Morgunblaðið - 07.09.1974, Qupperneq 2
_2_____________________________
Félag sambandsfiskframleiðenda:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974
Fyrstu réttir
FYRSTU réttir haustsins verða í
Tjarnarrétt í Kelduhverfi 13.
sept. Næsta dag verður réttað á
mörgum stöðum á landinu og má
nefna Hraunrétt í Aðaldal, Auð-
kúlurétt og Víðidalsrétt.
Réttir í nágrenni Reykjavlkur
hefjast ekki fyrr en eftir 20. sept.
22. sept verður réttað f Kaldadals-
rétt. Næsta dag yrði réttað I
Hafravatnsrétt og I Kollafjarðar-
rétt yrði réttað 24. sept.
Biskup vísiterar
BISKUP Islands, séra Sigurbjörn
Einarsson, vfsiterar eftirtaldar
sóknir I Rangárvallaprófasts-
dæmi, sem hér segir:
Laugardaginn 7, sept kl. 20 I
Voðmúlastaðakirkju og sama dag
kl. 2 I Krossakirkju. Sunnudaginn
8. sept. ki. 14 I Kálholtskirkju og
sama dag kl. 21 I Þykkvabæjar-
kirkju. Mánudaginn 9. sept kl. 14
I Marteinstungukirkju og sama
dag kl. 21 i Skarðskirkju. Þriðju-
daginn 10. sept. kl. 14 vísiterar
biskup I Hagakirkju.
Rekstrargrundvöllur hrað-
frystihúsa vitlaust reiknaður
Fisksölufyrirtæki í Bandaríkjunum segja upp fólki
Tumi þumall
Eins og Mbl. skýrði frá I gær,
þá fæddist agnarlftill kálfur
fyrir nokkru að bænum Búðar-
hóli f Austur-Landeyjum. Kálf-
urinn, sem kallaður er Tumi
þumall, er ekki nema 8 kg. Á
myndinni sjáum við Tuma
þumal drekka sopann sinn úr
pelanum sfnum, en á honum
heldur tveggja ára gömul dóttir
Konráðs Auðunssonar bónda að
Búðarhóli. Stóri kálfurinn á
myndinni er Iftið eitt eidri en
Tumi.
Ljósm. Mbl.: Ottó Eyf jörð.
Gáfu málverk af rektorsfrúnni
STUDENTAR, sem útskrifuðust
frá Menntaskóla Reykjavfkur fyr-
ir 50 árum, þá latfuskólanum, af-
hentu skólanum að gjöf f gær mál-
verk af Helgu Benediktsdóttur
Gröndal, eiginkonu Sveinbjarnar
Egilssonar, fyrsta rektors skólans.
Stúdentarnir, sem útskrifuðust
fyrir 50 árum, voru upphaflega 40
talsins, en nú eru 25 þeirra á lífi. I
þessum hópi eru margir þekktir
íslendingar, en Guðni Guðmunds-
son rektor MR sagði í samtali við
Mbl I gær, að mjög margir prestar
væru I þessum hópi. Nokkrar kon-
ur útskrifuðust 1924, en nú er að-
eins ein þeirra á lífi. Er það Anna
Thorlacíus. Afhjúpaði hún mál-
verkið af Helgu í gær, en það
hefur gert Halldór Pétursson Iist-
málari. Jón Auðuns, fyrrverandi
dómprófastur hafði orð fyrir hönd
hópsins og afhenti gjöfina.
Eins og fyrr segir, gerði Halldór
Pétursson myndina. Hún er máluð
eftir teikningu, sem norskur lista-
maður gerði af Helgu.
„AUKIN fjárbinding frystihús-
anna á þessu ári er 1300—1600
millj. kr. Bankarnir hafa hlaupið
undir bagga eins og kostur hefur
verið á, en engu að sfður cru mörg
hundruð miiljónir króna f hrein-
um vanskilum og mjög vfða er
orðið um algert greiðsluþrot að
ræða.“ Þetta sagði m.a. í greinar-
gerð stjórnar Félags sambands-
fiskframleiðenda, sem samþykkt
var á fundi stjórnarinnar f
Reykjavfk f fyrradag.
