Morgunblaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRIL 1975 Fóstureyðingarfrumvarpið: Fóstureyðing að ósk konu felld með 27 atkvœðum gegn 9 4 ÖNNUR umræða um frumvarp til laga um kyniífsfræðslu og fóstur- eyðingar fór fram f neðri deild Alþingis í fyrradag og stóð mikinn hluta dags og kvöldið allt fram yfir klukkan eitt að nóttu. Efnisatriði umræðna dagfundar voru lauslega rakin á þingsfðu blaðsins f gær og umræðna á kvöldfundinum er getið á þing- síðu f dag. I gær var frumvarpinu síðan vísað til 3. umræðu i neðri deild. Nafnakall fór fram um tvö atriði: 1) breytingartillögu frá Magnúsi Kjartanssyni, þess efnis, að 9. grein frumvarpsins yrði á ný breytt í fyrra form, þ.e., að fóstur- eyðing væri heimil að ósk konu, ef vissum skilyrðum væri full- nægt, 2) um 9. gr. frumvarpsins eins og meirihluti heilbrigðis- nefndar leggur til að hún sé orðuð, þ.e., að fóstureyðing skuli heimil af læknisfræðilegum, féjagslegum og siðferðilegum ástæðum, sem nánar eru til- greindar i frumvarpinu, að höfðu samráði við lækni og félagsráð- gjafa. Breytingartillaga Magnúsar Kjartanssonar var felld með 27 mótatkvæðum, 9 greiddu atkvæði með henni, einn sat hjá og þrír voru fjarverandi. Þeir, sem greiddu atkvæði með tillögunni, voru: Eðvarð Sigurðsson (K), Garðar Sigurðsson (K) Karl Sigurbergsson (K), Sigurður Blöndal (K), Magnús Kjartansson Niðurskurðurinn á ekki að draga verulega úr atvinnumöguleikum fólks (K), Magnús Torfi Olafsson (SFV), Sighvatur Björgvinsson (A), Svava Jakobsdóttir (K) og Guðmundur Þórarinsson (F). 9. gr. frumvarpsins, eins og meirihluti heilbrigðisnefndar gekk frá henni, var síðan sam- þykkt með 30 atkvæðum gegn 7, 1 greiddi ekki atkvæði og 2 voru fjarverandi. Þeir, sem greiddu at- kvæði gegn frumvarpsgrein- inni (9.1), voru: Friðjón Þórðar- son (S), Gunnlaugur Finnsstyi (F), Ingólfur Jónsson (S), Karvel Pálmason (SFV), Lárus Jónsson (S), Pálmi Jónsson (S) og Pétur Sigurðsson (S). — Nokkrir þing- manna gerðu grein fyrir mótat- kvæði, efnislega á þá leið, að sam- kvæmt túlkun framsögumanna meirihluta heilbrigðis- og trygg- inganefndar og fleiri aðila, yrði 9. gr. frumvarpsins í núverandi mynd nær hin sama i framkvæmd og þó hún væri óbreytt frá fyrri gerð frumvarpsins, þ.e. eins og Magnús Kjartansson Iagði til, og af þeim sökum sæju þeir sér ekki fært að ljá henni fylgi sitt. Það vakti athygli við fyrra nafnakallið að Jónas Arnason (K) greiddi atkvæði gegn breyt- ingartillögu Magnúsar Kjartans- VEGNA fréttar í Morgunblaðinu i gær um sparnað og niðurskurð framkvæmda hjá Reykjavíkur- borg, sem nemur 564 milljónum króna, sneri blaðið sér til Birgis Isleifs Gunnarssonar, borgar- Tvær deild- arstjórastöð- ur auglýstar SIGURÐUR Helgason fulltrúi i menntamálaráðuneytinu hefur verið settur í embætti deildar- stjóra fræðslumáladeildar, en það er embættið, sem dr. Bragi Jósepsson gegndi og var vikið úr. Jafnfranjt hefur þessi staða verið auglýst laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 16. maí. Jafnframt hefur embætti deildarstjóra í verk- og tækni- menntunardeild verið auglýst laust til umsóknar með sama um- sóknarfresti. Settur í það embætti frá árinu 1974 hefur verið Stefán Ölafur Jónsson. stjóra, og spurði, hvort þessi niðurskurður framkvæmda myndi hafa áhrif á atvinnu í sumar og mannaráðningar borgarinnar. Borgarstjóri sagði að þessar ráðstafanir myndu sennilega fyrst og fremst koma niður á út- boðsverkum — byggingafram- kvæmdir yrðu minni, en á hinn bóginn hefði verið reynt að halda inni þeim verkefnum, sem líkleg- ust eru til að veita atvinnu, en á þessu stigi er mjög erfitt að nefna samanburðartölur um fjölda mannaráðninga miðað við fyrra ár. Hefur t.d. verið