Morgunblaðið - 25.10.1974, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTOBER 1974
PTnTTl TTT1 P DAGSKRÁ NÆSTU VIKU
Peter Gilmore og Anne Stallybrass f hlutverkum sfnum f Onedinskipa
féiaginu.
SUNNUD4GUR
27. október 1974
18.00 Stundin okkar
Tóti or lítill sænskur strákur. sem við
fáum að kynnast nánar f næstu þáttum
í teiknimyndum fyrir minnstu börn-
in. Dvergarnir Bjartur og Búi fara f
veiðiferð, og það gerir Ifka Grímsi,
vinur ólafs Jóhanns Sigurðssonar, f
sögu sem heitir „Allinn“.
Þá syngja söngfuglarnir um Krumma,
og nokkur börn sýna fatnað úr ull.
Einnig er f Stundinni spurningaþáttur,
og loks sjáum við þýskt ævintýri um
Margréti snjöllu og Kobba, bróður
hennar.
Umsjónarmenn Sigrfður Margrét
Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar
Stefánsson.
Stjóm upptöku Kristfn Pálsdóttir.
18.55 Hlé
20.00 Fréttar
20.25 Ðagskrárkynning og auglýsingar
20.35 „Sálin íútlegðer.
Sjónvarpið lét gera þessa mynd f sum-
ar um séra llallgrfm Pétursson. Læið-
sögumaður vfsar hópi ferðafólks um
helstu söguslóðir skáldsins, svo sem
Suðumes og Hvalf jarðarströnd, og rek-
ur æviferil hans eftir tiltækum heim-
ildum, en inn á milli er fléttað leikn-
um atriðum úr Iffi hans.
Með hlutverk Hallgrfms fer Jón Jóel
Einarsson.
Höfundar myndarinnar em Jökull
Jakobsson og Sigurður Sverrir Pálsson.
Kvikmyndun Sígurliði Guðmundsson.
Hljóð Jón A. Arason.
21.50 Júlie Andrews
Breskur skemmtiþáttur, hinn fyrsti f
flokki þátta, þar sem söngkonan Julie
Andrews og fleiri flytja létt lög og
skemmtiat riði.
Þýðandi Heba Júlfusdóttir.
22.40 Að kvöldi dags
Sr. Marteinn P. Jakobsson flytur hug-
vekju.
22.50 Dagskrárlok
A1N4UD4GUR
28. október 1974
20.00 Frét ti r og veðu r
20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar
20.40 Onedinskipafélagið
Bresk framhaldsmynd.
4. þáttur. Dýru verði keypt
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
Efni 3. þáttar:
James á f miklum fjárhagsörðugleik-
um, og Callon beitir áhrifum sfnum til
að láta krefja hann'um hafnargjöldin
af mikilli óvægni. Daniel Fogarty kem-
ur í land eftir erfiða ferð. Hann skund-
ar á fund Elfsabetar, en hún tekur
honum fálega, og þykir nú lítið koma
til unnusta sfns f samanburði við Al-
bert Frazer.
Um kvöldið hittast þau um borð f skipi
James og sættast þar eftir harðar deil-
ur. James á f erfiðleikum með
geymsluhúsnæði fyrir hinar tómu vfn-
ámur, en Frazer hleypur undir bagga
og býður honum aðstöðu f skipasmfða-
stöð föður sfns. Skömmu sfðar heldur
James til Irlands, tiI fólksflutninga.Við
brottförina hittir hann Daniel Fogarty,
sem segist nú vera viss um, að Elfsabet
muni giftast sér, en ekki Alhert
Frazer.
21.35 Iþróttir
Meðal annars svipmyndir frá fþrótta-
viðburðum helgarinnar.
Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.
22.05 Orkukreppan
Breskur fræðslumyndaflokkur. Þriðji
og sfðasti þáttur.
Sólarorkan
Þýðandiog þulur Jón O. Edwald.
