Morgunblaðið - 03.08.1974, Síða 20

Morgunblaðið - 03.08.1974, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. AGÚST 1974 Fyrsta bréfið Smásögur eftir Rudyard Kipling Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir legar konur, sem komu til að fá sér frumstæðan morgunverð. Taffí var mjög lík Téshúmaí, sérstak- lega yfir andlitið og augun og aðkomumaðurinn — sem var sannur Téwara — brosti kurteislega og rétti Téshúmaí birkibörkinn. Hann hafði hlaupið svo hratt að hann var móður og rifinn á fótleggjunum af þyrnigreinum, en hann reyndi samt að vera kurteis. Um leið og Téshúmaí sá myndina veinaði hún upp yfir sig og réðst á aðkomumanninn. Hinar forsögu- legu konurnar vörpuðu honum um koll og settust allar sex á hann, en Téshúmaí reif í hárið á honum. „Þetta er allt jafnaugljóst og nefið á þessum aðkomumanni,“ sagði hún. „Hann henti mörgum spjótum í veslings Régúmaí og gerði ræfilinn hana Taffí svo hrædda, að hárið á henni rís allt — og þetta lætur hann sér ekki nægja, heldur kemur hann með hræðilega mynd af atburðinum. Sjáið!“ Hún sýndi Þessi teikning er af greifingja. Þeir eru dreifðir um allar jarðir í Evrópu og eiga heima, þar sem skógur- inn er ekki hávaxinn. Þeir grafa sér holur til að búa í og fara ekki á stjá fyrr en dimmt er orðið á kvöldin. Greifingi getur orðið um 80 sm langur og um 20 kg á þyngd. Feldinn er ekki hægt að nota sem dömupels, en greifingjahár eru notuð í rakbursta og málninga- pensla. öllum forsögulegu konunum, sem sátu á aðkomu- manninum, myndina. „Hérna er Tégúmaí minn land- leggsbrotinn. Hérna stendur spjót út úr bakinu á honum. Þarna er maður, sem mundar spjót. Þarna er annar, sem hendir spjóti út um hellismuna og hér er krökkt af fólki“. (Það fólk var nú raunar bjóraþyrp- ingin hennar Taffí, en bjórarnir minntu raunar meira á fólk) „Og allt þetta fólk er að ráðast aftan að Tégúmaí. Er þetta ekki voðalegt?" „Hræðilegt!" sögðu forsögulegu konurnar og þær néru leir í hárið á aðkomumanninum (og það fannst honum skrýtið), og svo börðu þær ættartrumburnar og kölluðu á alla ættforingjana í Tégúmaíættflokkn- um ásamt öllum seiðmönnunum, galdrakörlunum og seiðskröttunum og alla hina, sem ákváðu að skipa aðkomumanninum að fylgja sér til fljótsins og sýna þeim, hvar hann hefði falið veslings Taffí áður en hann yrði hálshöggvinn. Nú var aðkomumanninum farið að leiðast þetta (þó að hann væri sannur Tewara) Hárið á honum var allt leðjustokkið... honum hafði verið velt um mölina... sex höfðu setið á honum í einu... það var búið að lemja hann og berja, unz hann gat naumast andað. Að vísu skildi hann ekki mál þeirra, en eitthvað fundust honum nöfnin, sem forsögulegu konurnar völdu honum, ókvenleg. En hann sagði ekki orð fyrr en búið var að kalla allan ættbálkinn saman og þá gekk hann fyrir honum til bakka Wagaf-fljótsins og þar var Taffí að hnýta fíflafesti og Tegúmaí að skutla karfa með viðgerða spjótinu. „En, hvað þið voruð fljót!“ sagði Taffí. „En hvers vegna kom allt þetta fólk?“ Þetta átti að koma þér á óvart, elsku pabbi. Ertu ekki hissa, pabbi?