Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER 1974 hf Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Eyjólfur KonrðS Jónsson. Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstrœti 6. sími 10 100. Aðalstrœti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuSi innanlands. Í lausasölu 35.00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Ifuil þrjú ár hafa staðið yfir þrotlausar umræður um varnarsam- starfið við Bandaríkin og afstöðu íslands til Atlants- hafsbandalagsins. Þegar vinstri stjórnin tók við völdum sumarið 1971 var því lýst yfir, að varnar- samningurinn við Banda- ríkin yrði tekinn til endur- skoðunar eða uppsagnar með það fyrir augum, að varnarliðið færi á kjör- tímabilinu. Mikill ágrein- ingur var á milli þáverandi stjórnarflokka um túlkun á þessu stefnuatriði. í júní 1973 ákvað vinstri stjórnin hins vegar að óska eftir endurskoðun varnarsamn- ingsins í samræmi við 7. grein hans, og í mars sl. náðist samkomulag innan vinstri stjórnarinnar um svonefndan viðræðugrund- völl, sem gerði ráð fyrir, að landið yrði varnarlaust innan ákveðins tíma. Frá upphafi var það ský- laus krafa þeirra flokka, sem voru í andstöðu við vinstri stjórnina, að engar ákvarðanir yrðu teknar um breytingar á varnarsamn- ingnum, nema Alþingi hefði fjallað um þær. Utanríkisráðherra vinstri stjórnarinnar lýsti því og yfir, að Alþingi myndi taka endanlegar ákvarðanir í þessum efnum. Hér var um eðlilega kröfu að ræða, þegar þáverandi ríkis- stjórn hafði í hyggju að segja upp varnarsamn- ingnum sjálfum. Úrslit Alþingiskosning- anna urðu á þann veg, að meirihluti var ekki á Al- þingi til þess að fylgja fram stefnu vinstri stjórnarinn- ar í varnarmálum. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var því horfið frá fyrri áformum um endurskoðun varnarsamn- ingsins sjálfs og ákveðið að halda áfram varnarsam- starfinu við Bandaríkin. Samningar ríkisstjórnar- innar við Bandaríkin, sem nú nýlega hafa verið undir- ritaðir, kveða einvörðungu á um breytingar á fram- kvæmd varnarsamnings- ins, en ekki breytingar á samningnum sjálfum. Meginatriði samningsins eru þau,að greint verður á milli varnarstarfseminnar og almennrar flugstarf- semi, og varnarliðsmenn skulu vera búsettir innan vallarsvæðisins. Loks eru ákvæði um rukna þátttöku Islendinga í varnarstarf- seminni. Ragnhildur Helgadóttir segir í samtali við Morgun- blaðið í gær, að ríkisstjórn- inni sé ekki skylt að leggja þennan samning fyrir Al- þingi, þar sem hann feli ekki í sér breytingar á varnarsamningnum sjálf- um. Af þeim sökum hafi ekki verið ástæða til að fresta undirritun hans. Jafnframt lagði Ragnhild- ur Helgadóttir áherslu á, að hér væri ekki um endan- legt samkomulag að ræða, því að fyrirkomulag varn- anna ætti að vera í stöðugri endurskoðun, en eigi að síður væri bæði eðlilegt og sjálfsagt að ræða málið á Alþingi. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Ég hef alltaf gengið út frá því sem vísu, að um- ræður yrðu um varnarmál- in á Alþingi, og ég mun m.a. taka þau til meðferðar í stefnuræðu forsætisráð- herra, sem flutt verður u.