22.55 Dagskrárlok
ÞRIÐJUDKGUR
29. október 1974
20.00 Fréttir
20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar
20.40 Hjónaefnin
Itölsk framhaldsmynd, byggð á skáld-
sögu eftir Alessandro Manzoni.
2. þáttur.
Þýðendur Sonja Diego og Magnús Jóns-
son.
Efni 1. þáttar:
Sagan hefst í sveitaheraði á Langbarða-
landi á ítalfu árið 1628. Sveitaklerkn-
um don Abbondio er hótað lífláti, gefi
hann saman piit og stúlku úr héraðinu,
Renzo og Lúefu, sem vfgja átti daginn
eftir. Renzo gengur á klerk og fær að
vita, hver það er, sem koma vill f veg
fyrir að þau eigist. Það er don Rodrigo,
æðstur valdamaður f héraðinu og full-
trúi sæpnsku krúnunnar, sem Lang-
Jökull og Sigurður Sverrir vid töku á séra Hallgrfmi.
HVAÐ EB AÐ SJA?
FRÉTTA- og fræSsludeild sjón-
varpsins leggur okkur til á sunnu-
daginn heimildarmynd um Hall-
grlm Pétursson og er myndin gerS
f tilefni af 300. ártlð þessa ást-
sæla sálmaskálds. Langt er liðið frá
því, að Emil Björnsson dagskrár-
stjóri fékk samþykki útvarpsráðs fyr-
ir gerð þessarar myndar og þegar
það lá fyrir réð hann Jökul Jakobs-
son til að semja handritið að mynd-
inni og leikstýra henni Emil tjáði
okkur. að hann vonaðist til, að sjón-
varpsáhorfendum þætti myndin um
margt nýstárleg, þvi að hún er fyrsta
heimildamyndin, er fræðsludeildin
gerir með leiknum atriðum. Hluti
myndarinnar er einnig tekinn í lit og
fyrir bragðið þurfti að senda filmuna
út til framköllunar Þar misstu Bretar
sjónar á henni um tíma og var það
ekki fyrr en eftir mikið stimabrak að
tókst að ná filmunni heim nógu
tímanlega til sýninga
En víkjum þá að þætti Jökuls
Jakobssonar í gerð þessarar mynd-
ar. Við slógum á þráðinn til hans og
fengum hann til að segja okkur
frekar hvernig myndin væri byggð
upp
„Jú, hún er þannig byggð upp.
að við sláumst I för með leiðsögu
manni, sem fer með hóp af ferða-
fólki á helztu stögustaði, sem við
koma Hallgrími hér á S-Vestur-
landi," sagði Jökull. „Þessi ferð má
eiginlega heita umgjörðin utan um
myndina og þessi kafli hennar er
tekinn í litum. Hins vegar er svo
þarna skotið inn í leiknum atriðum,
sem lýsa nokkrum æviþáttum Hall-
grims og þar koma einnig við sögu
Guðríður kona hans og Brynjólfur
bískup auk bænda og búaliðs Þessi
atriði eru öll tekin I stúdíói og eru
þar af leiðandi svart-hvit. Því miður
kemur þessi litaleikur ekki út á
skjánum við núverandi aðstæður en
við eigum það þá til góða þegar
litasjónvarp heldur innreið sína og
myndin verður e.t.v endursýnd."
Þá sagði Jökull, að hjá leiðsögu-
manninum, sem er kona, kæmi
fremur fram hin hefðbundna sögu-
skoðun á sálmaskáldinu „og er held-
ur miðað,við þá mynd af Hallgrími,
sem maður hefur alizt upp víð —
holdsveikt gamalmenni og þar fram
eftir götum — en í leiknu atriðunum
er fremur reynt að dusta helgirykið,
sem hefur setzt á manninn í tímans
rás "
Jökull sagði ennfremur, að eigin-
lega hefði Hallgrimur ekki verið hon-
um sérlega hugleikinn fyrr en hann
tók verkefnið að sér fyrir alllöngu.
