Morgunblaðið - 25.10.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974
25
Regína Þórðardóttir
leikkona - Kveðjuorð
Við fráfall Regínu Þórðardóttur
verður míkill sjónvarsviptir í
íslenzku leikhúslífi. Um áratuga
skeið hefur hún staðið I fremstu
röð, og þó að áhorfendum hafi nú
á síðustu árum gefizt sjaldnar
tækifæri en skyldi að njóta listar
frú Reginu, vegna langvinnrar
vanheilsu, var þó myrid hennar
greipt svo skýrt í vitund leikhús-
unnenda, að manni fannst sem
hátið væri í hvert skipti, sem hún
gat tekið þátt í sýningu.
Leikferill frú Regínu hófst á
Akureyri 1932, er hún var fengin
til að taka að sér hlutverk fyrir
Leikfélag Reykjavíkur, sem þá
fór í leikför norður með Jósafat
ESnars H. Kvaran. Hún var þá
búsett þar nyrðra ásamt manni
sínum Bjarna Bjarnasyni lækni,
sem einnig er kunnur fyrir list-
hneigð sína. Næstu árin lék hún
svo talsvert með Leikfélagi Akur-
eyrar, m.a. Fröken Júlíu og
KSthie i Alt Heidelberg.
Á miðjum krepputimanum
vindur frú Regfna sfnu kvæði í
kross og fer utan tii leiknáms í
skóla Konunglega leikhússins f
Kaupmannahöfn. Námið stundaði
hún í tveimur áföngum, en var I
Reykjavík ein þrjú — fjögur ár í
milli og lék með Leikfélagi
Reykjavikur. Hún lauk síðan
náminu 1939—40 og kom heim í
stríðsbyrjun um leið og Lárus
Pálsson og fleira gott listafólk.
Næsta áratuginn lék frú Regfna
óslitið i Iðnó, mörg hlutverk og
margvisleg, þó að Ragnheiður
Brynjólfsdóttir yrði þeirra fræg-
ast og vinsælast. Frá þeirri
Stundu að hún stóð þar í Skál-
holtsdómi sem nakin væri frammi
fyrir alheiminum og sór sinn eið,
efaðist enginn um, að þar höfðu
Islendingar eignazt mikilhæfa
skapgerðarleikkonu. Þegar við
bættist, að hún gat brugðið sér i
léttari ham með hárfínu skopi
eins og t.d. í hlutverki fröken
Johnson í Uppstigningu Nordals,
mátti og vera lýðum ljóst, hvílik-
ur akkur hverju leikhúsi var í að
hafa slika leikkonu í sínum hópi.
Hvert stórhlutverkið rak nú ann-
að; önnur Brester-systranna í
Blúndur og blásýra, Steinunn í
Galdra-Lofti, drottningin í
Hamlet.
Að sjálfsögðu var frú Regína f
hópi fyrstu fastráðinna leikara
Þjóðleikhússins og úr opnunar-
sýningunum er minnisstæð kona
Arneusar í Islandsklukkunni,
djörf mannlýsing og fyndin, en
sönn. Og það orð, sönn, verður
manni tamast, þegar lýsa á list frú
Regínu. í hverju hlutverkinu á
fætur öðru i þau tiu ár, sem hún
starfaði í Þjóðleikhúsinu, tókst
henni með óvenjulegri nærfærni
og djúpstæðum skilningi að gefa
hinum margvíslegustu blæbrigð-
um sálarlífsins mynd, sem engum
datt i hug að nota um annað lýs-
ingarorð en sannur. Mörg þessara
hlutverka standa manni enn í dag
svo ljóslifandi fyrir hugskotssjón-
um sem hefði leikkonan staðið á
sviðinu í gær: Linda Loman í
Sölumaður deyr, frú Winemill-
er í Sumri hallar, Elísabet
í 1 deiglunni, Beatrice í
Horft af brúnni. Evelyn Holt
í Edward sonur minn. Og svo
lítið hlutverk, Dagmar f Þess
vegna skiljum við — hversdags-
leg, mannleg örlög, sem Regina
lék af þeim hljóðláta hlýhug, sem
hún átti í ríkum mæli.
