Morgunblaðið - 07.09.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974
7
MATSEÐILL
Umsjón:
Unnur Tómasdóttir - n
matreiÓslukennari wMKUrÍPÍAR
Rffið rúgbrauðið, blandið sykrinum saman i
við, og bakið f smjörinu þar til það ilmar
vel. Leggið það sfðan á vfxl með aldinmauki
og rifnu súkkulaði f skál. Hafið rúgbrauð
efst. Þeyttur rjómi er borinn með.
Mánudagur
Kálbögglar með fiskdeigi,
hrátt salat,
berjaskyr.
Þriðjudagur
Kjötsúpa með
nýju grænmeti og kjöti.
Miðvikudagur
Fisk- og kartöflubollur, (sjá uppskrift)
hrátt salat,
rababaragrautur með kaldri vanillusósu.
Fimmtudagur
Kjötfars með grænum baunum, (sjá upp-
skrift)
hrátt salat,
júlfönnusúpa með rifnum osti.
Föstudagur
Smásteik með steiktum sveppum, (sjá upp-
skrift)
hrátt salat,
brauðábætir, (sjá aðferð).
Laugardagur
Soðin ýsa,
hrátt salat,
súrmjólk með eplabitum.
Sunnudagur
Svikinn héri, brúnaðar kartöflur,
hrátt salat,
ávextir f hlaupi með þeyttum rjóma.
Steiktar fisk- og kartöf iubollur
5—600 g fiskafgangar,
2 soðnar kartöflur,
1 msk. kartöfiumjöl,
2 egg,
1— 2dlmjólk,
salt, pipar,
Stappið fiskinn f smábita með gaffli. Saxið
kartöfiurnar, blandið þeim saman við og
látið kartöf lumjölið út f.
Kryddið. Hrærið eggjarauðum saman við
einni f senn, mjólkinni bætt f smátt og
smátt. Þeytið eggjahvfturnar og bætið þeim
f að lokum. Búið til kringlóttar bollur,
veltið þeim upp úr eggjum og raspi. Sjóðið
þær f olfu eða steikið f smjöri. Borið fram
með kartöflum og salati.
Smásteik með sveppum
3 laukar,
75 g smjörlfki,
400 g nauta- eða kindakjöt,
250 g sveppir,
1 tsk. salt,
1/4 tsk. pipar,
1/4 “ paprika,
2Vt dl vatn eða soð,
1 dl tómatkraftur eða
2— 3 tómatar,
1 dl rjómi,
20—30 g hveiti,
Skerið laukinn f sneiðar. Brúnið hann f
potti og takið hann upp. Skerið kjötið f
lengjur á stærð við litiafingur. Brúnið það
og takið það upp. Hreinsið sveppina. Skerið
hvern svepp f 4 hluta og brúnið. Blandið
öllu saman f pottinn. Látið krydd, vatn eða
soð og tómatkraft út í. Nýir tómatar eru
skornir f báta og látnir út f, 10 mfn. áður en
rétturinn er tilbúinn. Sjóðið réttinn við
vægan hita f um 3/4 klst. og látið sfðan
rjóman saman við. Þykkið soðið lftið eitt,
en sósan á að vera þunn.
Berið réttinn fram með kartöflustöppu,
soðnum hrfsgrjónum eða hveitibrauði.
Brauðábætir
100 g rif ið rúgbrauð,
50 g sykur,
75 g smjör eða smjörl.
75 g rifið súkkulaði,
50 g aldinmauk,
2Vi dl þeyttur rjómi,
Kjötfars með grænum baunum
500 g kjöt,
1 rifinn laukur,
1—2 egg,
salt, pipar,
2 dl tómatsafi,
1 laukur steiktur f smjöri e. smjörl.
Kjötið hakkað tvisvar sinnum, hrært með
eggjunum, kryddinu og tómatsafanum.
Breytt er úr kjötdeiginu f smurt eldtraust
mót, steíkt f ofni f 25 mfn. við 226° C.