„Ég var nú i byrjun mjög beggja
blands að taka þetta að mér en fór
nú samt að pæla I þvi, eins og
popararnir segja, og þá — eftir þvi
sem maður fór að lesa sér meira til
— kom fram allt önnur og mann-
legri mynd af honum."
Jökull hafði sjálfur uppi á leikend-
um í myndina og sótti þá út fyrir
raðir atvinnuleikara Hallgrímur
Pétursson er þannig leikinn af Jóni
Jóel Einarssyni, sem Jökull sá leika
með Samvinnuskólanemum á Bif-
röst, Guðriður er leikin af Sigur-
veigu Jónsdóttur, sem hann sótti til
Leikfélags Akureyrar (og er raunar
núna orðið að nokkru leyti atvinnu-
leikhús) og Brynjólfur biskup er leik-
inn af Jóni Kristinssyni. Sigurður
Sverrir Pálsson stjórnaði upptök-
unni,
Á sunnudagskvöld fáum við
einnig að sjá til leik- og söngkon-
unnar Julie Andrews i skemmti-
þætti sínum. Júlía slær þarna á
létta strengi, syngur lög úr söng-
leikjum eða söngvamyndum, sem
hún átti sinn þátt í að gera vinsæl,
ellegar tekur fyrir vinsæla dægur-
lagasmiði eins og Simon og
Garfunkel, Bacharach, svo að ein-
hverjir séu nefndir Hins vegar er
eins og mig minni, að þessi þættir
hennar Júliu hafi ekki vakið ákafa
hrifningu erlendis og framleiðslu
þeirra verið hætt þegar komið var
skammt á annan tug þátta En við
sjáum nú hvað setur, þvi að sjón-
varpið mun einungis ætla að bera á
borð fyrir áhorfendur úrval þessarar
framleiðslu.
Hjónaefnin birtast áhorfendum
öðru sinni á þriðjudagskvöld. Það
kvöld er nú að verða eins konar
vettvangur sjónvarpsins fyrir fram-
haldsmyndaflokka frá framandi
löndum og er ekki nema gott eitt um
þá viðleitni sjónvarpsins að segja að
hnekkja dálitið hinni angló-saxnesku
einokun á þessu sviði.
Þessi þáttur er italskur að upp-
runa, gerður eftir frægri sögu skáld-
jöfursins Alessandro Manzoni
(1785—1873), er nefnist I
Promessi Sposi á frummálinu
Manzoni fæddist inn i aðalsfjöl-
skyldu i Milanó, serh er einmitt
sögusvið þessara þátta að hluta.
Helztu Sköpunarverk Manzoni urðu
til á stuttum tima — eða á árunum
1812—25, og upp úr gnæfa fáein
listaverk. bókmenntalegir minnis-
varðar ef svo má segja. Skal þar
fyrsta nefna trúarlegan Ijóðaflokk,
Inni Sacri, en í kringum 1816 söðl-
aði hann um og sneri sér að sagna-
leikritum í anda Schillers Afrakstur-
inn eru tveir mikilfenglegir harmleik-
ir — II Conte di Carmagnola og
Adelchi, sem vöktu mikla athygli um
gervalla Evrópu er þeir komu fram
og herrnir sagan, að Göthe hafi
lofað þá mjög. f kringum 1820 tók
Manzoni enn upp á því að venda
kvæði sínu i kross. Nú hafði hann
komizt í kynni við sagnfræðiskáld-
sögur Walter Scott. Hann helgaði
sig á næstu árum rannsóknum og
stllfræðilegum tilraunum Árið
1 923 var I Promessi Sposi fyrst til i
handriti en það kom út i endurskoð-
aðri útgáfu árið 1 827. Hins vegar lá
endanleg gerð sögunnar ekki fyrir
fyrr en í kringum 1 840
Likt og i harmleikjunum tveimur
leitar Manzoni hér fanga I sögu
Langbarðalands. Hún gerist í kring-
um 1630 en lýsir hvernig stór-
eignamenn halda almenningi í járn-
greipum sinum Þetta er inntak
skáldsögunnar og þá væntanlega
þáttanna lika — valdníðsla
„prepotenz"-anna gagnvart þeim,
sem minna mega sín, og hér bitnar
þessi misbeiting valdsins á hjóna-
leysum einum, eins og gat að lita i
fyrsta þættinum. Þar með upphefst
mikil hrakningasaga þeirra, sem í
bókinni lyktar ekki fyrr en 2 7
kapitölum síðar.
