Morgunblaðið - 07.09.1974, Page 14

Morgunblaðið - 07.09.1974, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974 Loran C viðtæki 1. TRUFLANAMÆLIR. 2. TRUFLANA DEYFARI. 3. AÐVÖRUNARLJÓS, EF STÖÐ DETTUR ÚT. 4. SVIÐVELJARI. 5. RÆSIR OG LJÓSSTYRKUR. 6. AÐVÖRUNARLJÓS VEGNA STRAUMROFS. 7. TRUFLANAFILTERAR, STILLANLEGIR. 8. LEITARSTILLING FYRIR STÖÐ. 9. LORAN C KEÐJUVELJARI. ■ Finnur fyrri stöðu með 15 — 40 metra fráviki. '■ Nákvæm staðarákvörðun 70 — 400 m á jarðbylgju. ■ Langdrægni — 1200 sjómílur jafnt dag sem nótt á jarðbylgju 2500 sjómílurá refleksbylgju. ■ Áreiðanlegar upplýsingar, stillanlegir filterar á truflandi stoðvar. ■ Rautt Ijós kviknar um leið og stöðin fellur út. ■ Auðveldur aflestur sjö stafa tala með stillanlegum Ijósstyrk, sem gefur stöðulínur á víxl. 'H Öruggt í notkun, innbyggðar neyðarrafhlöður taka sjálfvirkt við ef straumrof verður. VIÐHALDS OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA Friðrik A. Jónsson Bræðraborgarstíg 1 Kin nýja álma sjúkrahúss Akraness. Ljósm. h.j.þ. Nýja sjúkrahúsálman á Akranesi tekin í notkun Akranesi, 4. sept. ÞRIÐJUDAGINN 27. ágúst var tekinn f notkun inngangshluti nýbyggingar sjúkrahúss Akra- ness. Undirbúningur að byggingu hússins hófst, er byggingar- nefnd var kosin, hinn 6. aprfl 1962. Bygging hússins hófst haustið 1963. 1 desember 1968 var tekin til notkunar 31 rúma sjúkradeild. Læknamiðstöð og heilsuvernd var tekin f notkun vorið 1970 og röntgendeild árið 1972. Byggingaráfangi sá, sem nú er lokið, er um 17% allrar ný- byggingarinnar. 1 honum er aðalanddyri, aðstaða fyrir alla stjórnun og skrifstofur, fundar- herbergi, biðstofa, skiptistofa, sölubúð, sjúkrastofa fyrir 4 rúm auk nauðsynlegra snyrti- herbergja. Auk þessa hefur verið sett upp lyfta. Áformað er að ljúka innréttingu eldhúss á þessu ári og taka í notkun 31 rúm á lyf- lækningadeild á næsta ári. Byggingu hússins mun væntan- lega ljúka árið 1977. Húsið er teiknað af teikni- stofu Húsameistara ríkisins. Nú hin síðari árin hefur Verk- fræði- og teiknistofan s/f, Akranesi, annast allar inn- réttingateikningar undir umsjá húsameistara, en stofan hefur séð um hönnun burðarvirkja og lagna frá upphafi. Stjórn sjúkrahúsins bauð til kaffidrykkju í tilefni af opnun þessa hluta byggingarinnar, sem raunar setur á hana nýtt andlit á móti suðri og sól. — Við það tækifæri bauð forstöðu- maðurinn Sigurður Ölafssön gesti velkomna, og eftirtaldir aðilar fluttu ávörp: — Jóhannes Ingibjartsson byggingafulltrúi, Ríkharður Jónsson, form. sjúkrahúss- stjórnar, Daníel Ágústínusson, forseti bæjarstjórnar, og Guðmundur Árnason, form. læknaráðs, en hann er yfir- læknir lyflækningadeildar- innar. Júlfus. Mývetningar taka upp ítölu í .beitarlönd sín Mývetningar hafa í hyggju að taka upp ítölu I beitarlönd sín, en land þeirra nær allt fram að Vatnajökli. Samþykkti hrepp- stjórn Skútustaðahrepps sl. vetur að undirbúa þetta, með því að fara fram á að fá gerð gróðurkort af öllu svæðinu, heimalöndum og öræfum, og var því lokið í sumar. — Það er merkilegt og lofsvert að eitt sveitarfélag skuli taka það upp hjá sjálfu sér að telja fé ! beitarlöndin, til að tryggja að gróðurlendi sé ekki skemmt, sagði Ingvi Þorsteinsson, sem var með flokk manna fyrir norðan til að vinna þetta verk. En þetta mun vera fyrsta sveitarfélagið, sem ákveður ítölu og laetur fara fram sllka heildarúttekt I byggð og á fjöllum. — Ekkert bendir til þess að Mý- vatnssveitin sé ofsetin fé, sagði Ingvi. En talsvert er þar um gróður- og jarð- vegseyðingu af foki. Búið var að kort- leggja IVIývatnsöraefin áður, en I sumar voru heimalöndin tekin fyrir og verkinu lokið. Sagði Ingvi, að vonir stæðu til þess að af þessu svæði yrði gert fyrsta svonefnda myndkortið, sem er raunar loftmynd og nákvæmasta kort, sem hægt er að fá. Mundi væntanlega fást aðstoð við það, en að þvl standa Rala og Landmælingar auk sveitarfélagsins. Auk Mývatnssveitar var I sumar unn- ið að kortlagningu á gróðri á Flateyjar- dalsheiði inn af Fnjóskadal, að beiðni viðkomandi sveitarfélags En þarna er mikið gósenland hvað gróðurfar snert- ir Varjróðurkortagerð lokið á þessum stað Einnig var I sumar lokið við kortlagningu Austur-Skaftafellssýslu, og þá búið að kortleggja gróðurfars- lega alla sýsluna, bæði hálendi og láglendi. En þannig er búið að taka fyrir alla Borgarfjarðarsýslu og Mýra- sýslu. Á landinu öllu er búið að kort- leggja um 60%. Við þessi störf eru 6—10 menn á hverju sumri, sem fer eftir fjárveitingu. Gróðurkort hafa verið gerð af öllu mið-hálendinu, og tekið til við byggð- Gróðurfarsleg úttekt gerð á öllu svœðinu ina. Nú er ekki aðeins tekinn fyrir gróðurinn, heldur llka ræktunarskilyrði á hverri jörð og jafnframt sett niður landamerki á hverri einustu jörð. Sagði Ingvi Þorsteinsson, að nú væri að verða algengt að óskað væri eftir gróðurfarslegri úttekt á vissum svæð- um I sveitunum. Bærist svo margar beiðnir um sllkt, að engan veginn sé unnt að sinna þvl öllu. Sé Ifkt og bændur hafi vaknað við og áttað sig á þvi hversu brýnt þetta sé. Hefði þjóðar- gjöfin, aukin fjárveiting til þessara verkefna, þvl ekki getað komið á betri tíma. En þar er ætlast til að hluti fjárveitingarinnar fari til þess að auka afköstin við úttekt á gróðrinum Kvaðst Ingvi vonast til þess, að með þeirri fjögurra milljón króna fjárveit- ingu til viðbótar sem til kæmi I þessu skyni, yrði hægt að Ijúkra gróðurfars- legri úttekt á landinu og gróðurkorta- gerð af þvl öllu áður en fimm ár væru liðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.