Morgunblaðið - 25.10.1974, Síða 2

Morgunblaðið - 25.10.1974, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974 14 NAUTGRim BRUNNUINNI A HÖLABAKI í ÞINGI Blönduósi, 24. október — t GÆRKVELDI brann fjós og hlaða ð Hólabaki I Þingi. Ekki tókst að bjarga neinum grip úr fjósinu, en þar voru 12 kýr og 2 kálfar. 1 hlöðunni voru um 800 hestar af heyi. Eldsins varð vart um hálftfma eftir að mjöltum lauk. Þá var fjósið alelda og úti- lokað að komast þangað inn. Einnig var mikill eldur f hlöð- unni. Viðgerð á veg- um víðast lokið MBL. fékk þær upplýsingar hjá vegaeftirlitinu í gær. að viðgerð væri víðast lokið á þt'm vegum sem skemmdust í óveðrinu I vik- unni. Voru þær mestar f Mýrdal, Svínadal og Norðurárdal. Hvítá í Borgarfirði rann yfir veginn hjá Hvftárvöllum um tíma f fyrra- kvöld, en engar skemmdir urðu á veginum. Veggir húsanna voru úr stein- steypu og þök úr járni. Innrétting f f jósinu var úr timbri og veggir einangraðir með torfi, klæddu asbestplötum. Þakið var ein- angrað með torfi og undir þvf var tjörupappi. Fjöldi manna úr nágrenninu kom þegar á vettvang, en gat ekkert aðhafzt fyrr en slökkvi- liðið á Blönduósi kom um klukku- stund eftir að eldsins varð vart. Þegar mjög miklu vatni hafði verið dælt á heyið, tókst að tæma hlöðuna, en heyið er mjög skemmt, bæði af eldi og vatni og óvíst, hvort það nýtist. Húsin voru vátryggð, en hvorki hey né gripir. Uppgök eldsins eru ókunn, en öruggt er talið, að um sjálfsfkveikju f heyinu geti ekki verið að ræða. Á Hólabaki búa ung hjón. Björn Magnússon og Aðalheiður Ingvarsdóttir. Þau keyptu jörðina fyrir þremur árum og haf a búið þar sfðan. — Björn. Rithöfundasambandið: Harmar æsifrétt- ir um hagsmuna- mál rithöfunda MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Rithöfundasambands Islands: „Að marggefnu tilefni vill stjórn Rithöfundasambands Is- lands taka fram, að umræður þær, sem farió hafa fram í fjöl- miðlum að undanförnu um þóknun til höfunda fyrir bækur Shipt um streng á 70 metra kafla BUIZT var við þvf, að viðgerð á sfmastrengnum milli Reykjavfk- ur og Hafnarfjarðar yrði lokið f gærkvöldi. I óveðrinu f fyrra- kvöld komst vatn f strenginn á hæðinni vlð Kópavogsbrú og varð að skipta um streng á 70 metra kaf la. Þorleifur Björnsson hjá Pósti og sfma tjáði Mbl. að bilunin hefði verið mæld út í fyrrakvöld, en vegna veðurs var ekki hægt að hefja viðgerð fyrr en í gærmorg- un. Gekk hún vel. Var sambands- laust milli Hafnarfjarðar og flestra númera í Reykjavík. í almenningsbókasöfnum, um söluskatt' af bókum og fleira, að frumkvæði formanns fé- lags íslenskra rithöfunda, eru Rithöfundasambandi Is- lands með öllu óviðkomandi, enda hefur álits þess ekki verið leitað. Sambandið er eina stéttar- félag rithöfunda (auk þess eru starfandi þrjú félög rithöfunda) og fjallar sem slíkt um öll þeirra hagsmuna- og kjaramál. Það hef- ur lengi knúið á um, að frumvarp til laga um almenningsbókasöfn, sem legið hefur f skúffu mennta- málaráðherra árum saman, væri lagt fram á alþingi, en þau lög mundu mjög bæta úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir, og kemur ekki síður niður á bóka- söfnum en höfundum. Sambands- stjórn harmar að einstakir höf- undar eða litlir hópar höfunda skuli fjalla um þessi mál af tak- markaðri þekkingu á málavöxtum og i æsifréttastíl, í stað þess að leggja málin fyrir til umræðu og upplýsingar í