Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÖVEMBER 1974
7
KUWAIT
ÍRAN
ÍRAK
I LÍBÝA'v
quatar <i
ALSÍR\.
INDÓNESÍA
VENEZÚELA
ECUADOR
NÍGERÍA
Aðildarríki Samtaka olíuútflutningslanda, OPEC.
Stórveldið OPEC
Olía og peningar
OLÍUHRINGURINN OPEC storkar
stórveldum heimsins og er orðinn
stórveldi I heiminum. Aðeins tólf
ríki eru aðilar að þessum samtök-
um og velferð vestrænna rlkja
verður stöðugt háðari ákvörðun-
um og duttlungum þeirra.
OPEC er skammstöfun á sam-
tökunum sem heita fullu nafni
Samtök olluútflutningslanda. Að-
eins ollan sameinar aðildarlöndin
og hún er undirstaða veldis þeirra
sem gerir þeim kleift að ráða olíu-
verðinu og olíubirgðum þeim sem
iðnaður háþróaðra landa bygg
ist á og eru llfsnauðsynlegar Ufs-
nauðsynlegar matvælaframleið-
endum um allan heim.
Sum aðildarrlkin hafa dregið úr
olíuf ramleiðslu sinni á undan förn-
um þrettán mánuðum. Öll aðildar-
ríkin hafa hækkað oliuverðið um
400%. Það kverkatak sem þau
hafa á stórum hluta orkuauðlinda
heimsins hefur vakið ugg um
heimskreppu af völdum vaxandi
oliukostnaðar.
Þessi lönd framleiða 85% allrar
þeirrar oliu sem keypt er og seld I
heiminum. Tekjur þeirra af oliuút-
flutningi á þessu ári eru áætlaðar
80 milljarðar dollara. Fyrir tveim-
ur árum voru tekjur þeirra 15
milljarðar. Tekjurnar hafa þvi
fimmfaldazt.
Samtökin voru stofnuð 1960 og
stofnendurnir voru íran, írak,
Kuwait, Saudi Arabía og
Venezúela. Qatar gekk i samtökin
1961, Indónesia og Libýa 1962,
Abu Dhabi 1967, Alsir 1969,
Nigeria 1971 og Ecuador á þessu
ári.
Alþjóðafyrirtæki réðu árum
saman olíu heimsins. Þau ákváðu
oliuverðið og hvað olfuframleiðsl
an ætti að vera mikil og hvar oltan
skyldi framleidd. Tvær verðlækk-
anir þessara stórfyrirtækja 1958
til 1960 leiddu til stofnunar
OPEC. Yfirlýstur tilgangur sam-
takanna var að verja þágildandi
oliuverðlagskerfi og gera það
stöðugra.
Á siðastliðnum áratug sömdu
framleiðslulöndin smátt og smátt
um betri skilmála fyrir oliuleyfi og
tekjur þeirra af oliunni jukust.
Mikilvæg timamót urðu 1971. Al-
þjóðlegu olfufyrirtækin voru þá
farin að semja við OPEC beint og
samningaviðræður komust I sjálf-
heldu i febrúar.
Fulltrúar OPEC settu þá oliu-
félögunum óvænta úrslitakosti:
þau yrðu að fallast é lágmarks-
kröfur OPEC á Persaflóasvæðinu
innan 18 daga eða eiga á hættu
algert bann á allri hráoliu og oliu-
afurðum frá OPEC-löndum. Oliu-
félögin samþykktu þessa skilméla
á lokadegi.
Tekjur OPEC-landanna stórjuk-
ust og staða þeirra styrktist til
muna. Nokkur þeirra, þar á meðal
Saudi-Arabía, Kuwait, Abu Dhabi
og Nigería tryggðu sér hlutabréf i
0PEC
olíufélögunum. Libýa greip til tak-
markaðrar þjóðnýtingar.
Venezúela hefur boðað þjóðnýt-
ingu oliuiðnaðarins á næsta ári.
Rfkisstjórnir olíulanda voru
farnar að ráða ferðinni. Þetta hef-
ur legið i augum uppi siðan i
októberstriðinu i fyrra þegar
Arabaríkin i OPEC notuðu í fyrsta
sinn olíuna fyrir pólitiskt vopn.
