Morgunblaðið - 25.10.1974, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974
13
TÓIMHORNIP
Guðmundur Jónsson verður
með óperukynningu á sunnudag-
inn kemur í útvarpinu. Hann ætlar
að flytja Don Pasquale eftir Doni-
zetti, „sem er létt og grínagtugt
verk með mjög skemmtilegri og
leikandi tónlist," eins og hann
orðaði það.
Donizetti samdi margar óperur
um ævina en Don Pasquale hefur
orðið vinsælust þeirra ásamt Ást-
ardrykknum og þær tvær hafa
helzt staðið af sér timans eyðandi
tönn. Óperan var frumsýnd fyrir
131 ári, nánar tiltekið 3. janúar
1843 og söguþráðurinn hljómar
kunnuglega. Þar er f gamansöm-
um tón greint frá gamla pipar-
sveininum, sem fær allt f einu þá
flugu f höfuðið að kvænast til að
öðlast virðingu meðborgaranna i
rlkara mæli. Þetta tiltæki kemur
ungum, frænda hans illa, því að sá
er auralaus á þeirra tíma visu og
framtíðardraumar hans standa og
falla með því að hann erfi gamla
manninn. Frændinn ungi er lika
ástfanginn af dálaglegri ekkju, og
hún er staðráðin i því að koma í
veg fyrir hjúskaparáform gamla
mannsins. Fær hún liðveizlu lækn-
is eins. sem er um leið vinur Don
Pasquale og leiðir ekkjuna á hans
fund og kynnir sem systur sína,
nýkomna úr klaustri. Gamla
ÆTLUNIN er, að Sýnishornið
verði hér á opnunni i vetur, og gefi
nokkra hugmynd um viðhorf fólks
almennt til dagskrárliða útvarps
og sjónvarps. Umsjónarmenn opn-
unnar hringja i nokkur sima-
númer, valin af handahófi, og
spyrja eftirfarandi spurninga:
Hvað fannst þér bezt i sjónvarpinu
i siðustu viku og hvað verst? Hvað
fannst þér bezt i útvarpinu i sið-
ustu viku og hvað verst? Ættu
þessi sýnishorn að gefa betri
mynd af vinsældum dagskrárinnar
en skrif umsjónarmanna einna
geta gefið.
Sigurbjörg Sverrisdóttir, Tún-
götu 42, Reykjavfk:
Ætli það séu ekki framhaldsþætt-
irnir, sem ég hafði mesta ánægju af
í síðustu viku, Læknir á lausum kili
finnst mér alveg dýrðlegur, og
Onedin-skipafélagið virðist ætla að
verða nokkuð gott og ég hefi gaman
af því, úr því Bræðurnir eru búnir.
Þá horfi ég venjulega á annan leyni-
lögregluþáttinn, þ e. þann þýzka,
ekki þann brezka.
Hvað er leiðinlegast á ég erfitt
með að segja, þar sem ég er svo fljót
að slökkva á sjónvarpinu ef mér
þykir efnið leiðinlegt. í sumar opn-
aði ég t d. ekki á mánudögum. í
síðustu viku voru það líklega íþrótt-
irnar, sem ég lokaði fljótt fyrir. Ég
horfi ekki á þær nema eitthvað sér-
stakt sé I þáttunum, ekki á knatt-
spyrnuleiki.
[ útvarpinu hlustaði ég á Jökul
Jakobsson, eins og ég er vön að
gera Litið annað freistar mín þar.
Og ég slekk örugglega á, þegar
sinfóniur eru, þ e nýrri tíma músik.
Gömlu meistarana get ég hlustað á
mér til ánægju.
Rögnvaldur Þorkelsson, bygg-
ingaverkfræðingur, Reykjavlk:
Ég hlustaði lítið I siðustu viku og
horfði lítið Svo þvi er fljótsvarað
hvað mér fannst bezt. í báðum til-
vikum, — bæði i útvarpi og sjón-
varpi, — fundust mér fréttirnar
beztar. í sjónvarpinu hefur maður
verið að reyna að fylgjast með ein-
hverjum af þessum föstu þáttum, en
er nú að gefast upp á þvi Maður
hefur ekki fylgzt nægilega mikið
með þessu til að segja til um hvað
sé verst.
