Morgunblaðið - 07.09.1974, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974
21
BRUÐURIN SEIvf
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
47
— Anneli sagði aldrei meira en
hún ætlaði sér sjálf.
Það vottaði fyrir þreytu og
beizkju i rödd Lars Ove.
— Nei, hún sagði ekki meira.
Eftir þessa leyndardómsfullu
yfirlýsingu brosti hún dulráðu
brosi, þakkaði fyrir kaffið og fór
sína leið. Og ég var satt að segja
svo illilega timbraður, að ég var
sárfeginn að vera laus við hana.
Ég sá mér til hrellingar, að klukk-
an var að nálgast fjögur, bölvaði
öllu í sand og ösku, henti mér í
rúmið og sofnaði strax.
— Og í hvaða átt gekk hún
þegar hún fór héðan?
— Hún gekk eftir stlgnum... í
áttina að Sjávarbökkum. Hann
reisti sig snögglega upp og
Christer fann næstum, hversu
taugar unga mannsins voru
spenntar til hins ftrasta. — Já,
ykkur er óhætt að segja hvað þið
eruð að hugsa. Það er nefnilega
alveg rétt. MEÐAN ÉG VAR AÐ
SOFA ÚR MÉR HLJOP H(JN I
HENDURNAR A MORÐINGJA
SÍNUM.
Christer Wijk hugleiddi lengi
hvort hægt væri að treysta sögu
unga mannsins. Helena Wijk
snerist í kringum son sinn og bjó
til sterkt kaffi handa honum,
svaraði í símann fyrir hann, en
truflaði hann að öðru leyti ekki f
heilabrotum sínum. Þegar
Christer Ieitaði álits hennar var
hún þó reiðubúin að gefa það.
Hún sagði honum til dæmis þá
skoðun sfna, að hún tryði sögu
Lars Ove og benti honum á, að
hann væri alvörugefinn ungur
maður, sem hefði tekið það hátfð-
lega að segja ekki frá því, sem
hann vissi, af þvf að hún hafði
beðið hann svo eindregið um að
þegja yfir þvf.
—Ég geri mér þetta ljóst, sagði
Christer. — Ég geri mér líka ljóst,
að hann var ákaflega hrifinn af
henni og það gæti hafa leyst úr
læðingi margt illt ... Hann er
uppstökkur svo að nálgast að vera
sjúklegt og ég gæti alveg séð hann
fyrir mér ganga af. göflunum,
þegar honum varð ljóst, að með
hjálp hans — þótt hann gerði sér
ekki grein fyrir þvf — hafði hún
stungið af frá brúðkaupinu — til
þess eins að varpa sér í fang
annars manns. Nóttina, sem þau
sátu f eldhúsinu hjá honum, gæti
hún hafa farið að segja honum frá
hinni miklu ást sinni f garð Mats
Norrgárd, þau hafa kannski farið
að rífast og þá hefur hann gripið
búrhnífinn og ...
— Æ, skelfing er þetta við-
bjóðslegt þegar þú setur það
svona upp, sagði móðir hans og
fór hrollur um hana.
— Góða mamma mín, þú verður
að gera þér ljóst, að morð er við-
bjóðslegt og hér hafa verið fram-
ín tvö viðbjoðsleg morð. En ég
vildi gjarnan geta fundið aðra
skýringu... Ef við göngum þá út
frá því, að hann segi satt og sjálf-
sagt sé að treysta í hvívetna orð-
um hans, þá beinist athyglin fyrst
að þeim orðum Annelis, að ein-
hver hafi svikið hana — einhver,
sem henni þótti ákaflega vænt
um. Svikin — og á hvern hátt? Sá,
sem sveik hana, þarf ekki endi-
lega að vera morðinginn, en mér
þykir satt að segja áhugaverðara
en flest annað að komast að þvf,
hvað hún gæti hafa átt við með
þessum orðum.
Helena Wijk horfði dapurlega á
hann.
