Morgunblaðið - 07.09.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974
Starfsmaður f hinni nýju verksmiðju Glerborgar hf kfttar með nýrri
sjálfvirkri vél.
Stækkun hjá Glerborg:
Nýjar vélar fjór-
falda afköstin
GLERVERKSMIÐJAN Glerborg
f Hafnarfirði hefur tekið f notkun
nýjar vélar og tæki, sem hafa f för
með sér mikla hagræðingu og
sparnað f framleiðslu á samsettu
gleri. Aður en breytingin var
gerð, gat verksmiðjan framleitt
um 100 fermetra af samsettu
gleri á dag, en nú eru afköstin
3-400 fermetrar á dag, með sama
starfsliði.
Blaðamönnum var boðið að
skoða verksmiðjuna undir leið-
sögn Bjarna Kristinssonar, fram-
kvæmdastjöra fyrirtækisins, og
norsks sérfræðings, Arne Tollef-
sen. Með nýju tækjunum er hægt
að vinna úr miklu stærri gler-
skífum en áður, 15 fermetra á
móti 7 fermetra skífum áður.
Flutt er inn ein stærð, 3x5 metrar,
og eru skífurnar f grindum sem
vega 20 tonn. Grindurnar eru
fluttar inn í verksmiðjuhúsið, og
þaðan eru skffurnar teknar ein og
ein með loftkrana. Þær eru settar
á mjög fullkomið og sjálfvirkt
skurðarborð, og þaðan fer til-
skorið glerið í sérstaka þvottavél.
Næst eru lagðir til állistar og
síðan er sett rakavarnarefni og
kítti, og er notuð til verksins
sjálfvirk véi sem blandar og jafn-
ar kíttið, og er þetta fyrsta vél
sinnar tegundar í landinu. Þvf
næst er glerið þurrkað við
ákveðið raka- og hitastig, og eftir
2-3 daga er það tilbúið til afhend-
ingar. Fer það út um sömu dyr og
glergrindurnar komu inn um
fyrst, þannig að hringrás er á
framleiðslunni.
Einn mikilvægur þáttur fram-
leiðslunnar er notkun flotglers,
sem er framleitt með nýjum
og fullkomnum framleiðsluað-
ferðum. Bylgjur og spémyndun
eru nær óþekkt fyrirbæri f þessu
gleri, en voru meiriháttar vanda-
mál í dregnu gleri. Dregið gler úr
A gæðaflokki var notað áður en
það varð dýrara, eftir þvf sem
skífurnar voru stærri, þar sem
erfitt var að ná þeim gallalausum.
Var þvf keypt inn gler í sem flest-
um stærðum, sem næst því, sem
þurfti að nota.
Glerborg hf tók til starfa fyrir
tveimur árum, f 300 fermetra hús-
næði, en nýja verksmiðjuhús-
næðið er 900 fermetrar, og hófst
bygging þess 1973. Þá hefur einn-
ig verið byggt 240 fermetra
geymsluskýli. Fyrirtækið stendur
við Reykjanesbraut í Hafnarfirði,
og eru starfsmenn 20 talsins.
Já,en ekki við fitu og
matarleifar.
Palmolive-uppþvottalögurinn
er mjög áhrifamikill og gerir
uppþvottinn Ijómandi hreinan og
skínandi — jafnvel þóttþér þurrkið
ekki af ílátunum.
Jafnframt er efnasamsetningin
í Palmolive þannig, að hann
er mjög mildur fyrir hendurnar.
Prófið sjálf...
Palmolive í uppþvottinn
OPPVASK
y Effekt/v 1
rtd oppvask
mild
mot hendene
Melskurður geng-
ur þokkalega
Hádegisverðarfundur Stjórnunarfélagsins
MELSKURÐUR hefur gengið
þokkalega á þessu hausti, að þvf
er Sveinn Runðlfsson, land-
græðslustjðri, tjáði Mbl. f gær.
Fyrst framan af viðraði ekki sem
bezt til melskurðar vegna roks og
rigningar, en um sfðastliðna helgi
og helgina þar áður var mjög
ákjðsanlegt veður til melskurðar
og voru um 200 manns f sjálfboða-
vinnu á Þorlákshafnarsvæðinu
fyrri helgina. Nú um helgina var
eitthvað færra fólk.
Sveinn sagði, að enn væri ekki
ljóst, hve mikið af mel hefði
safnazt. Skorið hefur verið á fleiri
Stöðum, svo sem í Landgræðslu-
girðingunni í Landssveit, sunnan
við Búrfell, en þangað fóru Lions-
félagar af Suðurlandi, frá Hvera-
gerði, Selfossi og Hellu til mel-
skurðar. Þá var einnig skorinn
melur á Landeyjarsandi og félag-
ar úr Lionsklúbbnum Vík ætluðu
að skera mel i Vík í Mýrdal, en
Sveinn sagðist ekki hafa frétt,
hvernig þeim hefði unnizt það
verk.
Þá gat Sveinn Runólfsson þess,
að melskurður hafi verið fram-
kvæmdur í Meðallandi og á sfðast-
liðnum tveimur vikum hefur mel-
ur verið skorinn f Kelduhverfi,
þegar færi hefur gefizt. Sveinn
sagði, að ef ekki hvessti nú f vik-
unni, myndi Landgræðslan senni-
lega hefja eina herferðina enn
um næstu helgi. Enn kvað hann
ekki hafa safnazt eins mikið af
mel og f fyrra, en hann var þó
vongóður um, að ef vel viðraði,
yrði unnt að ná eins miklu og í
fyrra eftir næstu helgi.
Föstudaginn 6. septem-
ber n.k. gengst Stjórnunar-
félag íslands fyrir hádegis-
verðarfundi að Hótel Sögu
(Bláa sal) kl. 12:15. Á
fundinum verður fjallað
um viðhorf Peters Drucker
í stjórnunarmálum á þess-
um og næsta áratug.
Ragnar Halldórsson for-
f§
stjóri íslenska álfélagsins
mun flytja inngangsorð og
skýra frá nýútkominni bók
Druckers „MANAGE-
MENT, tasks, responsi-
bilities, practises“. Jafn-
framt mun hann gera grein
fyrir þeim sjónarmiðum,
sem komu fram í fyrirlestri
höfundarins á fundi í
London i maí s.l., en þann
fund sóttu nokkrir
Islendingar, sem voru í
kynnisferð á vegum
Stjörnunarfélagsins til
Englands, Hollands og
Danmerkur.
Peter Drucker er Austurríkis-
maður að uppruna, en hefur starf-
að um árabil i Bandaríkjunum.
Hann hefur fyrir löngu náð
heimsfrægð vegna bóka sina, sem
eru skrifaðar af víðsýni og skarp-
skyggni á stjórnunarmálum, en
meðal þeirra má nefna „THE
PRACTICE OG MANAGEMENT“
„THE EFFECTIVE EXECU-
TIVE“ og „THE AGE OF
DISCONTINUITY"
Hádegisverðarfundurinn er til-
raun Stjórnunarfélagsins til að
skapa vettvang fyrir íslenska
stjórnendur til skoðanaskipta um
helstu nýjungar á sviði stjórnun-
ar. Væntanlegir þátttakendur eru
vinsamlegast beðnir um að til-
kynna þátttöku í sima 82930.