Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. AGUST 1974 Þorsteinn Bjarnason Bókari — Meistaramótið í sundi: Fjölmenniistu sveit- imar frá Ægi og KR Friðrik, Sigurður og Þórunn á EM í Vín BÓKARINN er áttræður I dag. Þorsteinn Bjarnason er fæddur 3. ágúsl 1894 í Keflavík, en þar var Nicolai Bjarnason faðir hans verslunarstjóri, en síðan vel met- inn kaupsýslumaður I Reykjavfk, dáinn 1948, og Þorsteinn hefur mestan starfsaldur sinn verið Reykvíkingur. Verslunar- menntun sína sótti hann til Dan- merkur, og lauk prófi í Ribe Handelsskole. Hann kvæntist 1915 Steinunni Pétursdóttur, sem andaðist 1942, en seinni kona hans er Klara Sigurðardóttir. Þor- steinn vann lengi við ýmis skrif- stofustörf hér í bæ. Fundum okkar bar saman, er við komum báðir í senn að Verslunarskólan- um 1931 og unnum þar siðan saman í tvo áratugi og kenndi Þorsteinn þar bókfærslu, eins og alkunnugt er. Hann var vegna EINS OG áður hefur verið skýrt frá í fréttatilkynningu, hefur fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, tekið upp þann hátt við lausn hagsýsluverkefna einstakra ríkisstofnana að koma á fót samstarfshópi, þar sem full- trúar frá viðkomandi stofnun, fagráðuneyti og fjárlaga- og hag- sýslustofnun ynnu saman að úr- lausn þeirra verkefna, sem við væri að glfma hverju sinni. Fjármálaráðherra hefur skipað í samráði við hlutaðeigandi ráðu- — Minning Guðmundur Framhald af bis. 15 værð eftir góðar heimtur. Ég minnist hans á herstbaki, er við riðum gæðingum hans og hve annt honum var um það. Ég minn- ist þess, er við áðum í brekku eða undir barði og ræddumst við í kyrrð og ró. Þannig kynntist ég honum sem manni. Hann var dulur að eðlisfari og hugsanir hans lágu ekki á glám- bekk. Það var ángæjulegt að kynnast honum hægt og sígandi á hógværan og friðsælan hátt. Hann var bókhneigður og stál- minnugur og myndaði sér skoðan ir af heilbrigðri skynsemi. Hann var prúðmenni og góður drengur. Ég minnist hans í gleði, en einn- ig í sorg, er hann ásamt föður sínum og systrum fylgdi ástkærri móður síðasta spölinn fyrir tæp- um tveim árum. Belssuð sé hin bjarta minning þeirra beggja. S.Y. Kveðja frá föðurfrændsystkinum. Þeir fremstu nálgast óðum og fara æði geyst, en fáa mun sá hófadynur gleðja. Frá hestasteini mínum hef ég fákinn leyst og held nú inn með fjálli til að kveðja. (D.St.) Þegar við fréttum, að Gummi frændi væri dáinn ætluðum við ekki að geta trúað því, að hann hefði verið kallaður brott svo skyndilega í blóma Iffsins aðeins 26 ára gamall. Er við nú kveðjum hann hinztu kveðju reikar hugur- inn til liðinna sumra. Þá voru sólskinsdagar í hópi frændfólks og vina. Nokkur okkar höfðu hitt Gumma í sumar, en önnur ætluðu að gera það. Skyndilega er allt breytt. Sá, sem öllu ræður, hefur gripið inn í. Enn einu sinni er okkur sýnt, hve mannanna vilji nær skammt. Með þessum fátæk- legu orðum viljum við frænd- systkinin þakka ánægjulegar sam- verustundir. Minningin um góðan dreng mun lifa. Megi góður guð styrkja þá, sem misstu mest. Nú dynur hátt í fjöllum hið djarfa hófaglamm. Attrœður kennslugreinar sinnar einn af aðalkennurum skólans og varð það einnig vegna persónu sinnar og áhrifa. Hann skrifaði í skólan- um kennslubækur í bókfærslu, verðlagsreikningi og kontokurant og ruddi þar braut og ýmsar nýj- ungar voru þá teknar upp í Verslunarskólanum. Þorsteinn þótti ekki æfinlega mjúkmáll eða mildur í kröfum, — hann vildi, að sínir menn kynnu sitt bókhald, þegar út í lífið kæmi — og það gerðu þeir. Nemendurn ir vissu það líka, að þrátt fyrir öll orð, var bókarinn í verki og inni við beinið besti náungi, kunni sitt fag og vildi hag nemenda sinna og heiður skóla síns, var dreng- skaparmaður og gleðimaður í vinahóp. Hann setti svip á skól- ann og er orðinn einskonar þjóð- saga þar fyrir löngu, var vel met- neyti tvær slíkar nefndir, aðra til að gera allsherjar