þ.b. viku eftir að Alþingi verður sett. Auk þess geri ég ráð fyrir, að greint verði frá málinu í skýrslu utan- ríkisráðherra, þegar hún verður lögð fram. En rétt er að leggja áherslu á, að niðurfelling endurskoðun- ar varnarsamningsins og breytingar á varnarfyrir- komulaginu, sem sam- komulagið gerir ráð fyrir, rúmast innan varnarsamn- ingsins sjálfs og þarfnast því ekki sérstakrar ákvörð- unar Alþingis.“ Ljóst er, samkvæmt þess- um yfirlýsingum, að varnarmálin verða tekin til ALÞINGI Á AÐ FJALLA UM VARNARMÁLIN umræðu á Alþingi. Þegar vinstri stjórnin ákvað að óska eftir endur- skoðun varnarsamnings- ins, sem leitt gat til upp- sagnar eftir 18 mánuði, ef samkomulag næðist ekki, var sú ákvörðun ekki borin undir Alþingi. Vinstri stjórnin hóf því viðræður um endurskoðun og hugsanlega uppsögn varnarsamningsins án þess að Alþingi hefði fjallað um það mál eða samþykkt. Samkomulag það, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin, felur m.a. í sér, að horfið er frá ósk vinstri stjórnarinnar um endurskoðun varnar- samningsins. Færð hafa verið fram fullgild rök fyr- ir því, að ekki sé fremur ástæða til þess að bera þá ákvörðun undir Alþingi en ósk vinstri stjórnarinnar á sínum tíma um endurskoð- un. Breytingar á fram- kvæmd varnarsamningsins hafa auk þess ekki verið bornar undir Alþingi fram til þessa. Á hinn bóginn er það rökrétt framhald þeirra miklu umræðna, sem átt hafa sér stað undanfarin þrjú ár, að ákvarðanir af þessu tagi séu lagðar fyrir Alþingi og ræddar þar. Með stefnu núverandi ríkisstjórnar var á ný mót- uð ákveðin og skýr stefna í varnarmálum. Eðlilegt verður því að teljast, að Alþingi fjalli um þessi mál- efni þegar það kemur sam- an á ný. Sigrún Klara Hannesdóttir, bókmenntafræðingur: jr Islenzkar handbækur 1973 SIGURÐUR Sigurmunds- son. Spænsk-fslenzk orða- bók. Rv„ ísafold, 1973. 185 síður. Tilgangur: í formála lýsir höfundur tilurð þessa verks og hvernig það er unnið. Lokaorð höfundar, er hann fylgir orðabók sinni úr hlaði eru þessi: „Verður það rnér því óblandin ánægja, ef verkið, sem ég vann fyrir mig einan, getur orðið öðrum að liði. Þá er tilgang- inum fyllilega náð.“ Svo er að skilja, að það hafi aldrei verið hugmynd höfundar að gefa verkið út, heldur hafi tilgangurinn með orðalista þessum verið sá, að höf- undur hafi ætlað sér að læra spænsku af sjálfum sér og glósað texta sína á sama hátt og skóla- f ólk, sem er að læra erlent tungu- mál. Sfðan er það útgáfufyrirtæk- ið, sem séð hefur um framhaldið. Áreiðanleiki verksins og þekking höfundar á efn- inu. Höfundurinn, Sigurður Sigur- mundsson, er bóndi í Hvítárholti. I viðtali við hann f Tímanum þann 24. marz, 1974 s. 11, segir hann svo um menntun sína: ,,Ég var í íþróttaskólanum hjá Sigurði Greipssyni f Haukadal, kom þang- að haustið 1930, þá fimmtán ára. .. I Haukadal fékk ég dálitla nasasjón af ensku og reyndar fleiri tungumálum. Þegar ég var sautján ára var ég einn vetur f Samvinnuskólanum í Reykja- vík... Seinna var ég einn vetur á búnaðarskólanum á Hólum, en þar var ekki málakennsla." Tungumálaþekking höfundar er því alveg f lágmarki og ekki verð- ur séð, að höfundur hafi farið til Spánar eða annars spænskumæl- andi lands né heldur haft sam- band við spænskumælandi fólk. Dreg ég einnig í efa, að nokkur, sem þekkingu