Morgunblaðið - 07.09.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.1974, Blaðsíða 13
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974 13 Það er orðið lfflegt f garð- inum hjá henni Ásu f Tómasar- haga, einum fyrsta íbúanum við Laugarásveginn. Ekki aðeins að húsið, sem nýlega hefur verið stækkað, sé orðið fagurgrænt, heldur er 30 metra langur steyptur veggur milli húsa, sem hingað til hefur ver- ið grár og ópússaður, orðinn að litfagurri ævintýramynd. Þar hiaupa hestar á fullri ferð, öskubuska horfir framan f áhorfendur, Bambinn hans Walt Disney tiplar innan um fkorna, fugla, fiðrildi og skunka og kötturinn ygglir sig framan f uglurnar. Barnabörnunum hennar Ásu, 40 talsins, þykir aldeilis varið f að heimsækja ömmu sfna, enda bauð hún þeim ásamt ýmsum fullorðnum börnum f garð- veizlu f góða veðrinu einn laug- ardaginn, eftir að þessar skemmtilegu myndir voru komnar á vegginn. En fyrir börnin er leikurinn einkum gerður. En fleirum þykir þó gaman að þessari skreytingu, þvf sfðan málverkið tók að birt- ast á veggnum, hafa margir vegfarendur, bæði innlendir og útlendir, stanzað og jafnvel komið nær til að fá að skoða og taka myndir. Höfundur listaverksins er 15 ára gömul systurdóttir Ásu, Ingibjörg Birna Steingrfms- dóttir. 1 sameiningu völdu þær viðfangsefni, keyptu útimáln- ingu í björtum litum og svo hófst Birna handa. Ása Stefánsdóttir hefur búið f Tómasarhaga f 41 ár, fluttist þangað með manni sfnum, Tómasi heitnum Albertssyni prentara, er þau festu kaup á litlum sumarbústað f holtinu. Þá voru samgöngur litlar við Laugarásinn, enda var fólk þarna f holtinu bara f sumar- dvöl í litlum bústöðum. En þau Tómas og Ása settust að allt árið f litla húsinu og ólu þar upp sinn stóra barnahóp. Árið 1942 byggðu þau við húsið, sem nú hefur verið stækkað aftur. En litli bústaðurinn upphaflegi er horfinn. Nú býr Ása þarna með dóttur sinni, Ólfnu, og þremur barnabörnum, sem hún elur upp, börnum Ómars Tómassonar flugmanns, sem fórst f Bangladesh. Og það er glatt á hjalla, þegar hún safnar f kring um sig stóru fjölskyld- unni og barnabörnunum, eins og f garðveizlunni á laugardeg- inum, þegar kótelettur voru glóðarsteiktar úti og setið við að borða á klöppunum, sem standa upp úr túninu. Og þá sómdi sér vel lfflega vegg- skreytingin. — E.Pá. AOr ðið líflegt h j á su í Tómasarhaga Það eru margar skrýtnar skepnur f töfraheimi veggjarins við Tómasarhaga. Og þarna eru komnar rotturnar, sem urðu að fegurstu hestum í ævintýrinu, og var beitt fyrir skrautvagn úr ávexti, fyrir tilverknað töfrasprotans. Ása brá sér út fyrir til að sýna ljósmyndaranum skrautvegginn. Kötturinn ygglir sig framan í ugluna og hina fuglana, uppi í trénu. Þarna skokka hestarnir frá „Tómasarhaga“ niður brekkuna. Ljósm. Ól. K. Mag. Oskubuska unir sér á veggnum innan um blóm, fugla ogfiórildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.