athugun á skipulagningu og rekstri Flug- málastjórnar, hina til að aftnast hliðstæða athugun á flugrekstri Landhelgisgæzlunnar. i flugrekstrarnefnd Land- helgisgæzlunnar eiga sæti: Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, Olafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri, Leifur Magnússon, varaflugmála- stjóri og Jón E. Böðvarsson, Nú drýpur á mig sveitinn, mélafroðan. Við stefnum móti ljósinu, leitum upp og fram, til landsins, sem er bak við morgunroðann. (D.St.) — Minning Kristín Framhald af bls. 15 1 Holtum, bróðir Jóns hreppstjóra á Skarði á Landi Árnasonar bónda á Galtalæk Finnbogasonar á Reynifelli. Voru þeir bræður og forfeður þeirra orðlagðir búmenn. Og Ingiríðar Guðmunds- dóttur bónda á Keldum á Rangár- völlum, sem Keldnaættin er við kennd, Brynjólfssonar hrepp- stjóra og fræðimanns á Kirkjubæ vestra Stefánssonar hreppstjóra í Árbæ Bjarnasonar hreppstjóra á Víkingslæk Halldórssonar, sem Víkingslækjarættin er kennd við. Guðmundur á Keldum var mikill dugnaðarmaður og voru af- komendur hans hinir mestu hæfi- leikamenn. Meðal barna hans voru Jón bóndi á Hliðarenda í Ölfusi, afi dr. Jóns Helgasonar prófessors og skálds, Vigfús fræðimaður í Engey, Jón ættfræð- ingur á Ægissíðu og Júlía móðir Helga Ingvarssonar yfirlæknis á Vífilsstöðum. Móðir Stínu var sem áður segir Þórunn Magnúsdóttir silfursmiðs og skálds á Ketilstöðum í Holtum Bjarnasonar og konu hans Málm- fríðar Benediktsdóttur prests á Guttormshaga Eiríkssonar. Var Benedikt fjörmaður mikill, sund- maður góður og vel látinn, en Málmfríður dóttir hans bók- hneigð og hagmælt. Magnús þótti skáld gott og lifa margar vísur hans enn meðal fólks þar eystra. Þau Þórunn og Árni settu fyrst bú á Moldártungu í Holtum 1893 og bjuggu þar til 1899, er þau fluttust á Látalæti á Landi. Börn þeirra voru: María, dó á öðru ári, Málmfriður, gift Ingvari Arna- syni bónda á Bjalla á Landi, Ingi- rfður, gift Einari bónda á Kaldár- holti Jónssonar, Júlía, gift Hall- dóri Árnasyni, Árni bóndi á Stóraklofa, kvæntur Hrefnu Kristjánsdóttur, Þórunn, gift inn og virtur kennari. Einskis er eins gott að minnast frá skóla- árum, sýnist mér, eins og ágætra samverkamanna og nemenda og fá að njóta áframhaldandi vináttu þeirra, og fyrir það er ég þakk- látur. Þorsteini Bjarnasyni óska ég alls góðs og þakka honum langa og góða samvinnu. Vilhjálmur Þ. Gfslason. deildarstjóri, sem skipaður var formaður nefndarinnar. I nefnd um skipulag og rekstur Flugmálastjórnar eru: Leifur Magnússon, varaflug- málastjóri, Ölafur S. Valdi- marsson, skrifstofustjóri og Jón E. Böðvarsson, deildarstjóri, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. Báðum nefndunum er gert að skila fyrstu niðurstöðum eigi síðar en 6 mánuðum frá skipunar- degi. Gunnari Guðnasyni sérleyfishafa í Reykjavík og svo Kristín, sem var yngst. Börn Árna af seinna hjóna- bandi og Guðrúnar voru: Bene- dikta iðnverkakona hér 1 Bæ, Magnús múrarmeistari, kvæntur Aðalheiði Kjartansdóttur, Þór- unn Ágústa, gift Árna Böðvars- syni dósent og Margrét, gift Hall- grími Jakobssyni söngkennara. Þetta sagði mér Sigurgeir Þor- grímsson, sá ágæti ættfræðingur. Um 18 ára gömul flytzt Stína frá Vatnsnesi til Reykjavíkur. Vann hún hér í mörg ár á Upp- sölum við framreiðslu- og eldhús- störf. I Reykjavík kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Bryn- jólfi Gíslasyni frá Haugi í Flóa. Var hann þá við matreiðslunám hjá Theódóru í Kirkjustræti. Giftust þau þann 25. okt. 1929. Brynjólfur varð síðan matsveinn á togurum og bjuggu þau í Reykjavík þangað til 1942 að þau keyptu Tryggvaskála. Þar hafa þau búið síðan og rekið greiðasölu við nafntogaða rausn þangað til í vor, að þau lögðu niður starf- rækslu sína og seldu Selfoss- hreppi eignina. Þrátt fyrir það veit ég, að þeim var báðum mikið í mun, að sú þjónusta við gesti og gangandi, sem átti ekki