Þá er að geta tveggja hljóm-
listarþátta af léttara taginu. Á
þriðjudagskvöld er á dagskrá þátt-
urinn Eins konar jass og þar koma
fram Ásgeir Óskarsson, Guðmundur
Ingólfsson, Gunnar Þórðarson, Hall-
dór Pálsson, Jónas R. Jónsson,
Rúnar Georgsson og Sigurður Árna-
son. Umsjónarmaður þáttarins er
Egill Eðvaldsson og benti hann okk-
ur á, að í þessum þætti væri talsvert
stokkað upp bæði innan islenzka
jassheimsins og popheimsins, eins
og við höfum átt að venjast þeim
Popurum á borð við Ásgeir Óskars-
son (trommara i Pelican), Gunnar
Þórðarson, Jónas og Sigurð Árna-
sýni er hér tcflt fram með gamal-
reyndum jassleikurum eins og Hall-
dóri, Gyðmundi og Rúnari og þeir
látnir léika af fingrum fram ýmis
þekkt lög. „Árangurinn er eins konar
jass, eins og nafn þáttarins gefur til
kynna," sagði Egill, „léttur og leik-
andi jass, sem allir ættu að geta
notið " Annar slíkui; þáttur hefur
þegar verið tekin up"þ með örlítið
breyttu mannavali en Egill kvaðst
vonast til, að framhald yrði þarna á
og slíkur þáttur yrði á dagskrá einu
sinni í mánuði I vetur.
Á laugardagskvöld mun svo
Ragnar Bjarnason og hljómsveir
hans skemmta sjónvarpsáhorfend-
um. „Að þessu sinni verðum við
ekki með neitt sprell heldur munum
við aðeins leika vinsæl lög úr ýms-
um áttum," tjáði Ragnar mér. Hann
gerði i haust verulega breytingar á
hljómsveit sinni, svo að nú hefur
Jón Sigurðsson tekið við bassanum
af Hrafni Pálssyni, Birgir Karlsson
við gitarnum af Helga Kristjánssyni
og i hópinn hafa bætzt saxafón- og
flautuleikararnir Halldór Pálsson og
Rúnar Georgsson Stefán Jóhanns-
son slær eftir sem áður trommurnar
og og Ragnar syngur auk þess sem
hann grfpur öðru hverju i orgel eða
pianó ásamt Dóra Páls, auk þess
sem hann leikur á furðuhljóðfæri
eitt. í þættinum á laugardagskvöld
mun lika írska söngkonan Mary
Connally syngja með hljómsveitinni
og hún skemmti fáein kvöld á Sögu
Það er heldur betur friður flokk-
ur, sem teflt er fram i bíómyndinni
þetta sama kvöld. Ranco
Notorious heitir hún og er vestri
frá 1952. I aðalhlutverkunum eru
Marlene Dietrich, Arthur Kennedy
og Mel Ferrer en Fritz Lang stjórnar
myndinni, einhver ágætasti leik-
stjóri, sem Hollywood hefur gist.
Þrátt fyrir þetta eru heldur deildar
meiningar um ágæti myndarinnar
Bandaríska biblían okkar hvað gaml-
ar biómyndir áhrærir gefur henni
næsthæstu gjöf — 3 og 'A stjörnu
— og lofar leik og stjórn. Hins
vegar kveður við annan tón i sams
konar biblíu frá brezka blaðinu The
Sunday Times. Þarerfólki ráðlagtað
finna sér eitthvað þarfara að gera en
horfa á þessa mynd, hún sé léleg
eftiröpun á Destry Rides Again og
Fritz Lang finni sig auðsjáanlega
ekki á sléttum villta vestursins. Og
þá er það undir áhorfendunum kom-
ið hvort meira er að marka banda-
ríska umsögn eða brezka
barðaland lýtur um þessar mundir.
