Morgunblaðið - 07.09.1974, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.09.1974, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974 15 Hannes Bfömsson fyrrv. póstfulltrúi - Minning F. 12. 4. 1900 D. 26. 8. 1974 Kveðja frá Póstmannafélagi íslands. Hannes var fæddur á Beina- keldu á Ásum í Austur-Húna- vatnssýslu 12. 4. 1900. Foreldrar hans voru Guðrun Magnúsdóttir og Björn Jóhannsson á Kornsá í Vatnsdal. Hannes Björnsson hóf störf hjá póstþjónustunni árið 1928. Tvö fyrstu árin starfaði hann við póst- húsið á Blönduósi, en hóf svo störf hjá Póststofunni f Reykjavík vorið 1930. Hannes var skipaður póstafgreiðslumaður 1931 og var lengstum í þvf starfi, en síðustu árin gegndi hann störfum póst- fulltrúa við blaðadeild Póststof- unnar í Reykjavík. Hann lét af störfum 1958. Það var mikið lán fyrir póst- mannastéttina að fá mann eins og Hannes til starfa fyrir sig á þeim tímum þegar ýmis vandamál steðjuðu að. Það má og telja lík- legt, að fáir hafi unnið póstmönn- um meira gagn en hann í störfum sfnum fyrir stéttina. Hannes Björnsson var einn aðal hvata- maðurinn að stofnun byggingar- samvinnufélags póstmanna árið 1946. Þetta var á þeim árum, þeg- ar varla þekktist, að opinberir starfsmenn ættu sínar eigin fbúð- ir og var því í mikið ráðist af hálfu Hannesar og félaga hans. Formaður Póstmannafélags íslands var hann 1941—45. Var á þeim árum undir forystu Hannes- ar mikil gróska í félagsmálum stéttarinnar og unnust þá margir sigrar í baráttumálum hennar. Að þessu búa póstmenn enn þann dag í dag. Hannes var prýðilega greindur maður og mikill félags- hyggjumaður. Hann var fylginn sér og ræðumaður með ágætum. Sfðar þegar saga félagsins verður skráð, mun nafn Hannesar bera hátt. Megi þáttur hans í félagsmálum P.F.Í. verða hvatning og leiðarljós öllum þeim, er á þeim vettvangi vinna í nútíð og framtíð. Við færum ekkju Hannesar, frú Jónu B. Halldórsdóttur, börnum þeirra og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. • F.h. P.F.I. Reynir Ármannsson. Vinur minn Hannes Björnsson lézt hinn 26. ágúst s.l. eftir erfiða sjúkdómslegu. Ég vil, að kveðja frá mér fylgi með öðrum þeim, sem honum verða fluttar að leið- arlokum. Ég sá hann sfðast 22. júlí, er ég heimsótti hann. Næsta dag fór ég í ferðalag og var ég fjarverandi í þrjár vikur, en er ég kom aftur heim, var mitt fyrsta verk að grennslast fyrir um líðan hans, en þá var mér tjáð, að hann væri það langt leiddur, að hann mundi ekk- ert hafa af heimsókn minni að segja, og vildi ég því heldur geyma þá mynd í huga mínum, er ég kvaddi hann áður. Ég, sem þessar línur rita, tel mig geta dæmt af þeirri samfylgd með Hannesi, öðrum fremur, á vettvangi starfs og félagsmála. Árin milli 1941 og 1946 voru ár mikilla átaka í félagsmálum póst- manna. Þá var stofnað byggingar- félag, sem færði póstmönnum mikla möguleika á að eignast sín- ar eigin fbúðir. En það, sem hæst ber frá þess- um árum, var sú breyting á vinnu- tilhögun, þegar samþykkt var breyting á vinnutíma, og ný reglu- gerð samþykkt, sem meðal annars fól í sér vaktavinnu. Þar var allt þaulhugsað, og fast á málum haldið, af þeim, sem hafði forustuna. Eru það óefað þær mestu kjarabætur, sem póst- mannastéttin hefir nokkru sinni hlotið. Þetta tvennt, sem ég hefi nefnt, var verk Hannesar, hugsað af honum, og framfylgt af honum, enda lagði hann á þessum árum nótt við dag að þessi áform hans kæmust í höfn, til hagsbóta fyrir stéttina. Það er ekki á neinn hallað, þó að ég fullyrði, að hann hafi unnið póstmannastéttinni meira en nokkur annar maður. Sömuleiðis var hann í stjórn póstmannasjóðs um margra ára skeið og stóð þar dyggan vörð um hagsmunamál póstmanna. I fljótu bragði virtist Hannes fáskiptinn og ekki allra. Rétt er, að hann rasaði ekki um ráð fram í neinu, í kynnum sínum við aðra, en þeim mun hlýrri og heilli varð hann, sem kynnin urðu meiri og hugðarefnin nánari. Hann var hreinn og beinn og kom ávallt beint framanað mönnum. Hann gat verið harður í