Morgunblaðið - 25.10.1974, Síða 3

Morgunblaðið - 25.10.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER 1974 3 I SEPTEMBER s.l. stóð yfir listsýning 26 listamanna í sam- tökunum „Den Nordiske", f Charlottenborg f Kaupmanna- höfn. Fastir félagar eru 14, frá öllum Norðurlöndum og Græn- iandi, auk fjöida styrktar- félaga. 1 þetta skiptið var 12 gestum frá Norðurlöndunum boðin þátttaka f sýningunni. Færeyska skáldið Vilheim Heinesen skrifar formála að sýningarskránni. tslendingarnir, Olöf Páls- dóttir myndhöggvari og Tryggvi Ölafsson listmálari eru fastir félagar f „Den Nord- iske“, en Gunnar Örn Gunnarsson listmálari sýndi sem gestur á sýningunni. Hver þessarra Islendinga eiga 7 lista- verk á sýningunni. Verk Ölafar Pálsdóttur voru f „heiðurssal" húsakynna Char- lottenborgarsýningarinnar. —— Mikill fjöldí var við opnun sýningarinnar. Flest verkin sem þarna voru eru nú sýnd f Tostrup-kulturcenter í Kaup- mannahöfn. En f nóvember n.k. dómaá mun sýning „Den Nordiske" að frumkvæði Ölafar Pálsdóttur verða sett upp f Norræna hús- inu f Reykjavfk undir hand- leiðslu hennar og Tryggva Ölafssonar. Verk Ölafar eru ekki á Tostrupsýningunni og verða ekki á sýningunni f Norræna húsinu vegna flutningserfið- leika, en flest hin iistaverkin verða þar. BLAÐADÓMAR: Listagagnrýnandi .^Berl- ingske Tidende**, Ejgil Nikolajsen, segir að nefna megi nokkur verk, sem veki sérstaka fhugun. Þar á meðal myndastytta eftir Oiöfu Páls- dóttur af cellóleikaranum Erl- ing Blöndal Bengtsson f yfir- lfkamsstærð og beri styttan vott um framsækni. Þá getur gagn- rýnandinn um „fyrirsátumynd- ir“ Gunnars Arnar, sem hann segir að séu undir „surreai- iskum“ áhrifum. Gagnrýnandi „Politiken", B. Engelstoft, talar um „expressíonfskar“ myndir Gunnars Arnar af nöktum kon- um og segir að með áköfum og lfflegum pensilförum einkenni hann fyrirsætur sfnar. Hann sækist sannarlega ekki eftir heillandi og smekklegum áhrif- um, en það sem hann bjóði upp á sé gætt Iffsorku. Um styttu Olafar af celló- leikaranum segir Engelstoft að Ölöf Pálsdóttir, myndhöggvari á Carlottenborgarsýningunni ásamt yfirborgarstjóra Kaup- mannahafnar Urban-Hansen og konu hans. Þau virða fyrir sér myndastyttu Ölafar af sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtsson. jfslendingar fá góða listsýningu í Charlottenborg hér hafi verið skapað stórt og reisulegt gipslistaverk, sem minni á eitthvað er nalgist eðli meinlætamanns. Listagagnrýnandi „Villa- byerne", Steen Colding, nefnir aðeins 3 listaverk, f dómi sfn- um, þar á meðal segir hann að sérstök ástæða sé til að geta um hinar raunsæju styttur af Kristi, sem Ölöf Pálsdóttir hafi gert sem undirbúningsverk að Kriststyttu fyrir Skálholts- kirkju. Bent Anker-MöIIer lýsir þvf f „Politiken" hvernig listaverk Ölafar af cellóleikaranum hafi haft áhrif á hann og segir m.a. að frá verkinu geisli hin dýpsta einbeiting hins mikla hljóm- listarmanns, — maður heyri nærri þvf tónana frá einu af meistaraverkum cellóhljóm- iistar. — Þessa tilfinningu styrki útlfnuhrynjandina, sem komi fram f hinni fögru bugðu baksins, ofurkrafti hægri hand- leggs, reisn háls og höfuðs. „Að öllu samanlögðu hlýt ég að virða myndastyttu Ölafar Pálsdóttur mjög mikils“, segir Anker-Möller lektor að lokum. Hljóðfæraleikarar 1 Kammersveit Reykjavfkur á æfingu fyrir hljómleik- ana, frá vinstri: Pétur Þor- valdsson, sellóleikari, Lárus Sveinsson, trompet- leikari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Gunnar Egils- son, klarinettleikari, og Sigurður Markússon, fagottleikari. Kammersveitin með fyrstu vetrar tónleikana á sunnudag Hin nýstofnaða Kammersveit Reykjavíkur heldur fyrstu tón- leika sína á vetrinum sunnu- daginn 27. okt. kl. 16:00 í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kammersveitin