Morgunblaðið - 25.10.1974, Page 20

Morgunblaðið - 25.10.1974, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974 Afgreiðsluhús sett upp á Blönduóssflugvelli AFGREIÐSLUHUS hefur verið sett upp á flugvellinum við Blönduós. Að sögn Sverris Kristóferssonar hreppsstjóra var þetta hús áður við flugvöllinn á Akri. Það er f eigu flugmála- stjórnar. Að sögn Sverris er húsið rúm- gott og í alla staði vel útbúið. Eftir er að leggja í það síma og rafmagn, og verður það ekki tekið í notkun fyrr en því verki er lokið. Flugfélagið Vængir flýgur til Blönduóss fjórum sinnum í viku með fólk og vörur. Myndin sýnir afgreiðsluhúsið. Fyrir framan það stendur Sverrir Kristófersson hreppsstjóri, en hann er jafnframt flugvallar- stjóri. — Rækjan Framhald af bls. 36 marka ákveðnar veiðar og veita til þeirra leyfi, t.d. rækju- og skel- fiskveiðar, getur einnig skipt heildarafla sem ákveðinn er, milli báta og vinnslustöðva. Þá felur frumvarpið í sér, að leyfi ráðu- neytisins þurfi að koma til ef reisa á nýjar verksmiðjur eða stækka þær sem fyrir eru á þeim svæðum þar sem slíkar veiðar eru stundaðar. I ljósi þessarar ákvörðunar ríkisstjörnarinnar þótti ráðuneyt- inu ekki þorandi að stuðla að því með útgáfu veiðileyfa, að ný rækjuvinnsla risi á Blönduósi, eins og málum er nú háttað með rækjuveiðar í Húnaflóa. I fyrra var leyft að veiða 2300 lestir af rækju í Húnaflóa, en Hafrann- sóknastofnuninn hefur lagt til að kvótinn í vetur verði 1500 lestir. Heildaraflinn hefur því verið skorinn niður, og afkastageta þeirra verksmiðja, sem fyrir eru á svæðinu, er mun meiri en kvótinn í ár. Flóamarkaður GÓÐTEMPLARASTUKAN Framtíðin og barnastúkan Svava opna flóamarkað að Hverfisgötu 4, húsi Garðars Gíslasonar h.f., klukkan 10 fyrir hádegi á laugar- dag. Markaðurinn verður jafn- framt opinn á sunnudag á milli kl. 14 og 17. Verður þá dregið I happ- drætti, en vinningar ery kommóða, málverk o.fl. A markaðinum verður hrað- teiknari og getur fólk látið teikna sig fyrir lítið verð — segir 1 frétta- tilkynningu frá templurum. A markaðinum verður ýmislegt eigulegra muna. Októbervaka í Fríkirkjunni LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 26. október klukkan 22 verður haldin svokölluð októbervaka f Frfkirkj- unni í Reykjavík á vegum Kristi- legra skóiasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Efni vökunnar verður fjölbreytt og sér ungt fólk um efni hennar. Hljómsveit, sem eingöngu hefur flutt lög með kristilegum textum og boðskap, syngur og leikur nokkur lög. Einnig verður einsöngur og al- mennur söngur. Hjalti Hugason guðfræðinemi mun flytja hugleið- ingu. Októbervakan er aðallega aug- lýst fyrir skólafólk, en þó eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyf- lr Sjálfstæðis- félögin í Vest- mannaeyjum ÁRSHÁTlÐ sjálfstæðisfélaganna f Vestmannaeyjum verður haldin laugardaginn 26. október 1974. Hátíðin hefst með kvöldverði kl. 19, létt tónlist verður leikin. Há- tíðin verður sett með ávarpi Guð- laugs Gíslasonar alþingismanns, ræðu flytur Björn Guðmundsson útgerðarmaður. Þá verður ein- söngur Geirs Jóns Þórissonar. hárgreiðslu- og tízkusýning og dans, en veizlustjóri