Við sjáum af þessari upptaln-
ingu, að það voru einkum sam-
tímahöfundar, sem áttu í Regínu
Þórðardóttur afburðatúlkanda.
Sama var upp á tengingnum eftir
að hún tók aftur til starfa hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Þó að
hún byrjaði þar með stormandi
leikgleði og fjöri í hlutverki
amerisku tengdamóðurinnar í
Sex eða sjö, leið ekki á löngu áður
en hún för að glima við hin kröfu-
hörðustu skapgerðarhlutverk
samtímabókmenntanna. Og nú
fór þessi hlýja og hljóðláta kona
hamförum og bætti þremur for-
ynjum við mannlýsingasafn sitt,
sem þó var fjölbreytt fyrir: von
Zahnd f Eðlisfræðingunum,
Claire Cachanassian í Sú gamla
kemur i heimsókn og Bernarda i
Húsi Bernörðu Alba. Siðustu
hlutverkin voru leikkonan í
Orfeus og Eurydís og Þórdís í
Manni og konu, hlutverk, sem
Regfnu var hugfólgið, enda ættuð
frá Reykhólum, hlutverk, sem
hún lék f senn af reisn og innsæi.
Fyrr á árum lék frú Regína
mikið í útvarpi, en hin síðari
árin var hún þar sjaldgæfur gest-
ur. Ekki eigum við heldur því láni
að fagna að list hennar hafi
geymzt i sjónvarpsupptökum. Og
þó. Henni bregður fyrir í kvik-
myndinni Sjötíu og niu af stöð-
inni. Og síðan fór hún með hlut-
verk ömmunnar í Brekkukotsann-
ál 1972, og varð það hennar síð-
asta hlutverk. Það þarf víst ekki
að eyða mörgum orðum að, hve
verðmætt er fyrir menningarsögu
framtíðarinnar að mynd og verk
okkar beztu listamanna geymist
með einhverjum hætti, og þar
stóð leiklistin lengi illa að vígi.
Eg átti þvi láni að fagna að
kynnast frú Regínu vel síðasta
áratuginn. Okkur unga fólkinu i
Iðnó varð hún fyrirmynd, stór og
mikil sál, listakona, sem samein-
aði það að vera kröfumikil fyrir
hönd listarinnar og hógvær um
eigin hlut. Það var lærdómsrfkt
að fylgjast með vinnubrögðum
hennar, og ég hygg, að samvizku-
semi hennar og virðing fyrir verk-
efninu, stóru eða smáu, hafi verið
ýmsum góður skóli.
En þannig var hún i augum
okkar alls leikhúsfólks, rík og
sterk á hverju sem gekk, hlý og
djúp. Þessi „grande dame“ okkar
leikhúss naut líka virðingar og
aðdáunar allra Ieikhúsunnenda
og trútt er um að mörgum verði
hugsað til hennar af heitu hjarta í
dag.
Megi þessar fátæklegu línur
færa eftirlifandi eiginmanni
hennar, Bjarna Bjarnasyni, og
öðrum aðstandendum innilega
samúð og reyna að lýsa einhverju
af þeim óvenjulega þakkarhug,
sem við berum til hinnar mikil-
hæfu listakonu.
Sveinn Einarsson.
Þeim fækkar nú óðum leikur-
unum, sem með starfi sínu hjá
Leikfélagi Reykjavíkur á þriðja
og fjórða tug þessarar aldar lögðu
grundvöllinn að því, að hægt var
að hefja á Islandi leikhúsrekstur
með ráðnum leikurum: Soffía
Guðlaugsdóttir, Arndís Björns-
dóttir, Haraldur Björnsson,
Indriði Waage, Gestur Pálsson,
Alda Möller, Alfreð Andrésson,
Inga Þórðardóttir, Lárus Pálsson
og nú siðast Regína Þórðardóttir.
