Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. AGUST 1974 7 Kissingers DR. Henry Kissinger er ekki lengur eina stjarnan í Was- hington. Ástæðan eru árásir öldungadeildarþingmannsins Henry Jackson á hann. Beri Kissinger aðalheiður- inn af því að hafa dregið úr spennunni milli Bandaríkj- anna og Sovétrikjanna, er Jackson helzti andstæðingur- inn. „Kissinger óttast mig," segir Jackson. Nokkuð er til í því. Ég spurði starfsbróður Kiss- ingers um daginn, hvort hann tæki hinarauknu árásir Jackson alvarlega. „I raun- inni mjög alvarlega," sagði hann. Jackson, sem er 62ja ára, er ekki einn af hinum glæsi- legu öldungadeildarþing- mönnum, en hann er vissu- lega einn af þeim þrjóskustu og starfsömustu. Hann gekk ekki í hjónaband fyrr en hann var orðinn 49 ára; hann sagðist vera „of önnum kafinn." Hann er ættaður frá Washingtonríki á vestur- ströndinni og hefur eytt unartækni- og vopnavið- skipti. Jackson gerist nú í auknum mæli málsvari þessara manna. Og það leikur lítill vafi á því, að gagnrýni hans vekur óróa stjórnvalda. Eins og er kemur Jackson í veg fyrir það, að Nixon og Kissinger trúi Rússum fyrir leyndarmálum eða aflétti við- skiptabanni á ýmsum þjóðum, þar til að sovézk yfirvöld heimila fleiri Gyð- ingum að flytjast úr landi. En það er ekki eins auðvelt að finna Jackson stað á stjórnmálasviðinu og sumir halda. Hann er ekki bara fastheldinn, hægrisinnaður, andkommúnískur „haukur". Hann var á móti McCarthy. Hann varð fyrri til en Nixon að hvetja til viðurkenningar á Kína; hann er reyndar nýbúinn að fara í heimsókn til Kína og lét þá í Ijós ánægju sína með hin nýju tengsl Kína og Bandaríkj- anna. Bandaríkjanna og sé reiðu- búinn að láta Rússum í té allskyns tæknilega og við- skiptalega aðstoð gegn litlum sem engum endurhagnaði. Jackson geðjast heldur ekki að hugmyndinni um mikla viðskiptasaminga milli Rússa og bandarískra risa- fyrirtækja. Ef spennan milli stórveldanna magnaðist á ný, hvert myndu slík fyrir- tæki þá snúa sér? Kissingar telur, að þegar viðskipti Rússa og Bandaríkjamanna verða innbyrðis háðari, muni Bandaríkjamenn fá betri stöðu gegn Rússum. En Jackson, sem vantreystir bandarfskum stórfyrirtækj- um, telur, að hagurinn kunni að verða Rússa og þeir nái þannig yfirhöndinni. Jackson verður þeim Nixon og Kissinger æ sárari fleinn í holdi. Jackson hefur náin sambönd í Pentagon; hann hefur nú í tvo áratugi verið helzti talsmaður Pentagon á þinginu, studdi THE OBSERVER Höfundur: Michael Davie w tStít THE OBSERVER nálega öllum sínum starfs- ferli í þinginu. Hann er lög- fræðingur eins og svo til allir áhrifamenn í Washington og hefur verið öldungadeildar- þingmaður fyrir demókrata síðan 1 952 og hlýtur ávallt endurkosningu með geysi- legum meirihluta. Hann er frekar lítill, með fremur hrjúfa rödd og kann skil á ótal hlutum. Hann er áhrifa- mesti demókratinn á þingi — áhrifameiri en Kennedy, Humphrey og Fulbright, sem eru þekktari, — en nú er hann farinn að slægjast eftir forsetaem bætti n u. Minnkandi spenna (détende) í samskiptum stór- veldanna hefur þar til nýlega notið sérstaklega mikils stuðnings meðal bandarísku þjóðarinnar. Samningar Nixon forseta við Rússa voru ein af ástæðunum til þess, að hann náði endurkjöri með svo miklum meirihluta. Kringumstæðurnar eru ein- kennilegar. Nixon, sá mikli and-kommúnisti, stendur fyrir bættum samskiptum og nýtur til þess mikils stuðn- ings frá sumum mestu og áköfustu kapítalistum landsins. Andstaðan kemur frá Pentagon, sem óttast, að verið sé að prútta með kjarn- orkubirgðir Bandaríkjanna, og frá frjálslyndum mönnum eins og t.d. rithöfundinum Arthur Miller, sem sjálfur var yfirleitt talinn standa mjög nálægt kommúnistum. Þessir frjálslyndu menn vilja, að í samningunum milli Rússa og Bandaríkjamanna sé lögð meiri áherzla á það, að greitt sé fyrir frjálsari ferðalögum og skoðanaskiptum fólks, en ekki aðeins samið um verzl- En þó er honum ekki heldur rétt lýst með því að segja, að hann sé hægrisinni. Hann nýtur fyllsta stuðnings flestra stóru verkalýðsleiðtog anna. Hann hefur haldið uppi harðri gagnrýni á olfu- félögin. Hann var hvata- maður umhverfisverndarlag- anna, þar sem bandarísku þjóðinni voru í fyrsta sinn sett markmið á sviði um- hverfisverndar, — enda þótt hann hafi svo fallið í áliti hjá umhverfisverndarmönnum, er hann studdi notkun hljóð- frárra þota (Boeing verk- smiðjurnar eru i heimaríki hans) og lagningu olíuleiðsl- unnar frá Alaska. „Vandræði mín í sambandi