Morgunblaðið - 07.09.1974, Side 3

Morgunblaðið - 07.09.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974 3 Nýtt starfsár Sinfóníunnar að hefjast Rut Ingólfsdóttir leikur a8 fiðlu Andri Previn leikur i ptanó Vladimir Ashkenazy stjórnar Sin- fónlunni og leikur i ptanó Rögnvaldur Sigurjónsson leikur á ptanó Satanowsky frá Póllandi, Samuel Jones frá Bandaríkjunum, Alberto Ventura frá ftaltu og Páll Pálsson. Einleikarar og söngvarar verða þessir: Ralph Kirshbaum, sellóleik- ari, Michael Roll píanóleikari, Vaclav Hudecek fiðluleikari, Gunnar Egils- son, klarinettleikari, Sheila Armstrong sópran, Dagmar Simonkova píanóleikari, André Previn píanóleikari, J P Rampal flautuleikari, Itzhak Perlman fiðlu- leikari, Rögnvaldur Sigurjónsson ptanóleikari, Rut Ingólfsdóttir fiðlu- leikari, Vladimir Ashkenazy pianó- leikari, Árni Egilsson bassaleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Aaron Rosand fiðluteikari og Sigriður E. Magnúsdóttir söngkona Auk reglulegra áskriftartónleika, sem verða 1 6 á starfsárinu, heldur hljómsveitin fjölskyldutónleika, skólatónleika, barnatónleika, tvenna aukatónleika og einnig nokkra tón- leika utan Reykjavikur. Á starfsárinu 1973/74 flutti hljómsveitin 40 tónleika, reglulega áskriftartónleika, aukatónleika, fjöl- skyldutónleika, skóla- og barnatón- leika, tónleika á Listahátíð og sex tónleika utan Reykjavikur. Aðalhljómsveitarstjóri var Karsten Andersen frá Bergen, sem stjórnaði 12 tónleikum. Aðstoðarhljóm- sveitarstjóri var Páll P. Pálsson, en hann stjórnaði einnig 1 2 tónleikum. Hljómsveitin flutti á starfsárinu 1 1 5 tónverk eftir 69 tónskáld, þar af 1 O tónverk eftir 10 islenzk tón- skáld. Frumflutt voru islenzku verk- in: Athvarf eftir Herbert Hribershek, Epitafion eftir Jón Nordal, Leikleikur eftir Jónas Tómasson, Dialoge eftir Framhald á bls. 22. SigriSur E. Magnúsdóttir syngur NYTT starfsár Sinfóníuhljómsveit- ar fslands er um það bil að hefjast og verða fyrstu tónleikarnir 3. október og síðan hvern fimmtu- dag, svo sem verið hefur undan- farin ár. Norski hljómsveitarstjór- inn Karsten Andersen hefur verið endurráðinn aðalhljómsveitar- stjóri hljómsveitarinnar I vetur, en aðrir hljómsveitarstjórar verða Vladimir Ashkenazy, J.P. Jacquillat frá Frakklandi, Kari Tikka frá Finnlandi, Robert Gunnar Kvaran leikur á selló Árni Egilsson leikur á bassa. FRÁFARANDIORKURÁÐHERRA: Höfundur, framleggj andi og formœkmdi I LOK sumarþingsins fóru fram nokkrar umræður um frumvarp til laga um 13% verðjöfnunar- gjald í Orkusjóð af seldri raforku og breytingartillögur við frum- varpið, sem fram komu. Breytingartillögur Meirihluti iðnaðarnefndarneðri deildar flutti breytingartillögur í sjö liðum. Meginefni tillagnanna var þó þrenns konar: 1) að verð- jöfnunargjaldinu skuli varið til að bæta fjárhag Rafmagnsveitna ríkisins samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra orkumála, að fengnum tillögum stjórnar Orku- sjóðs, 2) að ekki skuli greiða verð- jöfnunargjald af raforku til hús- hitunar Áburðarverksmiðjunnar og tslenzka álfélagsins hf., 3) að lögin taki ekki gildi fyrr en 1. október nk. og skuli falla úr gildi 31. desember 1975. Orkuráðherra.Gunnar Thorodd- sen, flutti breytingartillögu þess efnis, að stjórn Rafmagnsveitna ríkisins skuli skipuð 5 mönnum í stað 3ja og til þess að skuldbinda stofnunina þurfi undirskrift þriggja stjórnarmanna. Minnihluti iðnaðarnefndar lagði til að fresta afgreiðslu frum- varpsins og vísa því til rfkis- stjórnarinnar og til vara, að frum- varpiðyrði fellt. Frumvarp fráfar- andiorkuráðherra Magnús Kjartansson, fráfar- andi orkuráðherra, sagði í um- ræðum um frumvarpið, efnislega m.a.: Frumvarp þetta var lagt fram að síðasta þingi og byggt á nákvæmri úttekt sérfræðinga á fjárhag Rafmagnsveitna ríkisins, Gunnar Thoroddsen, orkuráðherra. miðað við það ástand í efnahags- málum, sem þá var. Eg taldi skyldu mína að leggja þetta frum- varp aftur fram nú á þessu sumar- þingi. Forsendur eru að vísu eitt- hvað breyttar, t.d. liggur ekki fyrir, hvaða útgjaldaaukningu gengislækkunin hefur fyrir ríkis- rafveiturnar. Á móti væri og ljóst, að gjaldstofn sá, sem verðjöfn- unargjaldið væri lagt á, væri nú verulega breyttur. Æskilegast hefði verið, að frekari upplýs- ingar um þessi efni hefðu legið fyrir. Þá gagnrýndi Magnús þá málsmeðferð að fara tvenns konar leiðir í fjáröflun til Raf- magnsveitna ríkisins, þ.e. bæði söluskattshækkun