hefur á þvf tungu- máli, hafi verið fenginn til þess að lesa yfir handrit að orðabókinni. I formála að verkinu segir höfund- ur einnig: „Tungumálaþekking mín var lítil og bókakostur til námsins ónógur og óhentugur. . Ég hafði spænskt-enskt orðasafn til að styðjast við og það var of tímafrekt að fletta hverju orði tvisvar upp. Lokaráð mitt var því það, að þýða orðasafnið úr ensku á íslenzku." Areiðanleiki efnisins er í sam- ræmi við það, sem að ofan greinir. Bókin úir og grúir af villum og ónákvæmni, prentvillum og þýð- ingarvillum, þar sem höfundur hefur misskilið enska þýðingu spænska orðins, og jafnvel þýðing formálans er á furðulegri spænsku. öllum, sem nokkurn tíma hafa fengizt við erlend tungumál, er vel kunnugt, að orð hafa sjaldan nákvæmlega sam- svarandi merkingu á tveim tungu- málum og sama orðið getur haft margar merkingar. Til þess að geta samið orðabók þarf höfund- ur að hafa gott vald á málinu og geta greint nákvæmlega merk- ingu hvers orðs og hvernig sama orð getur haft margar merkingar t.d. í sérstökum orðasamböndum. Einfaldur orðalisti, sem hvergi gefur dæmi um notkun, beyging- ar sagna eða kyn nafnorða né nokkur dæmi um framburð er hin ófullkomnasta orðabók og ætti varla að heita því nafni. Gripið var niður f bókina á nokkrum stöðum, og eru hér ein- göngu tekin dæmi af handahófi, en af nógu er að taka. Á síði 9 eru t.d þessar þrjár prentvillur svo að segja nlið við hlið: acogimionto á að vera acogimiento, acamodo á að vera ! 5. grein acomodo og acomador á að vera acomodador. Þótt villur af þessu tagi séu alvarlegar eru þó ennþá alvarlegri þýðingarskekkjur, sem eiga rót sína að rekja til þess, að hönfundur misskilur enska þýð- ingu orðsins eða þá að hann slepp- ir að geta um algengustu merk- ingu þess. Verða hér tekin nokk- ur dæmi um þetta: Á síðu 8 finn- um við orðið abortar, sem þýtt er með orðunum farast, týnast, far- ast. Ekki verður séð, hver munur- inn er á merkingu orðanna farast í þeim tveim tilvikum, sem gefin eru. Þýðing þessa orðs er á ensku miscarry, abort, sem þýðir að missa fóstur eða láta eyða fóstri. Á sömu síðu er gefið orðið abund- ar. Þessi sögn er þýdd með orðinu auðgast, en rétt þýðing er að hafa gnægð af og er enska orðið to abound eða have plenty. Á sfðu 20 finnum við apologfa. Þetta er þýtt með orðinu varnarrit og engin önnur merking orðsins gefin. Kannst þó áreiðanlega flestir, sem ensku tala, við orðið apology, sem þýðir hvers konar afsökun, þótt ekki sé hún f skriflegu formi sem varnarræða. Á síðu 50 finn- um við orðið corrida. Upp á þessu orði var flett af rælni með hið fræga nautaat í huga, sem á spænsku er corrida de toros. Þýð- ingin á þessu orði er kyn, ætt. Skyldi ekki einhverjum landan- um bregða ef hann sæi auglýst eitthvað, sem hann mætti halda að væri kynbótasýning og hafnaði á nautaati! Enskan gefin fyrir þetta orð er course, race, auk þess sem samsetningin er þýdd með bull-fight. Á síðu 71 rekumst við á embajada. Þýðingin er gefín sendiför, erindi. Embajadador fær heitið sendimaður. Ætli sendi herrunum okkar þætti ekki held- ur óvirðulegt að vera kallaðir sendimenn og stofnun þeirra sendiför eða erindi. Em bajada og embajador eru spænsku heitin