Guðjón B. Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild-
ar S.Í.S. sagði I samtali við Mbl. I
gær, að ef ekkert yrði að gert væri
útlitið á rekstri frystihúsa sam-
bandsins ekki bjargvænlegt. Enn
væri ekkert, sem benti til þess, að
fiskverð hækkaði I Bandaríkjun-
Fundur í
Fram
LANDSMALAFÉLAGIÐ Fram I
Hafnarfirði, hefur starfsemi sfna
að þessu sinni með almennum
fundi I Skiphól á mánudaginn
kemur.
Á fundinum mun Matthías A.
Mathfesen fjármálaráðherra,
ræðá um nýafstaðinn stjórnar-
skipti og þau helztu viðfangsefni
sem framundan eru á sviði fjár-
mála og efnahagsmála.
Frjálsar umræður verða að
framsöguerindi loknu.
Allmargir nýir félagar verða
teknir I félagið’og væntir stjórn
félagsins að þeir sem hug hafa á
þátttöku I störfum félagsins ger-
ist félagar á fundinum.
Mun starfsemi annarra flokks-
félaga I Hafnarfirði hefjast innan
skamms. Er fólk hvatt til að fjöl-
menna á fundina, sem auglýstir
verða I blaðinu næstu daga.
Slakur fyrri dagur
hjá Stefáni á EM
Anna Thorlaclus afhjúpar málverk Halldórs Péturssonar af Helgu Benediktsdóttur Gröndal á Sal
Menntaskólans. Ljósm. Mbl.: Brynjólfur
um. Treglega gengi að selja
blokkina og þó svo að reynt væri
að selja hana ört vegna mikilla
birgða. Þá mætti nefna að verk-
fall væri á Nýfundnalandi og
Norðmenn héldu að sér höndum
með fisksölur til Bandarfkjanna.
Þá sagði Guðjón, að Gortones
stærsta fisksölufyrirtæki í Banda-
ríkjunum á sviði fiskrétta hefði
nýlega sagt upp 200 starfsmönn-
um. Framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins hefði sagt, að lfkur væru
þó á, að hægt yrði að endurráða
hluta af þessu fólki á ný eftir
nokkrar vikur, þar sem líkur
væru á, að eftirspurn eftir fiski
myndi aukast þegar liði á árið.
I greinargerð stjórnar Félags
Sambandsfiskframleiðenda segir
m.a.: „Þegar rekstrargrundvöllur
sjávarútvegsins var lagður fram
um sfðustu áramót var gert ráð
fyrir um 270 millj. kr. hagnaði af
hraðfrystiiðnaðinum. Þessi niður-
staða m.a. var fengin með því að
reikna með ftrustu áætlunum um
frystingu loðnu, en þær áætlanir
stóðust ekki. Einnig voru ýmiss
söluverð afurða reiknuð hærri en
verð voru um áramótin, t.d. var
Ráðstefnu skáta lokið
EVRÓPURAÐSTEFNU skáta
lauk I gærkvöldi að Hótel Loft-
leiðum og þar var samþykkt, að
næsta Evrópuráðstefna skyldi
haldin á frlandi að þremur árum
liðnum.
Að sögn Páls Gíslasonar skáta-
höfðingja var Stewart Hawkins
frá Bretlandi kosinn formaður
drengjasambandsins og Marianne
Journe frá Svíþjóð kosin for-
maður stúlknasambandssins.
Færeyingur
hætt kominn
Siglufirði, 6. sept.
SEINT í gærkvöldi var komið
með færeyskan sjómann af hand-
færaskipi frá Torshavn, sem fall-
ið hafði í sjóinn milli skips og
hryggju. Mikill súgur var við
bryggjuna. Hafði maðurinn, sem
er háseti á skipinu Sanna María,
fallið, er hann var að fara um
borð í skip sitt. Var hann hætt
kominn, en félögum hans tókst að
ná honum ómeiddum upp úr sjón-
um. Er hann í dag við góða líðan í
sjúkrahúsinu og búinn að jafna
sig eftir volkið.
—Matthfas.
Sagði Páll, að á miðvikudag
hefðu skátarnir farið í hringferð
að Gullfossi, Geysi, Þingvöllum og
að Úlfljótsvatni, þar sem ráð-
stefnugestir kynntust skátaskól-
anum þar og fyrirkomulagi
flokksforingjanámskeiða.