er Jóhann Friðfinnsson. Miðasala og borð- pantanir verða föstudaginn 25. október milli kl. 5 og 7 en verð miða er 1500 krónur. — Sjónvarps- dagskráin Framhald af bls. 12 Bandarfskur myndaflokkur með 1 leið- beiningum f jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.20 Iþróttir Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Frét ti r og veðu r 20.25 Dagskrárkynning og auglýsíngar 20.30 Læknir á lausum kili Breskurgamanmyndaflokkur. Vinir I raun Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans ! þættinum eru flutt gömul og ný rokk- og bftlalög og önnur vinsæl lög. Hljómsveitina skipa, auk Ragnars, Birgir Karlsson, Halldór Pálsson, Jón Sigurðson, Rúnar Georgsson, Stefán Jóhannsson og einnig kemur þar fram frska söngkonan Mary Connolly. 21.20 Afomumslóðum Mynd með sögulegum heimildum og getgátur um hinar fomu byggðir nærrænna manna á Grænlandí og eyð- ingu þeirra. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.45 Lukkupotturinn (Rancho Notorious) Bandarfsk bíómyad frá árinu 1952, byggð á sögu eftir Sylviu Richards. Leikstjóri Fritz Lang. Aðalhlutverk Marlene Dietrich, Arthur Kennedy og Mel Ferrer. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. Myndin gerist í „viilta vestrinu" fyrr á árum. Unnusta aðalsöguhetjunnar er myrt. og hann leggur af stað að leita morðingjans. Hann kemst brátt á spor- ið og finnur hinn seka á búgarði, þar sem illvfgur bófaflokkur hefur aðsetur sitt. 23.15 Dagskrárlok - Barnakennarar Framhald af bls. 2 gær, og bætti við: „Ráðuneytið ber i sjálfu sér ábyrgð á þessum drætti, en ástæðurnar eru’marg- víslegar." Hann sagði, að þegar hefði ver- ið fjallað um þetta mál með full- trúum kennara, og þeim hefði verið gerð grein fyrir því hvernig vanefnirnar væru til komnar. Hann vissi ekki betur, en fulltrú- ar kennara mundu bera málið upp á fundi og skýra frá þvi. Væri því óskandi að kennararnir féllu frá þessari ætlun sinni. Þá sagði Höskuldur, að launa- deildin hefði lagt áætlun fyrir kennarana um hvernig greiðslum á hinum vangoldnu launum yrði háttað. Þessi vangoldnu laun væru meðal annars þannig til komin, að sveitarfélögin hefðu áður haft með höndum greiðslur til kennara og því hefði þurft að fá upplýsingar frá þeim öllum um, hvernig kennsluháttum væri hagað og tölu kennara og nöfn. Þetta hefði gengið frekar hægt, og nú fyrir stuttu hefði deildin fengið síðustu stundatöflur vetrarins. Þá væri deildin þannig mönnuð, að hún gæti aðeins annað venjulegu álagi og ekki þýddi að bæta við mönnum til að flýta fyrir þessu máli. Það gæti jafnvel kostað vinnutöf, þar sem setja þyrfti alla inn í málið. Rúnar Már Jóhannsson kennari í Hafnarfirði sagði, að ekki væri enn ákveðið, til hvaða aðgerða yrði gripið^með það yrði beðið til kvöldsins, enda ætti eftir að ræða um fundinn með yfirmönnum ráðuneytisins. Hann sagði þó, að vitna mætti til ályktunarar Sam- bands íslenzkra barnakennara frá því í sumar, en þar segir að sambandið áskilji sér fullan rétt til að leggja niður kennslu, ef svona nokkuð komi fyrir. Þetta þýddi þó ekki að kennarar mundu ekki koma til vinnu. Þeir mundu koma í skólana, en ekki kenna. — Safamikil Framhald