— Anneli var yndisleg stúlka,
sagði hún seinmælt. — en ætti ég
að lýsa henni myndi ég segja, að
hún hefði verið hlédræg og dálftið
köld. Það getur ekki verið, að hún
hafi tengzt mörgum mjög inni-
legum böndum og það geta ekki
hafa verið margir, sem „henni
þótti ákaflega vænt um“. Gretel
og Egon Ström... Jóakim
Kruse ... Og kannski Dina og ég.
— Frá og með deginum f dag
verðum við víst að bæta Mats
Norrgárd á þennan lista. En samt
fæ ég ekki skilið, hvernig svik af
hans hálfu hefðu átt að fá hana til
að hlaupast á brott frá brúðguma
sínum.
Því meira sem Christer hugsaði
um málið, því flóknara og
óskiljanlegra fannst honum það.
Hann hafði sjaldan haft jafn
sterklega á tilfinningunni, að
hann vissi í rauninni ALLT, sem
máli skipti, en gæti ekki dregið af
því réttar ályktanir.
Þriðjudagurinn leið og hann sá
enn enga glætu í myrkrinu. Hann
las skýrslur, ræddi við Leo Berg-
gren og reyndi að bæta nýjum
atriðum við þessa ruglingslegu
mynd, sem f huga hans var.
Hópur ungmenna, sem höfðu
verið úti á vatninu aðfararnótt
sunnudagsins á báti, las um
atburðina í blöðunum og gaf sig
fram. Þau höfðu þá munað eftir
þvf að hafa siglt framhjá litlum
árabát, sem f voru karl og kona.
Skömmu síðar höfðu þau mætt
bátnum aftur og var nú aðeins
karlmaðurinn í honum.
Og þar með var ljóst, að nú
vissu þau allt um ferðir Anneli
þangað til á því augnabliki, að
hún verður á vegi morðingjans.
Sfðdegis á föstudag hafði hún
horfið frá Lars Ove og farið til
Mats Norrgárd inni í skóginum,
hvar hann hafðist við í sumarbú-
stað Carlsmarks skókaupmanns.
Þar hafði hún verið allan laugar-
daginn og aðfaranótt sunnu-
dagsins nóttina eftir að brúð-
kaup hennar hafði átt að
fara fram, hafði Norrgárd róið
með hana aftur til Sjávarbakka.
Hún lagði töskuna frá sér með
nýtfndum liljublómunum í grasið
Wilson
boðar
kosningar
Brighton, 5. september. AP.
HAROLD Wilson forsætisráð-
herra sagði á þingi Verkalýðs-
sambandsins (TUC) f dag, að
stjórn sfn mundi láta til skarar
skrfða gegn fjölþjóðafyrírtækj-
um, sem starfa f Bretlandi.
Hann sagði, að koma yrði f veg
fyrir, að fyrirtæki f eigu Breta
yrðu ofurseld erlendum hags-
munum.
Wilson gaf til kynna, að kosn-
ingar yrðu haldnar innan
skamms en nefndi engan dag.
Hann talaði hvað eftir annað
um „væntanlegar þingkosningar"
f ræðu sinni.
Ráðherrar f stjórn Wilsons
hefa sagt, að kosningar verði
haldnar 3. eða 10. október.
Fulbright
til London?
Washington 5. sept. AP.
BANDARtSKA blaðið Washing-
ton Post skýrði frá þvf f dag, að
Gerald Ford, Bandarfkjaforseti,
hefði boðið William Fulbright,
formanni öldungardeildar Banda
rfkjaþings, stöðu sem sendiherra
Bandarfkjanna á Bretlandi.
Einnig sagði blaðið, að Peter
Flanigan, sem áður var f ráðgjafa-
liði Nixons, yrði skipaður sendi-
herra á Spáni.
Blaðið hélt þvf fram, að Ful-
bright hefði ekki tekið ákvörðun
um það enn, hvort hann tæki við
þessu starfi.
Fulbright hefur setið í öldunga-
deildinni síðan árið 1945 og verið
formaður utanríkismálanefndar-
innar frá 1959. Hann beið á sl.
vori ósigur f forkosningum um
útnefningu í næstu kosningum
fyrir Dale Bumpers. Talið er, að
það myndi mælast mjög vel fyrir
bæði í Bandaríkjunum og utan
þeirra, ef Fulbright tæki við
þessu embætti, segir Washington
Post.
