Morgunblaðið - 25.10.1974, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974
21
Þorsteinn Antonsson:
Lind
Maðurinn er aldrei einn, en að
semja skáldskap er hámark ein-
staklingsframtaks. Gunnar
Gunnarsson skrifar einhversstað-
ar í grein eða ritgerð, að við samn-
ingu skáldskapar sé rithöfundur-
inn einn með guði. Laxness tók
hér um árið undir í viðtali við
danskan bókmenntafræðing í
sjónvarpi og sagði, að höfundur-
inn væri innan marka verks síns
guð. Stórt orð Hákot. En undar-
legt er það, þegar tekið er tillit til
þessarar staðreyndar, hve h'tin
gaum þeir menn gefa skáld-
skaparviðleitninni, sem í orði
kreíjasí þess, að þjóðfélagsgerðin
Þorsteinn Antonsson
verndi og stuðli að einstaklings-
framtaki í landinu. Slíkir menn
— oft kenndir við mikla kunnáttu
á verkum Einars Benediktssonar
— eru að jafnaði ónæmir fyrir
skáldskap líðandi stundar og til
skamms tíma sveiuðu þeir, eins
og hornkerling undir ásókn, í
hvert sinn sem þeir heyrðu á rit-
höfund minnst. í þessari grein
ætla ég að gera aó umtalsefni
viðhorf hægri sinnaðra manna
til bókasafnsmála, þó
ekki þau orð þeirra, sem mest
bryddir á, heldur tómlætið, sem
markar bilið milli orða þeirra og
gerða. Manna, sem þykjast hafa
pólitíska samvisku, en eru raunar
feyrupollar f menningu, sem fún-
ar öll, ef ekki er lagt til hennar
jafnt og af henni tekið; yngra
fólk, sem meðal annars vegna
þessarar þversagnar hefur séð sig
knúið til að skipa sér meó sósial-
isma, gerræðis- eða lýðræðisleg-
um, kallqr þá fasista. Nýverið
hvöttu stúdentar við Háskóla Is-
lands til, aðshafist yrði handa um
byggingu 'þjóðarbókhlöðunnar,
sem alltaf öðru hverju hefur ver-
ið til umræðu nú á annan áratug,
en hvergi bólar á, þrátt fyrir að
hægri sinnaðir menn hafi farið
með völdin mestan hluta þess
tímabils; fulltrúar einstaklings-
framtaksins. Einmitt þeim stæði
næst efling slíkra stofnana. Ég
skal færa rök að því hvers vegna.
En látum fyrst hugann reika og
reynum að finna, hvað stendur í
þeim. Það er forvitnilegt.
Hann er skrítinn þessi pólitíski
barnaskapur. Ef inn í herbúðir
hægri sinna spyrst, að maður hafi
sent frá sér skáldverk, er hann
óðara stimplaður vinstri sinni;
hann er örugglega sósfalisti, og ef
höfundurinn neitar og segist vera
hægri sinni, er hann talinn sýna
með fláttskap og undirferli, að
hann sé kommúnisti. Nú er það í
viðmóti sósíalista, að þeir taka
skáldskap alvarlega, þeir vilja, að
hann sé virkt framlag til viðhalds
og breytinga samfélags. Hinir
hægri sinnuðu taka hann einfald-
lega ekki alvarlega, nema sem
sósfalisma. Þegar rithöfundur
finnur til þessa hvors tveggja,
auk hins, að höfunda, sem hinir
pólitísku fulltrúar einstaklings-
framtaksins virða, hefur dauðinn
sjálfur gert ódauðlega, þá beygir
hann til vinstri undan hinum
samstillta vilja almenningsálits-
ins. Sé hann ekki kominn af
léttasta skeiði. Þegar hann svo er
sestur að í herbúðum vinstri
sinna, þykir honum sem hlut-
skipti rithöfundarins sé „að láta
heiminn nauðga sér“, svo að not-
uð séu orð Árna Larssonar úr
samvinnugrein.
