Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. AGUST 1974 ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavfkur tekur að sjálfsögðu þátt f hátfðar- dagskrá þjóðhátfðar f Reykjavfk. Félagið efnir til viðamikillar sýning- ar f samvinnu við þjóðhátfðarnefnd f Þjóðleikhúsinu með frumsýn- ingu 2. ágúst. Og auk þess dansa félagar úr Þjóðdansafélaginu f dagskránni á Arnarhóli. Starfsemi félagsins er borin uppi af áhuga- fólki með stuðningi rfkis og borgar. En sem fyrr hvflir meginþungi þessara sýninga nú á tveimur einstaklingum, Sigrfði Valgeirsdóttur og Jóni G. Asgeirssyni. Meginstefna þessarar sýningar eru samskipti kynjanna, ástin f allfjölbreytilegum myndum og hvergi skafið utan af lýsingum kvæðanna á skemmtanalffinu. Hugurinn hvarflar til hinna fornu gleðileikja, sem kirkjunnar mönnum þóttu bannfæringarverðir. Konurfki, framhjáhald og drykkjuskapur er meira en góðu hófi gegnir. En á milli fléttast saklausari skemmtan eins og vikivakar, marsar og samkvæmisdansar fyrri alda. — Vönduð Framhald af bls. 24 sex íþróttamanna úr KR, ÍR og Armanni um það. Völuspá frumflutt A hátfðarsamkomunni á Arnar- hóli talar borgarstjórinn í Reykja- vík, Birgir Isleifur GunnarsSon.og flutt verður samfelld söguleg dag- skrá, sem Bergsteinn Jónsson cand. mag. hefur tekið saman og Klemenz Jónsson stjórnar. Flutt verður tónverkið Völuspá eftir Jón Þórarinsson, sem samið er í tilefni þjóðhátíðarinnar. Flytj- endur verða Söngsveitin Fílhar- mónía og Sinfóníuhljómsveit Is- lands, en höfundur stórnar. Bisk- up íslands, herra Sigurbjörn Ein- arsson, flytur aldarminningu ís- lenzka þjóðsöngsins, sem leikinn verður í lok dagskrárinnar. Lúðrasveitin Svanur leikur ætt- jarðarlög áður en samkoman hefst og milli atriða. Tekiö á móti teinæringun- um Kl. 4.15 verður tekið á móti teinæringunum, sem Norðmenn gefa Islendingum við verbúða- bryggjuna í Reykjavík, en á eftir verður móttaka i Höfða, þar sem þeir verða formlega afhentir. Þættir úr gömlum revíum Kvöldskemmtun, sem Guð- mundur Jónsson kynnir, hefst við Arnarhól kl. 20 á laugardags- kvöld. Dr. Gunnar Thoroddsen flytur aldarminningu stjórnar- skrár Islands og félagar úr Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur sýna dansa úr hátíðarsýningu félags- ins, sem var í Þjóðleikhúsinu í gær. Stjórnendur verða Sigríður Valgeirsdóttir og Jón Asgeirsson. Einsöngvarakvartettinn og Karla- kórinn Fóstbræður syngja, sýndir verða fimleikar og leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur flytja þætti úr gömglum revíum. Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur. Að dag- skránni lokinni verður stiginn dans við 5 skóla í borginni til kl. 1 eftir miðnætti. Teflt með lifandi mönnum A sunnudagsmorgun verða há- tíðarmessur í öllum kirkjum borg- arinnar, en um kl. 14 verður helgistund í grasagarðinum í Laugardal f umsjón séra Gríms Grímssonar. Kl. 15 hefst dagskrá á Laugardalsvelli, sem Sveinn Björnsson kynnir. Þar tefla Frið- rik Ölafsson skákmeistari og Nor- egsmeistari í skák, Svein Johann- essen, með lifandi taflmönnum undir stjórn Guðmundar Arn- laugssonar. Skákmennirnir verða klæddir sérstökum búningum og verður leikið jafnt alla skákina, einn leikur á hálfrar mínútu fresti. Á þjóðhátíðinni 1874 var einnig tefld skák með lifandi tafl- mönnum. Keppt verður I íþrótt- um og sýnt fallhlífarstökk á Laug- ardalsvellinum. 