Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER 1974
19
Indriði Gíslason, cand. mag.:
Mál og málfræði
Hvað er tungumál? Já, hvað er
íslenska? Þessum spurningum er
ekki eins auðsvarað og ætla mætti
f fljótu bragði. Ef til vill mætti
notast við þá skilgreiningu að mál
sé tæki til að tjá hugsanir, óskir,
skoðanir; eins konar andlegt sam-
skiptatæki. Þetta er þó raunar
heldur lýsing á því til hvers málið
er notað, en segir lítið eða ekkert
um „tækið“ sjálft.
Aftur á móti er mun betra að
fást við hugtakið málfræði: Það
er fræðin um málið, alveg eins og
landafræði er fræði um lönd,
stærðfræði um stærð. Málfræð-
ingar vinna að því að rannsaka
tungumálin, eðli þeirra og gerð,
sögu þeirra. Þeir fást við að svara
spurningunni: Hvað er tungumál.
Saga þessarar fræðigreinar er
orðin löng og langt er frá þvf að
iðkendur hennar hafi alltaf verið
sammála um svörin. Á þessari öld
hefur þessum vísindum fleygt
fram — eins og öðrum og er
margt fróðlegt í nýjustu kenn-
ingum manna.
Að sinni mun ég leiða hjá mér
þá spurningu, sem varpað var
fram í upphafi, en víkja örfáum
orðum að annarri, sem mjög
htfur fangað hugi fræðimanna
undanfarið: Hvernig lærum við
að tala?
Almennt mun nú talið, að öllum
sé áskapaður hæfileikinn til að
læra mál þess samfélags, sem þeir
fæðast upp f. Og þetta mál lærir
barnið á fyrstu tveim til fjórum
æviárunum; þá er það orðið altal-
andi, getur myndað og skilið ótelj-
andi setningar, sem eru málfræði-
lega réttar miðað við þá kröfu
sem málsamfélagið gerir til
slíkra. Hafi barnið alist upp í
Kína er mál þess auðvitað kín-
verska, vaxi það upp á íslandi
talarþaðreiprennandi fslensku.
Ennþá eru menn eingan veginn
sammála um það hvernig þessi
undursamlegi tungumálslærdóm-
ur gangi fyrir sig, þ.e. hvernig
það gerist að barnið verður tal-
andi: — Hér er ekki staður til að
rekja tfðindi af þeim umræðum,
en víða um lönd hafa fræðimenn
margra greína tekið höndum
saman í leit að lausninni; mál-
fræðingar, sálfræðingar og líf-
fræðingar. Fullgild skýring
mundi vissulega auka þekkingu
okkar, ekki einungis í tungumál-
um heldur og á manninum
sjálfum.
En „því læra börnin málið að
það er fyrir þeim haft“ segir
málshátturinn og sannleiksgildi
hans þarf ekki að draga í efa. Því
meira sem talað er við börnin því
fyrr og þvf betur lærist þeim að
beita málinu. Hins skyldi þá ekki
síður minnast, að þeir, sem má)-
uppeldið veita, móta allt málfar
barnsins. — A Norð-Austurlandi
verður það harðmælt, segir sápa
og láta; sunnanlands eru .'íkur til
að úr þessu verði sába og láda. Sé
það tíðkað í málsamfélagi barns-
ins að segja: Mér dreymdi illa í
nótt eða geymirarnir eru tómir,
þá mun barnið einnig móta slíkar
setningar.
Um fjögurra ára aldur — og þó
oft fyrr — hefur barnið sem sagt
náð allgóðum tökum á málkerf-
inu, þ.e. framburði, beygingum,
samröðun orða í setningar. Það
hefur þá fyrirhafnarlítið, að því
er virðist, tileinkað sér þann lær-
dóm, sem við erum vön að nefna
málfræði og setningafræði. — Að
vísu á barninu eftir að fara stór-
um fram einkum í þvf að mynda
flóknari setningar eða máls-
greinar. Og víst kann að bregða
fyrir ýmsum frávikum. Vera má
að barnið segi: Ég er blautur í
fæturnar eða mér langar í mjólk-
ursopa. Þetta er þó í rauninni
eingin vankunnátta heldur telur
skólabókin þetta „rangt“ vegna
þess hún viðurkennir ekki mál-
kerfi samfélagsins, sem barnið er
sprottið úr.
En hér hlýtur að vakna spurn-
ing, sem er einmitt tilefni þess-
arar greinar: Hvers vegna erum
við að kenna málfræði (orð-
flokka, beygingar) og setninga-
fræði í skólunum? Þetta eru
hlutir, sem öllum fslenskum börn-
um eru ómeðvitað „f blóð bornir",
þau hafa þetta kerfi „innbyggt"
ef svo mætti segja. Svarið veltur
auðvitað nokkuð á því hvert menn
telja meginmarkmið i móðurmáls-
kennslunni.