samningum, en hverjum manni samvinnuþýðari, ef hann mætti einlægni og heil- indum til bættra kjara fyrir sam- ferðamenn sína og félaga. Þegar ég lít yfir farinn veg, til þess tíma, er ég hóf störf undir stjórn hans, er margs að minnast. Það var mikið happ að njóta þeg- ar í upphafi leiðsagnar hans og stuðnings til dáða, bæði í starfi og félagsmálum. Það var gæfa mín að njóta samfylgdar hans á ör- lagarfku skeiði framfara í sögu póstmannastéttarinnar. Jóna, þér, börnum þinum og barnabörnum flyt ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Gunnar Jóhannesson. Helga Sigfúsdótt- ir - Minningarorð F. 24/9 1892. D. 11/8 1974. Ljósið er slokknað, en lifir þó hjá lifendum öllum, sem ljós vilja sjá. Já, mammg er dáin. Hún andaðist kl. 3 í dag, sagði dóttir hennar við mig í sfmann. Ég hafði t Maðurinn minn, faðir. tengdafaðir og afi ÓLAFUR BR. GUNNLAUGSSON, frá Neðra-VIfilsdal Sörlaskjóli 60, Rvík jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. sept. 1974 Laufey Teitsdóttir, Halldór Ólafsson, Erla Björgvinsdóttir Hildur Halldórsdóttir. Ólafur B. Halldórsson. verður kl. 3. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR LANGE, Gnoðarvogi 42. Jörgen Lange, Stella Lange. Haraldur Sveinsson, Jóhannes Lange, Auður Ágústsdóttir, Katrln Lange, Guðjón Jóhannesson og barnabörn. t Hjartans þakkir flytjum við öllum vinum og frændum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR, Kleppsvegi 36, Þórey Sigurðardóttir, Pétur Einarsson, Jóna Sigurðardóttir, Ebeneser Erlendsson, Steinunn Sigurðardóttir, Magnús Jónasson, Sigrún Sigurðardóttir, Stefán Vilhjðlmsson Fanney Gunnlaugsdóttir, Salmann Sigurðsson, Kristján Sigurðsson, Bjarni Sigurðsson, og barnabörn. áður haft hugmynd um að hverju stefndi, en brá þó við að heyra þetta. Mig setti hljóðann. Það næsta sem mér kom í hug, var: „Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu“.... Fjölskylda mín og ég áttum því láni að fagna að þekkja Helgu vel og f jölskyldu hennar um margra ára skeið. Voru það náin og traust kynni. Helga var glæsileg kona, góðviljuð og göfuglynd. Heilög trú og hetjulund voru sterkir eðlisþættir í fari hennar. Á yngri árum kom hún auga á ljós krist- innar trúar, veitti því ljósi við- töku, fylgdi því sfðan alla ævi með gleði og hafði gott lag á því að miðla öðrum af ljósinu eins og glögg dæmi sýna með börnum hennar. Athygli hennar beindist einlæg- lega að þessum leiðbeinandi orð- um Postulans: „Hegðiðyður eins og börn ljóssins, því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, rétt- læti og sannleikur“... Einskær góðvild — birtist jafnan í orðum hennar og athöfnum. Ég dáðist að mildi hennar og meðaumkun, sem hún átti þegar þurfandi og smælingjar áttu í erfiðleikum. A hinn bóginn var hún djörf og dug- mikil þegar leysa þurfti mikilvæg verk og vandasöm. Já, þannig var Helga. Sjálfri sér samkvæm, heiðarleg, göfug og góðviljuð kona og móðir. Þann 17. des. árið 1910 giftist Helga, Elísi Ölafssyni sjómanni, þá mjög ung að árum. Byrjuðu þau búskap í Hafnarfirði, þar sem þau bjuggu lengst af. Eignuðust þau 5 börn, sem öll komust upp, myndarleg og mannvænlegt fólk. Oft komum við hjónin í Austur- götu 27 í Hafnarfirði. Var alltaf dásamlegt þar að koma. Helga bjó manni sínum og börnum fagurt heimili, sem var sérstaklega hlý- legt og aðlaðandi. Bar þar allt vott um hreinlæti og frábæran myndarskap, hvort heldur var utan dyra eða innan. Ekki fór Helga varhluta af SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég hef aldrei heyrt yður segja álit yðar á styrkveitingu stjórnarinnar til atvinnulausra. Haldið þér, að þetta sé heilla- vænleg stefna f „baráttunni við fátæktina"? Milljónir landa okkar halda, að svo sé ekki. Gaman væri að heyra skoðun yðar. Það er eins og Hubert Humphrey fyrrum varafor- seti komst að orði: „Hvítir menn eru fleiri en svartir — einfaldlega vegna þess, að þeir voru fleiri í upphafi." Áreiðanlega mundi enginn landi okkar hafa á móti því, að þeim væri