af bls. 14 aða; efnið sé svo yfkþyrmandi að nokkuð af hinum ríku blæbrigðum Laxness og frjósömu lýsingum glat- ist. „Sveinn Einarsson gefur I leik- gerð sinni góðan útdrátt atburðarás- arinnar", segir hann, og að stórgerð- um og fjörmiklum innskotum og útskotum Laxness sé liðlega snarað fram I atriðunum 15. „En atburða- rásin er þunn eins og íslenzka ölið" segir OSS. „Ef verkið hefur merk- ingu fyrir utan það að vera sviðsleik- ur, þá ætti hún að koma skýrar fram." Gagnrýnandinn segir leikmynd Björns Björnssonar ná einkennum hvers atriðis I einfaldleik sínum, en að sýningin sem heild sé ekki góð, samleikur ófullkominn. — „Sumir léku I austur, aðrir f vestur, og enn aðrir léku yfirhöfuð ekki." Að lokum segir hann að aðeins eitt hlutverk sé bitastætt, —- hlutverk Jóns Prlmus- ar sem Stig Egede-Nissen leiki af innileik. — Blóðrannsókn Framhald af bls. 4 fólk hafi fengið ákveðna um- ferðasjúkdóma. L.R. Hines, forstjörn líffræði- rannsóknanna hjá Hoffmann — Roche er varkár í umsögnum sínum. Hann segir: Sérhverjum læknisíræðilegum rannsóknum er mjög fagnað, en það er fyrst að 2 árum liðnum, sem við vit- um hvers virði CEA-prófið er til sjúkdómsgreininga. Gold læknir undirstrikar, að enn sé margt ólært á þessu sviði: Við vitum ekki hvers vegna meinsemdir mynda CEA, eða til hvers það er. Það er vel hugsanlegt, að takast megi smátt og smátt, að leiða I ljós þyrpingu meinamótefna. Eitt er ég viss um: Séu há CEA-gildi 1 blóðinu, er eitthvað alvarlegt að. Síðan er það okkar hlutverk, að ganga úr skugga um hvort það sé krabbamein eða einhver annar sjúkdómur. Bj.Bj.þýddi. — Viðræður Framhald af bls. 1 skipa verða einnig rædd á við- ræðufundunum. Formaður vestur-þýzku sendinefndarinnar f viðræðun- um er Dedo van Schenck frá utanrfkisráðuneytinu. Gero Möcklinghoff, sérfræðingur landbúnaðarráðuneytisins f fiskveiðimálum, tekur einnig þátt f viðræðunum af hálfu Vestur-Þ jóðverj a. Árni Tryggvason sendiherra f Bonn tekur einnig þátt f við- ræðunum. — Ford Framhald af bls. 1 tíma að fjórum árum undan- skildum hefðu demókratar haft meirihluta á þingi og síðastliðin 20 ár samfellt. Demókratar hafa þegar gagnrýnt Ford fyrir ummæli í Oklahoma þess efnis að sigur demókrata í kosningunum í nóvember geti stefnt f hættu samstöðu demókrata og repúblikana í utanríkismálum og þá gæti friðurinn komizt í hættu. — Grikkir Framhald af bls. 1 Enn hafði ekkert frétzt af Dimi- trios Ioannides, fyrrum yfir- manni herlögreglunnar og einum valdamesta manni landsins í tíð herforingjastjórnarinnar. Hann er talinn hafa komizt undan og er nú í felum. Papadopoulos og félagar eyddu deginum á rölti um stræti þorps- ins sem þeir dveljast í á eynni Kea, snæddu á veitingahúsunum og keyptu sér dagblöð að lesa. Líklet er þó talið að þeir félagar verði að spara við sig fljótlega, því að þeir fá aðeins 22 drökmur á dag f útlegðinni (ca. 100 krónur). — Kissinger Framhald af bls. 1 Brezhnev hittist, þótt ljóst sé að Bandaríkjamenn eru hlynntir hugmyndinni. Talið er að ef hug- myndin verði samþykkt verði fundurinn haldinn í síðustu viku nóvember I Austur-Asiu. Rússar hafa gefið til kynna að halda megi fundinn