Morgunblaðið - 25.10.1974, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974
I.O.O.F. 1 = 15625108 Vi = 9
M.S.
□ MÍMIR 597410257 = 6.
I.O.O.F. 12 = 1 5510258 Vi =
KVM
K HELGAFELL 597410257 VI. 2
Frá Guðspekifélaginu
„UM TAOISMA" nefnist erindi
sem Skúli Magnússon flytur í Guð-
spekifélagshúsinu, Ingólfsstræði
22, í kvöld, föstudag 2 5. okt. kl.
9. Öllum heimill aðgangur.
Frá Félagi einstæðra
foreldra.
Glæsilegur flóamarkaður að Hall-
veigarstöðum á morgun, 26. okt.
frá klukkan 2. Ótrúlegt úrval af
nýjum og notuðum munum á gjaf-
verði. Lukkupakkar. Jólakort o.fl.
Nefndin.
Kvenstúdentafélag ís-
lands
Hádegisverðarfundur verður hald-
ínn laugardaginn 26. október i
Átthagasal Hótel Sögu og hefst kl.
1 2,30 stundvíslega.
Fundarefni:
Uthlutað verður styrkjum til félags-
kvenna.
Skemmtiatriði.
Þátttaka tilkynnist i síma 21011.
Stjórnin.
Vélapakkningar
Dodge '46—'58, 6
strokka
Dodge Dart '60—'70,
6—8 strokka.
Fiat, allar gerðir
Bedford, 4—6 strokka,
dísilhreyfill
Buick, 6—8 strokka
Chevrol. ' 48—'70,
6—8 str.
Corvair
Ford Cortina '63 — '71
Ford Trader, 4—6
strokka
Ford D800 '65—'70
Ford K300 '65—'70
Ford, 6—8 strokka,
'52 —'70
Singer - Hillman - Rambler
Renault, flestar gerðir
Rover,
bensín- og dísilhreyflar
Skoda, allar gerðir
Simca
Taunus 12M, 17M og
20M
Volga
Moskvich 407—408
Vauxhall, 4—6 strokka
Willys '46— '70
Toyota, flestar gerðir
Opel, allar gerðir.
Þ. Jónsson & Co
Símar: 8451 5—84516.
Skeifan 1 7.
<£>. JMorgitnblaftto
f^mnRCFniDRR
f mnRKPÐ VDRR
Landssamband Sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag Sjálfstæðiskvenna i
Reykjavík gangast fyrir helgarráðstefnu dagana 2.—3. nóvember n.k.
að Hótel Sögu (inngangur hótelmegin).
Umræðuefni:
Geir
Nýjungar
í skólamálum.
Elín
Dagskrá.
Laugardag
Kl. 9:00 Morgunkaffi í boði Landssambandsins
og Hvatar.
1 0:00 Ráðstefnan sett.
Ávarp: Geir Hallgrimsson,
forsætisráðherra.
Kristján
Framsöguerindi:
1) Endurmenntun og fullorðinnafræðsla:
Elin Pálmadóttir, borgarfulltrúi.
2) Skipan sérkennsluþjónustu:
Þorsteinn Sigurðsson, sérkennslufulltr.
3) Fjölbrautarskólinn og atvinnulifíð:
Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri.
Kl. 14:00 Umræðuhópar starfa.
Sunnudagur:
Kl. 1 4.00 Umræðuhópar skila áliti.
— Almennar umræður —
Kl. 1 7:00 Ráðstefnunni slitið.
Öllum Sjálfstæðiskonum er heimilt að sækja ráðstefnuna. Þátttaka
tilkynnist i sima 171 00 i siðasta lagi fimmtudaginn 3 1. október.
Undirbúningsnefndin.
— Lind
Fi amhald af hls. 21
í, hvenær sem þanþoli mennsku
þess hafði verið ofboðið, gef
ið forvitni og ímyndunarafli
svigrúm, þegar hengingaról
einhvers kerfisins herti svo
að blóðrásinni, að hugurinn
fékk ekki starfað, verður það
allt sem ekki neitt í ljósi nútíma-
legrar raunhyggju. Ef notuð er
líkingin um vin, þá hafa hirðingj-
ar sest að í þessari vin og þeir
hafa þrautræktað hana og breytt,
eftir því sem þeim hefur þótt
henta. Lindin rennur um steypta
stokka og nær ekki að metta jarð-
veginn: Bókmenntir eru þraut-
ræktaður reitur og fá ekki staðist
frá sjónarmiði nefndrar aðferð-
arfræði, nema þær hafi brodd,
eftir atvikum pólitískan. Frá
sjónarmiði einstaklingshyggj-
unnar eru þær aftur á móti
vitnisburður um hinn innri mann
og söguleg arfleifð, sem haldið er
í lífi með hefðum. En gæti þeir,
Opnið
biiskúrinn
með fjarstýringu
úr bílnum
Sjálfvirkur drifbúnaður á
bílskúrshurðina frá
bandaríska fyrirtækinu
CHAMBERLAIN
Einfalt í uppsetningu.