18 manna hljóm- sveit FlH leikur. Um kvöldið verður knattspyrnukappleikur milli úrvalsliða Reykjavíkur og Kaupmannahafnar og verður að- gangur ókeypis. Hátfðarsamkoma í Dóm- kirkjunni Hátíðarsamkoma í tilefni 100 ára afmælis þjóðsöngsins verður í Dómkirkjunni á sunnudagskvöld og hefst kl. 20.30. Andrés Björns- son útvarpsstjóri flytur erindi um séra Matthías Jochumsson höfund þjóðsöngsins og Jón Þórarinsson tónskáld flytur erindi um tón- skáldið Sveinbjörn Sveinbjörns- son. Dómkórinn undir stjórn Ragnars Björnssonar og fleiri aðilar flytja tónlist eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. Minni Reykjavíkur A mánudagsmorgun verða barnaskemmtanir á sömu stöðum og í dag undir stjórn Bessa, Gísla og Ömars, en eftir hádegið verður síðdegisskemmtun við Arnarhól, sem Guðmundur Jónsson stjórn- ar. Vilhjálmur Þ. Gfslason for- maður Reykvíkingafélagsins flyt- ur minni Reykjavíkur, Sigríður E. Magnúsdöttir syngur einsöng, Pólýfonkórinn syngur undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar og flutt verður dans- og búningasýn- ing undir stjórn Hinriks Bjarna- sonar. Leikarar Leikfélagsins flytja á ný þætti úr gömlum reví- um undir stjórn Guðrúnar Ás- mundsdóttur. Lúðrasveit verka- lýðsins leikur. Þættir úr nútfma söng- leikjum Kvöldskemmtun verður við Arnarhól á mánudagskvöld, sem Gunnar Eyjólfsson kynnir. End- urtekið verður Þjóðdansaatriðið frá laugardagsskemmtuninni og tónverk Jóns Þórarinssonar verð- ur endurflutt. Fluttir verða þætt- ir úr nútfma söngleikjum, sem Róbert Arnfinnsson hefur tekið saman. Sýndir verða fimleikar og karlakórinn Fóstbræður og Karla- kór Reykjavíkur syngja saman. Að dagskránni lokinni um kl. 22.15 hefst dans í miðborginni og verður dansað á þrem stöðum til kl. 1 eftir miðnætti, en þá verður hátiðinni slitið með stórri flug- eldasýningu, sem Hjálparsveit skáta annast. Framkvæmdastjóri þjóðhátíð- arnefndar Reykjavíkur er Stefán Kristjánsson, en dagskrárstjóri Klemenz Jónsson. Arkitekt nefndarinnar er Garðar Halldórs- son, en Einar Þorsteinn Ásgeirs- son arkitekt hannaði tjaldið yfir dagskrárpallinn. — Norðursjórinn Framhald af bls. 13 Kristofer Janson. Síðan stendur þetta: Hundrad aar sidan Skalden vaar tala ved Tusundaarsfesten paa Thingvellir, ellve hundrad aar sidan Landnaamsmannen for frá Fjalir til Faxaflói. Menn enno er ikkje Skalda Ordi glöymde, enno er ikkje Slekt- skapsbaandi med frendefolket paa Island glöymde. Olav Fjæra lektor er for- maður þeirra 11 félagssamtaka, er undir skjalið skrifa, en þessi samtök heita Bygdelagsnemdi I Bergen: Vestmannalaget, Ervingen, Bondeungdomslaget, Nordfjordlaget, Sunnfjord- laget, Sognalaget, Sunnhord- lendingen, Nordhordlendingen, Foreningen Nord-Norge, Idrottslaget Gular, Trönder- laget. Skjalið er undirritað af stjórnarmönnum I Bygdelags- nemdi I Bergen, en f stjórninni eiga sæti auk lektorsins: Mils Haukaas, Mils Fykse, Leif Nyhammar, Martin Heimseter, Norvald Erkstad og Ole West- blikk. Skjalinu fylgdi og önnur gjöf til forsetans, en það var líkan af víkingaskipi og um borð I því er lítil steinflís úr kumli á bæ Ingólfs að Rivedal. Það er talið líklegt, að það sé gröf Arnar föður Ingólfs, en yfir gröfina hefur verið lögð steinhella og úr henni er flísin. — Brjóstmynd Framhald af bls. 24 virðast væri þetta fyrsta högg- myndin eftir Thorvaldsen, sem sett væri upp á Islandi og Islend- ingar hefðu sjálfir átt frum- kvæðið að. önnur verk hans væru gjafir til landsmanna. „Það er því verðug gjöf Reykvíkinga til sjálfra sfn á þjóðhátíðarárinu að setja upp þetta verk Thor- valdsens,“ sagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri. Fjórða verkið er svo fyrrgreind stytta af Tómasi Guðmundssyni. Borgarstjóri sagði I ávarpi sínu, að ekki væri til nema eitt skáld á tslandi, sem í hugum almennings bæri titilinn borgarskáld, og það væri Tómas. „Þegar ljóðabókin Fagra veröld kom út 1933, mitt á krepputímum, vakti hún óbland- inn fögnuð, ekki sfzt meðal Reyk- víkinga, því að I bókinni orti Tómas um Reykjavík á þann hátt sem enginn annar hafði gert og opnaði augu borgarbúa fyrir feg- urð borgarinnar, sem oft fólst I þvf smáa, sem menn höfðu dag- lega fyrir augum, en kunnu ekki að meta fyrr en Tómas hafði varpað sínu ljósi á hversdagsleik- ann.