[ útvarpinu er hins vegar mun
meira af áhugaverðu efni. Ég tek
sem dæmi þann þátt sem nú nefnist
Mælt mál, svo og ýmiskonar þjóðleg
fræði Einnig hafa mér þótt þættir
Jökuls Jakobssonar afar góðir oft.
Verst likar mér þessi nýmóðins,
elektróníska músik Við henni er
ekkert annað að gera en skrúfa fyrir.
Alfreð Jónsson oddviti Gríms-
eyjar:
Mér fannst sjónvarpsþátturinn
með landsleiknum milli fslands og
Þýzkalands bezta efni sjóhvarpsins í
siðustu viku, það eru hreinar línur
með það. Ekki man ég eftir neinu
vondu efni, því tækið mitt er með
þeim ósköpum gert, að ef mér likar
manninum Ifzt systirin hinn ágæt-
asti kvenkostur og þegar hún
reynist ekki ófús til hjónabands,
er brúðkaup ákveðið. Hjúin koma
þvf þó svo fyrir, að vígslan er
ólögmæt, en giftingin kemur þó
frændanum unga gersamlega i
opna skjöldu. þar eð hann hafði
ekkert veður haft af ráðabruggi
ekkjunnar og læknisins. Nlikill
misskilningur verður úr öllu
saman en Guðmundur Jónsson
hafði góða von um að ástamálin
fengju þó farsællegar lyktir.
Óperan verður hér flutt af úr-
valsliði, að sögn Guðmundar.
Bassasöngvarinn Fernando
Corena er i hlutverki piparsveins-
ins, Juan Oncina syngur hlutverk
frænda hans og er það að sjálf-
sögðu tenórhlutverk, sópransöng-
konan Greziella Sciutti er i hlut-
verki ekkjunnar og finnski bari-
tónsöngvarinn Tom Krause fer
með hlutverk læknisins. Vinar-
óperuhljómsveitin leikur undir
stjórn Istvan Kertesz.
Óperuunnendum til glöggvunar
skal á það minnt, að Don Pasqu-
ale var flutt í Þjóðleikhúsinu árið
1960 og kynnirinn Guðmundur
Jónsson var þar meðal aðal-
söngvara. Lét Guðmundur allvel
af þeirri sýningu nema hvað hún
hefði tæpast verið nógu vel sótt.
ekki eitthvað af efninu þá hef ég
takka til að ýta á og þá hverfur allt
draslið.
Mér finnast fréttirnar í útvarpinu
ágætar, en þó-vil ég gera þar bragar-
bót á. Ég vil hafa innlendu fréttirnar
á undan, því okkur varðar meira um
þær og svo er anzi hvimleitt að
hlusta alltaf á manndrápsfréttir, eilif-
ar manndrápsfréttir frá ákveðnum
stöðum i heiminum, það er eins og
ekkert annað sé um að vera. Annars
eru einnig hreinar línur með það
sem mér finnst leiðinlegast i útvarp-
inu, það er sinfóníugargið náttúru-
lega. Mér líkar ekki alltaf það, sem
hann er með hann Þorsteinn
Hannesson vinur minn, en hann er
nú svo stór og háfleygur, en ég lítill
og lágfleygur.
Einar Guðmundsson bóndi, Ytri-
Sveinseyri, V-Barðastrandarsýslu:
Sjónvarp hlusta ég nú ekki á eða
sé, þvi ég vil ekki hafa það, en þegar
færi gefst hlusta ég á útvarpið og
finnst það gegnumsneitt nokkuð
gott. Annars hef ég verið að slægja
á kvöldin undanfarið svo ég hef nú
ekki mikið hlustað.
