Morgunblaðið - 25.10.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 25.10.1974, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974 Fa jl iti li > 'AiAjm 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA f CAR REIMTAL Ð 21190 21188 LOFTLEIÐIR mmm Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOMEER ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI BILALEIGA Car Rental SENDUM 41660—42902 Ferðabílar hf. BilaleigaS—81260 5 manna Citroen G.S fólks og stationbílar 1 1 manna Chervolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabilar (með bilstjórn) Mínar beztu hjartans þakkir vil ég færa öllum þeim, sem heiðr- uðu mig á 75 ára afmæli minu með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum, ásamt hlýjum kveðjum. Ekki sizt vil ég þakka sonum minum fjór- um, er gáfu mér hina höfðing- legu gjöf, sjónvarp. Alla þessa vini og vandamenn bið ég Guð að launa, er þeim á liggur. Lifið heil. Jónína Þ. Gunnarsd., Álftamýri 2, Rvík. Innilegar þakkir til allra, sem minntust mín á 80 ára afmæl- inu. Við hjónin send- um ykkur öllum kærar kveðjur. Lifið heil. Guðni Halldórsson. Þátttakan og fyrirkomulagið Þjóðviljinn 1 gær er að von- um kampakátur yfir úrslitum 1. desemberkosninganna 1 Há- skólanum. Verðandi, sem er fé- lag róttækra stúdenta, sem naut stuðnings bæði stúdenta úr röðum Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, hlaut 620 at- kvæði, en Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta, 471. Kosningafyrirkomulagið var með þeim hætti, að þeir einir höfðu atkvæðisrétt, sem sóttu lokaðan fund, en almennar kosningar voru sniðgengnar, sem tryggt hefðu fjöldaþátt- töku f kosningunum. Raunin varð og sú að aðeins tæplega 1100 stúdentar tóku þátt f kosn- ingunum af rúmlega 2600, sem innritaðir eru f háskólann. Kosningaþátttakan var því um 42%. Meir en helmingur stúdenta, sem innritaðir eru f Háskólann, tóku ekki þátt f kosningunum, eins og þær voru framkvæmdar. Atkvæðamagn Verðandi er aðeins tæp 24% af innrituðum stúdentum. Með þessu kosningafyrirkomulagi tekst þó þessum róttæku vinstriöflum, að tryggja sér að- stöðir til þess að tala fyrir munn heildarinnar á full- veldisdaginn 1. desember nk. Hlutur Vöku Þrátt fyrir þetta kosninga- fyrirkomulag og þrátt fyrir samstöðu allra annarra stjórn- málaafla f Háskðlanum gegn Vöku einni, er hlutur hennar athyglisverður. Hún hlýtur tæplega 43% greiddra atkvæða. Allir eru sammála um, jafnt andstæðingar Vöku sem aðrir, að lýðræðislegra kosningafyrir- komulag og almennari þátttaka f kosningunum, hefði þýtt önnur og mun hagkvæmari úr- slit fyrir Vöku. Sú mun og ástæðan fyrir þvf að vinstri menn kusu að túlka reglugerð um framkvæmd kosninganna á þá lund, sem raun varð á. Það er vissulega kominn tfmi til fyrir þá stúdenta, sem ekki tóku þátt f þessum kosningum, að fhuga sfn mál, hvort ekki sé tfmabært að taka af skarið, að útiloka, að minnihlutahópur geti áfram nýtt fullveldisdag Islendinga til að túlka marx- fskar skoðanir f nafni stúdenta allra, með almennari og virkari afskiptum af félagsmálum há- skólastúdenta. Þjóðsagan og veruleikinn Vökumenn vildu að umræðu- efni fullveldisdagsins yrði frjáls skoðanamyndun og tján- ingarfrelsi. Þetta viðfangsefni höfðar til grundvallarréttinda frjálsborinna manna og er vissulega f brennipunkti f dag, þegar öfgaöflum til hægri og vinstri vex fiskur um hrygg vfða f veröldinni. Það er f sam- ræmi við þá frjálshyggju og þau þegnréttindi, sem svo miklu varðar að varðveitt séu og móti á ný lff milljóna, sem búa við ófrelsi í þessum efnum ídag. Kjörorð Verðandi var: Is- land, þjóðsagan og veruleikinn. •Þetta umræðuefni er góðra gjalda vert, út af fyrir sig. Hinsvegar ber þvf ekki að neita, að túlkun þess skiptir öllu máli. Fari svo, sem mörg- um býður f grun, að tilgangur- inn sé að kollvarpa hefðbundn- um söguskýríngum, sem fs- lenzkir sagnfræðingar hafa mótað með athugunum og rann- sóknum um langan aldur, og rætur á f geymd genginna kyn- slóða, kann