Eg hygg, að flestir muni vera
þar á einu máli. (Hef enda séð
það fagurlega orðað í náms-
skrám): Stefna ber að því að gera
sem flesta að vel hæfum málnot-
endum i töluðu máli og rituðu.
Þjóni kennsla í málfræði og setn-
ingafræði þessu markmiði, er
vitanlega sjálfsagt að kenna þess-
ar greinar. En er þá svo háttað um
fræði þessi? Margt bendir til að
svo sé ekki. Kunnátta í þessum
greinum virðist lítil eða alls
eingin áhrif hafa á færni manna
f notkun málsins. Væri þessu
svo varið ættu t.d. hinir lærð-
ustu málfræðingar að vera allra
manna færastir í ræðu og riti
en fjarri fer þvf að svo sé.
— Nei, þegar menn tala eða
skrifa gera menn sér
enga meðvitaða grein fyrir þeim
orðflokkum, sem þeir nota né
heldur mynda menn setningar
hugandi jafnóðum að frumlögum
þeirra, umsögnum og andlögum.
I nágrannalöndum okkar, á
Norðurlöndum, í Englandi og
ekki hvað síst í Bandaríkjunum,
hafa verið gerðar ótal rannsóknir
og tilraunir á þessu sviði. Ber þar
allt að sama brunni: Kennsla f
málfræði og setningafræði virðist
alls engin áhríf hafa á málnotk-
unina. Nemendur tala ekki „rétt-
ar“, þeir semja ekki betri rit-
gerðir, þeir eru ekki færari í staf-
setningu, þeir virðast ekki ná
betri árangri f erlendum tungu-
málum. — En allt þetta hefur
málfræðinámi verið talið til
gildis, að því ógleymdu, að fræði
þessi efli með mönnum rökrétta
hugsun. Þetta síðasta atriði er
erfitt að kanna. Mundu ekki flest-
ar námsgreinar gegna slíku hlut-
verki?
I samræmi við áðurnefndar
rannsóknir hefur víða verið
dregið mjög úr allri fræðslu um
gerð móðurmáls, þ.e. málfræði og
setningarfræði.
Nú er þvf oft haldið fram, að við
getum lítið mark tekið á rann-
sóknum enskumælandi (eða ann-
arrar tungu mælandi) þjóða í
slíku efni þar sem mál vort sé
miklu „málfræðilegra", þ.e.
flóknara að allri gerð. Þessi rök-
semd er þó mjög vafasöm. Við
höfum, einsog áður var sagt, til-
einkað okkur sem börn þessa
„flóknu" málgerð og okkur
reynist ekkert erfiðara að beita
henni en engilsöxum sinni „ein-
földu“ málgerð. Hitt er satt, að
sjálfum sér er best að treysta.
Hvers vegna gerum við þá ekki
okkar eigin rannsóknir?
Því er enn haldið fram, að
blessuð stafsetningin okkar sé svo
úr garði gerð, að hún sé með öllu
ókennandi nema nemandinn hafi
tiltekna þekkingu í málfræði. Mér
er þó enn spurn: Hver hefur
kannað hvort þetta á við rök að
styðjast? Einginn, mér vitanlega.
Og hver er þessi tiltekna þekking
í málfræði?
Sannleikurinn er sá, að í staf-
setningarkennslu — jafnvel f
allri móðurmálskennslu — höfum
við hjakkað f sama farinu áratug
eftir áratug — án þess að vita
hvað við erum að gera. Til-
tölulega auðvelt er að fram-
kvæma rannsóknir eða tilraunir f
stafsetningar- og málfræði-
kennslu. Hvenær héfjumst við
handa?
Nú vænti ég þess, að einginn
skilji orð mín svo, að ég sé hér að
predika einhverja skyndibyltingu
eða kúvendingu í móðurmáls-
kennslu. Þvf fer fjarri. Hin arf-
tekna málfræðikennsla i skólum
vorum á sér langa sögu; hún er
jafnvel svo „fín“ að hún er til
okkar komin frá grikkjum og
rómverjum. — og óráðlegt má
telja að fleygja fornri hefð fyrr
en vitað er hvað við tekur. Hinu
er ekki að leyna, að ýmislegt
hefur skeð frá því rómverjar voru
á dögum og kannski mættum við
gefa einhvern gaum að þvi sem
gerst hefur í málvísindum á þess-
ari öld.
Ég get ekki stillt mig um að
taka hér dæmi af englendingum.