Móðir Lucíu, Agnes, ræður Renzo aó
fara til lögfræóingsins Anzios, en er
hann veit að við don Rodrigo er að etja,
vill hann ekkert með málið hafa og
vfsar Renzo á dyr. Lúcfa gerir
skriftaföður sfnum. Kristófer, hettu-
munki f klaustri þar f grenndinni, boð
og biðurhann ásjár og hann hraðarsér
á fund þeirra mæðgna.
21.55 Eins konar jass
Asgeir öskarsson, Guðmundur Ingólfs-
son, Gunnar Þórðarson, Halldór Páls-
son, Rúnar Georgsson, Sigurður Ama-
son og Jónas R. Jónsson flytja jasstón-
list f sjónvarpssal.
Stjóm upptöku Egill Eðvarðsson.
22.25 Heimshom
Fréttaskýringaþáttur.
Umsjónarmaður Jón Hákon Magnús-
son.
22.55 Dagskrárlok
A1IDMIKUDÞGUR
30. október 1974
18.00 Bfddu bara!
Sovésk teiknimynd um litla kanfnu og
stóran úlf, sem eltir hana á röndum.
Þýðandi Hallveig Thorlacius.
18.10 Sagan af grfsnum, sem spilaði
damm
Sovésk leíkbrúðumynd um lftinn grfs,
sem talinn ver vita lengra en nefn hans
nær.
Þýðandi Hallveig Thorlacius.
18.20 Sögur af Tuktu
Kanadfskur fræðslumyndaflokkur,
næstsfðasti þáttur.
Tuktu og vinir hans, dýrin
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
Þulur Ingi Karl Jóhannesson.
18.35 Fflahirðirínn
Breskur myndaflokkur fyrir böm og
unglinga.
Ar fuglanna
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
19.00 Hlé
Julie Andrews syngur vinsæl
lög f þætti sfnum á sunnudags-
kvöld.
20.00 Frét ti r og veðu r
20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar
20.40 Nýjasta tækni og vfsindi
Horft um öxl og fram á víð
Mynd um geimrannsóknir áttunda tug-
ar aldarinnar.
Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius.
21.05 Sumar á norðurslóðum
Bresk-kanadfskur fræðslumyndaflokk-
ur.
Vfgi rostunganna
Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson.
21.35 Eiginmaður óskast
(The Crooked Hearts)
Bandarfsk sjónvarpskvikmynd frá
árinu 1973, byggð á sögu eftir Colin
Watson.
Leikstjóri Jay Sandrich.
Aðalhlut verk Rosalind Russel,
Douglas Fairbanks vngri, og Maureen
O'Sullivan.
Þýðandí Dóra Hafsteinsdóttir.
Myndin greinir frá konu nokkurri, sem
kynnast vil stöndugum karlmanni á
sfnum aldrei.
Hún leitar ásjár hjá „klúbbi maka-
lausra", og kemst brátt f samband við
mann, sem henni er að skapi. En fyrr
en varir vakna þó grunsemdir um, að
hann sé ekki allur þar sem hann er
séður.
22.45 Dagskrárlok
FÖSTUDKGUR
1. nóvember 1974
20.00 Frét tir og veður
20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar
20.40 Tökum lagið
Breskur söngvaþáttur.
Hljómsveitin „The Settlers" og fleiri
leika og syngja létt lög.
Þýðandi Jóhanna Johannsdóttir.
21.10 Kapp með forsjá
Breskur sakamálamyndaflokkur. Þýð-
andi Kristmann Eiðsson.
22.00 Kastljós
Fréttaskýringaþáttur Umsjónarmaður
Ölafur Ragnarsson.
22.35 Dagskrárlok
L4UG4RD4GUR
2. nóvemher 1974
17.00 Enska knattspyrnan
17.55 Jóga til heilsuhótar
Framhald á bls. 20