Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER 1974
F.v. Arne Reitan (Umbi), Eva Lunde (Hnallþóra), Stig Egede-
Nissen (séra Jón Prfmus).
„Safamikil og
villt fabúlering”
Úr umsögnum
norskra blaða
um sýningu
Tröndelag Teater
á Kristnihaldi
I undir Jökli
John Yngvar Fearnley sem
Jódínus Álfberg og Arne
Reitan sem Umbi.
MORGUNBLAÐINU hafa borizt
útklippur með umsögnum fjögurra
norskra blaða um sýningu Trönde-
lag Teater á Kristnihaldi undir
Jökli eftir Halldór Laxness sl.
föstudag. Leikstjóri var Seinn Ein-
arsson. Martin Nordvik skrifar
bæði f staðarblaðið Aldressavisen
og Oslóarblaðið Verdens Gang.
OSS skrifar f staðarblaðið Arbeid-
er-Avisa og Jon Nygaard skrifar f
Aftenposten. Fara hérá eftir glefs-
ur úr umsögnunum:
Umsögn Nygaards í Aftenposten
hefst á þessum orðum: „Uppfærslan
á „Kristnihaldi undir Jökli" er verk-
efni sem getur hálsbrotið hvaða leik-
hús sem er Yfirfærslur frá skáld-
sögu til leiksviðs eru alltaf vanda-
samar. í þessu tilfelli er þetta nærri
ógerlegC Slðan gerir Nygaard grein
fyrir efni verksins og segir svo:
„Þetta er unnt að segja í rituðu máli.
En er hægt að segja þessa sögu á
sviði? Geta aðstæðurnar og persón-
urnar stigið fram þannig að við
getum sett þær í samband og sjáum
rökvísi og merkingu f þvi sem þær
segja og gera? — I Tröndelag Teat-
er hlýtur svarið að verða tvöfalt nei
Nygaard segir að leikritstextinn lifi
ekki af að mæta óbilgjörnum raun-
veruleika leiksviðsins, vandinn byrji
strax í sjálfu frásagnarforminu.
„Skáldsagan getur áhyggjulaust
hoppað frá stað til staðár. Þegar
leikhúsið ætlar að fylgja þessu eftir
verður það þungt, klunnalegt og
leiðinlegt." Segir gagnrýnandinn að
þrátt fyrir það að leikmyndasmiður-
inn Björn Björnsson hafi einfaldað
sviðsmyndina eins mikið og unnt sé
innan ramma raunsæis, þá nægi
það ekkí til að eyða þunglamalegum
hléum milli atriða, sem búti sýning-
una í sundur.
„Þegar efnisþættirnir eru klofnir í
svona miklum mæli, verður það enn
meira ruglandi, að leikararnir leika á
ólíkum plönum. í sjálfu sér eru per-
sónurnar hvorki raunsæislegar né
stílfærðar, heldur mitt á milli. Sá
jafnvægisgangur er erfiður," segir
Nygaard og telur leikarana ekki nS
honum. Hann kveður Arne Reitan í
hlutverki Umba gera sendimann
biskups einum of beimskan. Stig
Egede-Nissen gera Jón Prfmus of
upphafinn, ekki nógu jarðbundinn,
og er óánægður með alla leikarana
nema Thor Hjörjh-Jensen sem
Helga á Torfhalastöðum. „Hann nær
jafnvægisganginum", segir gagn-
rýnandinn. Þá telur Nygaard ósam-
stæða þýðingu Ivars Eskelands
mjög til trafala fyrir sýninguna, og
tilraun hans til að finna „óvanalega
norsku" til að samsvara hinni
„óvanalegu íslenzku" Laxness hafi
mistekizt.
Martin Nordvik segir f umsögnum
sínum: „Það er meiriháttar viðburð-
ur þegar norskt leikhús leggur í
fyrsta sinn út í að takast á við eitt af
verkum Halldórs Laxness. Þegar
árangurinn verður góð sýning þýðir
það fjöður f hatt leikhússins." Síðar:
„Texti Laxness býður upp á óvenju-
lega möguleika, hann er safaríkur
og sýnir greinilega skort á virðingu
fyrir þv! sem er almennt viður-
kennt".
Nordvik segir að höfundur og leik-
stjóri hafi unnið leikgerðina f sam-
einingu, og ,,að stærstu leyti verður’
maður að samþykkja lausnir þeirra".
Einkenni textans sé „safamikil og
villt fabúlering, sem setur stórborg
andspænis sveit, náttúruna and-
spænis tækninni, manneskjuna and-
spænis maskínunni", en sumt sé
svo séríslenzkt að það nái ekki alger-
lega til norskra áhorfenda. „Mann-
mergðin undir Jökli er marglit hjörð
dýrðlegra persóna" en engu að síður
sé sýningin óþarflega daufleg og
langdregin
Nordvik segir Jón Prímus gerðan
allt of kyrrlátan og sviplítinn; i þess-
ari persónu felist mun meira Iff og
fjör. „Eins og hann er leikinn þarna
bliknar hann algerlega við hlið Dr
Sýngmanns, sem Kjell Stormoen
leikur af miklum yfirburðum." Nord-
vik segir að lokum að Arne Reitan
sem Umbi hafi unnið leiksigur !
hlutverki sfnu.
OSS byrjar umsögn sína I Arbeid
er-Avisa með því að vitna ! samtal
sem hann átti á sínum tfma við
Laxness, þar sem hann spurði um
dýpri merkingu Dúfnaveislunnar
„Laxness brosti bara og hristi höfuð-
ið Þetta er allt leikhús, svaraði
hann Alveg eins og lifið er leikhús.
Það sem gerist á sviðinu er satt svo
lengi sem það varir, en ekki mfnútu
fram yfir það."
Sfðan segir OSS að út úr sam
vinnu Laxness og Sveins Eínarsson-
ar hafi komið „leikrit sem á margan
hátt er hnýsilegt og grípandi. Gam-
ansama fabúlu getum við nefnt það
Hvað Laxness hefur ætlað sér i
þessu leikriti er ekki auðvelt að sjá
Maður verður að llta á það sem
leikhús. Það veitir manni gleði um
stund, en gleymist fljótt."
„Við eigum ekki að dæma Halldór
Laxness eftir þessari uppfærslu",
segir OSS síðar í umsögn sinni.
„Laxness er einn af mestu skáld-
sagnahöfundum númtfmans, full-
verðugur Nóbelsverðlaunanna, en
leikritun er ekki hans rétta listgrein.
Það er sennilega ástæða þess að
leikrit hans eru sjaldan leikin utan
íslands". Hann segir leikgerð sög-
unnar ekki að öllu leyti velheppn-
Framhald á bls. 20
John Miles
Júdas
Ingvi Steinn
Þriðjud. 29. okt. kl. 23.30
í AUSTURBÆJARBÍÓl í DAG 25. OKT.
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HEFST KL. 4
J J J