Það verður ekki um það deilt,
að það voru störf þessara horfnu
félaga og annarra, sem enn halda
búsetu á þessu jarðsviði, sem
voru hvatning þess, að Þjóðleik-
húsið hóf rekstur með fastráðnu
starfsfólki. Það voru leiklistaraf-
rek þessa fólks og annarra, sem
sýndu, að þeir leiklistarhæfileik-
ar voru fyrir hendi á Islandi, að
ekki var minnkunarlaust að gera
þessum listamönnum ekki kleift
að geta helgað sig leiklistinni sem
aðalsarfi. Hinar mikilhæfu leik-
konur Soffía Guðlaugsdóttir og
Alda Möller voru því miður látnar
áður en Þjóðleikhúsið tók til
starfa, en Regína Þórðardóttir var
meðal þeirra leikara sem ráðnir
voru við Þjóðleikhúsið árið áður
en það tók til starfa, fyrir réttum
25 árum. Þar starfaði hún með
sæmd í tíu ár, en hætti þar störf-
um 1960. Ekki leið samt á löngu
áður en leiklistin tók aftur að
toga hana til sfn, og tók hún þá að
leika aftur með sínu gamla leik-
félagi á sviðinu í Iðnó. Þar lék
hún svo meðan henni entist
heilsa.
Regína Þórðardóttir var vel
menntuð og gáfuð leikkona. Hún
var sívaxandi f list sinni til hinztu
stundar. Þroskaðist hún úr létt-
vægum hlutverkum ungra
kvenna til merkilegra afreka í
skapgerðarhlutverkum. Þar eð
ferli hennar og hlutverkum eru
gerð skil í annarri minningar-
grein í þessu blaði í dag verður
það ekki endurtekið hér.
Regína á sér óaf máanlega mynd
í persónulegri endurminningu
minni, þvi hún lék konuna mína í
fyrsta hlutverki mfnu hjá Leik-
félagi Reykjavíkur árið 1938, þeg-
ar ég var 22 ára gamall
taugaóstykur viðvaningur. Það
var í gamanleiknum. SKÍRN SEM
SEGIR SEX eftir norska höfund-
inn Oscar Braaten. Frú Regina
var að vísu talsvert eldri en ég, en
það skipti engu máli, þvf hún bjó
yfir sérstökum æskublóma, sem
síðan fylgdi henni meðan hún
naut fullrar heilbrigði. Mér er
minnisstætt elskulegt viðmót
hennar og gleymi ekki ómetan-
legri hjálp hennar í þessari erfiðu
frumraun.
Frú Regína var kona fremur
fálát og sennilega feimin að eðlis-
fari, hljóðlát og hlédræg. En það
stafaði af henni innri Ijómagæzku
og góðvildar og því mjög þægilegt
að vera í návist hennar. Ekki var
hún opinská, og fór leynt með
tilfinningar sfnar. Þetta er
norrænt einkenni, sem prýtt hef-
ur ýmsar merkiskonur íslenzkar.
Hins vegar brauzt hún út úr þess-
ari skel í leikhlutverkum sínum
og kom það oft á óvart þeim, sem
hugðu sig þekkja hana, yfir hve
ríkum tilfinningahita hún bjó og
stórbrotnu skapi. En hún lék ekki
nema á leiksviðinu.
Það er skarð fyrir skildi þar
sem Regína Þórðardóttir hvarf
okkur, og munu áreiðanlega allir
sem með henni léku minnast
hennar af hlýhug og þakklæti.