og hækkun verðjöfnunargjaldsins. Þá fór Magnús nokkrum orðum um stjórn Rafmagnsveitn- anna. Taldi hann, að það gætti einræðishneigðar hjá núverandi orkuráðherra varðandi hlut hans að breytingum á frumvarpinu, sem ekki hefðu verið í lýðræðis- átt. Höfundur, framleggjandi og formælandi Gunnar Thoroddsen sagði það koma úr hörðustu átt, er Magnús Kjartansson deildi á sig fyrir and- lýðræðisleg vinnubrögð. Sfn breytingartillaga fæli það eitt í sér að fjölga stjórnarmönnum Rafmagnsveitna rfkisins úr þremur í fimm, sem tryggði fleiri aðilum áhrif á stjórnun fyrir- tækisins. í frumvarpinu, eins og Magnús Kjartansson hefði gengið frá því, væri gert ráð fyrir, að ráðherra skipaði stjórnarmenn fyrirtækisins og svo væri enn. Réttara hefði verið, og í samræmi við grundvallarhugsjónir lýð- ræðisins, að stjórnin væri kosin hlutfallskosningu á Alþingi. Gunnar sagði frumvarpið f öllum meginatriðum eins og Magnús Kjartansson hefði gengið frá því, þrátt fyrir framkomnar breytingartillögur, og hæð verð- jöfnunargjaldsins þá sömu. For- sendur væru og hinar sömu að öðruleytien því, að fjárþörf stofn- unarinnar væri sýnlega meiri nú en þegar það var lagt fram á síðasta þingi. Magnús Kjartans- son væri allt í senn höfundur, framleggjandi og formælandi frumvarpsins. Tilraunir hans til að ganga á snið við eigið afkvæmi væru e.t.v. mannlegar, en naumast stórmannlegar. Að loknum umræðum var frum- varpið samþykkt sem lög frá Alþingi, með breytingum meiri- hluta iðnaðarnefndar og orkuráð- herra. Bjarni Jónsson sýnir í Keflavík BJARNI Jónsson, listmálari opn- ar málverkasýningu f Iðnaðar- mannafélagshúsinu f Keflavfk f dag, laugardag, kl. 16. Bjarni Jónsson er fæddur 15. sept. 1934. Var fyrst ungur mikið á vinnustofum margra af okkar þekktustu málurum en hóf síðan nám við skóla Frístundamálara, síðan gekk hann f Handíðaskól- ann. Hann tók fyrst þátt í samsýn- ingu Félags fsl. myndlistarmanna árið 1952 og flest ár síðan, auk samsýninga erlendis. Fyrsta sjálf- stæða sýningin hans var árið 1952 og hefur hann sýnt flest ár síðan. Nú sem stendur eru 3 myndir Bjarna á farandsýningu í Banda- ríkjunum á vegum American people encylopedia. Sýnging Bjarna í Keflavík verð- ur opin í dag frá kl. 16—22 og á morgun á sama tíma. Sýningin verður svo opnuð aftur n.k. laug- ardag og verður opið á sama tfma, henni lýkur á sunnudag 15. sept. kl. 22. Axarfjörður: Gott hljóð í bændum Skógum, Axarfirði í gær. HÉÐAN er allt gott að frétta, heyskapur hefur gengið sæmi- lega, en upp á síðkastið hefur verið rysjótt tíðarfar, sólskin og stórrigning til skiptis. Það er gott hljóð f bændum hérna og þeir eru bjartsýnir, enda vel undir veturinn bíinir og nóg af góðu fóðri. Nú er um hálfur mánuður í göngur hér í Axar- firðinum. Fólk hér er hresst og almenn heilbrigði og lífsgleði. Menn hér víla ekki fyrir sér hlutina frekar en venjulega, við sætt- um okkur við flest á þessu ágæta útkjálkahorni, en hins vegar líkar okkur miður hve lftið er gert hér f vegamálum og þykir það til skammar. — Sigurður. Borgarnes: Bíðum eftir brúnni og hitaveitunni Borgarnesi í gær. Útlit er fyrir, að hérna verði metslátrun í haust og talað hef- ur verið um 70—80 þús. fjár í þvf sambandi. \ Ferðamannastraumprinn hefur verið ákaflega jafn, eng- ar rosahelgar og það álag, sem lagðist á Suðurlandið með opn- un hringvegarins hefur komið miklu jafnara hér um á baka- leiðinni. Hér bíða nú allir eftir brúnni og ákvörðunum varðandi hita- veituna, en þetta bindur hvort annað, því reiknað er með hita- veitunni um brúna. Hvort tveggja er orðið býsna aðkall- andi. Ekki er vitað annað en veittar hafi verið 90 millj. kr. í brúna á þessu ári, en lítið bólar á þeim og kannski eru þær alls ekki til, en það hefur gætt hérna mikillar óánægju hjá fólki yfir þessum gyllivonum, því verkið átti að vera hafið. —Hörður. Súgandafjörður: Norðaustan þræsingur í haustróleg- heitunum Súgandafirði ígær. HÉR er nú millibilsástand á milli vertíða og verið er að þrffa og hreinsa fyrir haustið. Norðaustanþræsingur hefur verið hér að undanförnu yfir haustrólegu mann- og athafna- lífi. Ekki hefur verið byrjað á neinum íbúðarhúsum hér á þessu ári, en 5 hús eru í smíð- um auk áhaldahúss fyrir hrepp- inn. Framkvæmdir eru nú hafnar við hafskipabryggjuna og er verið að steypa nýja plötu á brimbrjótinn fyrir um það bil 10—11 miilj. kr. — Halldór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.