rithöfundasamtök- unum. Stjórn Rithöfundasambands tslands Heimsfræg jazzhljómsveit heldur hér tvo hljómleika Slade leika hér 12. nóvember ÁMUNDI Amundsson umboðs- maður hef ur nú gengið frá samn- ingum við hina heimskunnu jazz- hljómsveit Worlds Greatest Jazz- band. Kemur hún hingað um miðjan nóvember og heldur tvenna tónleika f Sigtúni 17. og 18. nóv. Verð miðanna verður lík- lega 900 krónur. Eins og fram kom I Mbl. sl. sunnudag eru margir heimskunnir jazzleikarar f þessarri hljómsveit, og eru þeir Yank Lawson og Bob Haggart þeirra þekktastir. Þá hefur Ámundi einnig gengið frá samningum við brezku popp- hljómsveitina Slade. Heldur hún hér eina hljómleika í Laugardals- höll þriðjudaginn 12. nóvember. Miðaverð hefur verið ákveðið 1300 krónur. Mörg lög hljómsveit- arinnar hafa náð mikilli frægð og vinsældum, m.a. hér á Islandi. Myndin er af Worlds Greatest Jazzband. Ekið á þrjá kyrrstæða bíla UM síðustu helgi var ekið á 3 kyrrstæða bíla í Reykja- vík og í öllum tilfellunum hurfu þrjótarnir á braut án þess að tilkynna atburðinn. Hefur rannsóknarlögregl- an beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að þessum ákeyrzlum ef einhver eru. Á sunnudaginn, 20. október, var ekið á bifreiðina R-3964, sem er gulbrún Hornet 1974, þar sem hún stóð við hús númer 42 við Rauðarárstíg. Gerðist þetta á tímabilinu frá 18 á sunnudag til 7.30 morguninn eftir. Dældir komu á vinstri framhurð og fram- bretti og eru þær það ofarlega, að lfklegt má telja, að vörubíll hafi ekið á bifreiðina. A mánudaginn, milli klukkan 11 og 13, var ekið á R-36312 á stæði við Bræðraborgarstíg 12, gegnt Bárugötu. Þetta er Fiat 85 special, og var frambretti dældað. Hvftur litur var í sárinu, svo lík- Iega hefur hvítur bfll verið valdur að ákeyrslunni. Loks var ekið á grænleita Volkswagenbifreið á stæði við Breiðholtsskóla, gegnt Breiðholts- kjöri á mánudagskvöldið klukkan 20.30—22. Bakkað hafði verið á vinstri framhurð, og er hún talin ónýt. Bifreiðin ber einkennisstaf- ina G-5936. Bamakennarar í Hafn- arfirði hóta aðgerðum Fjármálaráðuneytíð Uður þá afedíunar UNDANFARNA mánuði hefur verið megn óánægja meðal kenn- ara f Hafnarfirði vegna vangold- inna launa. Var svo komið að kennarar undu þessu ástandi ekki lengur, þar sem heildarupp- hæðin mun skipta hundruðum þús. kr., og hafa þeir boðað til róttækr? aðgerða n.k. mánudag ef ekkert verður gert f málinu fyrir þann tfma. Þegar hafa kennarar sent bréf vegna þessa máls, en það mun heyra undir fjármála- ráðuneytið. Kennarar hafa haldið fund með yfirmönnum fjármála- ráðuneytisins og þar var þeim skýrt frá, hvernig á þessu stæði og er vonazt til að kennarar falli frá hótunum sfnum, þar sem þeim hefur verið lofað leiðrétt- ingu á næstunni. 1 bréfi sem kennararnir rituðu menntamálaráðherra segir m.a.: „Við undirritaðir kennarar í Hafnarfirði tilkynnum yður hér Tékkar lofa að taka rögg á sig: Raforkuframleiðsla Lagar- fljótsvirkjunar hefst í janúar FULLTRUl Rafmagnsveitna rfk- isins er nýkominn til landsins úr ferð til Prag, þar sem hann ræddi við fulltrúa Skoda-export um þann drátt sem orðið hefur á af- greiðslu á vélabúnaði f Lagar- fljótsvirkjun frá framleiðendum í Tékkóslóvakfu. Það var Indriði Einarsson yfir- verkfræðingur hjá rafmagnsveit- unum sem fór þessa ferð og kvaðst hann í samtali við Morgun- blaðið hafa rætt þar við fulltrúa Skoda-export og framleiðendur