Niðurlæging manns getur varla
orðið meiri en að hann vinni óvit-
að að framgangi málefna and-
stæðinga sinna, þar er þeirra
manna, sem er yfirlýstur vilji
hans að berjast gegn. Og ættu
sjálfstæðismenn sem mest allra
manna tala um sóma að taka tillit
til þess þegar þeir endurskoða
afstöðu sína til skáldskapariðkun-
ar. Slíkur tvískinnungur er, eins
og ég hef tekið fram; forvitnilegt
athugunarefni; hann hefur verið
sálfræðingum hugleikinn allar
götur síðan fræðigrein þeirra
komst á skrið; þannig er gert
grein fyrir í aðgengilegu kynn-
ingarriti á niðurstöðum austur-
ríska sálfræðingsins Jung („Man
and his Symbols") af einum læri-
sveina hans, hvernig djúpstæð,
óvituð hugarstarfssemi manna
öðlast í goðheimi undirvitundar-
innar persónugervi, sem Jung
kallar „Skugga“ og því, hvernig
maður yfirborðshyggindanna get-
ur ekki annað, þar eð ímynd hans
um sjálfan sig rúmar ekki þessa
starfsemi, en ætlað hana eigind
annars manns, honum reynist það
auðvelt, því að umheimurinn er
honum lítið meira en framlenging
af honum sjálfum. „Skuggi", sem
þá er siðvæddri þröngsýni vitund
persónugervi óæskilegra hug-
hræringa í eigin djúpsálarlífi
tengist þannig persónu annars
eða annarra. Dæmi hins sama
er í íslenskum þjóðsögum, sem
jafnan vitna um í senn kenningar
og sálfræðiskóla síns tíma, þar
segir af mönnum, sem reyndu að
fyrirkoma andstæðingum sínum
með sendingu; tilberum, mórum,
en væri andstæðingurinn kænn
sneri hann sendingunni yfir á
upphafsmanninn og hafði þá
magnað hana til muna, — er þó,
samkvæmt okkar skilningi hald-
inn ofsóknarbrjálæði, paranoiu.
Slík upplausn persónuleikans
leiðir til deyfðar og því næst
stjarfa þess, sem þannig er ástatt
um þess að hann dregur óvitað af
sér og vinnur í blóra við sjálfan
sig í þágu „andstæóings1* síns.
Algengt er, að „andstæðingur-
inn“ sé hópur manna, t.d. eru
hinar surrealisku átölur á hendur
Gyðingum, sem hafðar hafa verið
í frammi af almenningshálfu víða
í Evrópu gegnum aldirnar og allt
fram á síðustu ár, taldar eiga ræt-
ur að rekja til „Skuggans," mis-
gengis í sálarlifi manna, sem ekki
eru í lífrænum tengslum við hug-
myndafræði, er þeir þó hafa
sjálfsskilning sinn af.
Ekki er aðeins pólitískt heldur
einnig beinlínis líffræðilega séð
mikilvægt að þekkja sjálfan sig
frá andstæðing sínum Öræður ótti
setur, þegar til lengdar lætur,
lfkamsstarfsemina úr skorðum,
maginn tærist (vegna offram-
leiðslu á sýrum), hjartað (vegna
yfirmagns af hvatanum koleztrol)
og vitið (sökum skorts á hvatan-
um serotonin); heilsan dvín. En í
stað þess að losa sig við púkann af
herðum sínum — svo að líking sé
tekin úr þúsund og einni nótt,
sammerkt framangreindum —
leita menn á náðir gufubaðstofa,
leirbaða og jókastöðva í því skyni
að endurheimta þrek til að halda
áfram hlaupunum.
En hverjir kveða Móra niður?
Svipta Skugga frumkvæðiseigind-
inni? Kippa púkanum af herðum
manna? Engir. Eða sama og engir.
Við liggur, að um eyðimörk sé að
ræða í því tilliti. Þó er ein vin,
sem sé bókmenntir, ein lind: við-
leitnin að skapa þær. En i bláu,
skuggalausu Ijósi rannsóknar-
lampans, sem flæðir inn í hvern
kima á þessum þekkingaþyrstu
tímum, er allt eins og það sýnist,
og þótt bókmenntir hafi reynst
gríðarlega stór vettvangur, yrði
í heild líkt við huldumannkyn
sem fylgdi hinu, brygðu upp
spegli handa því tii að sjá sig
Framhald á bls. 24.
Opið til kl. 1 0
í kvöld og til
hádegis
á morgun
Regnfatnaður á alla fjölskylduna.
Nýkomið:
Stuttir og síðir loðfóðraðir herra-
jakkar.
Pils úr flaueli og tweed (nýja
síddin).
Alullarpeysur.
Ótrúlegt buxna
úrval:
flauel — tweed — denim —
jersey o.fl.
LANDSSÖFNUN KIWANIS
MERKJASALA
laugardaginn 26. okt.
til styrktar geósjúkum
GLEYMIÐ EKKI GEÐSJÚKUM
Leggið Kiwanis lið
og berið merki dagsins