við utanríkis- mál eru þau, að ég lít mjög ákveðnum augum á frelsi einstaklingsins," segir hann. „En ég er a ,.m.k. sjálfum mér samkvæmur. Ég var á móti stuðningi við Grikki en meðmæltur viðskiptabanni á Rhódesíu." Áður fyrr voru viðhorf Jacksons og Nixons til Rússa og varnarmála þau sömu. Árið 1968 bauð Nixon honum stöðu sem varnar- málaráðherra. Hvað ber þeim á milli nú? Jackson segir, að Rússar hafi hagnast of mikið og Bandaríkjamenn of lítið á samningum Nixon við Rússa. Hann er ekki á móti samningum við Rússa — í rauninni er hann hlynntur þeim, — en samkvæmt eigin sögu vill hann ná betri samningum. Hann telur, að Nixon sé svo ákafur í samn- ingagerðum — að nokkru leyti pólitiskri stöðu sjálfs síns til stuðnings —, að hann hafi látið of mikið af hendi. Hann hafi veikt varnir fullkomlega stríðið í Víetnam og er alltaf reiðubúinn að greiða atkvæði með aukinni hervæðingu og auknum fjár- veitingum til hermála. Rík ástæða fyrir því, að Nixon gerði ekki mikilvæga vopna- samninga í Moskvu á dögunum, virðist vera sú, að hann hafi óttazt viðbrögð Pentagon, Jacksons og stuðningsmanna þeirra. En hvað vill Jackson, að gerist f vfgbúnaðarkapp- hlaupinu? Vill hanrl hægja á því eða stöðva það, og ef svo er, hvernig? Þetta kann að vera hinn veiki punktur öld- ungadeildarþingmannsins, og Kissinger virðist nú að þvf kominn að ráðast á einmitt þetta atriði. Kissinger sagði i Moskvu, kvíðafullur að þvf er virtist: „Hvað í ósköpunum er hernaðarlegir yfirburðir, þegar litið er á þá staðreynd, að Rússar og Bandaríkja- menn gætu tortfmt hvorir öðrum margsinnis?" Gagn- vart þessari staðreynd verða röksemdir Jackson loðnar. Hann talar kunnáttusamlega um magn vopna og flug- skeyta, en hann gerir ekki Ijósa grein fyrir tilganginum með öllum þessum eyðingar- mætti. Er í rauninni lengur til nokkurs að tala um, að annaðhvort Bandaríkin eða Sovétríkin séu máttugri en hitt ríkið. Á takmark Banda- rfkjanna enn að vera það að vera „máttugast?" Jackson svarar báðum spurningum játandi. Kissinger svarar neit- andi. Bandarfska þjóðin verður að velja á milli þeirra. Baráttan er að hefjast, og niðurstaða hennar er mikil- væg. Raðhús til leigu i Kópavogi. Tilbúið að hluta. Leigutimi samkomulag. Vinna við húsið getur komið upp i leigu. Tilboð sendist blaðinu tyrir 10. ágúst merkt: ..fyrirframgreiðsla 5319". Mig vantar litla ibuð eða herbergi með eldunaraðstöðu handa dóttur minni sem er i Menntaskóla i Reykjavik. Leó Júliusson, Borg á Mýrum simi 93-7353. Trésmið vantar Trésmið vantar i vinnu úti á land um ca þriggja vikna tima húsnæði og fæði á staðnum. Ferðir til og frá verða greiddar. Uppl. eru veittar i simum 37209 og 32924. Óska eftir VW rúgbrauð 2ja—5 ára, helzt með gluggum. Uppi greiðslu kemur uppsláttur innrétting, eða uppsetning á stál- grindarhúsi. Tilboð sendist Mbl. merkt „5320". Óska að taka á leigu 3ja—5 tonna trillu i 3. mánuði. Simi 19069, DAGLEGA. Dodge Dart '65 mjög góður einkabill til sölu. Má borgast með 2—5 ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Simi 22086. Peningaskápur viljum kaupa notaðan peninga- skáp. Efnaverksmiðan Eimur s.f., sími 10675. Peugeot404 1971 mjög góður. Skoðaður. Til sölu. Samkomulag með greiðslu. Simi 16289. Cortinu athugið eigendur Höfum fengið hinar marg eftirspurðu hlífðar- pönnur undir benzíntanka. Ford- umboðið, Sveinn Egi/sson, Skeifan 1 7. Bakarar Bakarí til sölu Til sölu er bakaríið á Flateyri að hálfu eða öllu leiti. Starfsemin er í leigu húsnæði og fæst það áfram til langs tíma gegn mjög vægri leigu. Nánari upplýsingar gefa Trausti Friðbertsson kaupfélagsstj. Flateyri og einnig eftir kl. 20, Þorbjörg Jónasdóttir í síma 94-7640. p—IT’' |irr"'T~"'r''- — f”"'* ',*'?• sí ! l ii iii m "" ' ijfii111; 11 " "... r Óskum að ráða nú þegar eða sem allra fyrst, FULLTRÚA í Skýrsluvéladeild vora. Þekking á sviði gagnavinnslu í tölvum og/- eða forritunarkunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Skrifstofuumsjón, Ármúla 3, III. hæð. SAMVINNUTRYGGINGAR hófst 1 ágúst og stendur til 1 5. okt. 1974. Þeir bifreiðaeigendur, sem mæta með bifreiðar sínar til skoðunar hjá Bifreiða eftirliti rikisins eftir 1 ágúst eiga að framvísa Ijósastillingarvottorði og á bifreiðunum á að vera miði með áletruninni „Ljósaskoðun 1974". Frestur fyrir aðra bifreiðaeigendur til að láta stilla ökuljós bifreiða sinna er til 15. október 1 974 Bifreiðaeftirlit rikisins. Umferðarráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.