Morgunblaðið - 25.10.1974, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974
27
Ólafía Björnsdótt-
ir — Minning
F. 7. sept.1901
D. 18. okt. 1974
Hinn 18. okt. sl. andaðist á
Landspítalanum í Rvk. Olafía
Björnsdóttir, Nýlendugötu 12.
Góð kona og merk. Hún var fædd
í Reykjavík 7. sept. 1901, mikill
Reykvíkingur — vesturbæingur,
sem þótti vænt um borgina sína
og vildi hennar sóma í hvfvetna.
Ársgömul flutti hún með foreldr-
um sínum að Nýlendugötu 12, þar
sem var heimili hennar upp frá
þvf.
Ung missti hún föður sinn
Björn Gíslason skipstjóra, er fórst
með skipi sínu árið 1906 Stóð
móðir hennar, Guðrún Ölafsdótt-
ir, þá ein eftir með litlu stúlkuna
sína og þurfti oft aó vinna hörð-
um höndum til a.0 sjá þeim far-
borða. En þaó tókst með Guðs
hjálp og dugnaði fórnfúsrar móð-
ur.
1 litla húsinu á Nýlendugötu 12
ólst hún upp, falleg, bjarthærða
stúlkan, augasteinn móður sinn-
ar, þar nam hún fornar dyggðir,
sem hún byggði líf sitt á og bjó að
alla ævi.
1 æsku naut hún þeirrar mennt-
unar, er völ var á fyrir ungar
stúlkur og rúmlegá tvítug giftist
hún ungum og glæsilegum
dugnaðarmanni, Vilmundi Vil-
hjálmssyni. Stundaði hann sjó-
mennsku í mörg ár, en varð að
hætta sökum heilsubrests og
síðustu árin var hann stöðvar-
stjóri á Vörubílastöðinni Þrótti,
en hann dó langt fyrir aldur fram,
21. jan. 1962. Var það mikið áfall
fyrir alla fjölskylduna.
Ólafía var óvenju hlý og fas-
prúð kona, sem ,">tti eftirtekt
hvar sem hún fór. Blandaðist
engum hugur um, sem til
þekkti, að hún var mikilhæf og
góð húsmóðir, i þess orðs
beztu merkingu. Hafa slíkar kon-
ur ávallt verið þjóðinni mik-
ils virði. Þau hjónin voru mjög
samhent um uppeldi barna sinna
og allan heimilisbrag. Ekkert var
þeim dýrmætara en börnin og
heimilið.
Börn þeirra hjóna eru Guðrún
húsfreyja á Þingeyrum í Hvs. í
mörg ár, en flutti á síðastliðnu
vori að Steinnesi í sömu sveit.
Björn forstjóri Ferðaskrifstofu
ríkisins, Vilhjálmur tollvörður og
Björgvin bankastjóri við Lands-
banka Islands. Öll systkinin virð-
ast bera blæ af heimilinu á Ný-
lendugötu 12. Heiðarlegt fólk,
sem ekki vill vamm sitt vita og
hefur ávallt sýnt æskuheimili
sínu sérstaka tryggð og ræktar-
semi.
„Það var alltaf svo gott og
notarlegt að koma heim úr skólan-
um eða vinnunni og vita af
mömmu á sínum stað,“ segir Guð-
rún dóttir hennar, og sjálfsagt
eru bræðurnir á sama máli.
Fundum okkar Ólafíu og Vil-
mundar bar fyrst saman á Þing-
eyrum í Hvs. fyrir um það bil 20
árum. Voru þau hjón þá í heim-
sókn hjá dóttur sinni Guðrúnu og
tengdasyni Jósep Magnússyni frá
Brekku í Þingi. Þótti mér þá strax
mikið til þeirra koma og varð
hlýtt til þeirra upp frá því. Síðan
höfum við Ólafía verið flest sum-
ur samtíða á Þingeyrum um
lengri eða skemmri tíma og átt
saman margar góðar stundir. Oft
barst í tal lífið í Reykja-
vík í gamla daga. Hún unni
borginni sinni og hafði fylgzt með
vexti hennar og viðgangi. Gladd-
ist hún yfir öllu, er til framfara
horfði.