Freyja Jónsdóttir. Skúlaskeiði
14, Hafnarfirði:
Ég horfi bæði mikið á sjónvarpð
og hlusta á útvarpið mér til dægra-
styttingar, þar sem ég er mikið
heima við. En þegar þar er eitthvað,
sem mér likar ekki, þá skrúfa ég
einfaldlega fyrir. Maður hefur óneit-
anlega verið óánægður með sjón-
varpið undanfarið, en mér hefur þótt
gaman af þessum ensku framhalds-
þáttum, — Bræðrunum og nú
Onedin-skipafélaginu. íþróttir eru
það, sem ég hef minnstan áhuga á,
held ég.
f útvarpinu hlusta ég á sögurnar,
og einnig nokkra af þessum föstu
þáttum Til dæmis hafa mér þótt
þættirnir Mér datt það í hug, eftir
hádegið á sunnudögum, mjög góðir
í sumar. Það er ekki svo margt, sem
fer i taugarnar á mér i útvarpinu. og
ég get jafnvel hlustað á Lög unga
fólksins stundum Þegar þar verður
of mikill hávaði, þá lækka ég bara
aðeins niður i þvi.
Jórunn Jónsdóttir, Eskihlið 6,
Reykjavik:
Það, sem ég hafði mesta ánægju
af í sjónvarpi í síðustu viku, var
Saga Borgarættarinnar Min kynslóð
las þessa sögu af miklum áhuga á
sínum tima og mikið var talað um
kvikmyndatökuna 1919.
I útvarpi fannst mér mjög gott
erindi Vigdisar Finnbogadóttur um
Daginn og veginn. Væri ég maður
til, hefði ég sjálf viljað koma slíkum
hugsunarhætti á framfæri, svo
hleypidómalaus sem hún var og
bjartsýn.
Það, sem ég hlusta alls ekki á,
hvorki i sjónvarpi né útvarpi, er
þessi hávaðasama músik Ég þoli
hana illa og slekk strax á tækinu
Hasarmyndir og hávaðamúsik falla
ekki i minn smekk. Ég vildi i staðinn
fá meira af bókmenntum og íslenzkri
menningu.
SÝNISHORNIÐ
HVAÐ ER AÐ HEYRA?
HÖFUÐSKÁLDI Islendinga á
18. öld verður töluverður sómi
sýndur á sunnudaginn kemur
en þá er 300 ára ártfð Hali-
gríms Péturssonar. Endurflutt
verðurdagskrá, semJón Hnefill
Aðalsteinsson tók saman um
Hallgrím og Passíusálma hans
og leitaði þá m.a. í fróðleiks-
sarp próf. Sigurðar Nordals og
biskupsins. Um kvöldið munu
þeir Andrés Björnsson útvarps-
stjóri og Gunnar Stefánsson
dagskrárstjóri svo lesa úr
ljóðum um Hallgrím og eftir
hann.
„Otvarpsstjóri mun fara með
ljóð Matthlasar, sem hann orti
um Hallgrim Pétursson á 200
ára ártíð hans fyrir réttum 100
árum — „Atburð sé ég anda
mínum nær . .„sagði Gunnar
Stefánasson,“ en sjálfur mun ég
lesa ljóð eftir Hallgrím bæði af
veraldlegum toga og sálma. Ég
á von á, að þetta verði um 25
min. þáttur."
Gunnar upplýsti, að siðar yrði
ártíðar Hallgríms betur minnzt
með flutningi fyrirlestra á
sunnudögum. Upphaflega stóð
til að hleypa þessum fyrir-
lestraflokki af stokkunum
þennan dag en fyrirlesarar þeir
Jón M. Samsonarson, Þorleifur
Hauksson, Öskar Halldórsson
og herra Sigurbjörn Einarsson
biskup.
Þennan sunnudag verður
einnig slegið á léttari strengi og
Jón B. Gunnlaugsson verður á
dagskrá með þáttinn Á lista-
brautinni, sem hann hefur nú
haldið úti af alkunnri atorku á
annað ár. Jón kvaðst ekki
endanlega vera búinn að ganga
frá þessum þætti en þó má slá
því föstu, að þar muni Lára
Rafnsdóttir leika á pianó og
ungur nemandi við Tónskóla
Sigursveins leika á klassiskan
gítar.
Jón kvaðst gæta þess vendi-
lega að fara ekki í mannfreinar-
álit i þessum þætti heldur ætti
hann að ná til allra greina list-
iðnaðar I landinu og vera vett-
vangur fólks á öllum aldri, er
listina iðkar. Þannig hefur Jón
átt það til að leiða fram í þætt-
inum ungt Iistafólk sem ekki
Vetur er að ganga í garð, fé
er komið af fjalli og dilkarnir
hafa verið reknir til slátrunar.