“ „Ég er yfir mig undrandi," sagði Tegúmaí. „Ég er aldeilis hlessa á tíðinni, en nú get ég ekki veitt meira í dag. Allur elsku, góði, hreinlegi, rólyndi ættbálkur- inn er kominn, Taffí.“ Það var líka rétt hjá honum Téshúmaí Téwindrów og forsögulegu konurnar gengu í fararbroddi og heldu dauðahaldi um aðkomumanninn, en hárið á honum var matt af leðju (þó að hann væri sannur Téwara). Á hæla þeirra komu höfðinginn, aðstoðar- höfðinginn, varahöfðinginn og aðstoðarvarahöfðing- inn (sem allir voru gráir fyrir járnum), seiðmenn- irnir og seiðskrattarnir, galdrakarlarnir og hinir ættmennirnir (sem allir voru líka gráir fyrir járn- um). ANNA FRA STÓRUBORG saga frá sextándu öld eftir Jón Trausta. Hann gaf sig lítið að fréttinni í fyrstu. Þetta mál var ekki háskalegt. Um þær mundir var annað, sem hafði tekið hug hans miklu fastari tökum. Það var umsát Norðlendinga. Hann gat vel unnt systur sinni þess að smakka ofur- lítið á þessum forhoðnu eplum. Hann treysti því, að hún hefði vit fyrir sér. Það var engin dæmalaus nýlunda á þeirri öld og þar á undan, að ógiftar stúlkur af ríkum og mikilsvirtum ættum ættu börn, stundum heima í föðurgarði. Það var breitt yfir það, eftir því sem hægt var. Bömin voru send langar leiðir í burtu og alin þar upp, eða vinnukonan látin leggjast á sæng og kallast móðirin. Barnsföðurnum var skákað eitthvað út á landshorn. Svo fymtist yfir þetta, og hinar ríku heima- sætur voru giftar burtu sem „hreinar meyjar“. Fall önnu sakaði ekki mikið. Mest var um það vert, að því væri haldið í stórmennastíl. Ef hún væri eftir sem áður útgengileg til gjaforðs meðal þeirra maxma, sem hann vildi kjósa sér að mágum, var henni þessi synd vel fyrirgefandi. En Anna hélt ekki fallinu í stórmennastíl. Hún sendi ekki bamið frá sér og ekki bamsföðurinn heldur. Hún ól barnið upp sjálf og bjó með barnsföðurnum. ÞáS var dæmalaust hneyksli meðal fólks af hennar tagi. Og þegar bömin voru orðin tvö og farið að hvísla um, að það þriðja kynni að vera á leiðinni, þóttist sýslumaðurinn á Hlíðarenda ekki geta setið hjá lengur. Hann var<5 að tala alvarlega yfir höfðamótumnn á systur sinni. -----Anna hélt njósnum fyrir um ferðir hans og var vel við komu hans búin. Hún faldi Hjalta í brimhelli niður við sjóinn. Henni fannst tæplesa á það hættandi að hafa hann í bænum. Sjálf bjó hún sig bezta skarti sínu og bar mikið kvensiif- ur. Börnin voru einnig prýðilega búin. 1 svefnlofti hennar töluðust þau systkinin við, en sveinar sýslumanns biðu í skálanum. Sýslumaður var styggur i máli og þungbrýnn. Anna var glöð og brosandi og fitlaði við agnus dei, sem hún bar í silfur- fosti um hálsinn. Svipur hennar bar vott um kalda þvcrúð og einbeittan vilja, en leyndi því þó ekki, að hún var dnlítið óróleg. „Hver á þessi börn?“ spurði sýslumaðurinn þóttalega. h. m«ÖTnorgunkaffínu um manninn minn... hann er á kafi í einni af sínum kjánalegu upp- finningum... — Heyrðu Ósvald... þetta gagnstæða kyn... hvað er það ??? — Áður en þú byrjar Játmundur. .. vertu nú góður og gleymdu því, hvað ég var fúl í morg- un... — Borgaðu þjóninum auka þjórfé... sástu ekki, hvað hann brosti breitt, þegar þú pantaðir vínið á frönsku... v*:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.