var stofnuð s.l. vetur og hélt kynningartón- leika á þjóðhátíð í Reykjavík 4. ágúst s.l. Komust færri að en vildu á þá tónleika. Kammersveitina skipa að jafnaði 10 til 15 hljóðfæraleik- arar og eru þar á meðal margir okkar bestu tónlistamanna. Á tónleikum sveitarinnar koma auk þess fram valinkunnir ein- leikarar og einsöngvarar. í vetur mun Kammersveitin halda ferna tónleika, alla síð- degis á sunnudögum, f sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Eins og áður segir verða hinir fyrstu þessara tónleika n.k. sunnudag kl. 16:00. Einsöngvari á þessum tón- leikum verður Ruth L. Magnús- son en hún tekur þátt í flutn- ingi íslensks verks „Sálmar á atómöld" eftir Herbert H. Ágústsson. Verk þetta var frumflutt á Listahátíð 1970 en hefur ekki verið endurflutt síð- an. Tónskáldið samdi verkið við sálma eftir Matthías Johannes- sen og mun skáldið sjálft lesa þá á milli þátta. Önnur verk á þessum tónleikum eru „Kegel- statt tríóið“ eftir W.A. Mozart, serenata eftir tuttugasta aldar tónskáldið ftalska, A. Casella, og að lokum „serenata-invano“ eftir danska tónsmiðinn Carl Nielsen. Aðrir vetrartónleikar Kammersveitarinnar verða 8. des. og mun þá eingöngu flutt barokktónlist. Askriftarkort að öllum fern- um tónleikum kosta 1.200.— kr. (800.— kr. fyrir börn og skóla- nemendur) og fást í Bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar og einnig á fyrstu tónleikunum. Þá verður einnig seldur að- gangur að einstökum tónleik- um. r Avarp frá synodusnefnd til stuðnings Hallgrímskirkju Hallgrfmskirkja á Skólavörðu- hæð er f byggingu, eins og kunn- ugt er. Stórt átak hefir verið af höndum leyst við smfði kirkjunn- ar. Þó er lokaátakið eftir. Hallgrímskirkja er musteri og minnismerki. Hún er þjóðartákn um trú Islendinga, helgidómur í minningu þess manns, sem þjóðin er f mestri þakkarskuld við á helgri för í þrjár aldir. Nú er leitað til landsmanna um stuðning við þjóðarhelgidóminn. Heitið er á Islendinga, sem kirkju og kristni unna, að leggja fram skerf til byggingarinnar í tilefni 300. ártíðar séra Hallgríms Péturssonar, sunnudaginn 27. október. Ef sérhver yðar leggur sitt af mörkum í þakkarskyni við passfu- sálmaskáldið, verður þess eigi langt að bíða, að kirkjan rfsi full- gerð. Sýnum minningu séra Hall- gríms verðuga hollustu og látum þaðtakast. Séra Guðmundur Guðmunds- son, Utskálum. Séra Gunnar Björnsson, Bolungarvík. Dr. Jakob Jónsson, Reykjavfk. Séra Páll Þórðarson, Norðfirði. Séra Pétur Sigurgeirsson, Akureyri. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, Reykjavfk. KIWANIS SAFNAR FYRIR GEÐSJÚKA Selja merki, K-lykilinn á morgun „GLEYMIÐ ekki geðsjúkum" eru einkunnarorð Kiwanishreyfing- arinnar á tslandi og kjörorð morgundagsins, laugardags, 26. október, en þá gengst hreyfingin fyrir almennri fjársöfnun með merkjasölu um land allt. Munu Kiwanis-félagar ásamt aðstoðar- fólki selja brjótnælu með merki K-dagsins, sem er blár lykill á hvftum grunni. Allt fé, sem safn- azt, verður notað f þágu geðsjúkra hér á landi. Kiwanishreyfíngin á tslandi hefur nú innan sinna vébanda um 800 félaga, sem starfa í 22 klúbb- um víðs vegar um landið. Það verkefni, sem félagarnir ráðast nú í, er hið viðamesta, sem hreyf- ingin hefur beitt sér fyrir til þessa. I fréttatilkynningu, sem Mbl. barst í gær um fjársöfnun Kiwanismanna, segir m.a.: „Kiwanismenn eru þess fullvissir, einsog svooft hefur verið staðfest áður, að landsmenn munu taka vel á móti þeim er þeir bjóða „lykilinn" til kaups á laugardag, það er, og á að vera stolt okkar allra að bezt sé búið að þeim landsmönnum, er ekki eru heilir heilsu, og í þetta skipti snúum við okkur að aðstoð við geðsjúka." Þá Framhald á bls. 20 K-lykilIinn, sem seldur verður á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.