er að tekið verði fyrir fólks- fjölgun frá árinu 1975 og vöxt iðnaðar frá árinu 1990. Eftir að jafnvægi er náð verður aftur á móti um ýmsa kosti að velja. I frásögn frá umhverfisráð- stefnunni í Stokkhólmi 1972 er lýst umhverfisvanda í víðara skilningi en mengun og varð- veislu náttúru. Sá vandi er bar- átta við fátækt og hungur 1 Þróunarlöndunum. Eins og Hjörleifur Guttormsson bendir á verða umhverfismál ekki skilin frá félagslegum og stjórnmálalegum vandamálum. Talsmenn stóriðju á Islandi verða að vonum fyrir harðri gagnrýni Hjörleifs Guttorms- sonar. Hann fjallar nokkuð um álverið 1 Straumsvík og hætturnar frá þvf og álfka stórfyrirtækjum. I virkjunaráætlun, sem mun hafa i för með sér röskun náttúrunnar, sér Hjörleifur Guttormsson mikla hættu. Hann óttast, að Islendingar verði rislítil þjóð, sem stundi verksmiðjustrit í spilltu um- hverfi. Ályktanir hans um is- lenska stjórnmálamenn eru ýktar; engin ástæða er til þess að ætla, að þeir vilji afhenda erlendum aðilum auðlindir Is- lands og gerast leppar þeirra. En varnaðarorð, ekki síst þegar fslensk náttúra á í hJut, yfirvof- andi mengun hennar í iðnaðar- kapphlaupinu mikla, eru aldrei út í hött. Mestu svartsýnismenn geta stundum haft nokkuð til sins máls. Um friðlýsingu náttúruminja og stofnun útivistarsvæða er auðvelt að vera sammála Hjör- leifi Guttormssyni. Hann segir ítarlega frá náttúruvernd í Bandarfkjunum og hinum aldargamla þjóðgarði Yellow- stone. Reynsla Bandaríkja- manna er mikilsverð eins og Hjörleifur sýnir fram á. Vistkreppa eða náttúruvernd er bók samin í þvf skyni að vekja fólk til umhugsunar um mál, sem enginn getur látið hjá ifða að taka afstöðu til. Á þjóð- hátiðarári sameinast menn til dæmis um gróðurvernd, mál, sem allir alþingismenn Islend- inga eru einhuga um. Orð eru að vísu falleg einkum á hátíð- legum stundum, en engin ástæða er til að ætla annað en hugurfylgi máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.