Við leikarar í Þjóðleikhúsinu
sendum henni alúðarkveðjur og
óskum henni blessunar f nýjum
heimkynnum. Við sendum eigin-
manni hennar Bjarna Bjarnasyni
lækni og dætrum þeirra hjóna
samúðarkveðjur á þessari erfiðu
skilnaðarstund. En Bjarni læknir
var konu sinni ekki einungis
hjálparhella, heldur það bjarg,
sem hún gat stuðzt viðílist sinni.
Hún átti mann, sem skildi til hlít-
ar þrá hennar til listrænnar tján-
ingar.
Ævar R. Kvavan.
Einn af öðrum hafa þeir horfið
frá okkur fyrir aldur fram, þeir
leikarar sem áttu svo drjúgan þátt
í að skapa þá leikhúshefð á Is-
landi, að þrjú atvinnuleikhús, að
ótöldum áhugamannaleikhúsum,
eru talin sjálfsögð menningar-
þjónusta við þegnana. Þessi list-
grein augnabliksins, sem ekki er
unnt að taka fram og skoða upp á
nýtt eins og sögu í bók, er jafnan
bundin minningum og minningar
hverrar kynslóðar er sú þjóðar-
saga, sem henni er skylt að skila
af sér til næstu kynslóðar.
Nú er Regína Þórðardóttir leik-
kona einnig horfin inn f heim
minninganna. Hún stendur mér
skýrt fyrir hugskotssjónum meðal
þeirra leikkvenna, sem vöktu með
mér, og samtíðaræsku, aðdáun og
löngun til að njóta þeirrar list-
greinar, sem hún var fulltrúi fyr-
ir. Og það er fátt sem ég tel að
verði meira metið en að vekja
æskufólk til vitundar og umhugs-
unar um listir í landinu hverju
sinni. Þær hljótaaðvera bergmál
af því umhverfi sem við lifum f.
— Það var um jólaleytið 1945 og
þann vetur, að Regína Þórðardótt-
ir veitti okkur á leiksveiði Leik-
félags Reykjavíkur innsýn í heim
Ragnheiðar biskupsdóttur í Skál-
holti og skömmu síðar brá hún
upp þeirri rnynd af Steinunni í
Galdra-Lofti, að það brýndi löng-
un til að lesa allt það, sem Jóhann
Sigurjónsson hafði að segja fyrir
hönd samlanda sinna. Regína
Þórðardóttir var meðal þeirra
listamanna, sem báru uppi ný-
stofnað Þjóðleikhús okkar fyrir
25 árum. Fyrsta hlutverk hennar
þar hlýtur að verða okkur öllum
ógleymanlegt, sem sáum. Það var
lýsing á afstöðu andstæðingsinis
í íslandsklukkunni konu Arnas
Arneusar, sem ekki vildi vita af
kostum þjóðar manns síns. Reg-
ínu Þórðardóttur tókst að gera
andstæðinginn að manneskju, —
hún fór þar á kostum sem gaman-
leikkona. Það voru þó dramatisk-
ar kvenlýsingar sem sátu í fyrir-
rúmi álitríkum starfsferli hennar
svo sem Gina Ekdal í Villiöndinni
eftir Ibsen og minnisverð túlkun
á befðarkonunni í Sú gamla kem-
ur í heimsókn eftir Díirrenmatt,
sem var meðal síðustu hlutverka,
sem hún lék hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Þar lá það f augum
uppi, að mikla hefðarkonu í sjón
og góða listakonu þurfti til að
túlka vandasamt hlutverk. Um
listakonuna efaðist enginn. Reg-
fna hafði það einnig til að bera að
vera hefðarkona bæði í sjón og
raun.
Við erum mörg, sem finnst leik-
húsið vera ævintýri. Regína
Þórðardóttir var hluti af því
ævintýri um langt skeið. Hún bar
táknrænt nafn og bar gæfu til að
valda því: Regína — drottning i
ævintýrinu. Það var yfir henni
reisn á leiksviði og það var yfir
henni reisn sem manneskju. Eg
minnist hennar með virðingu fyr-
ir að hafa veitt mér góða list og
jákvæða viðkynningu.