I fyrradag voru gefnar skýrslur
frá nefndafundum, þar sem
fjallað var m.a. um, hvernig hægt
er að efla skátastarfið fyrir æsku
Evrópu og hvernig bezt er að ná
sambandi við æskulýðinn í
Austur-Evrópu. Þá var fjallað um
samstarf einstakra þjóða og
hvernig koma eigi á skátastarfi í
útborgum og nýjum hverfum þar
sem ekkert félag er starfandi. Þá
var einnig fjallað um það, hvernig
skátahreyfingin getur hjálpað
börnum fólks, sem flyzt á milli
landa vegna vinnu sinnar. Hér er
um að ræða 8 milljónir Evrópu-
búa, þar af 3 milljónir gift fólk
með börn. Þá var fjallað um
fatlað fólk f skátastarfi og sérstök
verkefni, sem skátahreyfingin
vinnur að í því sambandi. I fyrra-
kvöld heimsóttu erlendu gestirnir
fslenzk heimili.
Þá má bæta því við, að skátar í
heiminum eru samtals 22 millj-
ónir, en ekki 14 milljónir, eins og
sagt var f Morgunblaðinu í gær.
100 metra hlaupið hljóp hann á
11,64 sek. og stökk 6,59 metra í
langstökki, en f báðum þessum
greinum á hann mun betri árang-
ur. Stefán varpaði svo kúlu 13,65
metra, stökk 1,83 metra f hástökki
og hljóp 400 metra hlaup á 50,9
sek.
Eftir fyrri dag þrautarinnar
hefur G. Kratschmer frá Austur-
Þýzkalandi forystu í keppninni,
er með 4.227 stig. í öðru sæti er le
Roy frá Frakklandi með 4,185
stig, en síðan koma: Skowronek
(Póll.) 4.118 stig, Zeilbauer
(Austurr.) 4.105, Katus (Póll.)
4.032, Pilh (Svíþjóð) 4.006, Stroot
(V-Þýzkal.) 4.002, Litvinenko
(Sovétr.) 3.979, Andreas (Sviss)
3.960, Bliniaev (Sovétr.) 3.920,
Bogdan (Rúmeníu) 3.861 ogtólfti
maður er Kyosola frá Finnlandi
með 3.837 stig.
Stefáni Hallgrfmssyni vegnaði
ekki sem bezt fyrri keppnisdag
tugþrautarinnar á Evrópu-
meistaramótinu f Róm f gær. Að
honum loknum var hann með
3604 stig, eða langt frá sfnu bezta.
Bezti árangur Stefáns fyrri dag
tugþrautar er 3834 stig.
Það var einkum í tveimur grein-
um, sem Stefáni gekk illa f gær, í
100 metra hlaupi og langstökki.
Súgfirðingar hefja
kvikmyndagerð:
„Kvik-
syndi”
A MORGUN, sunnudag, verð-
ur frumsýnd f Suðureyrarbfói
ný súgfirzk kvikmynd, „Kvik-
syndi" eftir tvo unga Súgfirð-
inga, Sigurð Ólafsson og Svein-
björn Jónsson. Sá Sigurður um
handrit, leikstjórn, klippingu,
kvikmyndun o.fl., en Svein-
björn um tónlistina o.fl. Mynd-
in var tekin á tfmabilinu júnf-
ágúst f sumar á Super 8 milli-
metra litfilmu, og er sýningar-
tfminn 35 mfnútur. 11 leikarar
koma fram f myndinni, en
aðalhlutverkið leikur Snorri
Sturluson. „Þetta er nú ekki
stórbrotið efni,“ sagði Svein-
björn f samtali við Morgun-
blaðið. „Þetta er svona morð-
reyfari, ævintýri um mann,
sem lendir f erfiðleikum út úr
fyllirfi."
Sveinbjörn kvað þá félaga
ekki hafa haft tækjakost til að
setja tal í myndina, en tónlist-
in, sem Sveinbjörn samdi, er
leikin af segulbandi. „Þetta er
eiginlega tilraun" sagði Svein-
björn. „Sigurður hefur lengi
verið að fást við kvikmynda-
vélina og við vildum reyna
okkur við svona efni. Við hefð-
um bara viljað geta unnið
þetta betur. En ef þetta rennur
sæmilega í gegn hér á Suður-
eyri, þá erum við að gæla við
þá hugmynd að reyna að sýna
þetta víðar hérna í kring.“