Þeir hafa fyrir einum tveimur
áratugum að mestu lagt fyrir róða
alla formlega málfræðikennslu. Á
„landsprófi" þeirra er ekki gerð
sú krafa að nemendur þekki orð-
flokka — hvað þá meir, en þeir
verða að geta sett saman þokka-
lega ritgerð. Kannski mætti draga
einhverja lærdóma af reynslu
þeirra. — En fyrst og fremst þurf-
um við þó sjálfir að rannsaka
okkar stöðu, gera tilraunir, prófa
okkur áfram. Þá verðum við líka
að byrja á því að skýra og skerpa
þau markmið sem við viljum
stefna að í móðurmálskennslunni,
síðan að velja leiðirnar.
Með íslendingum virðist ríkja
rótgróinn ótti við að breyta til í
kennslu móðurmáls. Öllum öðrum
námsgreinum má umturna aðvild
og taka þar upp nýjar aðferðir,
eftir því sem timar og menn
breytast, (t.d. kennslu erlendra
mála og stærðfræði). Að vísu
hefur mikið starf verið unnið í
endurskoðun móðurmálskennslu
undanfarin ár á vegum Skóla-
rannsóknadeildar menntamála-
ráðuneytisins. Hefur Baldur
Ragnarsson námsstjóri borið hit-
ann og þungann af þvi starfi, sem
er í alla staði merkilegt. Ég óttast
þó að þetta breyti litlu um afstöðu
manna.
Mér er sem ég heyri þau
rammakvein, sem upp yrðu rekin,
ef hrófla ætti við málfræðistagl-
inu: — Hvað! Á að fara að breyta
málinu? A að fara að eyðileggja
málið? Eruð þið orðnir vitlausir!
— Þar kæmi þá enn einu sinni
fram sá almenni misskilningur,
að mál og málfræði séu eitt og hið
sama.
Sem betur fer er á íslandi lif-
andi áhugi á því að fága móður-
málið, halda því hreinu, gera veg
þess sem mestan. Mjög verður að
draga í efa að kennsla í málfræði
og setningarfræði kæmi að miklu
haldi í slíku málræktarstarfi.
Hafa menn annars hugleitt að
hin margrómaða íslenska alþýða,
sem hélt uppi „háskóla íslensks
rnáls" eftir því sem sagt hefur
verið. — þessi málvísa alþýða
hefði varla, þótt líf lægi við, getað
greint mál sitt í orðflokka eða
setningarhluta — hvað þá sett
ufsílon og zetur á rétta staði. —
En þetta fólk talaði íslensku.
Birmingham 10.10. '74.
Þinghalclið í vetur
ÞEGAR ferðast er um Austur-
Evrópu gera menn ósjálfrátt
tilraun til að bera saman lífið
þar og í V-Evrópu. Af stuttri
dvöl geta fæstir áttað sig til
fulls á lífskjörum fólks enda
þótt ýmsar ályktanir megi
draga af fábrotnum klæðnaði
og íburðarlitlum vistarverum.
Hitt er þó áhrifarikara að finna
það 1 bókstaflegum skilningi
hvernig hið þvingaða andrúms-
loft einræðisins skin út úr
orðum og athöfnum fólksins.
Þar er ekki frjálsari blaða-
mennsku fyrir að fara, sömu
áróðursspjöldin blasa hvar-
vetna við og allar viðræður
mótast af þeirri viðmiðun að
flokkurinn hafi á þeim vel-
þóknun.
Fólkið er í engu frábrugðið
okkur sjálfum, gestrisnin er
einlæg og hin mannlegu við-
horf þau sömu. En þjóðskipu-
lagið gerir það að verkum, að
þar getur enginn um frjálst
höfuð strokið, hvorki i menn-
ingarlegu né stjórnmálalegu til-
liti.
Þegar við íslendingar fjarg-
viðrumst yfir minniháttar
vandamálum í okkar eigin
landi, þá ættum við að hafa í
huga hversu óendanlegur
munur er á frjálsu menningar-
lífi Islendinga og andlegri múl-
bindingu einræðisins. Von
fólksins i Austur-Evrópu
beinist að þvi, að geta einhvern-
tíma i framtíðinni hrint af sér
hinni erlendu inntætingu; að
það fái sjálft að ráða yfir þeim
þjóðfélagsstofnunum, sem þar
eru reknar; að það geti lifað
frjálst i sinu eigin landi. Frjáls
menning og raunverulegt lýð-
ræði eru þjóðum Austur-
Evrópu framandi og við skulum
prísa okkur sæl meðan við
njótum hvoru tveggja.
— x —
Þetta er hollt til upprifjunar
og áminningar, nú, þegar
Alþingi islendinga kemur
saman innan fárra daga.