“ Birgir Isleifur gat um góðar við- tökur bókarinnar, áskoranir á bæjarstjórn um sérstaka viður- kenningu skáldinu til handa, sem orðið var við. Tómas hefði haldið áfram að kveða um Reykjavík. Hann hefði vakið skyn borgarbúa á fegurð borgarinnar og vakið með þeim stolt yfir þvf að búa hér. „Hinn grái hversdagsleiki varð að hátíð f hvert sinn, sem Ijóð hans voru numln." Síðan sagði Birgir Isleifur Gunnarsson: „Og nú reisum við Reykvík- ingar brjóstmynd af Tómasi Guðmundssyni hér f Austur- stræti, en þessa götu gerði Tómas einmitt að yrkisefni á ógleyman- legan hátt, en það Ijóð verður flutt hér á eftir bæði í söng og upplestri. Hér er Tómas á sinum stað, þar sem strætið ómar af bernskuglöðum hlátri. Þessi af- hjúpun, sem hér fer nú fram, er þakklætisvottur Reykvíkinga fyrir ótal unaðsstundir, og ég sé ekki betur en að nú þyki sólinni gaman að skfna.“ Að loknu ávarpi borgarstjóra afhjúpaði eiginkona skáldsins, frú Bertha Guðmundsson, stytt- una, en síðan söng Kristinn Halls- son nokkur erindi úr ljóði Tómasar — Austurstræti og tón- skáldið og vinur Tómasar Sigfús Halldórsson las upp erindi úr ljóðinu inn á milli. Þá tók Tómas Guðmundsson til máls og þakkaði góðan viðurgjörning við sig af hálfu borgarinnar fyrr og síðar. Einnig færði hann Sigurjóni Clafssyni myndhöggvara og konu hans Birgittu þakkir fyrir ánægjulegar samverustundir meðan myndhöggvarinn var að vinna að myndinni og „færði list- rænar stoðir undir minn brot- hætta ódauðleika“, eins og Tómas orðaði það. Endaði hann ávarp sitt með þeirri ósk til Reykja- víkur, að hún mætti ávallt vera í góðum höndum, fbúar hennar fyndu þar mikið og gott athvarf og sýndu borg sinni ræktarsemi svo að þeim vegnaði sjálfum sem bezt. Stúlka óskast. Ósk um eftir að ráða röska stúlku til götunar- og bókhaldsstarfa. Verzlunar- skólamenntun æskileg. Upplýsingar sendist Mbl. fyrir 8. ágúst merktar „5317". Defektrice óskast til afleysingar í 4 mánuði á skrif- stofu samlagsins. SJÚKRA SA MLA G RE YKJA VÍKUR Húsvörður — Umsjónarmaður óskast að Skálatúnsheimilinu, Mosfells- sveit sem fyrst. Þarf að vera laghentur. Skriflegar umsóknir sendist forstöðu- manni heimilisins, sem veitir jafnframt nánari upplýsingar í síma 66249. Stúlka óskast Óskum eftir að ráða stúlku til starfa við smurt brauð. Nánari uppl. veittar í síma 85660. VE/TINGAHÚS/Ð GLÆS/BÆ. Sveitarstjóri óskast Suðureyrarhreppur í Súgandafirði óskar eftir að ráða sveitarstjóra, frá og með 1. sept. Umsóknum þarf að skila til oddvita Suðureyrarhrepps, fyrir 1 5. ágúst. Ólafur Þ. Þórðarson. ^ITIflRGFRLDRR f mRRKRflVÐRR Atvinna Getum bætt við starfsfólki í verksmiðju okkar. Uppl. hjá verkstjóra fyrir hádegi. Hampiðjan h. f., Stakkho/t 4. Þroskaþjálfar — Fóstrur Óskum að ráða þroskaþjálfa og fóstrur að Skálatúnsheimilinu, Mosfellssveit. Skrif- legar umsóknir sendist forsöðumanni heimilisins og veitir hann jafnframt nánari upplýsingar í síma 66249. Skrifstofustúlkur óskast nú þegar til starfa við vélritun og almenn skrifstofustörf. Verzlunarskóli eða hlið- stæð menntun æskileg. HF. Eimskipafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.