Vigdís Finnbogadóttir.
Kveðja frá Félagi fslenskra
leikara.
I dag kveðja íslenskir leikarar
Regfnu Þórðardóttur, einn af sín-
um gömlu og tryggu félögum. Á
slíkum stundum leita á hugann
margar minningar frá liðnum
samverustundum. Margs er að
minnast og vissulega er mikið að
þakka. Regína Þórðardóttir var
gædd óvenju sterkum persónu-
töfrum, sem seint gleymast þeim,
er kynntust henni náið. Hún var
glæsileg kona, seintekin, vinur
vina sinna og hrókur alls fagnað-
ar ef því var að skipa. Oft var
gestkvæmt á heimili Regínu og
manns hennar, Bj.arna Bjarnason-
ar læknis. Þar áttu margir leikar-
ar og aðrir félagar þeirra hjóna
sitt annað heimili. Mikil glaðværð
ríkti þar oft á tíðum, en góðvild og
hjartahlýja húsráðenda sátu þar
jafnan f fyrirrúmi.
Regína var fædd í Reykjavík
þann 26. apríl 1906 og var því á
69. aldursári þegar hún lést. Ung
að árum giftist hún eftirlifandi
manni sinum, Bjarna Bjarnasyni
lækni. Þau eignuðust tvær dætur,
Eddu og Kolbrúnu.
Regína hóf leikstarfsemi sína á
Akureyri, en þar dvaldist hún f
nokkur ár með manni sínum og
dætrum. Fyrsta hlutverk sitt hjá
Leikfélagi Reykjavíkur lék hún
árið 1932, en það var frú Finndal í
leikritinu Jósafat eftir Einar H.
Kvaran. Regína gerði sér snemma
Ijóst að til þess að ná verulegum
þroska í listgrein sinni er nauð-
synlegt að hljóta góða undirstöðu-
menntun. Hún stundaði nám á
Konunglega leiklistarskólanum í
Kaupmannahöfn á árunum
1933—1934 og aftur á árunum
1939—1940 og útskrifast þaðan
með mjög góðum vitnisburði.
Regína starfar síðan með Leik-
félagi Reykjavíkur til ársins 1950,
en þá var hún fastráðin leikkona
hjá Þjóðleikhúsinu og lék þar til
ársins 1960. Eftir það fer hún
aftur að starfa hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og lék þar mörg hlut-
verk meðan heilsa og kraftar
leyfðu. í báðum leikhúsum höfuð-
brgarinnar voru henni falin mörg
stór og vandmeðfarin hlutverk.
Hjá Þjóðleikhúsinu lék hún t.d.
aðalkvenhlutverkin f leikritum
Arhurs Miller, Sölumaður deyr, í
deiglunni og Horft af brúnni. 1
þeim öllum sýndi hún ríka
sköpunargáfu og listræna með-
ferð. Ögleymanleg er hún líka i
hlutverki konu Árna Magnússon-
ar í islandsklukkunni. Þar skap-
aði hún sérstæða manngerð, sem
seint mun líða úr minni þeirra, er
sáu hana í því hlutverki.
Síðustu stóru hlutverk Reginu
hjá Leikfélagi Reykjavíkur voru
aðalhlutverkin f Sú gamla kemur
í heimsókn eftir Dúrrenmatt og í
Húsi Bernörðu Alba eftir Garcia
Lorca. Bæði þessi hlutverk túlk-
aði hún frábærlega og voru þau
vissulega á margan hátt hápunkt-
urinn á löngum og merkum list-
rænum starfsferli
Leikhúsið er heimur út af fyrir
sig. Hver hluturhefurþar sinasál.
Leiktjöldin, leikmunirnir og jafn-
vel steinarnir í veggjunum hafa
mál. Allterþargættsínusérstæóa
lffi. Fróður maður hefur sagt að
leiklistin sé list augnabliksins.