Svipað árstíðalögmál gildir hjá
útvarpinu nema þar hefst
sláturtíðin fvið seinna. Fasta-
þáttum útvarpsins frá í sumar
er lógað einum af öðrum,
aðeins örfáir eru settir á yfir
veturinn. Nýir þættir eru að
taka við, sumir raunar gamlir
kunningjar frá i fyrravetur en
gjarnan með nýjum rómi.
Vetrardagskráin er að taka
völdin hjá útvarpinu þessa dag-
ana, svo að i minn hlut koma
aðallega fáeinar eftirlegu-
kindur frá sumrinu, sem voru
við lýði í síðustu viku en verður
varia lengi eirt úr þessu.
En fyrst er þess að geta, að ég
sakna ákaflega þáttar Guð-
mundar Jónssonar píanóleikara
— Mannstu eftir þessu. Jón
Múli fyllir að vísu töluvert i
tómið með ágætum jassþáttum
sinum, velvaldri músík og líf-
lega kynntri en engu að siður
er hart til þess að vita, að bezt
unna tónlistarþættinum á sviði
sígildrar tónlistar skuli varpað
fyrir róða meðan aðrar síbyljur-
liðinna ára sveima um óáreitt-
ar.
Á laugardaginn var fengu
hlustendur töluverðan fróðleik
um Kína. Útvarpið hefur haldið
slíkum landkynningarþáttum
úti í sumar og Kínaþátturinn
átti það sammerkt með obba
fyrri þátta að vel var til hans
vandað og flutningur allur hinn
áheyrilegasti. Að vísu gekk
maður þess ekki dulinn, að um-
Jóhann Sigurjónsson
— Galdra Loftur verður flutt-
ur á fimmtudagskvöid.
hefur átt fvrsta áratuginn að
baki, rætt við popara, sem voru
að stofna nýja hljómsveit, og
eitt sinn ræddi hann meira að
segja við matreiðslumann um
matargerðarlist, svo að listin
birtist hér I sínum víðtækasta
skilningi, jafnvel með ypsiloni
á undan.
Þorsteinn ö. Stephensen
lætur nú senn af störfum sem
leiklistarfulltrúi útvarpsins og
kveður stórmannlega. Á
hverjum fimmtudegi flytur
hann okkur hluta úr íslenzkri
leiklistarsögu í réttri timaröð,
nýjar og gamlar upptökur í
bland og með inngangsorðum
fróðra manna. Á fimmtudaginn
kemur heyrum við til helzta
jöfurs íslenzkrar leikritunar,
Jóhanns Sigurjónssonar, og
verkið er Galdra-Loftur. Inn-
gangsorð flytur Njörður P.
Njarðvík.
Þorsteinn taldi, að mörgum
myndi þykja þessi flutningur á
Galdra-Lofti nokkuð forvitni-
legur, þvi að upptakan er svo
gömul, að þar koma fram leik-
arar, sem ýmsir þeir, sem mið-
aldra eru og þaðan af yngri,
hafa aldrei heyrt, svo sem
Soffía Guðlaugsdóttir og Frið-
sjónarmenn höfðu heldur hlýj-
ar taugar til alþýðuveldisins og
það hefur vafaiaust glatt starfs-
menn kínverska sendiráðsins
eða alltént þann, sem átti út-
varpsvaktina það kvöldið,
hversu Konfúsíus fékk þar
herfilega útreið. Á sama hátt
hefur vafalaust sigið á honum
brúnin, þegar dýrkun Kínverja
á Maó var gagnrýnd vafninga-
laust. Mig gladdi það aftur á
móti ósegjanlega, að Lao Tse og
daóisminn skyldu vera í náð-
inni hjá flytjendum.
1 sumar hef ég einnig lagt við
eyrun þegar séra Bolli í Laufási
hefur flutt Mér datt það í hug
á sunnudagseftirmiðdögum.
Þættir hans hafa oft og tíðum
verið prýðilega skemmtilegir,
kímnir á þjóðlega visu, lausir
við hvers konar helgislepju,
samdir af ritfærni og morandi
af ljóðrænum skírskotunum.
Maðurinn er auðheyranlega
ljóðunnandi hinn mesti og
hvergi er komið að tómum kof-
anum hjá honum; þar fljúga
jöfnum höndum ný og gömul
ljóð, ferskeytlur og atómkvæði.