tilgangurinn að vera varasamur. Söguskýringar að rússneskri fyrirmynd, þar sem atburðarásin er skoðuð gegn um litað gler marxfskra kennisetninga og staðreyndum hnikað til, til að fá einhverja fyrirfram ákveðna niðurstöðu, til stuðnings strangpólitfskum kenningum og markmiðum, eiga naumast upp á pallborðið hjá söguþjóðinni né nokkurt erindi til okkar. Fögnuður Þjóðviljans yfir úrslitum kosningafundarins segir sfna sögu. Þeir eygja f þeim einhverja þá möguleika, sem þjóni pólitfskum tilgangi þeirra. Hver leikurinn verður skal ósagt látið að sinni, en máske verður hann til þess að stúdentar og allur almenningur haldi betur vöku sinni eftir en áður. Blóðrannsókn sem segir til um krabbamein er ef til vill á leiðinni EF takast mætti, að finna hvert einasta krabbamein á byrjunar- stigi og taka það þegar til með- ferðar, yrði hægt að lækna langflest tilfellip. Með öðrum orðum: Læknarnir geta nú orð- ið læknað krabbamein, það er tími greiningarinnar sem ræð- ur úrslitum um hvort það tekst. En á þessu sviði lítur helzt út fyrir að sé bylting í aðsigi. Víðs- vegar um heim eru gerðar til- raunir með CEA-efnið. Ef þetta efni finnst í blóðinu, er hætta á að sjúklingurinn sé með krabbamein og því meira sem er af efninu, þeim mun stærri er meinsemdin sennilega. CEA-ef nið er í svo smáum stíl í blóðinu, að miklir erfiðleikar hafa verið á að leiða það í ljós. Til þess að það megi takast, verður að einkenna það með geislavirku efni svo að hægt sé að mæla það. Nú hefur fundist hárnákvæm aðerð til að mæla CEA-magnið í blóðinu. Hún er' fundin upp af kanadiska vísindamanninum Phil Gold f Montreal, og lyfjaverksmiðjan Hoffmann — La Roche hefur endurbætt og staðlað aðferð- ina. Rannsókninni hefur nú miðað svo vel áleiðis, að hægt er að gera CEA-prófið á tæpum 24 tímum og nú er hún notuð í tilraunaskyni á 80 eða fleiri spítölum í Englandi, Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu. CEA er hægt að leiða í Ijós bæði hjá krabbameinssjúkling- um og fóstrum. Auk þess finnst það við ákveðna bólgusjúk- dóma og það er aftur ástæðan til þess, að ennþá er ekki hægt að nota CEA-prófið til fjölda- leitar að krabbameini. En flest- ir vísindamenn sem gera til- raunir með aðferðina, eru sam- mála um, að hún geti verið fyrsta sporið til að finna krabbamein með blóðrannsókn, en það hefur verið draumur læknanna um langt skeið. Að sjálfsögðu verður rannsóknin notuð samhliða öðrum prófun- um og þeim til stuðnings. CEA-magn blóðsins er mælt í manogrömmum (einum milj- arðasta úr grammi). Því meira sem er af efninu, þeim mun meiri líkur eru til krabba- meins. Ef CEA-magnið liggur ofan vissra marka, getur það þýtt að krabbameinsfrumurnar hafi þegar náð mikilli út- breiðslu. Þess verður þó að geta, að þó efnið finnist I stór- um stíl, getur það verið einkenni annarra alvarlegra sjúkdóma, t.d. bent á skorpulif- ur. Ennþá sem komið er, hefur CEA-prófið aðeins gildi til frek- ari staðfestingar öðrum rann- sóknum. Nefnum einstök dæmi: Lífefnafræðingur við Templeháskólann í Phila- delphiu, mældi CEA-magnið í blóði 34 sjúklinga, sem voru lagðir inn vegna sáraristilbólgu með blæðingum (colitis ulcerosa). Hjá 8 sjúklingum fann hann óvenjuhá CEA-gildi í blóðinu og með öðrum rann- sóknum fannst krabbamein í ristlinum hjá þeim öllum. Paul Hoffer læknir, við Chicagoháskólann rannsakaði 316 sjúklinga, sem allt benti til að væru með ristilkrabbamein. Hjá 38% af sjúklingunum fannst krabbamein ekki með röntgenskoðun. CEA-prófið brást einnig í 38 tilfellum af hundrað, en sameinuð leiddu þau 81% þeirra I ljós. Prófessor Hoffer hefur sýnt fram á, að CEA-prófið verði stundum til þess að gera með- ferð krabbameinsins raunhæf- ari. Ef læknir þarf t.d. að skera upp vegna krabbameins í brjósti og telur að sjúkdómur- inn sé eingöngu bundinn brjóstinu, gerir hann sennilega róttæka aðgerð. Það er að segja, hann tekur ekki einungis brjóstið, en mikið af vefjum í kringum það og hreinsar hand- holið, þvi þá eru mestar lfkur til