Stemmning, sem skapast á leik-
sviðinu eitt örstutt andartak, er
horfin og gleymd um leið og Ijósin
eru slökkt og tjaldið fellur. Að-
eins minningin um mikinn leik-
sigur lifir í vitund þeirra, sem
urðu þess að njótandi að vera
vitni að honum.
Regina Þórðardóttir átti því
láni að fagna að skapa margar
hrifningarstundir á íslenzku leik-
sviði. Þess vegna Iifir hún í minn-
ingu okkar um langan aldur sem
eii) af okkar bestu leikkonum
fyrr og siðar.
Islenskir leikarar minnast
hennar sem mikillar listakonu og
góðs félaga. Hún var alltáf reiðu-
búin til að leysa hvers manns
vanda.
Félag islenskra leikara sendir
Bjarna Bjarnasyni manni hennar,
dætrum og öðrum ættingjum
hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Klemens Jónsson.
Fágæt kona er horfin sjónum.
Á úrsvalri haustnótt lauk hel-
stríði Regínu Þórðardóttur.
Það hafði verið langt og strangt.
Hún bar það sem hetja án æðru-
orðs.
Aldur hennar varð sextfu og
átta ár.
Hljóðlát og yfirlætislaus gekk
frú Regína til starfa, á heimili
sínu og utan þess. Fas hennar og
viðmót var hlýtt og fágað — með
blæ hógværrar hlédrægni. Það
geislaði frá henni móðurlegri ást-
úð og gletlnin hennar var lágvær
eins og blStttrinn. Hún var oró-
vör, svo af bar, greindi kjarna frá
hismi og metorð voru henni
hégóma
Jafnfranit þeirri mýkt, sem ein-
kenndi hana, bar hún sterkan
glæstan persónuleik — reisn, sem
minnti á íslenzkar hefðarkonur til
forna.
Hún var að eðlisfari viðkvæm
og dul. 1 þögulu stolti geymdi hún
í hjarta sér dýpstu tilfinningar
harma og gleði — gætti þess vand-
lega, að þar gengi enginn um garð
annar en sá, sem til þess var kjör-
inn af henni sjálfri. Og þar, í
helgidómi hjartans, varðveitti
hún trú sína, tæra og fagra.
Sökum þess, að hún var rík að
reynslu — bjartri reynslu og
myrkri — var list hennar djúp og
stór. Hún var fyrst og fremst
harmleikkona — þó hún ætti —
og slægi á fleiri strengi.
Eg á frú frú Reginu þakkir að
gjalda. Að eignast fölskvalausa
vináttu hennar er fjársjóður, sem
mölur og ryð fær ei grandað. Ekki
þurfti stöðuga umgengni okkar á
meðal, þar nægði andlegt sam-
band, sem aldrei rofnaði.
Mér er það minnisstætt — þeg-
ar ég sem lítil telpa — sá frú
Regínu í fyrsta sinn.
Með föður mínum og föðurfólki
hennar var einlæg vinátta.
Nokkru eftir lát hans bauð
amma hennar, frú Þórey, móður
minni og okkur þrem systrum
heim til sín, sólbjartan eftirmið-
dag. Frú Þórey bjó þá f Vonar-
stræti 12, og þar, í sama húsi,
bjuggu einnig foreldrar frú
Regínu með sinn s'tóra glaðværa
barnahóp. Frú Regína var þá
fjórtán til fimmtán ára gömul —
og hún var svo falleg. Björt á brá,
hárið dökkt, tekið saman í
hnakkanum með stórri silki-
slaufu augunyndisfögur — bláog
brosið heillandi. Og hún, þessi
stóra stúlka, lék við okkur
telpurnar og yngri systkin sín á
svo elskulegan, óþvingaðan máta,
að öll feimni hvarf. Ég man hvað
ég dáði hana.
Svo var það mörgum árum sfð-
Framhald á bls. 27.