En kannski er mest um vert, að
klerkur kann að segja fyndni á
eigin kostnað svo sem sagan um
hann og hrútinn sannar og
mættu margir úr stétt hans af
því læra. Hins vegar hlustaði ég
ekki á nágranna Bolla úr Þing-
eyjarsýslu um kvöldið. Þjóð-
hátiðir hafa heltekið öll sunnu-
dagskvöld mestan part sumars
og er sá flutningur skýrasta
dæmi þess hversu bráð-
nauðsynlegt landshlutaútvarp-
ið er að verða. — b.v.s.
finnur Guðjónsson. Þorsteinn
kvaðst sjálfur vera búinn að
heyra þessa upptöku og taldi
hana tæknilega mjög sæmilega
fallna til flutnings, þrátt fyrir
allar framfarirnar er orðið hafa
í útvarpsupptökum á síðustu
árum.
Þorsteinn kvaðst hafa orðið
var við, að útvarpshlustendum
hefði mörgum fallið vel þetta
framtak og heyrði ýmsa segja
það gott að fá nú þessi gömlu
góðu verk í réttri tímaröð og
ekki siður að fá þessi erindi á
undan, fólk teldi sig njóta verk-
anna betur fyrir bragðið. „Eg
get því ekki annað sagt en að ég
sé ánægður með undirtektirnar
en kannski er ég þó ánægðastur
með, að ég vonast til að fá út úr
þessu þrjú ný íslenzk leikrit.
Þeir Agnar Þórðarson, Jökull
Jakobsson og Oddur Björnsson
sitja nú með sveittan skallann
við að semja fyrir okkur og
raunar hefur hinn fyrstnefndi
þegar skilað af sér.“
Þorsteinn sagði ennfremur,
að nú næst á eftir Jóhanni
Sigurjónssyni væri Kamban á
dagskrá en siðan yrðu flutt
leikrit eftir þá Davíð Stefáns-
son og Halldór Laxness. „Þá
taka við tveir höfundar, sem á
Jón Gunnlaugsson
— A listabrautinni.
sínum tíma skrifuðu mikið
fyrir okkur hér, helzt eitt
leikrit á ári — þeir Bjarni
Benediktsson frá Hofteigi, sem
nú er látinn, og Halldór
Stefánsson." Kvaðst Þorsteinn
hafa I hyggju að flytja eitt
leikrit eftir hvorn sama
kvöldið. Því næst koma ungu
mennirnir þrir ásamt Jónasi
Árnasyni en eftir hann verður
flutt Þið munið hann Jörund,
sem ekki hefur áður verið flutt
í útvarpi en Þorsteinn kvaðst
ætla að mæltist vel hjá útvarps-
hlustendum, gamansamt verk
með miklu söngívafi.
ÍGLUGG '
Tveir nýir framhaldsmynda-
flokkar eru byrjaðir f sjón-
varpi, enda er vetrardagskráin
smám saman að hagræða sér á
skjánum. Svo Iftil reynsla er
komin á þá báða, að ósann-
gjarnt er að leggja nokkurn
dóm á ágæti þeirra að svo
komnu máli nema hvað segja
má, að báðir dragi þeir tölu-
verðan dám af fyrirrennurum
sfnum — Onedin-skipafélagið
af Bræðrunum og Hjónaefnin
af Bændunum. „1 Onedinþátt-
unum eru Bræðurnir einfald-
lega komnir til sjós og færðir
aftur um eina öld,“ kvað vinur
minn einn upp úr á dögunum
og dæsti þunglyndislega. Hlið-
stæðan virðist þó ekki jafn
áþreifanleg milli Hjónaefn-
anna og Bændanna, en heldur
þóttu mér Italirnir fara þung-
lamalega af stað. Bezta sjón-
varpsefnið upp á síðkastið er
tvfmælalaust Strindbergsýn-
ingin frá sænska sjónvarpinu
annan sunnudag undir hand-
leiðslu Bergenstráhle; ég held
ég hafi sjaldan séð eins hnit-
miðað og jafn skemmtiiega stfl-
fært sjónvarpsleikrit og Gústaf
í GLEFS