Stundum er sagt, að Alþingi sé
vettvangur innantóms orða-
skaks. Það er jafnvel kallað
leikhús, af þeim, sem þar sitja
um stundarsakir. Slíkar yfirlýs-
ingar mótast af mikilli þröng-
sýni og lítilli lífsvizku. Það má
vera að orðræður í þingsölum
séu á stundum innihaldslitlar
og leiðigjarnar. En menn mega
aldrei missa sjónar á þeirri
grundvallarstaðreynd, að Al-
þingi er tákn þess frelsis, sem
öllu máli skiptir; frelsisins til
að tjá sig. Hverju skyldu hinar
undirokuðu þjóðir um heim
allan vilja fóna til að öðlast
slíkt frelsi?
— X —
En Alþingi er auðvitað meira
en merkisberi fullvalda og
frjálsrar þjóðar. Þingið er
hreyfiaflið i skoðanaskiptum
almennings og hinni pólitisku
umræðu. Þess höfum við orðið
áþreifanlega vör undanfarnar
vikur. Þennan tima hafa stjórn-
málaumræður verið í lágmarki,
enda þótt ný ríkisstjórn sé
tekin við völdum og taki um-
deildar ákvarðanir.
Einhver kann að vera feginn
þeirri lognmollu, en skyldu
ekki flestir vera því sammála,
að betra sé orðaskakið á Al-
þingi en skerandi þögn alræðis-
ins.
Inghaldið í vetur verður um
margt eftirtektarvert. Ljóst er
að efnahagsmálin verða efst á
baugi, og ríkisstjórnin og stuðn-
ingsflokkur hennar munu
standa og falla i glímunni við
verðbólgudrauginn.
Það mun kosta aðhald og
samdrátt sem kemur niður á
ýmsum umbótamálum. Það
kostar kjaraskerðingu og mót-
læti og ekkert af þessu mun
auka vinsældir rikisstjórnar-
innar.
En stjórnmálamenn verða að
gera fleira en gott þykir og það
er skylda þeirra að gera
greinarmun á því, sem þeir
vildu gera og þvi sem þeir
verða að gera.
— X —
Rikisstjórnin hefur á bak við
sig stærri meirihluta en þekkst
hefur um langt árabil, þegar
eitt atkvæði til eða frá hefur
getað ráðið úrslitum. Fróðlegt
verður að fylgjast með því
hvaða áhrif sú staða mun hafa á
afstöðu og gerðir þingmanna.
Þegar hvort-tveggja kemur
til, vandasöm og eflaust óvin-
sæl úrlausnarefni og aukinn
meirihluti á þingi, verður
freistingin meiri fyrir einstaka
stjórnarþingmenn að skapa sér
sérstöðu og stundarvinsældir
með því að hlaupa út undan sér
í erfiðum málum.
Auðvitað væri það æskileg
eftir ELLERT B.
SCHRAM alþm.
þróun ef eitthvað gæti losnað
um flokksbönd og flokksaga, en
jafnframt yrði afleiðingin sú,
að enn meiri óvissa ríkti um
framgang stjórnarfrumvarpa.
Væri þá orðinn vafasamur
hagur að hinum aukna meiri-
hluta sem ríkisstjórnin hefur á
bak við sig.
— X —
Hér er ríkisstjórninni og
stjórnarþingflokkunum vandi á
höndum. Ekki dugar að leyfa
hverjum og einum að róa
einum á báti, þvi slíkt leiddi
fljótlega til upplausnar. A hinn
bóginn er fjarri lagi og raunar
útilokað að „handjárna" hvern
og einn til fylgispektar. Það
styrkti aðeins það álit manna,
að Alþingi væri afgreiðslu-
stofnun ríkisstjórna, og er
sannarlega mál til komið að
eyða þeim hugsunarhætti.
Hér kemur líka til athugunar,
að að núverandi tíkisstjórn
standa tveir stærstu flokkarnir;
stjórnmálaöfl, sem hafa verið í
andstöðu i nær tvo áratugi sam-
fleytt. Minniháttar tortryggni
þarf ef til vill að yfirvinna og í
þeim efnum verður þinghaldið
í vetur örlagaríkur prófsteinn.
Ef ríkisstjórn og þingflokkar
hennar einbeita sér að þeim
málum sem sameina þá. en ekki
sundra, þarf litlu að kvíða.
Staðreyndin er sú, að þegar
menn hefja sig upp úr dægur-
þrasinu og minna sjálfan sig á
það regindjúp sem skilur á
milli ástandsins í hinum sósíal-
isku ríkjum annars vegar og í
borgaralegu samfélagi hins
vegar, þá er ágreiningurinn
milli hinna isienzku borgara-
flokka hégómalegur. Það eiga
þeir best að vita, sem valist
hafa til setu á Alþingi íslend-
inga.
Ellert B. Sehram.