að sjúklingurinn læknist. En ef hann styðst við CEA-prófið og í ljós kemur, að CEA-gildin í blóðinu eru mjög há, er ástæða til að ætla, að sjúkdómurinn sé þegar orðinn útbreiddur til annara hluta líkamans. Af þeim ástæðum ákveður læknirinn ef til vill að gera minni aðgerð, sem getur lengt líf sjúklingsins, en hlíft honum við þeim þján- ingum og þeirri áhættu, sem fylgir stóru aðgerðinni. Oft hafa læknar orðið að með- höndla krabbamein meira og minna í blindni. Skurðlæknir- inn veit aldrei hvort allt meinið hafi náðst og læknirinn sem gefur geislameðferðveitaldrei hvort hann hafi sigrast á öllum krabbameinsfrumunum. Ef sjúklingurinn helst heilbrigður hefur meðferðin náð tilgangi sínum, en komi fram nýjar meinsemdir eða meinvörp, er meðferð að nýju ef til vill orðin vonlaus. Með CEA-prófinu er fengin aðferð til að gera sér nánari grein fyrir ástandi sjúklingsins eftir aðgerðina. Sem dæmi má nefna, að kona hafði verið skor- in upp vegna krabbameins í ristli fyrir 2 árum. CEA-próf sýndi þá mjög há blóðgildi. Læknirinn lét þá taka röntgen- myndir af lifrini. A þeim kom fram stærðar meinvarp f hægri lifrarhluta. Meinið var skorið burtu. Síðan hafa CEA-gildin verið eðlileg og haldist þau svo er sjúklingurinn sennilega ekki í neinni hættu. Við erum um það bil að kom- ast að raun um hvernig við get- um notað CEA-prófið til eftir- lits, segir annar krabbameins sérfræðingur. Við höfum orðið þess vísari að CEA-gildin geta hækkað í blóðinu vikum og mánuðum áður en sjúkdóms- einkenni koma í ljós. Og eftir því sem hægt er að beita próf- inu af meira öryggi, en hægt að skipuleggja meðferð allt að 2 mánuðum fyrr en áður. Við vonumst til þess að verða svo færir, að við getum alltaf gripið inn I áður en sjúkdómurinn nær að magnast. Nánast hið sama segir læknir í Houston: Há CEA-gildi hljóta alltaf að vekja tortryggni og tortryggnin leiðir af sér róttæk ari aðgerðir. Verði ég var við há CEA-gildi, sem ég get ekki skýrt á neinn hátt, læt ég fara fram víðtækar rannsóknir, sem ég annars mundi telja ástæðu- lausar. Það er ástæða til að halda að CEA-prófið verði til þess, að fjöldinn allur af mein- semdum finnist í tfma, en hefði ekki skeð áðurfyrri en um sein- an. Eins og aðrar uppgötvanir gefur CEA-prófið tilefni til margra spurninga. Eins og sagt hefur verið geta há CEA-giIdi bent á fleira en krabbamein. Hvað á læknirinn þá að gera ef enginn sjúkdómur fyrirfinnst, sem styður greininguna? Á hann að veita sjúklingnum hlutdeild í grun sínum og hræða hann að ástæðulausu? Allir læknar sem fást við þessar rannsóknir og hafa verið spurð- ir um þetta svara á einn veg. Þeir segjast yfirleitt ekki til- kynna sjúklingnum árangurinn af bráðabirgðarannsóknum. Ef CEA-prófið dregur upp hættu- merki, koma fleiri rannsóknir til skjalanna, og fyrst þegar læknirinn hefur fengið örugga vissu, lætur hann sjúklinginn vita hvað sé á seyði. En hvað á að gera ef aðrar rannsóknir sýna ekki neitt ákveðið? Það verður að byggj- ast á reynslu og mati læknisins, segir einn sérfræðingurinn, sem ég talaði við. Óákveðinn grunur um meinsemd I lif- færi getur leitt til skurðað- gerðar, vegna CEA-prófsins, sem annars hefði ekki verið framkvæmd. A hinn bóginn getur verið farið öfugt að. Ég hefi nú undir minni vernd, sjúkling, með smávægi- legar blæðingar frá endaþarmi, sem geta stafað af bólgum í þarminum. Röntgenmyndir úti- loka þó ekki krabbamein I ristl- inum. Eg læt ekki skera þessa konu upp að svo stöddu, vegna þess, að hennar CEA er eðli- legt. Síðastliðið ár hefði ég látið opna hana til að vera viss í minni sök. Hverjir eru svo möguleikarn- ir I framtíðinni? Prófessor Hoffer segir fyrir, að finnast muni sérhæfð mótefni, sem séu einkennandi fyrir krabbamein og hvert þeirra bendi á ákveðn- ar tegundir. Hann segir: Fyrr eða síðar fáum við í hendurn ar heila röð mótefnaprófa og þannig mun takast að sailna meinsemdirnar á sama hátt og við sönnum nú á dögum'hvort Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.