hjálpað, sem geta ekki hjálpað sér sjálfir. Biblían fræðir okkur mjög víða um ábyrgð okkar gagnvart fátæklingum. En það kemur í ljós i kosningum, að flestir eru andvígir því, að stjórnin ausi fé í þá, sem hafa heilsu til að vinna, en neita að vinna. Biblían kennir, að þeim beri að vinna. Hún varar við leti. Atvinnuleysisstyrkir eru oft veittir á fölskum forsendum. Lesið, hvað áhyggjufull svert- ingjakona hefur ritað. Hún er sömu skoðunar og milljónir landa okkar í þessu máli. Orð hennar túlka skynsamlegt viðhorf margra hugsandablökkumanna á meðal okkar: „Hvað er að ykkur í höfuðborginni? Þið haldið áfram að gefa fátæklingunum, þegar það, sem þá vantar, er starf, svo að þeir geti lært að vinna og hjálpa sér sjálfir. Ef þið gefið þeim ávisun, þá látið þá gera eitthvað á móti ... Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því, að það er mannlegt eðli, að sá, sem fær eitthvað fyrir ekki neitt, missir reisn sína og framtakssemi? Reynið ekki að telja mér trú um, að þið hafið engin verkefni handa þeim. Ef ég fæ ekki vinnu, sem ég óska eftir, þá þvæ ég gólf og ég hef gert það. Móðir mín kenndi mér, að ekkert takmark væri of fjarlægt, ef ég væri iðjusöm og heiðarleg. Við höfum fengið andstyggð á þvi að styðja þá, sem eru hættir að standa á fótunum vegna þess eins, að þeir nenna því ekki.“ reynslum í lífinu, frekar en marg- ir aðrir. Mann sinn missti hún árið 1957 og son sinn á næsta ári. Var Ólafur sonur hennar þá f blóma lífsins, forstj. fyrir stóru fyrirtæki f Hafnarfirði. Giftur var hann ágætis konu og áttu þau mörg, mjög efnileg börn og fallegt heimili. Var fráfall Ólafs mikið áfall fyrir fjölskyldu hans og þá ekki síður fyrir aldraða móður hans. Ég dáðist að því þá og oft sfðan, hvílíka hetjulund Helga hafði til að bera í þeirri reynslu. Harm sinn bar hún með frábærri hógværð og stillingu. Sama trúartraustið ásamt kristi- legri gleði og framtíðarvon, hélt henni uppi, bæði f gleði og sorg, alla tíð, þar til hún sofnaði f ró og friði sinn sfðasta blund. Við sem þekktum Helgu lengst og best, eigum margar, mætar minningar um hana. Við eigum henni svo ótal margt að þakka. Svo fagurt fordæmi gaf hin látna með lffi sínu. Lífi hennar er lok- ið... Ljós hennar slokknað, en lýsir þó þeim, sem vilja ganga í birtu þess. Verk hennar fylgja henni. Kona mín og ég sendum öllum börnum hennar og barnabörnum, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, við fráfall ástrfkrar móður og ömmu. „Far þú f friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt“. Ólafur Guðmundsson. Betty Ford með blaðamannafund Washington 5. sept. Reuter BETTY Ford, forsetafrú Banda- ríkjanna, lét í dag f ljós tak- markaða hrifningu með þá ákvörðun eiginmanns hennar að gefa kost á sér við forsetakosning- arnar 1976 í Bandaríkjunum. Kom þetta fram á fyrsta blaða mannafundi frúarannar í Hvíta húsinu og hafði spurzt út áður og var haft eftir syni hennar, að hún væri mjög döpur og mædd yfir ákvörðun manns síns. Hún vildi þó ekki samsinna því að öllu leyti og sagði, að enn væru tvö ár eftir af kjörtfmabilinu og hún treysti sér ekki til að segja ákveðið til um það. Aftur á móti sagði hún, að sem forsetafrú myndi hún sér- staklega beita sér í þágu lista og sömuleiðis hefði hún mikinn áhuga á að séð yrði betur fyrir þörfum vangefinna og fjöl- fatlaðra barna. Sjálfsnám í tengslum viðMR „ÞAÐ eru alltaf einhverjir, sem stunda nám hérna utanskóla, þótt ekki sé hægt að kalla það öldunga- deild,“ sagði Guðni Guðmundsson rektor í MR þegar við inntum frétta í gær. „Þetta hefur verið þannig árum saman," sagði hann, „og yfirleitt eru 2—6 slíkir nem- endur í skólanum. í vor er leið útskrifuðust 2, 4 útskrifast nú í haust og einn er að byrja í haust. Flestir eru á aldrinum um þrft- ugt, og ljúka námi á um tveimur árum. Stundum sækir þetta fólk einhverja tíma, en mest er um sjálfsnám að ræða og þetta er að jafnaði duglegt fólk, sem leggur hart að sér."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.