Morgunblaðið - 25.10.1974, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKT0BER 1974
Sagnarandinn
þeir sömu, sem hann hafði látið Daða fá fyrir andann
í pokanum. Fór hann nú sneyptur heim og hugsaði
aldrei til kvonbæna upp frá því.
HÖGGNI HREKKVÍSI
eftir OSKAR KJARTANSSON
1 þessu húsi á enginn undankomu auðið — ekki einu
sinni smáflugurnar.
aHéma eru annars þessar krónur, sem ég skuldaöt
honum föður þínum sálugaa.
Nokkru seinna fór Daði í kaupstaðinn. Hann þurfti
margt að kaupa, því að þau ætluðu að gifta sig um
haustið, hann og Randíður á Teigi. Þegar Daði var
lagður af stað heim aftur, og kominn nokkuð áleiðis,
mundi hann skyndilega eftir því, að hann hafði lofað
Nonna dálitlu, þegar hann kæmi næst úr kaupstaðn-
um. Hann var þá ekki seinn að snúa við og ríða til
baka. Þegar hann svo náði samferðamönnum sínum
aftur, eftir að hafa fundið kaupmanninn, og þeir
spurðu hann, hvers vegna hann hefði allt í einu
snúið við, þá svaraði Daði.
„Ég þurfti að kaupa rúsínur handa honum Nonna
litla á Teigi!“
DRATTHAGI BLYANTURINN
ANNA FRÁ STÓRUBORG - saoa frá sextándu old
eftir
Jón
Trausta
var ailtaf að hugsa um þetta ævintýri. Þetta tárvota augna-
tillit stúlkunnar, fullt af þakklæti og þó um leið af undrun
og ótta og spurningum, hvarf aldrei frá innri augum hans.
Tár, — þakklætistár! Það var sjaldgæfur ylur, sem um hann
lagði, er hann hugsaði til þeirra. Það lagði bjarta og heita
geisla af þessum tárum um alla sál hans. Þessu gat enginn
maður rœnt. Það var hægt að fá að launum, en ekki öðru
vísi.
Nú fór hann að skilja hugarfar hins heilaga Kristófórusar.
En hvað var það að bera barniS hjá því að bera móður
þess líka? Auðvitað var það ekki guðs móðir, sem hann hafði
borið, en það var fátæk móðir, sem engan átti að og ekkert
til að launa með. Og hvaða munur var á því, að bera guðs
móður og einhverja aðra umkomulausa stúlku, Jesús eða
eitthvert annað barn? Enginn vissi um þann mun fyrr en
eftir á.
Og dag eftir dag starði hann út yfir fljótið eftir nýju ævin-
týri, nýju tækifæri til að gera góðverk og fá að bjarga ein-
hverjum úr háska. En það kom ekki. Menn fóru daglega yfir
fljótið og oft á dag, en engiun barst þar á. Það voru allt vanir
vatnamenn, sem sáu hverja hættu og sáu undireins úr landi,
hvar fært var og hvar ekki fært. — Fljótið var þeim ekkert
annað en ofurlítil þraut, sem gaman var að yfirstíga.
SJÖUNDI ÞÁTTUR
1. STÓRIDÖMUR
Alþingið við öxará 1564 var mislitt og misviturt. Það eru
öll þing.
Mislitt var það að minnsta kosti, því að aldrei hefir tizkan
í klæðaburði haldið meira upp á það mislita en einmitt þá.
Og til voru menn hér á landi einnig þá, sem tolldu í tízk-
unni og fylgdu apalátum hennar erlendis.
Pípukragamir voru þá óðum að ryðja sér til rúms, og út-
skorin litklæði voru í blóma sínum.
Útskorin litklæði —! Nú eru liðin meira en 300 ár síðan
þau prýddu — eða óprýddu — mannlega líkami. Látum oss
segja: prýddu, því að prýðileg þóttu þau á þeirri öld, þó að
nú mundu þau þykja fiflabúningur.
tJtskornu litklæðin voru gerð á þann hátt, að í ytra borð
fatanna voru skomar langar rifur, ýmislega lagaðar, og
þær látnar gapa svo í sundur, að innra borðið sæist í gegn-
um þær. Brúnimar á þessum prýðilegu langrifinn vom
svo bryddar með drifhvítum loðskinnum, og stundum útsaum-
aðar rósir með gullvír í kringum þær. En innra borðið, sem
sást í gegnum rifumar og stundum bungaði út i þær eins
og poki, var úr rauðu, bláu, gulu eða grænu silki. Þess vegna
kölluðu andstæðingar tízkunnar þessa útskornu „prýði“ á
fötunum loga helvítis.
Þessir fallegu „logar“ voru helzt á börmunum, handleggj-
unum og lærunum og voru í röðum hver við annars hlið,
eins og logatungur. Ofan og neðan við þær voru fötin dregin
saman í fagrar fellingar, svo að á handleggjum og lærleggj-
um skiptust á gildir hnúðar, alsettir „logum“, og mjó mitti.
Minntu þá limirnir helzt á rennda borðfætur. Um læri og
lendar belgdust fötin mest út og var þar ekki til efnis spar-
fTteóínorgunkaffinu
Ekki vissi ég fyrr að þú
ert andfúll, vinur.
Má ég biðja yður að
segja manninum, að ég
sé ekki í bænum í dag.
Sigga, eruð þið hrædd
við eitthvað?
Hvað rekur þig út í
svona haustveður?