Morgunblaðið - 25.10.1974, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.10.1974, Qupperneq 1
36 SIÐUR 209. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974 ProntsmiSja Morgunhlaðsins. Grikkir óttast nýja byltingu Aþenu 24. október. — AP. GEORGE Papadopoulos og hinir ieiðtogarnir þrír úr herforingja- stjórn hans, sem hafa verið send- ir f útlegð til eyju f Eyjahafinu, eyddu fyrsta degi útlegðar sinnar f gönguferðir um hinn nýja dvalarstað þeirra undir lögreglu- eftirliti. En f Aþenu rfkti ótti meðal stjórnmálamanna vegna frétta um hættu á nýrri byltingu. Rfkisstjórnin gaf út margar yfir- lýsingar f dag um að engir her- flutningar ættu sér stað. Viðbrögð stjórnmálaflokka urðu flest á þann veg, að krefjast strangari dóma yfir leiðtogum herforingjastjórnarinnar og meiri hörku gegn hugmyndum um endurreisn einræðis. Alhellenski sósíalistaflokkurinn undir for- ystu Andreasar Papandreou sagði að engin hætta væri á annarri byltingu. Handtökur og útlegð Papadopoulosar og félaga hans væru aðeins „eldflaugasýning fyrir kosningar", en þær eru ráð- gerðar 17. nóvember. Sagði flokk- urinn að ríkisstjórn Karamanlis væri að læða þeirri hugmynd inn hjá kjósendum að aðeins íhalds- söm ríkisstjórn gæti haft hemil á öfgafyllstu hægriöflunum innan hersins. „Við höfnum tilraun ríkis- stjórnarinnfir til að gefa f skyn að aðeins sé um tvo möguleika að ræða: Karamanlis eða skriðdrek- ana“, sagði f yfirlýsingu flokks- ins- Framhald á bls. 20 Verður Nixon skorinn upp? Long Beach, 24. október. Reuter. AP. LlKURNAR á þvf að Richard Nixon fyrrverandi forseta verði stefnt sem vitni við Watergate- réttarhöldin minnkuðu f dag, þeg- ar hann var lagður f sjúkrahús. Læknir hans, John Lungren, sagði að uppskurður gæti reynzt nauðsynlegur ef æðabólga í fætin- um og blóðtappinn í lunganu minnkuðu ekki af þeim lyfjum og sprautum sem Nixon hefur fengið. Ger. Ford gagnrýnir demókrata Des Moines, 24. október. Reuter. GERALD Ford forseti réðst harkalega á demókrata f dag og sakaði þá um að grafa undan samskiptum við erlend rfki og eiga sökina á verðbólg- unni. Hann sagði á kosningafundi að þeir græfu undan utanríkis- stefnunni með andófi gegn henni i þinginu og kallaði þetta andóf hömlur sem væru líkastar handjárnum. Verðbólgan sagði hann árangur stefnu sem hefði verið fylgt i 42 ár, en allan þann Framhald á bls. 20 Nixon liggur í Memorial-sjúkra- húsinu á Long Beach. Aðeins þrír starfsmenn leyniþjónustunnar voru i fylgd með honum þegar hann var lagður inn. Hann hefur einn alla efstu hæð sjúkrahússins til umráða. Hann var á sömu hæð sjúkrahússins í 11 daga i lok september vegna veikinda sinna. John Sirica dómari sagði áður en Nixon var lagður inn að svo gæti farið að hann kallaði hann sem vitni við Watergate-réttar- höldin. Réttarhöldunum hefur þegar seinkað vegna fyrri sjúkra- hússdvalar hans. Áður en Nixon var lagður inn taldi Lungren læknir að hann gæti ekki mætt sem vitni fyrr en eftir 1—3 mánuði. Sirica dómari hafði hugleitt að senda lækna til þess að kanna heilsufar Nixons, áður en hann var aftur fluttur í sjúkrahúsið. Ford forseti setti upp Mexikanahatt sem velunnarar gáfu honum þegar hann brá sér til Magdalena í Mexíkó fyrr í vikunni. Bjartsýni á fundum Kissingers í Moskvu Moskvu, 24. október. Reuter. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna og Andrei Gromyko utanrfkisráðherra Sovétrfkjanna hétu báðir f dag öflugum tilraunum rfkisstjórna sinna til þess að treysta undir- stöður bættrar sambúðar. Dr. Kissinger sagði að fundur Giscard vill ráðstefnu til lausnar hörmungum Parfs,24. október. Reuter. AP. VALERY Giscard d’Estaing for- seti hvatti til þess f dag að kölluð yrði saman ráðstefna olfufram- leiðslulanda, iðnaðarlanda og olfuneyzlulanda til að reyna að leysa orkukreppuna f heiminum. Hann kvaðst jafnframt hafa boðið æðstu mönnum annarra aðildarlanda Efnahagsbandalags- ins til fundar f Parfs seint f nóvember eða snemma f desem- ber til að reyna að efla einingu Evrópu. Svartsýni gætti hjá forsetanum á blaðamannafundi í EHyseehöll. „Mannkynið er aumkunnarvert. Það veit ekki hvert það stefnir. Ef það vissi það, kæmist það að raun um, að það stefnir í átt til hörm- unga.“ Hann ítrekaði að Frakkar vildu ekki ganga í samtök 12 iðnaðar- ríkja, sem reyna að móta sameiginlega afstöðu til þess að mæta kreppum í framtíðinni, undir forustu Bandarikjamanna. Giscard taldi að áform Banda- ríkjamanna fælu í sér hættu á árekstrum milli olíuneytenda og olíuframleiðenda og gaf í skyn, að áhrif Bandaríkjamanna í 12 ríkja hópum væru yfirgnæfandi. í staðinn leggur hann til að ráðstefna verði haldin snemma á næsta ári með þátttöku allra olíu- neyzluríkja, hvort sem þau eru iðnvædd eða ekki, og olfufram- leiðsluríkjanna til þess að tryggja samvinnu, er geti komið í veg fyrir árekstra. Megintilgangurinn virðist sá að veita olíuframleiðendum trygg- Framhald á bls. 20 sem hann átti í dag með Leonid Brezhnev aðalleiðtoga sovézka kommúnistaflokksins hefði verið „góð byrjun". Jákvæð ummæli Gromykos eru talin mikilvæg vegna þess að margt hefur bent til þess á undan- förnum vikum að ráðamennirnir i Kreml séu óánægðir með sumar ráðstafanir Fords forseta og ýms- ar hliðar stefnu hans. Þessi óánægja er talin búa á bak við áhuga þann sem Rússar hafi á því að Brezhnev og Ford haldi fund með sér áður en langt um líður. Fullvíst er talið að við- ræðum Kissingers við sovézka leiðtoga að þessu sinni ljúki með því að tilkynnt verði að slíkur fundur verði haldinn, ef til vill í næsta mánuði. Dr. Kissinger er sagður vinna að þvi að fá Rússa til að sam- þykkja undirstöðuatriði nýs samnings um takmörkun kjarn- orkuvigbúnaðar sem síðan yrði formlega samþykktur á fundi Fords og Brezhnevs. Að sögn samstarfsmanns Kiss- ingers hefur hann meðferðis „til- tölulega ákveðnar hugmyndir" um hvernig koma skuli skriði á Salt-viðræðurnar í Genf. Hins vegar er Kissinger ekki sagður eiga von á þvi að stórkostlegur árangur náist á þessu sviði í Moskvuferðinni og hann er fús að ræða við sovézka ráðamenn um öll samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og stöðuna í hinni bættu sambúð þeirra. Allt bendir til þess að Rússar eigi frumkvæðið að því aðFord og Framhald á bls. 20 Viðræður í Bonn um landhelgina Einkaskeyti til Mbl. Bonn, 24. október. AP.. ISLENZK sendinefnd undir forsæti Hans G. Andersen hóf viðræður f dag við vestur- þýzku stjórnina um deiluna vegna útfærslu íslenzku land- helginnar. Talsmaður utanrfkisráðu- neytisins f Bonn sagði að til- gangur viðræðnanna væri að finna bráðabirgðalausn, er skyldi gilda þar til niðurstiiður hafréttarráðstefnunnar lægju fyrir. Mótmæli tsiendinga gegn veiðum þýzkra verksmiðju- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.