Halda með báðum höndum ungi maður — Nú hvernig á
ég þá að geta stýrt?
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
# Yngstu börnin
og umferðin
Umferðaryfirvöld hafa lagt á
það mikla áherzlu að vekja al-
menning til umhugsunar um sér-
stöðu barna — og þá aðallega
yngstu barnanna — i umferðinni,
og sjálfsagt verður aldrei of mikið
gert af þvf.
Lítið barn sér alla hluti með
öðrum augum en fullorðna fólkið,
einnig umferðina. Fjarlægðar-
skyn þess er allt annað en þess,
sem er fullvaxinn og hefur þar af
leiðandi fullþroskaða sjón.
Svo við tökum litið dæmi, þá
getur verið harla erfitt fyrir 5—6
ára barn að hnýta sfna eigin skó-
reim. Svo einföld athöfn er því
mjög erfitt verk, sem bæði krefst
fingrafimi, æfingar og töluverðra
klókinda. Hversu margir for-
eldrar hafa ekki komizt að því, að
langtum fljótlegra og einfaldara
er að binda skóreimar barnsins en
að bfða eftir að það ráði sjálft
fram úr þessum erfiðleikum. Um
leið álykta kannski sömu foreldr-
ar að þetta sama barn sé fullfært
um að bjarga sér sjálft f umferð-
inni, — umhverfi, sem er þeim
beinlínis lífshættulegt. Umferðin
er litlu barni sannkallaður frum-
skógur af slysagildrum og reglum
til að varast þær, og því fer fjarri
að barn á þessum aldri sé líklegt
til að kunna skil á þessum reglum
og notfæra sér þær.
Ein ástæða þess, að foreldrar
eiga margir hverjir býsna erfitt
með að gera sér grein fyrir van-
mætti barna f umferðinni er vafa-
laust sú mikla breyting, sem orðin
er á umferðinni á allra síðustu
árum, og þá um leið síðan þessir
sömu foreldrar voru sjálfir börn.
Áður voru jafnvel fjölförnustu
götur vettvangur friðseminnar,
samanborið við það sem nú er.
Þar kemur til mikil fjölgun bif-
reiða, en einnig sú staðreynd, að
aksturshraðinn hefur aukizt
mjög.
0 Að skynja hljóð
og fjarlægðir
Mestu erfiðleikar barna i um-
ferðinni stafa af því hve smá-
vaxin þau eru.
Fjögurra ára barn er sjaldnast
nema 1 metri á hæð. Það sér því
miklu skemmra en þeir, sem
hávaxnari eru, og þarf því oft að
fara Iangt út á akbrautina til að fá
einhverja yfirsýn yfir hana. Þótt
það sjái sæmilega í kringum sig,
er samt ekki allt fengið, því að
það hefur ekki sömu möguleika á
að reikna út á andartaki hversu
lengi ákveðin bifreið er að aka
tiltekna vegalengd o.s.frv.
Þá er það alkunna, að barn í
umferðinni veitir kannski athygli
einum bfl, en sér ekki aðra, sem i
námunda kunna að vera.
Talið er, að fyrst um 14—16 ára
aldur sé sjón og heyrn full-
þroskuð, þannig að það eru ekki
aðeins allra yngstu börnin, sem
fylgjast þarf náið með í umferð-
inni.
% Fyrirskipanir,
bönn og verndun
ekki nóg
Nauðsynlegt er að leggja grund-
völlinn að „umferðaruppeldi"
barna strax um 2—3 ára aldur. Á
þeim aldri taka hermihæfileikar
barna hvað örustum framförum,
og auðvitað er það framkoma og
hegðun foreldranna sjálfra, sem
mestu máli skiptir I þessu sam-
bandi sem öðru.
Það er ekki nóg að gefa börn-
unum fyrirskipanir, vernda þau
og banna þeim, heldur verður að
kenna þeim að haga sér í umferð-
inni.