Lyftir, kveikir Ijós, lokar
aftur og læsir, allt fjar-
stýrt frá bílnum.
Eykur verðgildi og þæg-
indi hússins.
Páll Gíslason
Garðaflöt 37
simi 43205.
sem hana aðhyllast, uppsprett-
unnar! Aðrir gera það ekki. Ef
lindin mengast, tærist gróðurinn.
Og ef uppsprettan stfflast, leggst
vinin undir fokskafla.
Lítum þá á málefni bókasafna:
dæmið um þau bensl, sem fulltrú-
ar einstaklingshyggjunnar leggja
raunar á hana og hafa gert um
langt skeið. Einstaklingshyggjan
er sprottin úr bókmenntum frem-
ur en öðri* á rætur að rekja til
manna, sem lifðu meðal bóka, í
bókum og stefndu að því, þegar
séð varð, að hægt var að gera
bækur öllum aðgengilegar, að
lyfta almenningi upp á skör til
sín, inn í stofnanir, sem til þess
tíma höfðu verið álitnar nærri
launhelgar; gullgerðarmenn, al-
fræðiorðabókahöfundarnir
frönsku, breskir og síðar banda-
rfskir heimspekingar gengu undir
merki hennar, sem formað verður
úr orðum Voltaire um tjáningar-
frelsi: „Vel má vera, að ég sé ekki
sammála öllu því, sem þú segir,
en ég mun verja rétt þinn til að
segja það.“ Bókasöfn, þessar
stofnanir, hafa alla tíð verið virki
einstaklingshyggju, þó menn
fram að tíma prentlistar vígðust
inn í þau, eins og launhelg væru;
síðan hefur verið að verki á
vesturlöndum virk qólitfk í þá
átt að gera þau aðgengileg öllum
almenningi. Með þeim fyrirvara
þó, að gerræðislegt stjórnarfar
flokkar þau nú, eins og alltaf und-
ir hættusvæði. Bókasöfn eru þjón-
ustustofnanir. Þau gera almenn-
ingi bókmenntir aðgengilegar nú-
orðið, þar sem þessi þróun hefur
náð fram að ganga, og það er víða,
koma f veg fyrir fjárhagslega mis-
munun með þvf, opna öllum jafna
leið að bókmenntum óháð rúmi og
tíma. Með bókasöfnunum gefa
menn sér sjálfir — með milli-
göngu ríkisvalds — tækifæri til
að uppgötva sitt eigið einstakl-
ingseðli, sem og annarra, í öðru
lagi til að fylgja eftir kröfum um
rétt til þess, ekki bara sjálfum sér
ti! handa, heldur öllum. Það er
stofnun af þessu tagi, sem fengið
hefur inni í einbýlishúsi hér í bæ:
borgarbókasafnið.
Lindin væri lítil, jafn vel engin
Lokað eftir hádegi í dag
vegna jarðarfarar.
Krabbameinsfélag íslands,
Krabbameinsfélag Reykjavíkur.
Til sölu
Hef verið beðinn um að selja vel rekna mat og
kjötvöruverzlun á góðum stað hér í bænum.
Upplýsingar aðeins gefnar á skrifstofu vorri,
ekki í síma.
Ólafur Ragnarsson hrl.,
Lögfræði og endurskoðunarskrifstofa,
Ragnars Ólafssonar,
Laugavegi 18, Reykjavik.
á svo Iitlu málssvæði, sem hið
fslenska er, ef henni væri samur
gaumur gefinn og á málssvæðum
öðrum, sem stjórnarfarslega sjálf-
stæð teljast. En íslendingar vefa
saman málrækt og hvöt sína til
sjálfstæðis vegna þeirra einstakl
ingslegu einkenna, sem málrækt
leiðir í Ijós, hafandi ekki annað
fyrir sér til sönnunar á þeim rétti.