Saudi Arabia, Kuwait, Lfbýa, Alsfr,
Qatar og Arabfska furstasam-
bandið stöðvuðu f fimm mánuði
alla oliusölu til Bandarikjanna,
Hollands og Danmerkur vegna
stuðnings þeirra við ísrael.
(Venezúela og fleiri OPEC-lönd
fóru þó ekki að dæmi þeirra).
Gifurlegar verðhækkanir OPEC
leiddu til þess að verð á hráolfu
tvöfaldaðist og öllu miklu meira
tjóni. Verðið tvöfaldaðist aftur að
þremur mánuðum liðnum. í
hvorugt skiptið stóðu Arabar fyrir
þessum verðhækkunum heldur
lönd undir forystu íran og
Venezúela. Bandarikin reyndu að
sameina önnur iðnvædd riki um
aðgerðir til að knýja fram verð-
lækkanir á öliu en með takmörk-
uðum árangri.
Ráðamenn i Bandartkjunum og
öðrum vestrænum rikjum hafa ný-
lega látið i Ijós bjartsýni á verð-
lækkunum og aðrjr hafa spáð upp-
lausn OPEC vegna minnkandi eft-
irspurnar en OPEC lætur engan
bilbug á sér finna og olfuverðið
hefur haldizt óbreytt. Henry Kiss-
inger utanrfkisráðherra hefur þó
talið það vita á gott sem hann
hefur heyrt i samtölum við Feisal
konung i Saudi Arabíu og Houari
milljónir
3.066
2.234
1.128
1.007
832
672
650
635
540
380
190
84
OPEC-löndin í heild
Boumedienne forseta I Alsír.
Feisal lofaði að beita áhrifum sin-
um til að lækka oliuverðið og
Boumedienne taldi meiri verð-
hækkaniróliklegar og verðlækkan-
ir hugsanlegar.
Nokkur OPEC-lönd, þar á meðal
Venezúela, Ecuador, Libýa og
Kuwait, hafa dregið úr olúufram-
leiðslu. Slikar ráðstafanir geta
reynzt nauðsynlegar ef eftirspurn
minnkar og þetta verður rætt á
fundi OPEC i desember og einnig
fjallað um oliuverðið.
Tvö riki, Kuwait og Iran, leggj-
ast gegn verðlækkunum. Abdul
Ragman Atiqi, oliuráðherra
Kuwait, sagði nýlega f viðtali að
verðið yrði að hækka um 8 dollara
tunnan vegna aukinnar verðbólgu
og minnkandi eftirspurnar.
Abbsalli Khalatbari, utanrikisráð-
herra írans, sagði i Allsherjarþing-
inu að olian gæti gengið til þurrð-
ar og þess vegna yrði bæði að
varðveita hana og selja hana
hæsta verði.
Oliusérfræðingar telja óliklegt
að OPEC leysist upp, en að mikil
þolraun bíði samtakanna nú þegar
iðnaðarrikin taka senn höndum
saman um að hagnýta aðra orku-
gjafa, og draga úr oliuneyzlu.
Samtökin eru laus I reipunum,
aðildarlöndin hafa ólfkra hags-
muna að gæta og þeim reynist
erfitt að sameinast um ákvarðanir.
Ekkert land telst forystuland
OPEC þótt hugsazt geti að slikt
hlutverk geti fallið Venezúela,
íran og Saudi-Arabiu í skaut, enda
eiga þau riki alltaf mikinn þátt f
þeim ákvörðunum sem OPEC tek-
ur.
Fyrr eða sfðar geta aðildarlönd-
in þurft að sætta sig við það að
OPEC fái vald til þess að hafa
eftirlit með framleiðslu þeirra svo
að hægt verði að viðhalda háu
oliuverði. Þar með yrði OPEC
sannkallaður oliuhringur, en mjög
erfitt mun reynast að koma þessu
til leiðar og jafnvel ógerningur að
sögn sérfræðinga. Þess vegna er
verðlækkun Ifklegri.
milljarðar
132 43
60 27
14 12
64 64
20 24
25,5 38
31,5 48
25,5 40
10,5 19
7,6 20
6,5 34
5,7 68
Framleiða rúmlega helming — 54 af hundraði
— allrar olíu heimsins.
Ráða yfir tæplega tveimur þriðju — 64 af
hundraði — alls olíuvaraforða heimsins.