Þó margs væri að sakna frá
liðnum árum hafði ótal margt
færzt til betri vegar. Stundum bar
á góma erfið og óblíð kjör, er
fólkið átti við að búa, fyrst er hún
mundi eftir sér. Hún hafði fylgzt
með baráttu fólksins fyrir bætt-
um hag og fagnað hverjum sigri.
Ólafía var engin kröfukona, en
henni var ljóst hvar skórinn
kreppti og vildi leysa þann vanda
með sanngirni. Eg hygg, að eng-
inn hafi gengið bónleiður til búð-
ar frá henni en hlý og mild hönd
hennar hafi leyst úr mörgum
vanda þeirra er voru minni mátt-
ar. Ólafía var mjög barngóð. Lítil
stúlka mér skyld, er var henni
samtíða á Þingeyrum, sagði er
heim kom: „Ég sá svo eftir henni
Ólafíu þegar hún fór, hún er svo
góð.“ Segir það sína sögu, því
börn finna oftast hvað að þeim
snýr.
Nú er kulnuð glóðin á heimilis-
arninum að Nýlendugötu 12. En
minningin lifir um góða konu og
móður, er ávallt mátti treysta.
Minning er fyllir loftið ilmi lið-
inna daga. Dýrmætan arf hafa
þau þegið systkinin frá Nýlendu-
götu 12, sem aldrei verður frá
þeim tekinn.
Fyrir rúmu ári varð Ólafia fyrir
miklu áfalli og bar aldrei sitt barr
upp frá því. Um leið og ég kveð
þessa mætu konu og þakka henni
allt gott mér og mínum til handa,
sendi ég börnum hennar, barna-
börnum og tengdafólki öllu inni-
legar samúðarkveðjur. 1 Guðs
friði.
Hulda A. Stefánsdóttir.
1 dag verður gerð frá Fríkirkj-
unni útför frú Ólafíu Björnsdótt-
ur, en hún andaðist á
Landspítalanum 18. þ.m. eftir
langa og erfiða sjúkdómslegu.
Ólaffa var fædd 7. september
1901, dóttir hjónanna Guðrúnar
Ólafsdóttur og Björns Gíslasonar
skipstjóra frá Ólafsbakka í
Reykjavík. Björn drukknaði í
mannskaðaveðrinu mikla í aprfl
1906, er 3 kútterar fórust hér við
land og þar á meðal kútter Emilía,
sem Björn var skipstjóri á, en
hann fórst upp á Mýrum. Var
Ólafía eina barn þeirra hjóna.
Eftir fráfall föður síns ólst Óla-
fía upp með móður sinni að Ný-
lendugötu 12, en þar hafði faðir
hennar reist hús þegar árið 1902.
Var mjög erfitt hjá þeim mæðg-
um, er fyrirvinnan var fallin frá,
en það hjálpaði þó nokkuð, að þær
áttu hús til að búa f.
Guðrún, móðir Ólafiu, giftist
aftur Sigurgeir Sigurðssyni sjó-
manni, en hann drukknaði eftir
stutta sambúð. Urðu þær mæðgur
því lengst af að bjarga sér sjálfar
og unnu báðar úti f fiski, við
fiskþvott, fiskþurrkun o.fl.
Ólaffa giftist 20. janúar 1923
Vilmundi Vilhjálmssyni frá
Knútsborg á Seltjarnarnesi hin-
um mætasta manni. Vilmundur
stundaði sjómennsku á unga
aldri, var stýrimaður á togurum,
en síðar vörubílstjóri og stöðvar-
stjóri á Vörubílastöðinni Þrótti.
Þau Ólafía og Vilmundur hófu
búskap að Nýlendugötu 12 og
bjuggu þar allan sinn búskap.