Þá er breytt úr lauknum yfir kjötdeigið og
það steikt áfram f 15 mfn. Þegar kjötdeigið
er tilbúið, er soðinu hellt f pott og örlftilum
rjóma, tómatkrafti og smjöri bætt f. Jafnað.
Borið fram með sósunni og grænum baun-
um.
Þá höfum við hér tvö
KARTÖFLUSALÖT:
Það væri ekki úr vegi þessa dagana, að bera
á borð gómsæta kartöflurétti, þar sem við
heyrum það f fjölmiðlum, að minnast eigi
sr. Björns Halldórssonar f Sauðlauksdal.
En hann var sem kunnugt er upphafsmaður
kartöfluræktar hér á landi, þessarar önd-
vegis nytjajurtar, sem ómissandi er f dag-
legt fæði. Núna munu vera rúmar tvær
aldir sfðan hann hóf tilraunir sfnar.
Kartaflan ásamt mjólk sá landsmönnum f
áraraðir fyrir C-f jörefni og bægði þar með
skyrbjúgnum frá dyrum, þeim válega
kvilla, sem þjáð hafði þjóðina um aldir.
Kartöflur og gulrófur eru mjög mikilvægir
C-fjörefnisgjafar hér á landi, vegna þess
hve tiltölulega auðræktanlegar jurtir þær
eru svo norðarlega á jörðunni. C-fjörefni
fæst einnig f ýmsu öðru grænmeti, sftrón-
um, appelsfnum, eplum og öðrum suðræn-
um aldinum, sem ekki fara að flytjast
hingað til lands fyrr en nú sfðustu árin.
Heitt kartöf lusalat
600—700 g kartöflur,
1—2 laukar,
2 dl. vatn,
1—2 msk. smjörl. eða salatolfa,
1—1V5 msk. edik,
1/4 tsk. salt,
1/2 msk. sykur,
nýmalaður pipar,
dill, steinselja,
eða graslaukur.
Þetta salat er sérstaklega gott með sfldar-
réttum, reyktum fiski, og pylsum. I það
notar maður soðnar kartöflur, soðnar eða
heitar. Flysjið kartöflurnar og skerið f
þykkar sneiðar. Saxið laukinn og sjóðið
hann f vatni og smjörlfki.
Bætið ediki, salti, sykri og pipar f lauk-
soðið. Hellið kartöflusneiðunum út f og
hitið, hrærið varlega f, sneiðarnar eiga að
vera heilar. Stráið óspart dilli, steinselju
eða graslauk yfir.
Kartöflusalat með osti
8—10 soðnar kartöflur skornar f sneiðar,
100 g sterkur ostur, skorinn f teninga,
1/2 græn paprika, skorin f sneiðar,
1 búnt hreðkur, sneiddar,
1 salathöfuð, klippt f ræmur.
Salatsósa:
2 msk. vfnedik,
4—6 msk. salatolfa,
1/2 tsk. sinnep.
1/4 tsk. salt,
nýmalaður pipar.
Þegar nýjar kartöflur eru á boðstolum er
gaman að blanda saman við þær fersku
grænmeti og bera fram litrfkt og ljúffengt
salat.
Hristið saman salatsósuna f lokuðu glasi.
Leggið kartöflur, ost og grænmeti f lögum f
salatskál. Hellíð sósunni yfir. Látið salatið
bfða stundarkorn f kæliskáp, áður en það er
framreitt.
Stúlka óskast til afgreiðslu i bakari nú þegar. J6n Símonarson, h.f., Bræðra- borgarstig 16, simar 12273 — 10900. Ráðskona Ráðskona óskast i sveit á Suður- landi. Uppl. i sima 36682.
Hænuungartil sölu i sima 12622 kl. 19—21 á laugardag og sunnudag. Heimilishjálp óskast fyrir hádegi. Litið heimili. Upplýsingar í sima 84113.