á hafi úti. Rússar munu upphaflega hafa viljað að fundurinn yrði haldinn f Vladivostock, en Bandarfkjamenn eru taldir þvf andvígir þar sem þeir vilji ekki styggja Kínverja. — Giscard Framhald af bls. 1 ingu fyrir því, að tekjur þeirra verði verndaðar og að vinna að breytingum á olfuverðlagskerf- inu. Giscard ítrekaði að hann vildi endurskoða stefnu Frakka innan EBE og stuðla að því að ráðherra- nefndin í Briissel ætti auðveldara með að taka ákvarðanir. Hann sagði að þetta þyrfti að ræða á fyrirhuguðum „toppfundi" sem bandalagsþjöðir Frakka í EBE hafa þegar fallizt á að skuli hald- inn þótt sumar þeirra óttist að enginn áþreifanlegur árangur náist. — Kiwanis Framhald af bls. 3 segir jafnframt, að þrátt fyrir skipulagða sölu víðast hvar um landið, þá sé hætt við, að ekki náist til allra og geti því þeir, sem ekki næst til, sent framlög á gíró- reikning 32331 og þannig sýnt hug sinn til málefnisins. I tilefni K-dagsins og þeirrar f jársöfnunar, sem hér hefur verið kynnt, hefur Tómas Helgason yf- irlæknir skrifað grein, er hann nefnir „Um nokkur vandamál geðsjúkra". 1 upphafi greinarinn- ar segir Tómas, að í byrjun þessa árs hafi verið brotið blað f geð- verndarmálum á Islandi. Hafin hafi verið bygging geðdeildar við Landspítalann. Síðan segir Tómas Ilelgason: „Þrátt fyrir þennan merkisat- burð vantar mikið á, að þarfir hinna geðsjúku muni verða leyst- ar í nánustu framtíð, nema til komi hjálp allra góðra manna. Þessi deild, sem verið er að byggja við Landspítalann, mun ekki leysa nema takmarkaðan hluta af þörfinni fyrir sjúkrarúm og aðra meðferðaraðstöðu, hvað þá leysa af hólmi þau sjúkrarúm, sem nú eru í notkun. Þvf má gera ráð fyrir, að enn verði nauðsyn- legt að nota, um langa hríð, Kleppsspítalann til geðlæknis- þjónustu. Til þess að sú þjónusta verði ákjósanleg er þörf á að bæta þar við ýmiss konar meðferðar- og þjónustuaðstöðu, auk þess sem nauðsynlegt er að rýmka um sjúklingana á sjálfum spítalan- um. Þá þarf og að bæta aðstöðu þar vegna dagsjúklinga. Hér yrði að sjálfsögðu um bráðabirgðaráð- stafanir að ræða, vegna þess, að í framtfðarskipulagi Sundahafnar er gert ráð fyrir, að Kleppsspítal- inn hverfi. Þessar bráðabirgða- ráðstafanir, sem sjálfsagt þyrftu að endast f 10—25 ár, eru bráð- nauðsynlegar, eigi að vera hægt að reka sæmilega meðferð á spft- alanum og fá fólk til að starfa þar. Að framkvæmd þeirra mætti vinna með ýmsu móti og skipta þeim í áfanga eftir því sem fé fengizt. En framkvæmdin má að sjálfsögðu ekki dragast lengi.“ Að lokum segir Tómas Helga- son, yfirlæknir: „Kiwanismenn hafa áður styrkt fólk til þess að afla sér menntunar í iðjuþjálfun og þar með sýnt hug sinn til að hjálpa geðsjúkum til þess að verða sjálfbjarga. Ekki er að efa, að allur almenningur mun nú bregðast vel við áminningu þeirra Kiwanismanna um að gleyma ekki geðsjúkum. Kiwanis- hreyfingin á Islandi á miklar þakkir skildar fyrir þessa áminn- ingu og stuðning sinn við þann sjúklingahóp, sem minnst hefur sig í frammi I baráttunni fyrir eigin málum." Klæðskera- saumuð föt Hafnarstræti 22 (Gamla smjörhúsið). Sími 27727.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.