búnaðarins um hugsanleg kaup þessa búnaðar frá öðrum aðilum, eða hvort framleiðendur þar væru reiðubúnir að flýta fram- leiðslunni. Með tilliti til ýmissa greina í samningnum um véla- kaupin, sem fjalla um ábyrgðselj- enda á búnaði virkjunarinnar, sagði Indriði að Skoda-export hef ði óskað eftir því að vera frum- aðili í útvegun þeirra. Sagði Indriði að niðurstöður þessara viðræðna hans við tékk- neska aðila hefðu orðið þær, að framleiðendur hafi lofað skjóturn aðgerðum nú næstu vikur, og éins hafi þeir boðizt tii að senda búnað þann sem á vantar beint frá Prag til Hamborgar og stytta þannig afgreiðslutfmann. Indriði sagði ennfremur, að vonir stæðu nú til að framleiðsla rafokru í Lagarfljótsvirkjun gæti hafizt í lok janúar, en prófanir að uppsetningu lokinni yrðu tak- markaðar við það nauðsynlegasta í sambandi við öryggisbúnað stöðvarinnar. Kvað Indriði þessa seinkun, sem orðið hefði á af- hendingu búnaðarins, að sjálf- sögðu koma sér illa fyrir raf- magnsveiturnar fjárhagslega, og auk þess nýttist mannafli mun verr fyrir bragðið. með, að vegna vangoldinna launa sjáum við okkur nauðbeygða til að grípa til róttækra aðgerða frá og með mánudaginum 28. október þar til fullnaðaruppgjör hefur farið fram.“ Undir þetta bréf rita 32 kennar- ar í Hafnarfirði, sem eiga inni launagreiðslur hjá ríki, en aðrir 63 undirrituðu svohljóðandi yfir- lýsingu: „Við undirritaðir kennarar í Hafnarfirði tilkynnum hér með að með undirskrift okkar styðjum við kennara þá er eiga í launadeil- um við ríkið og munum fylgja þeim eftir í aðgerðum.“ 1 frétt frá kennurunum segir, að dráttur á leiðréttingu launa sé allt frá í september 1973. Reynt hafi verið að fá leiðréttingu þessara mála fyrir milligöngu stérrarfélags barnakennara, en því hafi lítið orðið ágengt. 39 þúsund lesta skip í Straums- víkurhöfn 1 DAG er væntanlegt til Straums- vfkur 39 þúsund lesta skip og mun það leggjast að bryggju á sfðdegisflóði. Er þetta stærsta skip sem lagzt hefur að bryggju hér á landi. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Álfélaginu að skipið væri júgóslavneskt og héti Kumanovo. Það flytur súrál frá Gove í Ástra- líu, samtals 37.200 lestir. Er þetta stærsti farmur sem álverið hefur fengið í einu. Skipið hefur verið 40 daga á leiðinni. Eins og fyrr segir er skipið 39 þúsund lestir að stærð. Það er 199,5 metrar að lengd, mesta breidd 27,4 metrar og það ristir 11,3 metra. „Það eina sem fjármálaráðu- neytið getur gert í þessu máli er að biðja kennarana afsökunar," sagði Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu þegar við ræddum við hann f Framhald á bls. 20 Freysteinn Þor- bergsson látinn FREYSTEINN Þorbergsson skák- maður lézt á sjúkrahúsi f Reykja- vfk aðfararnótt s.I. miðvikudags, 43 ára að aldri. Banamein hans var heilablóðfall. Freysteinn var þekktastur fyrir skákafrek sín. Hann varð Islands- meistari í skák 1960 og Norður- landameistari 1965. Þá varð hann margsinnis Norðurlandsmeistari f skák. Hann tefldi oft í landsliði Islands, m.a. á Ölympíumótum. Hann var einnig þekktur fyrir ritstörf, aðallega í blöð og tímarit. Hann stundaði framhaldsnám í tungumálum erlendis, m.a. í Rúss- landi. Eftir að hann kom heim starfaði hann á mörgum sviðum, var m.a. kennari og skólastjóri, hótelstjóri og útgerðarmaður. Eftirlifandi kona Freysteins er Edda Þráinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.