Til sölu nýtt mjög fullkomið bilasegulbands- tæki, 4ra rása quadraline, samtals 14 wött með fjórum hátölurum. ' Upplýsingar i sima 73265 eftir kl. 7 á kvöldin. Prjónakonur takið eftir Kaupum lopapeysur flesta liti karl- og kvenstærðir. Móttaka 9 —,12. Unex, Aðalstræti 9.
Til sölu sendiferðabíll Dodge A. 100 árg. '67. lengri gerð. burðarþol 1 500 kg. Billinn er litið ekinn. Ný dekk, maélir. Leyfi á stöð getur fyígt. Uppl. i sima 73268 á kvöldin. Húsnæði til leigu tvö stór herb. og eitt litið, hentugt fyrir litla heildsölu, bókhaldsskrif- stofu, lögr. skrifstofu, teiknistofu eða skjalageymslu. Sér inngangur. Uppl. i simum 38793 og 32529.
Gitarkennsla Innritun nemenda hefst 1 5. sept. Vetrarnámskeið byrja 1. október. Gitarkennslan, Túngötu 5, simi 16972. Til sölu Willys 58 israelsjeppi i nokkuð góðu ástandi. Upplýsingar á Hverfisgötu 47, Hafnarfirði.
Trésmiðir — verkamenn Óska að ráða 2—3 trésmiði i mótauppslátt og verkamenn i byggingarvinnu. Uppl. i sima 82193. Óskar keypt Kulturhistorisk leksikon for nordisk middllader óskast keypt A.m.k. fimm fyrstu bindm. vni-' samlegast hringið í sima 30022.
íbúð óskast Verfr. óskar eftir 3ja til 4ra herb. ibúð til leigu i ca. 4 mán. frá 1. okt. í Breiðh. eða Kóp. — austanv. Fyrirframgr. Tilb. sendist Mbl. f. 12 sept. merkt: 7263. Pennavinir um alian heim Kynningarþjónusta um allan heim. Myndskreyttur alþjóðapennavina bæklingur. Ókeypis. Skrifið i dag: Five Continents Ltd. Waitakere, New Zealand.
Ráðskona óskast Stúlka óskast á heimili úti á landi. Má hafa með sér barn. Upplýs- ingasimi 95-4676, á kvöldin. Óska eftir að kaupa 11 til 12 tonna bát með góðri vél og togspili. Tilboð sendist Mbl. fyrir 1 5. september merkt: 7263.
Túnþökur — Tækifæri Get útvegað ódýrar, góðar túnþök- ur næstu daga. Sími: 20856. 2H0rgunþlaþtb nucivsincnR ^-«22480
Hefi opnað
tannlækningastofu að Hraun-
bæ 62.
Gunnlaugur Ingvarsson.
Sími 73760.
Manntalsþing í
Rangárvallasýslu
Manntalsþing í Rangárvallasýslu verða haldin á
þingstöðum hreppanna eins og hér greinir:
í Djúpárhreppi þriðjudaginn 10. september kl.
1 0 árdegis.
í Ásahreppi sama dag kl. 3 síðdegis.
í Holtahreppi miðvikudaginn 1 1. september kl.
1 0 árdegis.
I Landmannahreppi sama dag kl. 3 síðdegis.
í Rangárvallahreppi fimmtudaginn 12. septem-
ber kl. 1 síðdegis.
I Hvolhreppi föstudaginn 13. september kl. 10
árdegis.
í Fljótshlíðarhreppi sama dag kl. 2 síðdegis.
í Vestur-landeyjarhreppi mánudaginn 16. sept-
ember kl. 1 0 árdegis.
í Austur-landeyjarhreppi sama dag kl. 3 síðdeg-
is.
v í Vestur-eyjafjallahreppi þriðjudaginn 17. sept
ember kl. 10 árdegis.
í Austur-eyjafjallahreppi sama dag kl. 3 síðdeg-
IS Sýslumaður Rangárvallasýslu.