Af þessari áráttu leiðir sérís-
lenska tegund fhaldssemi, sem ef
til vill skýrir tvískinnungin í við-
horfum hægri sinnaðra manna til
skáldskapariðju yfirleitt. Árátta
er íslendingum bókagerðin tví-
mælalaust: þegar kemur að því að
fjalla skuli um skáldskapariðju
virðist þorri manna, hvar f flokki
sem þeir standa, halda, að íslensk
stjórnskipunarlög,. sem í megin-
atriðum eiga rætur að rekja til
framangreindra einstaklings-
hyggjumanna, glati sjálfkrafa
gildi sínu, sem og einstakir laga
bálkar (viðskipti rithöfunda fara
t.d. ekki fram samkvæmt ríkjandi
verslunarvenjum, samningalög-
unum.) Og þessi árátta er feyran í
menningunni.
Á tveimur rithöfundaþingum,
nú síðast í vor, hefur verið sett
fram kröfugerð varðandi almenn
ingsbókasöfn, sem í fljótu bragði
virðist mótsagnakennd; í fyrsta
lagi er farið fram á greiðslur höf-
undum til handa fyrir útlán safna
á bókum þeirra. Sama meginregla
liggur til grundvallar þessari
kröfu og lögum um almennings-
bókasöfn, en til viðbótar skýrt
orðuð ákvæði stjórnarskrárinnar
til verndar eignarétti: rithöfund-
ur selur afnotarétt af verki sfnu
ekki það sjálft. Þessi afnotaréttur
er þegar takmarkaður af lögum,
eftirprentun er bönnuð, svo og
flutningur þess opinberlega,
nema að fenginni sérstakri
heimild frá höfundi. Þegar tekið
er tillit til þess að bók er lögð
fram á safni í þeim tilgangi, að
hún fari sem víðast, allt til þess að
hún hefur verið lesin upp til agna
— eftir ár, áratugi; að hún svari
til þeirrar þarfar, sem höfundur
byggir afkomu sína á, liggur við
að lögjafna megi út frá þessum
reglum. Um nýja, sjálfstæða
dreifingaraðferð er að ræða, ná-
skylda þeirri, sem höfundur
seldi útgefanda heimild til að
beita. Hvort rithöfundar verði
fyrir tekjumissi við útlán bóka
þeirra af söfnum; hvort tekjuauk-
inn við innkaup safna á verkum
þeirra vegur upp á móti hugsan-
legum tekjumissi vegna þessarar
dreifingaraðferða — hvort rithöf-
undar, svo að notað sé orðalag
réttlættrar rangsleitni fórna sér
fyrir fjöldann eða „bókmenntirn-
ar“ — sker ekki úr um réttmæti
þessarar kröfu heldur er með
henni verið að vinna gegn hátt-
semi, sem er á mörkum þess að
geta talist rán meiri hlutans á arði
fámenns minnihlutahóps þar eð
engin rök hafa verið færð fyrir
eignaupptöku af þessu tagi. Með
eflingu almenningsbókasafna er
stefnt yfir þessi mörk og því verð-
ur að setja þann fyrirvara, sem
rithöfundar fara fram á. Hér er á
ferðinni málefni, sem einstakl-
ingshyggjumenn ættu að láta sig
varða, en þegar kemur að málefn-
um bókagerðar, eru þeir engir til.
Aðeins íhaldsmenn.
I öðru lagi ganga rithöfundar
fram fyrir skjöldu og gera þá
kröfu, að keypt verði til safna
mun fleiri eintök hverrar bókar,
en nú er gert og þeim dreift víðar.
krafan er efnislega á þá leið, að
landsmönnum verði gert auðveld-
ar að nálgast lifandi bókmenntir.
Ábatavon rithöfunda liggur til
grundvallar, en það ætti ekki að
hryggja sjálfstæðismenn og hags-
munirnir eru frá sjónarmiði
einstaklingshyggju þjóðarinn-
ar allrar; ávinningurinn
gæti orðið frumlegri, sjálf-
stæðari einstaklingar, hæfir
til að taka út persónulegan
þroska en væru ekki eins og
nú er, hlutaðir sundur í ósam
þætt sjálf, líkt of fyrirburðir
með ótal augu, sem horfa hvert í
sína átt. Þessum lið hefur verið
mætt af algeru skilnings og al-
vöruleysi af þeim, sem telja, að
þeir telji, að rithöfundar eigi ekki
að standa í stjórnmálavafstri,
hægri sinnuðum mönnum.