Eignuðust þau 4 börn, en þau eru:
Guðrún, gift Jósef Magnússyni
bónda að Steinnesi f Húnavatns-
sýslu, Björn forstjóri Ferðaskrif-
stofu ríkisins, kvæntur Hólmfríði
Snæbjörnsdóttur, Vilhjálmur
yfirtollvörður, kvæntur Rann-
veigu Jónasdóttur og Björgvin
bankastjóri Landsbankans,
kvæntur Sigurlaugu Pétursdótt-
ur.
Hjónaband þeirra Ölafíu og Vil-
mundar var mjög farsælt og voru
þau hjónin sérstaklega samhent.
Það var enginn íburður á heimili
þeirra Ólafíu og Vilmundar, en
heimili þeirra var fallegt og þang-
að var gott að koma.
Ólafía var vel gerð kona. Hún
hafði gott skap, var ávallt létt og
glaðleg og hafði sérlega gott við-
mót. Það hændust því margir að
henni. Hún hafði góð áhrif á alla,
sem henni kynntust. Ólafía var
einstaklega trygglynd. Alla ævi
hélt hún tryggð við vinstúlkur
sínar úr barnæsku og hitti þær
reglulega. Fjölskylda hennar var
mjög samhent þó fámenn væri og
mjög kært var á milli hennar og
systranna frá Ólafsbakka.
Ég minnist þess, er ég var að
alast upp sem lítill drengur á Ný-
lendugötunni, hversu gott okkur
börnunum þótti að koma til Lóu.
Hús hennar stóð okkur alltaf
opið.
Maður Ólafíu, Vilmundur heit-
inn Vilhjálmsson, lézt 21. janúar
1962 eftir langvinn veikindi.
Annaðist Ólafía mann sinn mjög
vel allan þann tíma, er hann átti
við erfið veikindi að stríða.
Ólafía var mjög heilsugóð allt
þar til fyrir ári, er hún veiktist og
lagðist á spítala. Fór svo, að hún
átti ekki afturkvæmt heim.
Við fráfall Ólafíu er látin góð
kona, sem ávallt var til blessunar.
Drottinn blessi minningu henn-
ar.
Björgvin GUðmundsson.
— Regína
Framhald af bls. 25
ar, að persónuleg kynni okkar
hófust á ný, og því vil ég geta þess
hér, að það sýnir hvern mann frú
Regína haf ði að geyma.
Eg var rétt komin heim frá leik-
námi erlendis og var beðin að
leika hlutverk Maríu meyjar í
Gullna hliði Daviðs Stefánssonar
— vegna andláts Öldu Möller,
skömmu áður.
Á æfingu i gömlu Iðnó kom ég
síðla dags. 1 salnum sátu leikarar
á víð og dreif, ásamt leikstjóra.
Verið var að æfa fyrsta þátt á
sviði. Ég settist um mitt hús. 1
hléi gengu leikarar hver til ann-
ars og töluðu saman i lágum hljóð-
um. Þung stemmning var yfir —
öllum efst í hug sviplegt lát hinn-
ar ungu leikkonu.
Snögglega gengur úr hópnum
frú Reglna Þórðardóttir. Hún
hraðar sér mjúklega fram með
bekkjaröðunum, einbeitt á svip
en mild — kemur rakleiðis inn í
bekkinn þar sem ég sat ein míns
liðs — réttir mér hönd sína og
býður mig hjartanlega velkomna i
hóp leikara, til starfa.
Upp frá þessu sýndi hún mér, á
stuttum leikferli mínum — og æ
siðar — umhyggju, nærgætni og
vináttu, sem ég fæ ekki fullþakk-
að.
Frú Regina var meira en leik-
kona. Hún var sönn listakona með
háþroskaðan bókmenntasmekk —
og yfirleitt bar hún glöggt skyn á
allar fagrar listir.
Nú er hin fágæta kona horfin
sjónum — og land og listir hafa
glatað nokkru af töfrum sinum.