minnstan þátt í hinni glæsilegu uppbygg- ingu Selfoss, yrði ávallt til reiðu. Er því gott til þess að hugsa að nú skuli byrjað á þvi mikla mann- virki, sem grunnur er lagður að sunnan brúarinnar, til að halda uppi merki litla skálans, sem Tryggvi Gunnarsson reisti forðum fyrir sig og smiði sína vegna brúargerðarinnar yfir Ölfusá, mesta vatnsfalls landsins. Þess mannvirkis, sem framar öllu lagði grundvöll að þeim fagra og myndarlega stað, sem Selfoss er nú. Stína min í Skálanum er nú öll. Móðir min og systurnar hafa nú misst „stóru systur“. Skuggi hvílir yfir öllu austan fjalls, þar sem aldrei hefur þurft leiðsagnar né mals. Ég votta Brynjólfi og börnunum Þórunni Málfriði, Guðrúnu, Árna og Bryndísi mina dýpstu samilð. Niður Ölfusá mun blandast samhljómi klukknanna og þeim elfi aldanna, sem Alfaðir einn ræður. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Meistaramótið f sundi hófst á miðvikudaginn og var þá keppt 1 þremur lengstu sundunum með góðum árangri eins og fram kem- ur annars staðar á sfðunni. ! dag heldur keppnin áfram og verður keppt f 11 greinum. Keppnin hefst klukkan 17.00. Á morgun verður svo keppt í sama fjölda keppnisgreina og keppnin hefst á sama tfma. Tæplega eitt hundrað þátt- takendur hafa tilkynnt þátttöku sína í mótinu og má búast við jafnri keppni í mörgum greinum. Fjölmennustu sveitirnar koma frá Ægi og KR. Keppt verður um afreksbikar, sem veittur verður þeim keppanda, er nær beztum Meistaramótið f sundi hófst f Laugardalslauginni f fyrrakvöld. Var þá keppt í þremur greinum, langsundunum, og sett voru þrjú ný met f yngri aldursflokkunum. 1 1500 metra skriðsundi karla sigraði Friðrik Guðmundsson, KR, hann synti á 18:03.4 mínút- um, annar varð Axel Alfreðsson, Ægi, á 18.20.2 og þriðja sætið hlaut Brynjólfur Björnsson, Ármanni, synti á 18:27.2 og er það nýtt sveinamet. I 10. sæti kom svo 10 ára strákur úr Ægi, Adolf Emilsson, synti hann á 22:38.4 og er tími hans nýtt sveinamet 12 ára og yngri, eða strákamet. Það er athyglisvert við tfma Friðriks, að hann tapaði um tíu sekúndum i byrjuninni, vegna þess að hann hélt að einn keppandi hefði þjófstartað og sneri því við. Þá má UM VERZLUNARMANNA- HELGINA verður mikið um að vera í Kerlingarfjöllum. Þar fer fram skfðamót með þátttöku inn- lendra og erlendra keppenda, og árangri samkvæmt stigatöflu. 1 fyrra hlaut Guðjón Guðmundsson af Akranesi þann bikar, en að þessu sinni þykja þau Þórunn Alfreðsdóttir, Friðrik Guðmunds- son, Sigurður Ólafsson og Vilborg Sverrisdóttir líklegust til að hreppa hnossið. Evrópumeistaramótið í sundi fer fram f Vínarborg dagana 17.—25. ágúst og hefur Sundsam- bandið ákveðið að senda þangað þrjá keppendur, þau þrjú, sem bezt hafa staðið sig í sumar og sýnt mesta eljusemi við æfingar; KR-inginn Friðrik Guðmundsson, og Þórunni Alfreðsdóttur og Sig- urð Ólafsson úr Ægi. geta þess, að tími Axels er annar bezti tíminn sem íslendingur hefur náð í 1500 metra skrið- sundinu. í 800 metra skriðsundi kvenna setti Þórunn Alfreðsdóttir nýtt telpnamet, er hún sigraði á timan- um 11:35.8. önnur varð Bára Ólafsdóttir, Ármanni, og þriðja Sigríður Finsen, KR. Þórunn hefur verið iðin við að setja metin að undanförnu og það var ekki nema von, að Torfi Tómasson for- maður Sundsambandsins léti þau orð falla, að það kæmi met i hvert skipti, sem Þórunn styngi sér. 1 400 metra bringusundi karla sigraði Steingrímur Davíðsson á 5:53.1. Ágúst Þorsteinsson varð annar á 6:04.1 og þriðji varð Hreinn Jakobsson, Ármanni, á 6:04.3; er það jafnframt sveina- met. ef að Ifkum lætur verður margt um manninn þar efra. Nýlega var tekin f notkun skcmmtileg skfða- lyfta í Kerlingarfjöllum og er myndin af henni. Nefndir kanna rekstur og skipulagningu Flugmálastjórnar og Landhelgisgæzlu Fjögur met fyrsta daginn Sumarskíðamót í Kerlingafjöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.