Hvernig kerfið starfar
Olíuauðlegð OPEC
Olíuframleiðsla Oliuvaraforði Ending
(tunnur á ári, (tunnur) ársbirgða
1974) (ár)
Saudi Arabía
Iran
Venezúela
Kuwait
Nigerfa
Libýa
írak
Arabiska
furstasambandið
Indónesia
Alsir
Qatar
Ecuador
Lagermaður óskast Þarf að hafa bílpróf. Uppl. fimmtudag kl. 1 —5. Friðrik A. Jónsson, Bræðraborgarstíg 1. St. Jósefsspítali Reykjavík óskar eftir 2ja herb. ibúð. Uppl. hjá starfsmannahaldi.
Iðnaðarpláss — saumastofa óskast á leigu, 60—80 fm, helzt i Kópavogi. Upplýsingar í síma 43233 frá kl. 6—8 e.h. Innrömmun Fljót og góð þjónusta. Slmi 17279. Fasteignasalan Hafnargötu 2 7 Keflavik, simi 1420.
Innri-Njarðvík Til sölu eldra einbýlishús. Losnar fljótlega. Eígna- og Verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, simi 3222. Ytri-Njarðvik Til sölu sem ný 4ra herb. íbúð sér inngangur. Laus strax. Einnig 5 og 6 herb. einbýlishús. Eigna- og Verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, simi 3222.
Cortina '71 litið keyrður til sölu. Má borgast með 2ja — 5 ára fasteigna- tryggðu skuldabréfi. Simi 16289. íbúð til leigu Til leigu er 4 herb. íbúð i Heima- hverfi. Tilboð sendist Mbl. fyrir n.k. laugardag, merkt: „6760".
Bókhald Tek að mér bókhald og skattaupp- gjör. Svavar H. Jóhannsson, simi 1 7249. Tvítug stúlka óskar eftir vinnu. Vélritunarkunn- átta. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 1 5939 eftir kl. 6.
Til sölu nýtt 120 fm einbýlishús i Bol- ungarvík á góðum stað. Getur losnað strax. Uppl. í sima 94-71 36 eftir kl. 1 9 á kvöldin. íbúð óskast sem næst Reykjavikurflugvelli eða i Vesturbæ. Upplýsingar i sima 28087 idageftirkl. 19.00.
21 árs gömul reglusöm stúlka óskar eftir starfi frá kl. 5 á daginn. Er vön af- greiðslustörfum. Margt annað kemur til greina. Upplýsingar i sima 81696 eftir kl. 4 á daginn. Til sölu Volvo 144 de Luxe árg. 1972. Ljósgrænn, ekinn 32 þús. km. Skipti á ódýrari bil koma til greina. Samkomulag með greiðslu. Uppl. i sima 37203.
Bókhaldsvél Óska eftir að kaupa bókhaldsvél. Upplýsingar i sima 301 03. Fjármagn Get lagt fram fjármagn i arðvæn- legt fyrirtæki gegn eignarhluta, eða sem lán gegn tryggingu. Tilboð meðhöndlast sem trúnaðar- mál, merkt: „4478".
Bókasafn — Bókamenn ISLANDICA TIL SÖLU. Mjög HÁTT verð. Bundin af Ragnari Einarssyni. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Trún- aðarmál — 8545 ". Spariskírteini Til sölu nokkur verðtryggð spari- skirteini rikissjóðs úr II. flokki 1972 og 1970. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „4477".
Ytri — Njarðvík Til sölu nýtt einbýlishús ásamt stórum bilskúr. Söluverð 6,2 millj. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Losnar fljótlega. Getum bætt við okkur málningarvinnu. Fagmenn — úrvalsvinna. Upplýsingar í síma 74281.
Keflavík Höfum kaupanda að góðri 3ja eða 4ra herb. ibúð. Þarf að losna fljót- lega. Útb. 2.2 millj. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, sími 1420. Keflavík Til sölu glæsileg sem ný 160 ferm. hæð. Laus fljótlega. Einnig 4ra og 6 herb. ibúðir. Skipti á 3ja herb. ibúðum möguleg. Eigna- og Verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, simi 3222.
\
Rowentet
Vöfflujárn
teflonhúð
Litur: Orange.
Heildsölubirgðir:
Halldór Eiriksson & Co.
Simi 83422. J
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því,
að 25% dráttarvextir falla á launaskatt fyrir 3.
ársfjórðung 1974 sé hann ekki greiddur í
síðasta lagi 1 5. nóvember.
Fjármálaráðuneytið.