Mig langar að kveðja hana með
ljóðlínum föður míns, Guðmund-
ar Guðmundssonar:
1 haustblæ, lengi, lengi
um lyngmó titrar kvein:
viðsólhvörf silfrinstrengi
þar sorgin bærir ein.
Dýpstu samúð mína eiga allir
henni nákomnir.
Steingerður Guðmundsdóttir.
— Gæti vart
Framhald af bls. 10
sem hafa ei boðorð fyrir
lifsins vörð
en sinni önd
og eilífðinni gleyma
í önnum sínum
við að bæta jörð —
sem vit er trú
og viljinn bænagjörð.
Þetta ljóð eru úr kvæði
Stephans Heljarhlið. Eg tel
okkur ekki hafa nein sönnunar-
gögn fyrir því, hvorki jákvæð
né neikvæð, og fullyrðingar
manna um annað líf eru tilgát-
ur einar saman. Eitt þykist ég
vita og þykist hafa fullar sann-
anir fyrir að utan við þann
efnisheim, sem við skynjum
með okkar jarðnesku augum,
eru ótal heimar og einn þessara
heima er draumórasvefn
heimurinn.
Nýjar frábærar
L.P. plötur
John Lennon —
Rod Stewart —
Eric Clapton —
J. Geils Band —
Jefferson Starship —
Harry Nilson —
Cheech & Chong -
Caravan -
Jackson Brownie -
Electric Light Orch -
ii Eloy -
Trapeze -
Heavy Metal Kids -
Linderstarne -
Bob Dylan & Band -
Chris Youlden -
Traffic -
Traffic -
Traffic -
John Denver-
Jon Denver-
Fleetwood Mac -
Spooky Tooth -
John Myall -
Rufus -
Tina Turner -
Barry White -
Johnny Bristol -
Bille Preston -
Bonnie Ratt -
George Mccrage -
Bachman Turner overdrive -
Mandrill -
Steeley Dan -
Isley Brother -
Lou Reed -
Frank Zappa -
Alice Cooper -
Avarage White Band
Randy New Man -
Bad Company
New Riders og the Purple saga
Redbone
Buddy Miles ■
Sting
Corole King
Joe Cocker
Mike Olfield
Emerson Lake & Palmer
Derel & the Dominos
Quan
John Cale
Splinter
Robert Palmer
Frankie Miller
Stevie Wonder
Stevie Wonder
Ronnie Lane
». o
Roger McGvinn
c Cleo Caine
Sly & Family Stone
Homble Pie
Homble Pie
Pink Floyd
Pelican
Ríó Tríó
Þokkabót
Walls & Bridges.
Smiler
461 Ocean Boulevard.
Nightsmares,
Dragon Fly
Pussycats.
Wedding Album.
New Symphonia,
Late for the sky
Dldorado
Inside
The final swing.
Sme
tfappy Daxe
Before the flood
City Chiid
When Eagle Fly
John Barlecorn must die
Best of
Back Home again
Best of
Herds are hard to find.
Mirror
the lates Edition
Rags to Rufus
Turns the country on.
Can't get enough.
Hang on in there baby
The kinds & me
Street Lights
Rock your baby
not fragile
Mandrill land
Prestzel logig
Live it up
Sally can't Dance
At Roxy & other Places.
Best of
A.W.B.
Old Boys
Bad C
Brujo
Beded dreams
All the faces
Sound Track
Wrap around joy
I can stand some rain
Hergest ridge
Welcome
Layla
Jorma Kankoen
c &
Fear
The place I love
Sneakin Sally
Highlife
First Final
Innervisions
Slim Change
Peace on you q
A beautiful thing
Small Talk
Eat it.
Smokin
Dark side of the Moon
Uppteknir
Rió
UpphafiS
KARNABÆR
c Hljómdeild.
Laugavegi 66. i
E&k,Austurstræti 22. JnL
— Þ.Ó.