yfir opinbera full- trúa ríkis hjá öðru ríki og dvalar- stað þeirra. Og enn má halda áfram. Á síðu 130 er paella þýtt sem diskur með hrfsgrjónum. Á ensku er þessi réttur þýddur með dish of rice with hashed meat etc. Dish þýðir á ensku réttur, en ekki diskur. Er það þvf mikil óvirðing fyrir þennan þjóðarrétt Spán- verja, sem samanstendur af mörg- um tegundum fisks og kjöts, að verða að hrísgrjónadiski í orða- bók á Islandi! Loks skal svo nefnt dæmi frá siðu 174 þar sem toronj- er þýtt með orðinu vfnber. Að vísu eigum við ekki nógu gott orð á íslenzku yfir þann ávöxt skyld- an appelsfnu, sem daglega er kall- aður greip-aldin, en hér hefur höfundi aldeilis orðið á í mess- unni, þegar hann þýðir enska orð- ið grape-fruit með íslenzka ávaxtaheitinu vínber. Vínber eru nefnilega grapes á ensku! Ég held. að óþarfi sé að bæta fleiri dæmum við, en af nógu er að taka. Þessi ættu að næga til þess að vara væntanlega notendur við því að treysta um of á þær upplýsingar, sem þarna er að finna. Allir kannast við gamla brandarann um „hot spring river this bokk“, sem var orðabókar- þýðing skólanemenda nokkurs í enskri stílagerð á setningunni „Hver á þessa bók“. Ég fæ ekki betur séð en hér sé komin út heil orðabók, sem unnin er með þess- ari aðferð. Umfang: Eins og áður er getið er þessi bók einfaldur orðalisti, svipaður glósum skólanemenda. Engar málfræðilegar upplýsingar er að finna í bókinni fyrir utan grein- ingu í orðflokka, sem heldur er ekki nákvæm og finna má villur eins og t.d. á síðu 9 acido s.: á að vera 1. (Orðið er lýsingarorðið súr). Engar framburðarskýringar eru heldur gefnar og engin dæmi um mismunandi notkun orða. Spænskan notar mikið samsetn- ingar orða t.d. máquina de lavar: þvottavél, máquina de coser: saumavél, máquina de escribir: ritvél, o.s.frv. en engin slfk dæmi eru gefin í orðabókinni. Hverjum er bókin ætluð? í formála er sagt, að geti ritið orðið einhverjum að liði sé til- ganginum náð. En sá, sem hefur keypt sér orðabók og greitt fyrir hana á annað þúsund krónur, á heimtingu á, að verkið sé stórgallalaust. Sé litið á áður- nefnda galla verður að viður- kenna, að þeir, sem eitthvað kunna í málinu, hafa ekkert við hana að gera, því að hún bætir engu við undirstöðukunnáttú og þeir, sem eru að byrja spænsku- nám, geta haft skaða af að treysta á rit sem er jafn óáreiðan legt og fullt af villum og umrædd bók. Lokaorð: Samning þessarar orðabókar er efalaust afrek á sfna vísu á sama hátt og það er persónulegt afrek að taka sig til og læra eitthvert fag við takmarkaðan bókakost og án tilsagnar. En það er ófyrirgef anlegt af útgáfufyrirtæki eins og tsafold, sem áður hefur gefið út góðar orðabækur, að gefa út orða- lista af þessu tagi án þess að handrit sé vandlega lesið yfir og prófarkir leiðréttar af fólki með spænskukunnáttu og bera hann á borð fyrir íslendinga sem orða- bók og þá einustu sinnar tegund- ar hér á landi. Ég vil því skora á útgefendur þessarar bókar, að þeir láti endur- skoða hana og endurbætur verði á henni gerðar sem allra fyrst. 1 þvf formi, sem hún er nú, er hún alls ekki boðleg og stendur engan veg- inn undir nafi sem orðabók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.