reynt að halda inni nýjum byggðahverfum, sem veita atvinnu. Þá sagði Birgir Is- leifur að þessar ráðstafanir ættu lítil áhrif að hafa á atvinnumögu- leika skólafólks í sumar. Þau verkefni, sem slíkt fólk hefur unnið við, verða álíka mikil og var á siðastliðnu ári. Lík litlu telp- unnar fundið A MIÐVIKUDAGINN fannst lík litlu telpunnar sem féll undir ís I Eyvindará við Egilsstaði í fyrri viku og drukknaði. Fannst líkið í ánni skammt fyrir neðan flugvöll- inn á Egilsstöðum. Litla telpan hét Hlín Ingvarsdóttir og var fimm ára. Vegna gffurlegrar aðsóknar að sýningum sovézka fimleikafólksins, hefur verið ákveðið að efna til aukasýningar í Laugardalshöllinni í kvöld, og hefst hún kl. 20.00. Þar með gefst Islendingum sfðasta tækifærið til þess að sjá þessa afburðasnjöllu fimleika- og listamenn, en sem kunnugt er, þá eru f hópi sovét- fólksins nokkrir af beztu fimleikamönn- um Sovétrfkjanna og einn silfurverð- launahafi frá heimsmeistarakeppni í nú- tfma fimleikum. Mynd þessa tók Frið- þjófur af einni sovézku stúlkunni, er hún var að leika listir sínar með bolta á æfingu fyrir sýningarnar. Lögbann settá ,Þjófinn’ ÞORSTEINN Thorarensen, borgarfógeti, kvað í gær upp þann úrskurð, að lögbann væri sett á lestur Indriða G. Þorsteinssonar f útvarpi á sögu hans „Þjófur f paradís“. Ættingjar Tómasar Jónssonar frá Hofdölum, sem kröfðust lögbannsins, voru látnir setja 100 þúsund króna tryggingu fyrir lögbanninu. Morgunblaðið ræddi i gær við Indriða G. Þorsteinsson og spurði hann álits á lögbanninu. Indriði sagði, að 100 þúsund króna trygg- ing væri fyrir það fyrsta hlægi- lega lág, en jafnframt væri hér um að ræða, að fyrsta sinni væri sett lögbann á hugverk, þ.e.a.s. skáldsögu og sagði Indriði að næsta stig hlyti að vera að setja lögbann á andrúmsloftið. Annars sagði Indriði, að i raun væri mjög alvarlegt hvernig lög- bannsmálum á Islandi væri kom- ið. Unnt væri að krefjast lög- banns á svo til allt og lögbanni væri aldrei synjað. Sagði Indriði að eina lögbannskrafan, sem vís- að hefði verið frá, hefði verið krafa Jóhannesar Kr. guðsorða- sala, sem óskaði eftir lögbanni á framboð Sveins heitins Björns- sonar fyrrv. forseta Islands. Vertíðin: Bergþór stefnir óð- fluga í þúsund tonnin „N(J ER það sko svart — við vorum að landa úr einum 70 tonna bát og hann var ekki nema með 320 kg eftir róðurinn,“ sagði vigtarmaðurinn f Grindavfk þegar blaðið hafði samband við hann á dögunum og sömu sögu mátti heyra í flestum þeim ver- stöðvum suðvestanlands sem haft var samband við. Hefur afli land- róðrabátanna verið með eindæm- um lélegur sfðustu dægur, eins og fram kemur hér á eftir. Stöku bátar eru þó komnir með allgóðan heildarafla og er Bergþór frá Sandgerði nú aflabæstur vertfðar- báta eftir þvf sem næst verður komist — með 961 tonn. Þorlákshöfn: Þar hefur verið mjög dauft yfir fiskiríinu undanfarið og bátarnir komið að með rétt smáslatta en upp I 15—20 tonn. Heildaraflinn í Þor- lákshöfn um miðjan mánuðinn var orðinn 11.281 tonn í 1223 róðr- um en var á sama tfma I fyrra 10.914 tonn I 1075 róðrum. Hæst- ur Þorlákshafnarbáta er Brynjólf- ur með 756 tonn, Friðrik hefur fengið 624 tonn og Skálafell er komið með 610 tonn. Grindavfk: Þar hefur aflinn verið með eindæmum lélegur eins og að framan getur — algengast að bátarnir séu með frá 3—6 tonn niður I nánast ekki neitt. Heildar- aflinn 15. þessa mánaðar var orðinn 13.225 tonn í 2049 róðrum Grindavíkurbáta en var á sama tíma í fyrra 13.085 tonn í 2039 róðrum. Aflahæstur Grindavíkur- báta er Geirfugl með 832 tonn, Þórir er með 416 tonn og Hafberg hefur fengið 405 tonn. Framhald á bls. 20 Verkfallsmenn á Selfossi: Afléttum ekki verkfallinu fyrr en uppsögn