Það er heldur ekki nóg, að
lögregla og umferðaryfirvöld
leggi sig fram um að fræða börn
og leiðbeina þeim i umferðinni,
Barn gengur oft á móti rauðu
Ijósi, en engin hætta er á því að
það klessi bfl.
heldur er kannski enn nauðsyn-
legra að forráðamenn barnanna
beiti áhrifum sínum við
umferðarfræðslu. 1 heimi litilla
barna eru það fyrst og fremst þeir
nánustu, sem tekið er mark á, —
en á þessu öllu er svo auðvitað
nauðsynlegt að vekja athygli for-
eldra og annarra uppalenda.
Svo er líka ástæða til að minn-
ast á það, að þótt pistill þessi sé
nú orðinn býsna alvöruþrunginn,
þá fer þvi fjarri að umferðar-
fræðslan þurfi að fara fram með
slikum hætti. Það þarf lika að
hugsa um að gera börnin jákvæð
gagnvart umferðinni og náung-
anum yfirleitt, og það verður ekki
gert með neinum jarðarfararsvip.
Einn ágætur áhugamaður um
umferðarmál sagði nýlega:
„Við fullorðna fólkið verðum að
læra að lita á börnin I umferðinni
sem lifandi varúðarskilti."
0 Bjórmál
16 ára stúlka, Ragnheiður I
Stefánsdóttir, skrifar eftirfarandi ■
bréf: •
„Kæri Velvakandi.
Ég er ein þeirra, sem lásu dálk i
þinn 3. september s.l., þar sem '
birtist bréf frá konu i Kópavogi, |
sem skrifar bæði um skoðun sína |
á Keflavikursjónvarpinu og :
íslenzka bjórnum.
Ég ætla ekki að fara að íþyngja I
lesendum Morgunblaðsins með J
meiri skrifum um Keflavíkur- I
sjónvarpið, en hins vegar langar |
mig til að mótmæla því, sem J
konan i Kópavogi segir um bjór- I
inn. |
Undirrituð hefur orðið svo fræg }
að komast út fyrir landsteinana. *
Fyrsti maður, sem hún spurði til I
vegar var að koma út úr bjór- .
stofu, annar maðurinn sömu- I
leiðis, en sá þriðji var á leið inn í I
bjórstofu. Tveir þeir fyrstnefndu !
voru ekki færir um að vísa til I
vegar, hvað þá að vinna. Þetta var I
á miðvikudegi svo ekki voru aum- J
ingja mennirnir að halda upp á|
helgina. Flestir sem sóttu um- |
ræddar stofur virtust vera verka- J
menn, sem fengu þarna tækifæri |
til að iyfta af sér áhyggjum hvers- |
dagsleikans á mjög svo ódýran J
hátt.
Bjórinn hefur víða lamað I
vinnuþrek manna, en þetta J
vandamál fyrir finnst ekki á ís-l
landi, og þökk sé stjórnvöldum I
fyrir það. Þau virðast vera sömu ,
skoðunar og ég; að það sé æski- I
legra að þjóðin fari á eitt alls- |
herjarfyllerf um helgaren að hún ,
sé alltaf á fylleríi, þ.e.a.s. alla I
vikuna, sem myndi gera það að I
verkum að hún væri meira eða ,
minna óvinnufær.
Ég er ein þeirra, sem hafa við- |
bjóð á útúrdrukknu fólki, en ,
kannski það sé bara eigingirni í I
mér að vilja heldur sjá þetta fólk I
bara tvo daga vikunnar, þ.e.a.s. >
um helgar.
Hvað finnst þér, lesandi góður? |
Ragnheiður Stefánsdóttir". ,
UC')S &
ORKA
VERZLIÐ flOUR
EN VERDID
HÆKKAR
ENN ERU ALLAR
OKKAR VÖRUR
Á GAMLA
VERÐINU
LAHDSINS MESTA
LAMPAÚRVAL
U(')S &
ORKÁ
SiicVirlandsbraut 12
sími S44S8