er ógilt BIFVÉLAVIRKJARNIR hjá Kaupfélagi Árnesinga, sem verið hafa f verkfalli vegna þess að einum þeirra, Kolbeini Guðna- syni, var sagt upp störfum, hafa Ný fiskimjölsverksmiðja í Nes kaupstað fyrir næstu loðnuvertíð ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa nýja síldar- og fiskmjölsverk- smiðju f Neskaupstað f stað þeirr- ar, sem eyðilagðist í snjóflóðun- um f desember s.l. Fyrirhugað er, Bjarni Guðbjörnsson ráðinn W bankastjóri IJtvegsbankans A FUNDI bankaráðs (Jtvegs- banka Islands f gær var Bjarni Guðbjörnsson ráðinn bankastjóri bankans með samhljóða atkvæð- um allra bankaráðsmanna. Bjarni Guðbjörnsson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1912. Hann gerðist starfsmaður við Útvegsbanka Islands 1941 og var ráðinn útibússtjóri við útibú bankans á ísafirði 1. febrúar 1950 og síðan útibússtjóri við Útibú bankans í Kópavogi 1. marz 1973. Hann var alþingismaður Vestfirð- inga 1967—’74 og sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Eiginkona Bjarna er Gunnþór- unn Björnsdóttir. að nýja verksmiðjan verði af svip- aðri stærð og sú eldri, geti brætt 700—800 lestir á sólarhring. Þeg- ar er búið að ákveða nýju verk- smiðjunni stæði og er það við nýju höfnina fyrir botni Norð- fjarðar. Þar verður fyllt upp stórt svæði, þar sem verksmiðjan, mjölhús og hráefnis- og afurða- geymar eiga að rísa. Stjórn Sfldarvinnslunnar h.f. sem er eig- andi verksmiðjunnar stefnir að þvf að bræðsla geti hafist í nýju verksmiðjunni f byrjun næstu loðnuvertíðar. Jóhannes Stefánsson, stjórnar- formaður Síldarvinnslunnar, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að notaðir yrðu allir heillegir hlutir úr gömlu verksmiðjunni, en meðal þeirra tækja sem verður að kaupa ný eru t.d. soðkjarna- tæki og stefnt er að því að kaupa tæki af fullkomnustu gerð. — Þetta verk verður að ganga mjög vel, því það er okkur nauð- syn að verksmiðjan geti tekið til starfa í upphafi næstu loðnu- vertíðar, sagði Jóhannes. Það er verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen sem sér um útboð á verksmiðjuhúsinu. Nfels Indriðason verkfræðingur sagði er við ræddum við hann, að sjálft verksmiðjuhúsið yrði 27,5 x 60 metrar að stærð, en sfðan kæmi mjölgeymsluhús 35x48 metrar. A milli þessara húsa á sfðan að koma tengihús. Hann sagði, að þetta útboð væri um leið könnun á því, hvort dýrara væri að reisa húsin úr stáli eða steinsteypu. Gert er ráð fyrir því, að efnið í stálgrindarhúsin verði með inn- brenndu lakki, og að efnið verði komið til Neskaupstaðar 15. ágúst og húsin uppkomin í október og nóvember. sent Morgunblaðinu fréttatil- kynningu, þar sem þeir taka fram, að Vinnumálasamband samvinnufélaganna hafi orðað þá hugmynd við einn fulltrúa þeirra að Kolbeinn yrði ráðinn til ann- arra starfa, en bifvélavirkjanir hefðu ekki talið sig eiga neinn rétt á þvf að ræða um slfkt. Sfðan segja bifvélavirkjanir, að grundvallaratriði f verkfalli þeirra sé, að þeir viðurkenni alls ekki geðþóttauppsagnir. „Við lft- um á það sem mannréttindamál, hvort menn njóta öryggis um vinnu sfna og við teljum brott- rekstur Kolbeins vera brot á mannréttindum eins og að honum var staðið, enda viðurkennt af kaupfélagsstjóra, að ástæðan var sú að Kolbeinn lét f ljós gagnrýni í einkabréfi til kaupfélags- Framhald á bls. 20 Egilsstaðir AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- fél. Fljótsdalshéraðs og full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í N-Múlasýslu verður haldinn f Vegaveitingum við Lagar- fljótsbrú n.k. sunnudag klukk- an 3. Venjuleg aðalfundarstörf verða og kjör fulltrúa á lands- fund Sjálfstæðisflokksins fer einnig fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.